Fréttablaðið - 10.08.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.08.2010, Blaðsíða 10
10 10. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR ESB og krafan um lífsrými Ögmundur Jónasson birti nýverið grein í Morgunblaðinu um ESB. Í greininni segir hann að það eina sem vanti í stórveldisóra forseta framkvæmda- stjórnar ESB sé krafan um lífsrými. Sú krafa var lykilatriði í hugmyndafræði nasismans og er hugtakið í dag nær eingöngu notað sem tilvísun til hans. Í kjölfarið var Ögmundur gagnrýndur fyrir að vera ómálefnalegur en í Frétta- blaðinu í gær birti hann svargrein við gagnrýninni. Ögmundur sagnfræðingur Þar segir Ögmundur að sagan kenni að alla tíð hafi staðið átök um auðlindir heimsins og þann veruleika hafi hann varið starfsævinni í að skoða sem sagnfræðingur, frétta- og stjórn- málamaður. Seinna segir hann það út í hött að ætla að með orðum sínum hafi hann verið að tengja ESB við nasisma. Veltu menn fyrir sér í kjölfarið hvor væri höfundur þessarar greinar; stjórnmálamaðurinn Ögmundur eða sagnfræðingurinn með glænýtt innlegg í sagnfræðilega umræðu á þá leið að í hugtakinu lífsrými felist bara alls engin nasisma- vísun? Samkeppnishamlandi? Sigurður Ingi Jóhannssson, þingmaður Framsóknar, hefur varið frumvarp til búvörulaga sem sætt hefur gagnrýni að undanförnu. Samkeppniseftirlitið gerði alvarlegar athugasemdir við frumvarp- ið og Samtök verslunar og þjónustu sögðu það eitt alvarlegasta afturhvarf frá frjálsri samkeppni sem sést hefði um árabil. Spurður út í gagnrýnina svaraði Sigurður að reglur þyrftu að gilda um markaðinn en var þó tilbúinn til þess að fallast á það að lokum að frumvarpið gæti verið samkeppnis- hamlandi. Það er ánægjulegt að sjá hve mikillar virðingar Samkeppniseftir- litið nýtur meðal þingmanna. magnusl@frettabladid.is Forystumönnum Akureyrarbæj-ar voru afhentar undirskriftir 120 starfsmanna öldrunarheimila bæjarins á dögunum þar sem mótmælt var stað- setningu nýs öldrunarheimilis í Nausta- hverfi. Þetta ágæta fólk taldi betra fyrir skjólstæðinga sína að þessi starf- semi væri þar sem auðvelt er að vera í sambandi við annað fólk og njóta sam- vista við það; vera beinir þátttakend- ur hins daglega lífs bæjarbúa eftir því sem heilsa og aðstæður leyfa. Það verði ekki gert með því að búa um eldra fólk- ið í útjaðri bæjarins eins og talsmenn undirskriftasöfnunarinnar bentu á. Þá er meiri hætta á einangrun með þeim afleiðingum sem því fylgir fyrir gamla fólkið og okkur hin sem fylgjum í kjöl- farið fyrr en varir. Í niðurstöðum íbúaþings árið 2004 um nýskipan miðbæjarins var áhersla lögð á að hann verði líflegur vettvangur mann- lífs og skemmtunar. Margir þingfulltrú- ar vöktu einmitt athygli á því að fjölga þyrfti íbúðum í miðbænum eða næsta nágrenni hans til þess að ná þessu mark- miði. Þeir sáu fyrir sér íbúðir þar sem hófleg ganga frá þeim inn í kjarna mið- bæjarins yrði hluti daglegs lífs. Þar hitt- ist fólk og nýtir sér þjónustu af ýmsum toga í skjólgóðu og hlýlegu umhverfi. Því lagði íbúaþingið til að í útjaðri mið- bæjarins yrðu íbúðir og hljóðlát byggð en öll þjónustustarfssemi og skemmtan- ir á miðsvæðinu sjálfu sem truflaði þó ekki þá sem heima sitja. Þessi sýn opnar möguleika á að byggja öldrunarheimili til dæmis á svæðinu frá Bautanum og suður að Samkomuhúsinu, á gamla íþróttavell- inum og á svæðinu niður eftir Oddeyri norðan Strandgötu. Þarna eru marg- ir áhugaverðir valkostir til að byggja slík heimili fyrir aldraða og falla vel að því deiliskipulagi sem nú liggur fyrir til afgreiðslu í bæjarstjórn. Að vísu eru þær ekki í takt við þær hugmyndir sem uppi eru um að fjölga bensínstöðv- um og efla veitingarekstur með viðeig- andi bílaumferð í útjaðri miðbæjarins. En vonandi stuðla ofangreindar undir- skriftir að því að rétta af þann óheilla kúrs sem þau mál hafa ratað í og fund- inn verður staður fyrir gamla fólk- ið sem tengir það mannlífi og þjónustu sem það, eins og aðrir, vilja nýta sér. Eldri borgarar taki þátt Málefni eldri borgara Ragnar Sverrisson kaupmaður á Akureyri Útsala 20-40% Opið: má-fö. 12:30-18 :00 www.nora.is Rauðu múrsteinshúsunum Dalvegi 16a, Kóp. 201 - S: 517 7727 í bústaðinn - á heimilið L ýsing Samkeppniseftirlitsins á íslenzkum mjólkurmarkaði sem samansúrruðum samráðshring er raunsönn. Land- búnaðarkerfið gerir nú enn eina atlöguna að mönnum, sem vilja reyna að standa á eigin fótum og framleiða mjólkur- vörur handa neytendum án ríkisstyrkja. Fara verður aftur til ársins 2005 til að finna rætur frumvarpsins sem Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra hefur nú lagt fram, um að refsa beri afurðastöðvum sem framleiði mjólk sem framleidd sé utan kvótakerfisins, þ.e. án ríkisstyrkja. Þá stofnuðu framtaks- samir bændur í Kjósinni mjólkursamlagið Mjólku og kepptu við hinn ríkisstyrkta samráðshring. Forsvarsmenn Bændasamtaka Íslands og Landssambands kúa- bænda reyndu þá allt hvað þeir gátu til að bregða fæti fyrir hið nýja fyrirtæki og héldu því m.a. fram að það væri ólöglegt að framleiða mjólk án ríkisstyrks. Strax á þeim tíma var á það bent að slík lagatúlkun stæðist hvorki stjórnarskrána né mann- réttindasáttmála. Að ætla að banna mönnum að framleiða vöru án ríkisstyrkja væri gróf aðför að atvinnufrelsi. Sjálfur Guðni Ágústs- son, þáverandi landbúnaðarráðherra, sem kallaði nú ekki allt ömmu sína, treysti sér ekki til að taka þátt í að drepa Mjólku. Bændasamtökin voru ekki af baki dottin og með nýjum ráðherr- um komu ný tækifæri til að reyna að kæfa samkeppnina. Frum- varp, svipað því sem Jón Bjarnason vill nú koma í gegnum Alþingi, var lagt fram fyrir hálfu öðru ári en svæft í landbúnaðarnefnd. Kannski var það af því að þá hillti undir að samráðshringurinn gleypti Mjólku og hættan liði hjá. Nú hefur landbúnaðarkerfið á ný talið ástæðu til að sýna tennurn- ar enda nýr keppinautur, Vesturmjólk, kominn fram á sjónarsviðið og sér tækifæri í því að framleiða mjólkurvörur án ríkisstyrkja og bjóða neytendum lægra verð – eins og Mjólku tókst á tímabili. Samkeppniseftirlitið hefur gert alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Í umsögn þess var rifjað upp að undanfarin ár hefur stofnunin í sífellu lagt til við mismunandi landbúnaðarráðherra að auka samkeppni í framleiðslu og sölu á mjólkurvörum, neytendum til hagsbóta. Enginn þeirra hefur hlustað, enda hefur aldrei komið fram á sjónarsviðið landbúnaðarráðherra, sem telur sig talsmann neytenda eða almannahagsmuna. Allir með tölu hafa þeir gengið í björg þröngrar hagsmunagæzlu fyrir núverandi ríkiseinokunar- kerfi. Jón Bjarnason er engin undantekning, sem sést kannski bezt á því að við samningu frumvarps hans var eingöngu haft samráð við þá, sem eiga hagsmuni af því að viðhalda einokuninni. Ekki var talað við hugsanlega keppinauta, hvað þá talsmenn neytenda eða annarra atvinnugreina (sem einhverra hluta vegna lifa þótt þar gildi almennar samkeppnisreglur). Engum þarf að koma á óvart að Jón Bjarnason og hinir fram- sóknarmennirnir vilji drepa samkeppni og vega að atvinnufrelsi. En ætlar til dæmis Samfylkingarfólkið í stjórnarliðinu, sem oft talar um hagsmuni neytenda, að sitja aðgerðalaust hjá? Og hvað með sjálfstæðismenn, sem að minnsta kosti í orði kveðnu styðja frjáls viðskipti og samkeppni? Geta þeir kannski kreist upp lítið, hugrakkt tíst í þágu neytenda? Hagsmunasamtök og pólitíkusar taka höndum saman um að kæfa samkeppni í landbúnaði. Kerfið drepur Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.