Fréttablaðið - 10.08.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 10.08.2010, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 10. ágúst 2010 15 sport@frettabladid.is > Óvissa með Hurst Heyrst hefur að enski bakvörðurinn James Hurst sé á förum frá ÍBV. Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri ÍBV, segir ekkert staðfest í þeim efnum en viðurkennir þó að Hurst gæti horfið með skömmum fyrirvara kalli Portsmouth á hann. Hurst er á lánssamningi hjá ÍBV til 30. ágúst og hann mun alltaf missa af lokaspretti deildarinnar. Fari hann ekki til Englands fyrir þann tíma mun hann ekki geta spilað í heimalandinu. FÓTBOLTI Þegar Danien Justin Warlem byrjaði að æfa með ÍBV fyrir tímabilið höfðu ekki margir trú á þessum strák. Þar á meðal liðsfélagar hans. Honum gekk svo illa að aðlagast boltanum á Íslandi að hann komst ekki í leikmannahóp félagsins framan af móti. Hann hefur fengið langþráð tækifæri í síðustu leikjum og það tækifæri hefur hann nýtt til fullnustu með fjórum mörkum í fimm leikjum. Hann skoraði eina mark leiksins gegn Fram, jafnaði gegn Val og ÍBV vann síðan þann leik og kom svo af bekknum gegn Haukum og kláraði þann leik með tveimur mörkum. Warlem skoraði mikið í næstefstu deildinni í Suður-Afríku og varð markahæsti leikmaður deildarinnar þó svo hann hefði verið í liði sem féll úr deildinni. Það var því vitað að hann gæti skorað þó svo hann sýndi lítið á æfingum framan af. „Ég var farinn að íhuga að fá að fara frá félaginu. Mér gekk illa að aðlagast veðrinu og svo sest sólin aldrei. Það var margt sem ég þurfti að takast á við og gekk það misvel. Smám saman kom þetta hjá mér og strákarnir í liðinu fóru að tala við mig. Þeir töluðu ekki við mig áður og skildu ekkert hvað ég væri að gera hérna fyrst ég væri ekki að spila. Héldu örugglega að ég væri að drepa tímann. Eftir að það kom þá fór mér að líða betur og mér finnst ég vera hluti af hópnum núna,“ sagði Warlem. Framherjinn kemur frá Höfðaborg og viðbrigðin að koma til Eyja voru því afar mikil. „Þar gera fáir sömu hlutina en hér gera allir allt á sama tíma. Borða sama matinn og á sama tíma. Það hefur vanist en erfiðasti hlutinn er að það er nákvæmlega ekkert að gera hérna í Eyjum. Við bíðum eftir æfingu allan daginn en það er hápunktur hvers dags. Drjúgur hluti dagsins fer því í að hanga uppi í rúmi og við erum margoft búnir að horfa á sömu myndirnar,“ sagði Warlem en hann býr í einbýlishúsi ásamt félögum sínum í liðinu, þeim James Hurst og Rasmus Christiansen. „Dagarnir geta því verið mjög langir.“ Warlem segir að fjölskylda hans hafi stutt hann er hann ákvað að fara til Íslands og segir að foreldrar sínir séu stoltir af honum. „Þau vildu að ég kæmist úr landi því það er mikil spilling í boltanum heima og þar ráða svörtu leikmennirnir ferðinni. Það er erfitt að komast langt þar sem svarta fólkið ræður öllu í boltanum heima. Þau gleðjast því með mér og ég sé ekki eftir því að hafa verið áfram í Eyjum þó svo fyrstu tveir mánuðirnir hafi verið erfiðir.“ henry@frettabladid.is Strákarnir töluðu ekki við mig Suður-Afríkumaðurinn Danien Justin Warlem er kominn í gang með ÍBV eftir afar erfiða byrjun. Hann er maður 15. umferðar hjá Fréttablaðinu. SJÓÐHEITUR Danien Justin Warlem hefur reynst ÍBV drjúgur í síðustu leikjum. Liðsfélagar hans, sem í fyrstu töluðu ekki við hann, fagna honum hér eftir að hann skoraði gegn Haukum. MYND/ÓMAR GARÐARSSON KÖRFUBOLTI Landsliðskonan Sigrún Ámundadóttir hefur gert samning við franska liðið Olympique Sannois Saint-Grati- en og mun spila í frönsku NF2- deildinni í vetur. Sigrún er 21 árs og spilaði með Hamri á síðustu leiktíð þar sem hún var með 11,9 stig og 8,2 fráköst að meðaltali í leik. Hún hefur einnig spilað með KR og Haukum en hún er frá Borgar- nesi. - óój Sigrún Sjöfn Ámundadóttir: Til Frakklands TIL FRAKKLANDS Sigrún Ámundadóttir í leik með Hamri. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Kvennalið Breiðabliks spilar algjöran úrslitaleik í dag um sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar liðið mætir franska lið- inu Juvisy Essonne á Kópavogsvellinum. Bæði lið hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í riðlinum af miklu öryggi. „Okkur er búið að ganga vel í þessum tveimur síðustu leikjum en það er allt annar leikur á morgun (í dag) því Frakkarnir eru miklu sterkari en þetta rúmenska og eistneska lið,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, sem hefur skorað þrjú mörk í leikjunum tveimur. Markatala Blika út úr fyrstu tveimur leikjunum er 15-1 en markatala FCF Juvisy Essonne er tveimur mörkum betri eða 17-1. „Við höfum verið að spila vel og hópurinn er mjög góður. Ég held að við eigum alveg jafnmikla möguleika og þær og þetta verður bara hörkuleikur. Það væri frábær árang- ur að komast í 32 liða úrslitin og við ætlum okkur þangað,“ segir Sara og hún segir Evrópukeppnina hafa gefið Blikaliðinu mikið. „Við erum að smella saman í þess- ari Evrópukeppni og hún á örugglega eftir að hjálpa okkur líka það sem eftir er af Íslandsmótinu,“ sagði Sara. Blikastúlkur hafa hins vegar eytt miklum tíma saman alveg eins og þær væru staddar saman erlendis. „Við vorum á æfingu í morgun klukkan ellefu og fórum síðan í hádegismat upp í Smára. Svo hittumst við í kvöld í félagslegu verkefni og borðum síðan kvöldmat á eftir. Við höldum hópinn nánast allan daginn,“ segir Sara og bætir við: „Það er búið að vera mikið álag á leikmönnum. Frakkarnir verða kannski aðeins þreyttari en við þurfum að hlaupa af okkur rassinn. Við erum búnar að taka kæliböð og pottinn og hugsa mjög vel um að ná góðri endurheimt og borða vel. Það skiptir miklu máli þegar það er spilað svona þétt,“ segir Sara og hún sjálf segist vera í góðu standi þrátt fyrir mikil hlaup í síðustu tveimur leikjum. Leikur Breiðabliks og Juvisy Essonne hefst klukkan 16.00 í dag. SARA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR OG FÉLAGAR Í BREIÐABLIK: SPILA ALGJÖRAN ÚRSLITALEIK VIÐ JUVISY ESSONNE Í DAG Við þurfum að hlaupa af okkur rassinn Svooona gott Því lengi býr að fyrstu gerð Sumt breytist aldrei Enn sem fyrr býður Gerber upp á mikið úrval af næringarríkum, hollum og góðum barnamat. Veldu aðeins það besta fyrir barnið þitt, því lengi býr að fyrstu gerð. E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 6 6 5 FÓTBOLTI Það verður Íslendinga- slagur í úrslitum sænsku bikar- keppninnar í ár en Örebro, lið Eddu Garðarsdóttur og Ólínu Guð- bjargar Viðarsdóttur, tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Linköping eftir fram- lengingu. Örebro mætir Djurgarden í úrslitum en í marki þess liðs stend- ur Guðbjörg Gunnarsdóttir. Örebro náði forystunni í leikn- um með marki Sanna Talonen á 38. mínútu en Edda lagði upp markið fyrir hana. Louise Fors jafnaði leikinn fyrir Linköping á 56. mínútu og meira var ekki skorað í venjulegum leik- tíma. Marie Hammarström tryggði Örebro svo sigurinn þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af fram- lengingunni. Þær Edda og Ólína munu því spila sinn fimmta bikarúrslitaleik á aðeins sex árum. Þær spiluðu með Blikum 2005 og unnu, fóru með KR í úrslit 2006, 2007 og 2008 og unnu árin 2007 og 2008. - hbg / óój Íslendingaslagur í úrslitum sænsku bikarkeppninnar: Edda og Ólína í úrslit STERK Edda lagði upp mark fyrir Örebro í gær. MYND/OSSI AHOLA Lið umferðarinnar Ingvar Þór Kale, Breiðablik Valur F. Gíslason, Fylkir Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík Elfar Freyr Helgason, Breiðablik Halldór Orri Björnsson, Stjarnan Jökull Elísabetarson, Breiðablik Matthías Vilhjálmsson, FH Óskar Örn Hauksson, KR Scott Ramsay, Grindavík Ellert Hreinsson, Stjarnan Danien Justin Warlem, ÍBV

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.