Fréttablaðið - 11.08.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 11.08.2010, Blaðsíða 38
26 11. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 FERÐALAGIÐ LÁRÉTT 2. loga, 6. eftir hádegi, 8. kvikmynda- hús, 9. lærdómur, 11. verslun, 12. toga, 14. splæs, 16. á fæti, 17. drulla, 18. herma, 20. ekki heldur, 21. sam- stæða. LÓÐRÉTT 1. bak, 3. í röð, 4. land í Suðvestur- Asíu, 5. aska, 7. sjampó, 10. fæðu, 13. gifti, 15. skældi, 16. skaði, 19. rykkorn. LAUSN LÁRÉTT: 2. báls, 6. eh, 8. bíó, 9. nám, 11. bt, 12. draga, 14. stang, 16. tá, 17. for, 18. apa, 20. né, 21. para. LÓÐRÉTT: 1. lend, 3. áb, 4. líbanon, 5. sót, 7. hársápa, 10. mat, 13. gaf, 15. grét, 16. tap, 19. ar. „Hlutirnir breytast bara. Manni veitir ekkert af því að létta aðeins á fjármálunum eins og staðan er núna. En ég kaupi mér annan þegar ég get,“ segir Karl Bachman, betur þekktur sem Kalli Camaro. Fréttablaðið greindi frá því í byrjun sumars þegar Kalli Camaro setti Chevrolet Camaro sport- bílinn sinn á götuna, eftir vetur- langa bið. Kalli hefur átt bílinn í fjögur og hálft ár og er búinn að leggja mikla vinnu í að gera hann að þeim bíl sem hann er í dag. Í viðtali við hann í sumar sagði hann til dæmis: „Ég hugsa að ég komi til með að eiga þennan bíl alla ævi. Ég lít á hann sem hluta af mér.“ Það ætti því að koma einhverjum á óvart að Kalli Camaro ætli að selja Camaroinn. „Ég er að skoða málin, en ég er ekki að fara að gefa hann,“ segir Kalli sem segir tilboðin sem bor- ist hafa í bílinn engan veginn nógu góð. Kalli segist vera að skoða það að fara á sjóinn til að geta haldið bílnum en það hafi ekki gengið upp hingað til. „Ég á örugglega eftir að sjá því- líkt eftir þessu ef ég læt af þessu verða, en það er enginn æsingur í manni,“ segir Kalli að lokum. Það er því staðfest að einn glæsilegasti Camaro landsins óski eftir nýjum eiganda. - ls Kalli Camaro selur hluta af sjálfum sér KALLI SELUR CAMAROINN Það er spurning hvort Kalli verði enn þá Kalli Camaro án Camarosins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Leikstjóranum Gunnari Birni Guð- mundssyni og hópnum sem stóð á bak við síðasta áramótaskaup hefur verið boðið að framleiða nýjan skemmtiþátt, sem verður sýndur í Sjónvarpinu á laugardagskvöldum í stað Spaugstofunnar. Í gær kom í ljós að Spaugstofan er hætt eftir 21 ár í loftinu. Ástæðan er 9% niður- skurður á RÚV. Þetta staðfestir Sigrún Stefáns- dóttir, dagskrárstjóri Sjónvarps- ins, en Gunnar Björn er á meðal þeirra aðila sem hún hefur rætt við. „Fyrsta hugmyndin sem þau komu með var alltof dýr, eiginlega jafndýr og Spaugstofan, þannig að ég bað hann um að koma með aðra ódýrari tillögu,“ segir Sig- rún, sem býst við svari frá Gunn- ari síðar í þessari viku. Auk Gunn- ars eru í hópnum þau Ari Eldjárn, Anna Svava Knútsdóttir, Halldór E. Högurður, Ottó Geir Borg og Sævar Sigurgeirsson. Þau þóttu öll komast sérlega vel frá áramótaskaupinu og var almenn ánægja með þeirra störf. Svo gæti reyndar farið að þessi hópur og Spaugstofan hafi algjör sætaskipti því Spaugstofunni hefur verið boðið að stjórna næsta áramótaskaupi og er svars að vænta frá þeim félögum í síðasta lagi á mánudaginn. Hver Spaugstofuþáttur kost- aði rúmar þrjár milljónir króna í framleiðslu. Alls 24 þættir voru framleiddir síðasta vetur, sem þýðir að kostnaðurinn við Spaug- stofuna nam rúmum 72 milljónum króna á ári. Nýi skemmtiþátturinn verður tæplega klukkutíma lang- ur og á að hefjast í lok september. Fjármagnið sem verður sett í hann verður meira en helmingi minna en það sem Spaugstofan hafði úr að moða. Sigrún viðurkennir að mikill missir sé að Spaugstofuþáttunum og það sé ekki gaman að taka þá af dagskrá eftir áratuga vinsæld- ir. „Þeir hafa verið mjög mikil- vægur vettvangur til að sjá þetta samfélag í öðru ljósi. Á þessum síð- ustu árum frá því allt hrundi hafa þeir verið alveg einstakir,“ segir Sigrún. Hún bætir við að ákvörð- unin um að Spaugstofan hverfi á braut hafi legið í loftinu frá því í vor þegar samningurinn við þá félaga var ekki endurnýjaður. „Þetta er sparnaðaraðgerð og ekk- ert annað.“ Karl Ágúst Úlfsson Spaugstofu- meðlimur var staddur í Frakk- landi þegar Fréttablaðið náði í hann. Hann sagði tilfinningarnar blendnar á tímamótunum. „Það er ákveðinn söknuður, ég skal alveg viðurkenna það. Kannski tóm- leikatilfinning rétt í augnablik- inu,“ segir hann. „En alltaf þegar eitthvað endar er eitthvað nýtt að byrja. Lífið heldur áfram sem betur fer. Nú er spennandi að horfa til framtíðar og taka afstöðu til hvað við gerum næst.“ Ekki náðist í Gunnar Björn við vinnslu fréttarinnar. freyr@frettabladid.is atlifannar@frettabladid.is SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR: SVARS AÐ VÆNTA FRÁ GUNNARI Í VIKUNNI Höfundar áramótaskaups taki við af Spaugstofunni „Það myndi vera Beach Boys hækkað upp úr öllu valdi og svo er auðvitað gott að hafa Bubba með.“ Árni Árnason markaðsfræðingur sem um þessar mundir er með samtalsbók við Bubba Morthens í bígerð. SPAUGSTOFAN HVERFUR Á BRAUT Þættir Spaugstofunnar hafa verið teknir af dagskrá Sjón- varpsins eftir 21 ár í loftinu. Sigrún Stefánsdóttir hefur rætt við Gunnar Björn Guðmundsson sem leikstýrði síðasta áramótaskaupi. Ari Eldjárn var einn af handrits- höfundunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Dikta er búin að sigra Ísland og nú eru frekari landvinningar væntanlegir. Hljóm- sveitin kemur fram á tónleikum í London á fimmtudaginn, en spennandi verður að fylgjast með hvort breskir tónlistar- aðdáendur taki Garðbæingunum jafn opnum örmum og Íslendingar. Á meðal gesta verða Þórhallur Gunnarsson, fyrrverandi dagskrár- stjóri á RÚV og eiginkona hans, flugfreyjan glæsilega Brynja Nordquist. Heimatökin eru aug- ljóslega hæg þar sem Róbert Aron, skipuleggjandi tónleikanna, er sonur Brynju og tekur vafalaust frá miða handa mömmu sinni. Og listaspírurnar Ragnar Kjart- ansson og Ásdís Sif Gunnars- dóttir eignuðust sitt fyrsta barn á mánudaginn. Gullfalleg stúlka kom í heiminn og er parið að vonum í skýjunum með erfingjann. Stúlkan átti ekki að fæðast fyrr en í lok mánaðarins en vildi greinilega ekki láta bíða of lengi eftir sér. Tökur á kvikmyndinni Djúpið, sem hófust í Reykjavíkurhöfn í lok júlí, héldu áfram í Vestmannaeyjum í gær. Tökurnar standa yfir til 20. ágúst og á þeim tíma verða mynduð atriði sem gerast bæði að sumar- og vetrarlagi. Eftir að tökum á sumaratriðunum lýkur þarf því að notast við gervisnjó og klaka á tökustað, enda ekki úr miklum snjó að moða í Eyjum um þessar mundir. Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverkið í myndinni, sem er byggð á samnefndu leikriti Jóns Atla Jónas- sonar. FRÉTTIR AF FÓLKI „Allir kjötuðustu menn á Íslandi munu mæta á þessa sýningu. Það er ekki eitt vöðvafjall sem verður heima hjá sér á föstudaginn,“ segir Egill „Þykki“ Einarsson. „Þetta verður testósterón-sýning.“ Hasarmyndin The Expendables, sem skartar jöxl- um á borð við Sylvester Stallone, Bruce Willis, Jet Li, Mickey Rourke og Jason Statham, verður forsýnd í Laugarásbíói á föstudaginn. Bekkpressubekkur verður í anddyrinu og þeir sem lyfta 100 kíló- grömmum fá ókeypis á myndina. Kraftajötun- inn Hjalti „Úrsus“ Árnason verður dómari. „Ég vil helst að það verði enginn maður í salnum sem taki undir 100 kíló í bekk. Ef ein- hver reynir við 100 kílóin og drullar á sig á að senda hann heim strax, því það er eng- inn leikari í myndinni sem tekur undir 100 kg í bekk,“ segir Egill. Hann útilok- ar ekki að spreyta sig sjálfur á bekkn- um í tilefni dagsins. „Ég kannski pumpa þetta 20 til 25 sinnum til að sýna litlu kjúklingunum hvernig á að gera þetta,“ segir hann og bætir við: „Eina vandamálið við þessa sýningu þar sem öll steratröll á landinu mæta er að þarna situr maður með kjötað- an mann báðum megin við sig. Menn þurfa að harka það af sér og menn munu líka reka við af öllu prótíninu og það verður ekki góð lykt.“ Þykki er að vonum spenntur fyrir myndinni, enda er hann meðlimur í íslenskum aðdáendaklúbbi Stallones. „Við erum að tala um mestu harð- hausamynd sem gerð hefur verið. Ég er búinn að bíða eftir henni eins og lítið barn í þrjá mánuði,“ segir hann og hvetur íslenska harðhausa til að mæta klukkutíma fyrir sýninguna, sem hefst klukkan 18. - fb Bekkpressukeppni í bíó HARÐJAXLAR Sylvester Stallone, Bruce Willis og Mickey Rourke leika í The Expendables. NORDICPHOTOS/GETTY EGILL „ÞYKKI“ EINARSSON Allir kjötuðustu menn Íslands mæta á The Expendables í Laugarásbíói að sögn Egils. ...ég sá það á Vísi Notaðu öfluga og ókeypis leit á Vísi til að finna allt sem þú þarft að vita um stjörnurnar í Hollywood, vini þeirra, gæludýr og samkvæmislíf – eða bara eitthvað allt annað. Leitaðu að efni úr Fréttablaðinu og af Vísi. Það eina sem þarf er leitarorð. Vísir er með það. „Hollywood“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.