Fréttablaðið - 12.08.2010, Page 2

Fréttablaðið - 12.08.2010, Page 2
2 12. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR FÓLK „Ég ákvað að sækja um stöð- una þegar hún var auglýst,“ segir Tómas Sturlaugsson búfræðing- ur sem undanfarið hefur leyst af bændur á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli þegar þeir hafa farið í frí. „Ég er með aðsetur á Seljavöll- um, þar sem bændur hafa brugðið búi um skeið. Þaðan fer ég á þann bæ sem ég er að hugsa um hverju sinni,“ sagði Tómas sem í gær var staddur á bænum Drangshlíðar- dal við Skógaá. „Hingað til hef ég verið á kúabúum og þá snýst starfið fyrst og fremst um mjaltir kvölds og morgna. Inn á milli geri ég það sem fellur til, mála eða þríf útihúsin svo dæmi séu nefnd.“ Tómas segist hafa kviðið því töluvert að hitta fyrir bændur í sveitinni sem svo illa varð fyrir barðinu á eldgosinu í Eyjafjalla- jökli. „Ég óttaðist að andrúms- loftið yrði þungt, að fólk væri illa stemmt eftir hörmungarnar. En fólk er að jafna sig, það horf- ir fram á veginn, er að fram- kvæma og fjárfesta og ætlar að halda áfram.“ Tómas segir að vel hafi verið tekið á móti sér. „Það er alltaf eitt- hvað í ísskápnum handa manni,“ segir hann og hlær. „Þetta er alveg voðalega skemmtileg lífs- reynsla og gefandi að hitta allt þetta fólk sem hefur mikla sögu að segja.“ Tómas er borgarbarn, alinn upp í Reykjavík en var á sumr- um í sveit undir Eyjafjöllum. „Þannig að ég þekki mig aðeins hér. Svo lærði ég í Bændaskólan- um á Hvanneyri og það má segja að draumurinn hafi alltaf verið að verða bóndi.“ „Pálmi, ætlið þið að læsa strákana okkar inni?“ „Það er enn þá allt opið í þeim efnum en fólk mun allavega fá að velja.“ Pálmi Guðmundsson er framkvæmda- stjóri dagskrársviðs 365 miðla. 365 hefur tryggt sér sýningarrétt á næstu tveimur heimsmeistarakeppnum í handbolta. Í kjölfarið hafa ýmsir lýst yfir áhyggjum af því að leikir íslenska handboltalandsliðs- ins verði ekki í opinni dagkrá. INDÓNESÍA, AP Abu Bakar Bashir, róttækur íslamskur klerkur í Indónesíu, hefur verið ákærður fyrir skipulagn- ingu hryðju- verka. Bashir er ákærður fyrir að hafa komið upp hryðju- verkasellu sem hafði að mark- miði launmorð og árásir á erlenda ferða- menn í landinu. Verði Bashir fundinn sekur verður hann senni- lega dæmdur til dauða. Bashir hefur lengi verið tal- inn höfuðpaur hryðjuverkahóps í Indónesíu sem hefur tengsl við al-Kaída en hingað til hefur yfir- völdum ekki tekist að bendla hann við glæpi. Hann er talinn bera ábyrgð á árás á ferðamenn á Balí árið 2002 sem varð 202 einstaklingum að bana. - mþl Múslimaklerkur ákærður: Skipuleggjandi ódæðis á Balí ABU BAKAR BASHIR SAMGÖNGUMÁL Farþegar sem ferð- uðust með Icelandair voru tólf prósentum fleiri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í flutningatölum fyrirtækisins. Rúmlega 215 þúsund flugu með Icelandair í júlí. Fyrstu sjö mán- uði ársins voru farþegarnir rúm- lega 808 þúsund talsins, ellefu prósentum fleiri en í fyrra. Farþegum Flugfélags Íslands fækkaði hins vegar um þrjú pró- sent. - þeb Fjölgar um 12% milli ára: Fleiri farþegar með Icelandair SEÚL Fyrrum kynlífsþrælar voru á meðal mótmælenda við jap- anska sendiráðið í Seúl í Suður- Kóreu í fyrradag. Tilefnið var afsökunarbeiðni japanska for- sætisráðherrans, Naoto Kan, vegna hernáms Japana á Suður- Kóreu sem hófst 29. ágúst fyrir 100 árum. Afsökunarbeiðni er hins vegar ekki nóg að mati margra, ódæðis- verkin hafi verið slík. Meðal þess sem rifjað hefur verið upp eru sögur af þrælabúðum og vændis- húsum fyrir fyrir japanska her- menn sem suður-kóreskar konur voru neyddar til að vinna í. Japönsk stjórnvöld hafa sagst munu skila á næstunni menningarverðmætum frá S-Kóreu. Hernáminu lauk við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. - sbt Vilja bætur vegna hernáms: Nægir ekki af- sökunarbeiðni VILJA BÆTUR Á meðal mótmælenda var þessi kona sem var í kynlífsþrælkun í valdatíð Japana í Suður-Kóreu. NORDICPHOTOS/AFP SNJÓFLÓÐ Bæjarbúum í Neskaup- stað er bent á að vera ekki á ferð- inni nálægt eða undir svæði þar sem unnið er að snjóflóðavörnum í Tröllagili fyrir ofan bæinn. Næstu daga getur verið hætt við grjóthruni á svæðinu. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að verktakafyrirtækið Köf- unarþjónustan annist gerð snjó- flóðavarnanna. „Fyrri hluti sum- arsins fór í að útbúa aðstöðu fyrir menn og búnað í fjallinu ásamt því að setja upp kláf sem flytur menn upp og niður fjallið,“ segir á vefnum, en núna er unnið að því að hreinsa grjót af svæðinu. - óká Unnið að snjóflóðavörnum: Íbúar varaðir við grjóthruni Jákvæðni íbúa kom ánægjulega á óvart Tómas Sturlaugsson búfræðingur hefur leyst bændur undir Eyjafjöllum af síð- an í júlíbyrjun. Hann segir starfið skemmtilega lífsreynslu og ánægjulegt hvað íbúarnir séu bjartsýnir þrátt fyrir að hafa orðið illa fyrir barðinu á öskufalli. Norska bændahreyfingin og fyrirtæki sem tengjast landbúnaði ákváðu í vor að styrkja íslenska bændur sem orðið höfðu fyrir barðinu á eldgosinu í Eyjafjallajökli. Tilkynnt var um styrk að andvirði sjö milljóna íslenskra króna sem Bændasamtökunum var falið að ráðstafa. Að sögn Eiríks Blöndals, framkvæmdastjóra þeirra, var afráðið að leggja áherslu á afleysingaþjónust- una og bæta þannig við orlofsstyrk sem þegar var búið að ákveða að veita bændum á áhrifasvæði gossins. Auglýst var eftir tveimur afleysingamönnum og hófu þeir störf í upphafi júlí. Að sögn Sveins Sigurmundssonar, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Suðurlands, hafa ellefu nýtt sér þjónustuna og er mikil ánægja með fram- takið. Bændunum gefst kostur á þjónustunni fram að áramótum, tvo til sjö daga í senn. Auk Norðmannanna styðja íslensk bændasamtök við bakið á bændunum. Norðmenn styrkja íslenska bændur SJÁVARÚTVEGUR Breska stórblaðið The Independent telur glímuna um makrílveiðar Íslendinga og Færey- inga komna á það alvarlegt stig að deila við Breta á borð við þorska- stríðin sé í uppsiglingu. Blaðamaðurinn Martin Hickman segir að Evrópusambandið gæti sett viðskiptabann á Ísland eða lokað höfnum sínum fyrir íslenskum skip- um í því sem hann kallað yfirvof- andi „makrílstríð“. Þar vitnar hann í orð Mariu Damanaki, sjávarút- vegsstjóra ESB, sem hefur sagt að Íslendingar og Færeyingar verði að átta sig á að framkvæmdastjórnin íhugi „allar nauðsynlegar aðgerðir“ til að vernda hagsmuni sína. Eins og Fréttablaðið greindi frá á þriðjudag hefur framkvæmdastjórn ESB lýst yfir þungum áhyggjum af veiðum Íslendinga og Færeyja á makríl. Því er haldið fram að veið- ar þjóðanna vinni gegn markmið- um um sjálfbærar veiðar og ógni stofninum. Í fréttatilkynningu frá ESB eru makrílveiðarnar kallað- ar stjórnlausar. Independent segir að ESB telji víst að „rányrkjan“ sé drifin af bágu efnahagsástandi á Íslandi. Independent hefur það eftir Richard Lochhead, sjávarútvegs- ráðherra skosku heimastjórnarinn- ar, að hótanir ESB séu það sem þarf og hvetur til þess að makrílveiðarn- ar verði notaðar sem þvingunartæki í aðildarviðræðum Íslands og ESB. - shá Breskir fjölmiðlar fara mikinn vegna makrílveiða Íslendinga og Færeyinga: Segja makrílstríð í uppsiglingu ÞRÆTUEPLIÐ Makríll er mikilvæg tegund í veiðum og vinnslu víða innan Evrópusam- bandsins. Á Bretlandseyjum er tegundin mikilvægari en þorskur og ýsa. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR SVEITARSTJÓRNARMÁL Sameiginleg innkaup á hráefni verða fyrir öll mötuneyti leik- og grunnskóla í Vesturbæ Reykjavíkur í haust. Verkefnið er þriggja mánaða til- raunaverkefni og hluti af tillögum starfshóps um rekstrarhagræð- ingu í mötuneytum sem menntaráð Reykjavíkur samþykkti í gær. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, segir Vesturbæinn valinn vegna þess hversu marga skóla í mismunandi stærðum sé þar að finna. Oddný segir markmiðið með svokölluðum hráefnismatseðlum vera að ná niður kostnaði. Starfs- fólk mötuneyta velji þannig ekki hvað á að vera meginhráefni dag hvern en sé matreiðslan í sjálfsvald sett. Gæðakröfur Lýðheilsustöðv- ar verði hafðar að leiðarljósi við innkaupin. Oddný bendir á að það geti verið þægilegt fyrir foreldra barna á mismunandi skólastigum að börnin fái nokkurn veginn það sama í hádeginu. Innkaupaskrifstofa Reykjavíkur mun sjá um innkaupin en verkefna- stjóri hefur verið ráðinn til hálfs árs til að meta árangur starfsins og hversu mikið er hægt að spara með því að pantanir í mötuneytin séu færri og stærri. Framtíðar- markmiðið er að kaupa sameig- inlega inn í öll skólamötuneyti í Reykjavík. Starfshópur hefur unnið að undirbúningi verkefn- isins og annar mun vinna tillög- ur um einföldun á bókhaldi skóla- mötuneytanna. - sbt Menntaráð stefnir að hagræðingu í rekstri mötuneyta í leik- og grunnskólum: Matarinnkaup verða sameiginleg Þriðjungur leikskólastjóra er hlynntur hugmyndum um fækkun mötuneyta með samstarfi leik- skóla. Þetta kom fram í könnun sem gerð var þeirra á meðal. Þrettán prósent grunnskólastjóra voru fylgjandi samstarfi mötuneyta grunnskóla í hverfum. Rúmur fimmtungur stjórnenda taldi raunhæft að fækka mötu- neytum með samstarfi leik- og grunnskóla í sama hverfi og um helmingur taldi samstarf raunhæft milli mötuneyta grunnskóla og frístundaheimila. Flestir töldu væn- legt að nota sama grunnhráefni. Vilja fækka mötuneytunum ODDNÝ STURLUDÓTTIR Í SVEITINNI Tómas Sturlaugsson við störf sín í afleysingum í Drangshlíðardal undir Eyjafjöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Undanfarin ár hefur Tómas unnið á dönskum kúabúum. Spurður um muninn á að vinna á íslensku og dönsku kúabúi segir hann að hann liggi einkum í stærðinni, dönsku býlin séu svo miklu stærri. sigridur@frettabladid.is SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.