Fréttablaðið - 11.08.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 11.08.2010, Blaðsíða 26
SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Mörgum kom á óvart þegar Már Guðmundsson seðla- bankastjóri kom í Kastljósið og tjáði sig, að því er virtist af nokkurri hreinskilni, um áhrif Icesave-málsins á gjaldeyris- höftin, verðbólguvæntingar og hugsanlega stýrivaxtalækk- un. Vaxtaákvörðunardagur er boðaður hjá Seðlabankanum 18. ágúst og tíðkaðist um nokkurt skeið að stjórnendur Seðlabankans tjáðu sig ekki um nokkurn skapaðan hlut í tvær til þrjár vikur fyrir vaxtaákvörðun og útgáfu Peningamála. Þegar Peningastefnunefnd tók við fyrir um ári samþykkti hún hins vegar nýjar reglur, sem kváðu á um öllu skemmra þagnarbindindi, eða eina viku. Það tók gildi í gær og mun þögnin ríkja í Seðlabankanum fram á mið- v i k u d a g í næstu viku. Dagar þagnar Maður nokkur stofnaði banka- reikning í Sviss og hugðist færa hluta af sparifé sínu þangað í öruggt skjól. Eins og alkunna er hvílir l eyndar- h j ú p u r yfir eig- e n d u m b a n k a - reikninga í þessu landi, sem þekkt er hér fyrir gæðasúkkulaði og rándýr armbandsúr. Einhver auðkenni þarf samt að gefa, sem saman- standa af nafni og og númeri. Maðurinn rak upp stór augu þegar í ljós kom að algeng íslensk nöfn eru þegar frátek- in hjá svissneskum bönkum. Sagan segir að þeir Íslendingar sem til þekktu í bankageiran- um og töldu sig hafa hagnast nóg eftir uppganginn og þeir sem þekkja tímana tvenna í efnahagsmálum hafi fyrir bankahrunið haustið 2008 talið sig sjá hvert stefndi og fært sparifé sitt í öruggt skjól. Allt frátekið Ísland er langt í frá eyland í flutningi á fjármunum í öruggt skjól. Mark Pieth, yfirmaður nefndar á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) gegn spillingu, sagði möguleika á að Jörg Haider, hinn látni leiðtogi austurríska Frelsisflokksins, Saddam Hussein, fyrrum einvaldur í Írak, eða Moammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, kunni að liggja á leynireikningum í Sviss. Það sama á því við um sparifé Saddams og fyrirhyggjusamra Íslendinga, spari- bækurnar eru l o k a ð a r óviðkom- andi. Saddam og hinir 2.200 milljarðar króna hafa tapast hjá dönskum bönkum frá kreppubyrjun árið 2008, eða 105 milljarðar danskra króna. Sérfræðingar telja það versta afstaðið. 5 milljóna sterlingspunda skuldir (940 millj- óna króna) Söru Ferguson, greifynju af York, valda bresku konungsfjölskyldunni áhyggj- um. Hún óttast að Sara verði gjaldþrota. 9 prósenta samdráttur varð í júlí á tekjum norræna flugfé- lagsins SAS af hverjum farþega, samkvæmt nýjum tölum félagsins. Norski viðskiptavefurinn e24 segir samdráttinn meiri en flugfélagið hafi gert ráð fyrir. nú er besti tíminn til aÐ byggja, breyta og bæta nýtum tækifærið og ráðumst í framkvæmdir! Þeir sem grípa tækifærið og ráðast í framkvæmd ir núna, fá 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti af keypt ri vinnu á byggingarstað. Að auki fæst frádráttur frá tekjuskattsstofni sem getur numið allt að 300.000 krónum.* Við álagningu opinberra gjalda árin 2011 og 2012 getur fólk fengið frádrátt frá tekjuskattsstofni sem nemur 50% af þe irri fjárhæð sem greidd var vegna vinnu á byggingarstað (án vsk.) á árunum 2010 o g 2011. Hámark frádráttarins er 200.000 kr. hjá einstaklingi og 300.000 kr. hjá hjónum og samsköttuðum. DÆMI: Hjón láta vinna trésmíðavinnu hjá sér árið 2010. Heildarfjárhæð m. vsk.: 937.050 kr. þar af er vinna án vsk.: 493.121 kr. Endurgreiðsla vsk. samtals: 125.746kr. Til viðbótar lækkar tekjuskattsstofn þess sem hefur hærri stofninn um 246.560 kr. við álagningu árið 2011. *

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.