Fréttablaðið - 09.08.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 09.08.2010, Blaðsíða 34
18 9. ágúst 2010 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is WHITNEY HOUSTON ER 47 ÁRA Í DAG „Ég ákvað fyrir löngu að ganga aldrei í skugga neins. Ef mér mistekst eða ef ég næ árangri þá geri ég alla vega það sem ég trúi á.“ Whitney Elizabeth Houston er amerísk söngkona, leikkona og fyrrverandi tískufyrirsæta. Hous- ton hóf söngferilinn í gospel- kirkju í New Jersey ellefu ára gömul. MERKISATBURÐIR 1851 Er þjóðfundinum í Reykjavík er slitið hrópa þingmenn undir forystu Jóns Sigurðssonar: „Vér mótmælum allir.“ 1873 Kveðja, fyrsta kvæði eftir Stephan G. Stephansson, birtist í Norðanfara fáum dögum eftir að Stephan fór alfarinn af Íslandi. 1945 Bandaríkjamenn varpa kjarnorkusprengju á jap- önsku borgina Nagasaki. 2005 Benjamin Netanyahu, þá fjármálaráðherra Ís- raels, segir af sér til að mótmæla áformum Ari- els Sharon um að leggja niður landtökubyggðir gyðinga á Gasaströndinni. Richard Milhouse Nixon Bandaríkjaforseti þurfti að segja af sér á þessum degi árið 1974. Nixon bar sigur úr býtum í forsetakosningunum árið 1968 og tók við embætti forseta Bandaríkjanna fyrir hönd repúblikana 20. janúar 1969. Hann hafði gegnt stöðu varaforseta Bandaríkjanna fyrir flokkinn á árunum 1953 til 1961, en hafði áður tapað naumlega fyrir John F. Kennedy í forseta- kosningunum árið 1960. Nixon var í upphafi ferils vinsæll í embætti en þurfti að segja af sér árið 1974 vegna yfirvofandi þingsákæru í tengsl- um við Watergate-hneykslið. Það mál snerist um tengsl Nixons við njósnir á kosningaskrifstofu Demókrataflokksins. Nixon varð þar með fyrsti forseti Bandaríkjanna sem hefur þurft að segja af sér. Heimild: www.wikipedia.org. ÞETTA GERÐIST: 9. ÁGÚST 1974 Richard Nixon segir af sér „Ég ætla að reyna að gleyma þessu afmæli,“ segir Eiríkur Smith mynd- listarmaður og hlær. Hann verður 85 ára í dag. „Það var alveg nóg að hafa eitthvert vesen á áttræðisafmælinu en ég ætla bara að taka daginn rólega. Kannski býð ég fjölskyldunni upp á kvöldmat einhvers staðar. Það er allt og sumt.“ Eiríkur ólst upp í Hafnarfirði og hefur búið þar alla tíð ef frá eru talin þau ár sem hann fór utan til náms. „Ég var fyrst í Handíðaskólanum og svo fór ég til náms í Kaupmannahöfn og seinna til Parísar. Við flökkuðum líka um Spán.“ Hann varð snemma góður teiknari. „Blessuð vertu, ég hef verið að teikna frá því að ég man eftir mér. Í barnaskól- anum voru alltaf teiknitímar einu sinni í viku. Þegar ég var sjö ára segir teikni- kennarinn: Jæja, nú eigið þið að setj- ast niður og mála barnaskólann ykkar. Það voru náttúrlega allir með krítarliti þá,“ útskýrir Eiríkur sem byrjaði eins og aðrir á myndinni. „Ég hamaðist og hamaðist. Svo vissi ég ekki fyrr en allur skarinn var kominn að borðinu hjá mér en það voru þrjátíu krakkar í bekknum. Þá sáu krakkarnir eitthvað í mér. Þetta var fyrsta viðurkenningin mín. Það var alveg stórfurðulegt.“ Eiríkur segir að skólastofan hafi fljótt verið þakin myndum eftir hann. „Og krakkarnir öfunduðu mig aldrei af þessu af því ég var svo lélegur í reikn- ingi. Þau vissu það,“ segir Eiríkur bros- andi. Eftir að Eiríkur kom heim frá námi flutti hann aftur í Hafnarfjörðinn. „Ég byggði gamla húsið mitt alveg sjálfur. Svo kom til mín arkitekt sem var að kaupa mynd handa konunni sinni og ég segi allt í einu við hann, eins og upp úr þurru: Heldurðu að þú gætir ekki bara teiknað fyrir mig eitt stykki hús? sem hann og gerði. Ég er búinn að búa í tut- tugu ár í þessu húsi.“ En finnst þér mikið hafa breyst í listalífi landsins á þínum tíma? „Mér finnst það ekki eins ákveðið og það var. Þarna voru listamenn sem virki- lega skrifuðu langar greinar í blöðin. Það var oft vel gert og bitist á um hlut- ina. Þetta var oft merkileg krufning,“ segir Eiríkur sem finnst blöðin leggja minni áherslu á myndlist núna. „Svona er þetta allt í sambandi við myndlist, hún er birt í frímerkjastærð í dagblöð- unum.“ Sýning með verkum Eiríks stendur yfir í Hafnarborg fram til 22. ágúst. martaf@frettabladid.is EIRÍKUR SMITH: Á 85 ÁRA AFMÆLI Í DAG Myndlist í frímerkjastærð MYNDLISTARMAÐUR Eiríkur Smith varð fljótlega mikill listamaður sem bekkjarfélagarnir dáðust að. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Gjörningahópurinn Orki- dea, sem er skipaður níu ungmennum úr eldri hóp skapandi sumarstarfa hjá Akureyrarbæ, ákvað að láta gott af sér leiða um verslun- armannahelgina og safna fé fyrir langveik börn. Með- limir hópsins gáfu ókeyp- is faðmlög og buðu upp á andlitsmálningu fyrir börn í miðbæ Akureyrar og gat fólk gefið frjáls framlög í söfnunarkassa á þeirra vegum. Alls söfnuðust 40.092 krónur sem runnu óskiptar til Hetjanna, félags langveikra barna á Norður- landi. „Okkur datt þetta í hug þegar við vorum að velta því fyrir okkur hvað við ætluðum að gera fyrir versl- unarmannahelgina til þess að lífga upp á bæinn. Fólk tók mjög vel í þetta og flest- ir voru til í að fá ókeypis knús auk þess sem krakkar á öllum aldri biðu í röðum eftir því að fá andlitsmáln- ingu,“ segir í tilkynningu frá hópnum. Hægt er að fylgjast nánar með uppá- tækjum hans á Facebook. Faðmlög fyrir langveik börn KNÚSUÐU MANN OG ANNAN Hópurinn safnaði fé handa langveikum börnum með því að gefa knús. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Sigtryggsdóttir Árskógum 6, Reykjavík, sem lést á heimili sínu föstudaginn 30. júlí verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 9. ágúst kl. 15. Lína Þórðardóttir Jonsson Sigurður Jónsson Jófríður Halldórsdóttir Áslaug Jónsdóttir Róbert Melax Ágústa Jónsdóttir Helgi Baldvinsson Steingrímur Jónsson Ásta Davíðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, Einar Einarsson vélstjóri, Stuðlaseli 31, 109 Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn 29. júlí. Útförin fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 9. ágúst kl. 15. Margrét Sigurðardóttir Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma okkar, Sigurrós Margrét Sigurjónsdóttir, Gullsmára 9, Kópavogi, sem lést laugardaginn 31. júlí, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 10. ágúst kl. 15.00. Jónas Gunnar Guðmundsson Sigurbjörn Rúnar Jónasson Reynir Jónasson Hrafnhildur Rós Valdimarsdóttir Daníel Björn Sigurbjörnsson Matthías Sigurbjörnsson Þórunn Sigurrós Sigurbjörnsdóttir Bergdís Heiða Reynisdóttir Friðbjörn Víðir Reynisson MOSAIK Gjótuhrauni 8, 220 Hafnarfirði Sími: 571 0400, legsteinar@gmail.com GRANÍT OG LEGSTEINAR Fallegir legsteinar á einstöku verði Frí áletr un

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.