Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.08.2010, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 12.08.2010, Qupperneq 2
2 12. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR FÓLK „Ég ákvað að sækja um stöð- una þegar hún var auglýst,“ segir Tómas Sturlaugsson búfræðing- ur sem undanfarið hefur leyst af bændur á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli þegar þeir hafa farið í frí. „Ég er með aðsetur á Seljavöll- um, þar sem bændur hafa brugðið búi um skeið. Þaðan fer ég á þann bæ sem ég er að hugsa um hverju sinni,“ sagði Tómas sem í gær var staddur á bænum Drangshlíðar- dal við Skógaá. „Hingað til hef ég verið á kúabúum og þá snýst starfið fyrst og fremst um mjaltir kvölds og morgna. Inn á milli geri ég það sem fellur til, mála eða þríf útihúsin svo dæmi séu nefnd.“ Tómas segist hafa kviðið því töluvert að hitta fyrir bændur í sveitinni sem svo illa varð fyrir barðinu á eldgosinu í Eyjafjalla- jökli. „Ég óttaðist að andrúms- loftið yrði þungt, að fólk væri illa stemmt eftir hörmungarnar. En fólk er að jafna sig, það horf- ir fram á veginn, er að fram- kvæma og fjárfesta og ætlar að halda áfram.“ Tómas segir að vel hafi verið tekið á móti sér. „Það er alltaf eitt- hvað í ísskápnum handa manni,“ segir hann og hlær. „Þetta er alveg voðalega skemmtileg lífs- reynsla og gefandi að hitta allt þetta fólk sem hefur mikla sögu að segja.“ Tómas er borgarbarn, alinn upp í Reykjavík en var á sumr- um í sveit undir Eyjafjöllum. „Þannig að ég þekki mig aðeins hér. Svo lærði ég í Bændaskólan- um á Hvanneyri og það má segja að draumurinn hafi alltaf verið að verða bóndi.“ „Pálmi, ætlið þið að læsa strákana okkar inni?“ „Það er enn þá allt opið í þeim efnum en fólk mun allavega fá að velja.“ Pálmi Guðmundsson er framkvæmda- stjóri dagskrársviðs 365 miðla. 365 hefur tryggt sér sýningarrétt á næstu tveimur heimsmeistarakeppnum í handbolta. Í kjölfarið hafa ýmsir lýst yfir áhyggjum af því að leikir íslenska handboltalandsliðs- ins verði ekki í opinni dagkrá. INDÓNESÍA, AP Abu Bakar Bashir, róttækur íslamskur klerkur í Indónesíu, hefur verið ákærður fyrir skipulagn- ingu hryðju- verka. Bashir er ákærður fyrir að hafa komið upp hryðju- verkasellu sem hafði að mark- miði launmorð og árásir á erlenda ferða- menn í landinu. Verði Bashir fundinn sekur verður hann senni- lega dæmdur til dauða. Bashir hefur lengi verið tal- inn höfuðpaur hryðjuverkahóps í Indónesíu sem hefur tengsl við al-Kaída en hingað til hefur yfir- völdum ekki tekist að bendla hann við glæpi. Hann er talinn bera ábyrgð á árás á ferðamenn á Balí árið 2002 sem varð 202 einstaklingum að bana. - mþl Múslimaklerkur ákærður: Skipuleggjandi ódæðis á Balí ABU BAKAR BASHIR SAMGÖNGUMÁL Farþegar sem ferð- uðust með Icelandair voru tólf prósentum fleiri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í flutningatölum fyrirtækisins. Rúmlega 215 þúsund flugu með Icelandair í júlí. Fyrstu sjö mán- uði ársins voru farþegarnir rúm- lega 808 þúsund talsins, ellefu prósentum fleiri en í fyrra. Farþegum Flugfélags Íslands fækkaði hins vegar um þrjú pró- sent. - þeb Fjölgar um 12% milli ára: Fleiri farþegar með Icelandair SEÚL Fyrrum kynlífsþrælar voru á meðal mótmælenda við jap- anska sendiráðið í Seúl í Suður- Kóreu í fyrradag. Tilefnið var afsökunarbeiðni japanska for- sætisráðherrans, Naoto Kan, vegna hernáms Japana á Suður- Kóreu sem hófst 29. ágúst fyrir 100 árum. Afsökunarbeiðni er hins vegar ekki nóg að mati margra, ódæðis- verkin hafi verið slík. Meðal þess sem rifjað hefur verið upp eru sögur af þrælabúðum og vændis- húsum fyrir fyrir japanska her- menn sem suður-kóreskar konur voru neyddar til að vinna í. Japönsk stjórnvöld hafa sagst munu skila á næstunni menningarverðmætum frá S-Kóreu. Hernáminu lauk við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. - sbt Vilja bætur vegna hernáms: Nægir ekki af- sökunarbeiðni VILJA BÆTUR Á meðal mótmælenda var þessi kona sem var í kynlífsþrælkun í valdatíð Japana í Suður-Kóreu. NORDICPHOTOS/AFP SNJÓFLÓÐ Bæjarbúum í Neskaup- stað er bent á að vera ekki á ferð- inni nálægt eða undir svæði þar sem unnið er að snjóflóðavörnum í Tröllagili fyrir ofan bæinn. Næstu daga getur verið hætt við grjóthruni á svæðinu. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að verktakafyrirtækið Köf- unarþjónustan annist gerð snjó- flóðavarnanna. „Fyrri hluti sum- arsins fór í að útbúa aðstöðu fyrir menn og búnað í fjallinu ásamt því að setja upp kláf sem flytur menn upp og niður fjallið,“ segir á vefnum, en núna er unnið að því að hreinsa grjót af svæðinu. - óká Unnið að snjóflóðavörnum: Íbúar varaðir við grjóthruni Jákvæðni íbúa kom ánægjulega á óvart Tómas Sturlaugsson búfræðingur hefur leyst bændur undir Eyjafjöllum af síð- an í júlíbyrjun. Hann segir starfið skemmtilega lífsreynslu og ánægjulegt hvað íbúarnir séu bjartsýnir þrátt fyrir að hafa orðið illa fyrir barðinu á öskufalli. Norska bændahreyfingin og fyrirtæki sem tengjast landbúnaði ákváðu í vor að styrkja íslenska bændur sem orðið höfðu fyrir barðinu á eldgosinu í Eyjafjallajökli. Tilkynnt var um styrk að andvirði sjö milljóna íslenskra króna sem Bændasamtökunum var falið að ráðstafa. Að sögn Eiríks Blöndals, framkvæmdastjóra þeirra, var afráðið að leggja áherslu á afleysingaþjónust- una og bæta þannig við orlofsstyrk sem þegar var búið að ákveða að veita bændum á áhrifasvæði gossins. Auglýst var eftir tveimur afleysingamönnum og hófu þeir störf í upphafi júlí. Að sögn Sveins Sigurmundssonar, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Suðurlands, hafa ellefu nýtt sér þjónustuna og er mikil ánægja með fram- takið. Bændunum gefst kostur á þjónustunni fram að áramótum, tvo til sjö daga í senn. Auk Norðmannanna styðja íslensk bændasamtök við bakið á bændunum. Norðmenn styrkja íslenska bændur SJÁVARÚTVEGUR Breska stórblaðið The Independent telur glímuna um makrílveiðar Íslendinga og Færey- inga komna á það alvarlegt stig að deila við Breta á borð við þorska- stríðin sé í uppsiglingu. Blaðamaðurinn Martin Hickman segir að Evrópusambandið gæti sett viðskiptabann á Ísland eða lokað höfnum sínum fyrir íslenskum skip- um í því sem hann kallað yfirvof- andi „makrílstríð“. Þar vitnar hann í orð Mariu Damanaki, sjávarút- vegsstjóra ESB, sem hefur sagt að Íslendingar og Færeyingar verði að átta sig á að framkvæmdastjórnin íhugi „allar nauðsynlegar aðgerðir“ til að vernda hagsmuni sína. Eins og Fréttablaðið greindi frá á þriðjudag hefur framkvæmdastjórn ESB lýst yfir þungum áhyggjum af veiðum Íslendinga og Færeyja á makríl. Því er haldið fram að veið- ar þjóðanna vinni gegn markmið- um um sjálfbærar veiðar og ógni stofninum. Í fréttatilkynningu frá ESB eru makrílveiðarnar kallað- ar stjórnlausar. Independent segir að ESB telji víst að „rányrkjan“ sé drifin af bágu efnahagsástandi á Íslandi. Independent hefur það eftir Richard Lochhead, sjávarútvegs- ráðherra skosku heimastjórnarinn- ar, að hótanir ESB séu það sem þarf og hvetur til þess að makrílveiðarn- ar verði notaðar sem þvingunartæki í aðildarviðræðum Íslands og ESB. - shá Breskir fjölmiðlar fara mikinn vegna makrílveiða Íslendinga og Færeyinga: Segja makrílstríð í uppsiglingu ÞRÆTUEPLIÐ Makríll er mikilvæg tegund í veiðum og vinnslu víða innan Evrópusam- bandsins. Á Bretlandseyjum er tegundin mikilvægari en þorskur og ýsa. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR SVEITARSTJÓRNARMÁL Sameiginleg innkaup á hráefni verða fyrir öll mötuneyti leik- og grunnskóla í Vesturbæ Reykjavíkur í haust. Verkefnið er þriggja mánaða til- raunaverkefni og hluti af tillögum starfshóps um rekstrarhagræð- ingu í mötuneytum sem menntaráð Reykjavíkur samþykkti í gær. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, segir Vesturbæinn valinn vegna þess hversu marga skóla í mismunandi stærðum sé þar að finna. Oddný segir markmiðið með svokölluðum hráefnismatseðlum vera að ná niður kostnaði. Starfs- fólk mötuneyta velji þannig ekki hvað á að vera meginhráefni dag hvern en sé matreiðslan í sjálfsvald sett. Gæðakröfur Lýðheilsustöðv- ar verði hafðar að leiðarljósi við innkaupin. Oddný bendir á að það geti verið þægilegt fyrir foreldra barna á mismunandi skólastigum að börnin fái nokkurn veginn það sama í hádeginu. Innkaupaskrifstofa Reykjavíkur mun sjá um innkaupin en verkefna- stjóri hefur verið ráðinn til hálfs árs til að meta árangur starfsins og hversu mikið er hægt að spara með því að pantanir í mötuneytin séu færri og stærri. Framtíðar- markmiðið er að kaupa sameig- inlega inn í öll skólamötuneyti í Reykjavík. Starfshópur hefur unnið að undirbúningi verkefn- isins og annar mun vinna tillög- ur um einföldun á bókhaldi skóla- mötuneytanna. - sbt Menntaráð stefnir að hagræðingu í rekstri mötuneyta í leik- og grunnskólum: Matarinnkaup verða sameiginleg Þriðjungur leikskólastjóra er hlynntur hugmyndum um fækkun mötuneyta með samstarfi leik- skóla. Þetta kom fram í könnun sem gerð var þeirra á meðal. Þrettán prósent grunnskólastjóra voru fylgjandi samstarfi mötuneyta grunnskóla í hverfum. Rúmur fimmtungur stjórnenda taldi raunhæft að fækka mötu- neytum með samstarfi leik- og grunnskóla í sama hverfi og um helmingur taldi samstarf raunhæft milli mötuneyta grunnskóla og frístundaheimila. Flestir töldu væn- legt að nota sama grunnhráefni. Vilja fækka mötuneytunum ODDNÝ STURLUDÓTTIR Í SVEITINNI Tómas Sturlaugsson við störf sín í afleysingum í Drangshlíðardal undir Eyjafjöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Undanfarin ár hefur Tómas unnið á dönskum kúabúum. Spurður um muninn á að vinna á íslensku og dönsku kúabúi segir hann að hann liggi einkum í stærðinni, dönsku býlin séu svo miklu stærri. sigridur@frettabladid.is SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.