Fréttablaðið - 10.08.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.08.2010, Blaðsíða 16
 10. ÁGÚST 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið ● ÞUNG BYRÐI Á BAKINU Við val á skólatösku fyrir yngstu nem- endurna ber að hafa nokkur atriði í huga. Þyngd töskunnar á ekki að fara yfir 15 prósent af þyngd barnsins. Því skal 30 kílóa barn ekki bera þyngri skólatösku en 4,5 kíló. Bak skólatöskunnar þarf að liggja vel að baki barnsins og má hvorki vera of stíft né of lint. Það þarf þó að halda lögun sinni þegar taskan er lögð til hliðar. Of stíft bak eða ófóðraðar linar töskur skekkja álagið á bak og axlir barnsins. Axlarólarnar þurfa að vera breiðar og vel fóðraðar og auð- velt að stilla þær. Gott er ef taskan er með mittisól en þá hvílir mestur þungi töskunnar á mjöðmum en ekki öxlum. Svo skal fylgjast með því að barnið taki einungis með sér þær bækur sem þarf þann daginn og burðist ekki með óþarfa þunga í töskunni. Heimild:www.doktor.is ● LÆRÐU AÐ PRJÓNA ÞÍNA EIGIN LOPAPEYSU Íslenska lopapeysan hefur sannarlega fengið uppreisn æru á undanförnum miss- erum og æ fleiri dreymir um að prjóna sína eigin og handa öðrum til gjafa. Nú gefst þeim dýrmætt tækifæri til að læra að prjóna flíkur úr lopa, hvort sem það er lopapeysa, lopaskokkur, lopavesti eða annað sem hugur og hönd þeirra girnist. Námskeiðin eru á vegum Tækniskólans, þar sem þátttak- endum er kennt að fara eftir prjónauppskrift, breyta henni ef óskað er, og hanna mynstur að eigin óskum. Námskeiðið er alls 25 klukkustundir og kennt á þriðjudagskvöldum í Tækniskólan- um á Skólavörðuholti frá 14. september til 12. október. Kennari er Bryndís Braga- dóttir, textílhönnuður og kennari. Nánari upplýsingar fást í Endur- menntunarskólanum í 514 9601 eða á endurmenntun@tskoli.is. Frásagnarteikning og myndskreyt- ingar bóka nefnist mánaðarlangt námskeið sem Iðan – fræðsluset- ur efnir til og hefst 20. septemb- er. Kristín Ragna Gunnarsdótt- ir teiknari er leiðbeinandi. „Nám- skeiðið hjálpar fólki að leika sér með myndmál og kanna alla mögu- leika þess til hlítar,“ segir hún og tekur fram að það sé ætlað þátt- takendum með bakgrunn í teikn- ingu, grafískri miðlun, hönnun eða myndskreytingum, ýmist úr starfi eða námi. „Þetta er 36 stunda námskeið og við náum að komast yfir þó nokkuð mikið,“ segir Kristín Ragna. „Ég legg áherslu á að fólk vinni með skissubók meðfram námskeiðinu þannig að það tekur með sér verk- efni heim og æfir sig í að sjá um- hverfið í nærmynd.“ Spurð hvort hún ætli að láta fólk búa til teiknimyndasögur svarar Kristín Ragna. „Ekki beint. Bara æfa sig í að koma skilaboðum, sögu eða einhverju öðru á fram- færi í myndmáli. Slíkt er hægt að gera á margan hátt meðal annars í teiknimyndasögum.“ Hún kveðst sleppa tölvunum. „Við notum pappír og liti og klipp- um og límum,“ lýsir hún. „Það er gott að standa upp frá tölvunni og hugsa aðeins á öðrum nótum. Hlut- irnir gerast hægar þegar maður er ekki við hana og þá sér maður þá aðeins öðruvísi. En svo sest maður aftur við tölvuna með þessa æf- ingu og nýtir hana þar.“ - gun Möguleikar í myndrænni tjáningu Kristín Ragna með púða sem hún er að fara með á sýningu í Gerðubergi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SOVÍ NUDDNÁM NÁM Í SVÆÐA- OG VIÐBRAGÐSMEÐFERÐ Veturinn 2010–2011 Kennsla utan almenns vinnutíma Upplýsingar á www.nudd.is og í símum 696-0970 // 895-7333 Svæða- og viðbragðsmeðferðaskóli Íslands NÁM HEFST 15. SEPTEMBER 2010, AKUREYRI OG REYKJAVÍK Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Skólatöskurnar fást í verslunum og á þjónustustöðvum N1 FLOTTAR SKÓLATÖSKUR x4 Skólatöskur fyrir stelpur og stráka. Íþróttataska, nestisbox og brúsi fylgja. 3.990 kr. auk 1000 punkta Safnkortshafar borga aðeins Fullt verð: 7.990 kr. Punktar gilda fjórfalt Ferðafélagið Förum var stofn- að hinn 29. júlí síðastliðinn en það er ætlað útlendu fólki sem vill læra íslensku. Að því standa fjórir nemendur í ís- lensku við tungumálaskólann skoli.eu og er fyrsta skipu- lagða ferðin áætluð á Þingvelli á laugardag. „Hugmyndin er að fara í dagsferð- ir bæði innanbæjar og utan en svo kannski eina lengri ferð á ári,“ segir Gígja Svavarsdóttir skóla- stjóri. „Við höfum verið að fara í vettvangsferðir á höfuðborg- arsvæðinu á vegum skólans og spratt hugmyndin í raun upp frá því. Í þeim höfum við fræðst um sögu Reykjavíkur og álfabyggðina í Hellisgerði svo dæmi séu nefnd og er markmiðið að bjóða fleirum að vera með.“ Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að fólk skráir sig í aug- lýstar ferðir. Þar skráir það líka hvort það sé á bíl eða þurfi far með öðrum. Fólk sameinast svo um að borga bensín. Gígja segir þetta leysa vanda þeirra útlend- inga sem ekki eiga bíl og gera þeim kleift að skoða landið með nýjum hætti auk þess sem ferðakostnaður helst í lágmarki. „Ferðafélagið er opið öllum, bæði túristum og þeim sem eru búsettir hér á landi og er velkomið að taka ættingja og vini með. Fólk mun fræðast um land og þjóð um leið og það lærir íslensku og kynnist fólki í svipuðum spor- um en öll fræðsla fer fram á ís- lensku og verður leitast við að tala hana hægt og skilmerkilega.“ Félagið hefur opnað síðu á Face- book undir nafninu Ferðafélag- ið Förum. Þar er hægt að fylgjast með ferðum og skrá sig til leiks. Auk þess er hægt að senda póst á forum@skoli.eu og fá að vera á póstlista. Gígja segir hugmynd um að vera með berjatínslu- og jafnvel sveppaferð með haustinu og von- ast til að úr verði hinn besti félags- skapur. -ve Ferðast og læra íslensku Stjórn Ferðafélagsins Förum ásamt Gígju Svavarsdóttur, skólastjóra tungumálaskólans skoli.eu, Frá vinstri Birgit Fork, Katherine Brenner, Rauan Meirbekova, Dominiqve M. Dieime og Gígja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hópurinn ætlar að fara á Þingvelli á laugardaginn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.