Fréttablaðið - 10.08.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.08.2010, Blaðsíða 12
12 10. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Svavar Jóhannsson, fv. skipulagsstjóri Búnaðarbankans, Brúnavegi 9, Reykjavík, lést á Landakoti sunnudaginn 8. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Edda Svavarsdóttir Birgir Hólm Björgvinsson Jóhannes Svavarsson Unnur Guðjónsdóttir Gunnar Svavarsson Anna Þorsteinsdóttir Bragi Svavarsson Áslaug Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, Sebastian Zappulla, lést að heimili okkar, Rocklin California, þann 4. ágúst. Sigrún Ólafsdóttir Zappulla Hjartkær móðir okkar, Auður Jónasdóttir, áður til heimilis á Ljósvallagötu 8, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 6. ágúst. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurður Steinþórsson Gerður Steinþórsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Már Pétursson Bauganesi 27, Skerjafirði, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 5. ágúst. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 11. ágúst kl. 15.00. Lára Gunnarsdóttir Ólafur Kristófer Ólafsson Kjartan Georg Gunnarsson Ólína Ágústa Jóhannesdóttir Gunnar Már Gunnarsson Aldís Bára Einarsdóttir Pétur Gunnarsson Dóra Eydís Pálsdóttir Margrét Gunnarsdóttir Eyjólfur Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Magnús Guðmundsson, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 8. ágúst sl. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 16. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarkort Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, sími 525-0000. Jóna Gísladóttir Guðmundur Friðrik Sigurðsson Kristín Pálsdóttir Axel Jónsson Þórunn María Halldórsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Óskar Jóhannsson Ragnheiður Sigurðardóttir Guðmundur Jóhannesson Björg Sigurðardóttir Gunnar Haukur Gunnarsson Aðalheiður Dóra Sigurðardóttir Þröstur Óskarsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, Sigurlaug Jónsdóttir, lést þann 6. ágúst á deild H-1 á Hrafnistu í Reykjavík. Jarðarför verður auglýst síðar. Ásdís Hannesdóttir Gunnar Waage Baldur Hannesson Sangian Phanomkul Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, Hönnu Ármann, sem lést mánudaginn 28. júní 2010. Finnur Björnsson Valdís Ella Finnsdóttir Jónas Ólafsson og barnabörn. Ástrík eiginkona, móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, Ástríður Sveinsdóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést föstudaginn 6. ágúst á Landspítala í Fossvogi. Magnús Ingi Sigurðsson Helga Jóna Ólafsdóttir Ásgeir Friðsteinsson Edda Ólafsdóttir Þóra Ólafsdóttir Aad Groeneweg Sigríður Margrét Magnúsdóttir Björn Jónsson Kristín María Magnúsdóttir Jón Magnús Sveinsson Herta Maríanna Magnúsdóttir Arthur Pétursson barnabörn og barnabarnabörn. Ferðastýran og ballettdansarinn Unnur Guðjónsdóttir er sjö- tug í dag. Hún var tekin tali og spurð að því hvað hún hygðist gera í tilefni dagsins. „Ég býð engum en opna dyrnar ef ein- hver bankar. Ég verð bæði með fast og fljótandi á boðstólum og hefði náttúrulega mjög gaman af því ef einhverjum dytti það í hug að líta inn.“ Þegar Unnur er beðin um að líta um öxl kemur tvennt upp í huga hennar, ballett og Kína. „Ég hef verið svo lánsöm að geta framfleytt mér á því sem ég hef mesta ánægju af. Það var gæfa mín að kynnast sænskum manni og flytja til Sví- þjóðar þar sem ég gat unnið sem atvinnudansari en á þeim tíma var það ómögulegt hér heima, segir Unnur, sem bjó og starfaði í Svíþjóð í fjörutíu ár. Unnur hefur dansað við Þjóðleikhúsið og Dramaten í Sví- þjóð auk þess að dansa með fjölda ballettflokka. Þá stofnaði hún ballettflokkinn Fönix sem var fyrsti sjálfstætt starfandi atvinnudansflokkurinn í Svíþjóð og rak hann í tuttugu ár. En hvenær fæddist Kínaáhuginn? „Það var árið 1989. Þá var ég við nám í Listdansháskólan- um í Stokkhólmi en þangað kom gestakennari frá Kína til að kenna thi chi. Ég heillaðist af því og vildi iðka það í uppruna- landinu.“ Síðan hefur Unnur farið ótal ferðir til Kína. Hún stofnaði Kínaklúbb Unnar árið 1992 og fór að bjóða skipu- lagðar ferðir fyrir Íslendinga til Kína, þær fyrstu sinnar teg- undar. „Ég var að koma úr 31. ferðinni og er á leið með nýjan hóp í þá næstu í maí.“ Unnur hyggst halda ferðunum áfram um ókomin ár enda segir hún þær ekkert nema sælu. „Ég er algerlega laus við að trúa á líf eftir þetta og reyni því að njóta hverrar stundar til hins ítrasta. Fyrir mér er það bara hér og nú sem gildir og eiginlega hvorki í gær eða á morgun.“ Fram að næstu Kínaferð hefur Unnur ýmislegt annað fyrir stafni. Heimili hennar er skreytt kínverskum munum og á menningarnótt opnar hún dyrnar og verður með atriði sem hún nefnir Tehús Unnar. „Ég ætla að setja pínulitla óperu- sýningu á svið og sýna listform sem var útbreitt í Kína áður en Pekingóperan varð til fyrir rúmlega tvö hundruð árum. Í október verður Unnur svo viðriðin ráðstefnu í Norræna hús- inu um kínverska ljóðlist enda segist hún alltaf vera þar sem eitthvað kínverskt er á ferð. vera@frettabladid.is UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR: ER SJÖTUG Ætlar að ferðast um ókomin ár OPNAR EF EINHVER BANKAR Unnur hefur farið ótal ferðir til Kína og ber heimili hennar þess augljóst merki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AFMÆLI SIV FRIÐ- LEIFSDÓTT- IR alþingis- maður er 48 ára. ÓLAFUR LAUFDAL veitinga- maður er 66 ára. JÓN ÓTTAR RAGNARSSON ER 65 ÁRA Í DAG „Uppeldi er spurning um ögun og sköpun.“ Jón Óttar er doktor í næring- arfræði og fyrrverandi sjón- varpsstjóri Stöðvar 2. Þennan dag árið 2003 fór fyrsta brúðkaupið fram úti í geimnum en þá voru rússneski geimfarinn Yuri Malenchenko og hin banda- ríska Ekaterina „Kat“ Dmitriev gefin saman. Malenchenko var staddur í geimnum, 240 mílum fyrir ofan Nýja-Sjáland, á meðan brúðurin var í geimstöðinni í Houston í Texas. Athöfnin fór þannig fram að bandaríski geimfarinn, Edward Lu, annar meðlimur áhafnarinnar, var svaramaður. Hann spilaði einnig brúðarmarsinn á rafmagnshljómborð. Á jörðu niðri stóð fjölskyldu- vinurinn, Harry Noe, í sporum brúðgumans og drógu Kat og Yuri hringa á fingur sér. Í veislunni á jörðu niðri voru pappamyndir í réttum hlutföllum af Malenchenko og Lu sem klæddir voru í geim- búningana með slaufur um hálsinn. ÞETTA GERÐIST: 10 ÁGÚST ÁRIÐ 2003 Fyrsta geimbrúðkaupið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.