Fréttablaðið - 10.08.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.08.2010, Blaðsíða 6
6 10. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift *Árleg nafnávöxtun frá 15.01.2001 til 31.07.2010. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. @Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is SKIPULAGSMÁL Álfyrirtækið Rio Tinto Alcan segist vilja auka við starfsemi sína hér á landi. Þetta kemur fram í svarbréfi félagsins til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. „Rio Tinto Alcan hefur sannar- lega áhuga á að auka umsvif sín á Íslandi,“ segir í bréfi Alcan sem er að svara fyrirspurn frá bæjaryfir- völdum. Tilefni bréfaskiptanna er að frá því í mars í fyrra hefur legið fyrir tilskilinn fjöldi undirskrifta frá Hafnfirðingum til þess að end- urtaka eigi íbúakosningu frá árinu 2007 um nýtt deiliskipulag vegna stækkunar álversins í Straums- vík. „Þar sem áformum fyrirtæk- isins um stækkun var hafnað í atkvæðagreiðslu í Hafnarfirði er bæði eðlilegt og rétt að frumkvæði að því að setja þau áform aftur á dagskrá komi frá bæjarfélaginu, það er íbúum þess eða eftir atvik- um fulltrúum þess,“ segir í svari Alcan. Málið hefur velkst milli bæjaryf- irvalda og Alcan eftir að undirskrift- irnar lágu fyrir. Bæjaryfirvöld hafa talið að Alcan hafi ekki gefið full- nægjandi svör um sína afstöðu en fyrirtækið segir ekkert því til fyr- irstöðu að endurtaka kosninguna. Hins vegar liggi engar ákvarðanir fyrir um það hvort eða hvernig yrði af stækkun eins og þeirri sem kosið var um í mars 2007. Ef til stækkun- ar kæmi myndi fyrirtækið líklega sækja um losunarheimildir til Evr- ópusambandsins. Eins sé það tilbú- ið að minnka svokallað þynningar- svæði umhverfis verksmiðjuna eins og bæjaryfirvöld spyrji um. „Fyrirtækið hefur að svo stöddu engar aðrar óskir uppi en þær að vilji bæjarfélagsins komi fram,“ er undirstrikað í bréfi álfyrirtækis- ins. Sagt er að mjög hafi dregist að senda svarbréfið við spurningunum sem bærinn setti fram í lok mars síðastliðinn. „Stjórnendur fyrirtæk- isins hafa undanfarna mánuði lagt höfuðáherslu á að ljúka endurnýjun á raforkusamningi álversins til að tryggja núverandi rekstur þess, en þeirri vinnu lauk á farsælan hátt í liðnum mánuði,“ er töfin útskýrð. Svarbréf Rio Tinto Alcan var lagt fram í bæjarráði á fimmtudag en engin ákvörðun tekin um íbúa- kosninguna. Hins vegar fól bæjar- ráðið oddvitum þeirra flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn, auk svið- stjóra og skrifstofustjóra skipulags- og byggingarsviðs, „að yfirfara framlögð svör“. gar@frettabladid.is Íbúar kjósi um það sama og í mars 2007 Rio Tinto telur að ef Hafnfirðingar kjósi aftur um stækkun álvers eigi það að vera á sömu forsendum og 2007. Bæjaryfirvöld eru enn að ákveða viðbrögð við því að nægilega margar undirskriftir fyrir nýjum kosningum liggja fyrir. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /H A R I Í ÁLVERINU Í STRAUMSVÍK Hafnfirðingar felldu í kosningum 2007 tillögu sem gert hefði kleift að ríflega tvöfalda áframleiðsl- una í Straumsvík. Í sextán mánuði hefur legið fyrir nægur fjöldi undirskrifta til að endurtaka kosninguna en hún er þó ekki enn á dagskrá. MENNTMÁL Um fjórtán þúsund nemendur hefja nám í 37 almenn- um grunnskólum í Reykjavík 23. ágúst, þar af eru 1.460 börn að hefja nám í 1. bekk. Rúmlega 400 nemendur eru skráðir í sex sjálfstætt starf- andi skóla í borginni og á annað hundrað grunnskólanemendur stunda nám í þremur sérskólum. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg er undirbún- ingsstarf fyrir skólabyrjun í fullum gangi enda rétt um tvær vikur í skólasetningu. -kh Grunnskólarnir að byrja: 14.000 nemend- ur í 37 skólum MENNTUN Þrjár nýjar skólabygging- ar verða teknar í notkun í Reykja- vík í haust. Byggingarnar eru fyrir Dalskóla í Úlfarsárdal, Sæmund- arskóla í Grafarholti og Norðlinga- skóla í Norðlingaholti. Skólastarf hefur verið í bráða- birgðahúsnæði í Norðlingaskóla undanfarin ár, en skólinn tók til starfa í ágúst 2005. Kennsla hófst í hluta nýrrar byggingar Sæmundarskóla í fyrra, en skólastarf beggja skóla verður að hluta til í nýju húsunum í vetur. Stefnt er að því að fullgera húsin fyrir árslok 2012. Skólinn varð sjálfstæður árið 2006, en skóla- starfið hafði áður verið í tengslum við Ingunnarskóla. Dalskóli tekur til starfa sem leikskóli, grunnskóli og frístunda- heimili í haust. Tilkynnt var um nafn skólans undir lok maí á þessu ári. Á þriðja tug grunnskólabarna og 50 leikskólabörn hafa verið innrituð í skólann, að því er fram kemur í tilkynningu Reykjavíkur- borgar. Skólar verða settir í Reykjavík 23. ágúst. - þeb Mikið lagt í undirbúning skólastarfs í Reykjavík sem hefst í lok mánaðarins: Nýjar skólabyggingar teknar í notkun SÆMUNDARSKÓLI Í fyrra hófst kennsla í fyrsta hluta nýrrar byggingar í Sæmund- arskóla. Kennsla hefst í þremur nýjum skólabyggingum í haust, þar á meðal í Sæmundarskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu handtóku þrjá karlmenn sem gerðu til- raun til að brjótast inn í fyrir- tæki í Laugardalnum í Reykjavík í fyrrinótt. Mennirnir voru búnir að brjóta rúðu og voru um það bil að fara inn í húsið þegar lögreglumenn- ina bar að og handtók þá alla á staðnum. Mennirnir fengu að gista fangageymslur og voru síðan yfirheyrðir. Lögreglumenn í Laugardal: Stóðu innbrots- þjófa að verki LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn á eft- irlitsför sáu í nótt hvar ökumaður missti stjórn á bíl sínum og ók út af Hafnarfjarðarvegi á móts við Fífuhvammsveg. Þar kastaðist bíllinn yfir tor- færur uns hann nam staðar en þá gaus upp eldur í honum. Lögreglumenn náðu að slökkva eldinn með handslökkvitækj- um og voru ökumaður og farþegi fluttir á slysadeild til aðhlynn- ingar. Að því loknu var ökumað- ur fluttur til gistingar í fanga- geymslum, enda grunaður um fíkniefnaakstur. Ók undir áhrifum vímuefna: Kviknaði í bíl eftir útafakstur FÓLK Stuttmynd um eldgosið í Eyjafjallajökli er nú sýnd dag- lega í verbúð við gömlu höfnina í Reykjavík. Myndin er eftir Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmann sem fór fjölmargar ferðir að gos- stöðvunum í vor. Hann myndaði gosið frá jörðu og úr lofti. Enginn texti er í myndinni heldur aðeins tónlist og myndir af gosinu. Myndin er sýnd á lofti kaffi- hússins Café Haítí í verbúð númer tvö. Aðrar íslenskar stutt- myndir eru einnig sýndar þar daglega. - þeb Café Haítí við höfnina: Mynd um gosið sýnd daglega GOSIÐ Myndin um gosið er sýnd á hverjum degi við gömlu höfnina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum og í samræmi við breytingu á vaxtaálagi ákveðið að útlána- vextir sjóðsins verði óbreyttir. Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði eru 4,50 pró- sent og 5,00 prósent á íbúðalán- um án uppgreiðsluákvæðis. Í tilkynningu segir að vaxta- ákvörðun Íbúðalánasjóðs byggi á ávöxtunarkröfu í útboði íbúða- bréfa sem haldið var 6. ágúst ásamt vegnum fjármagnskostn- aði uppgreiðslna ÍLS-veðbréfa. Útboð íbúðabréfa: Óbreyttir vextir Íbúðalánasjóðs HÚS Í BYGGINGU Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs tekið ákvörðun um að halda vöxtum sjóðsins óbreyttum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tókst þú þátt í hátíðarhöldum Hinsegin daga? JÁ 12,9% NEI 87,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætti að skikka bændur til að girða sauðfé sitt af? Segðu skoðun þína á Vísi.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.