Fréttablaðið - 12.08.2010, Síða 6

Fréttablaðið - 12.08.2010, Síða 6
6 12. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR RÚSSLAND, AP Starfsmenn almanna- varna í Rússlandi standa nú vakt í Brjansk-héraði, suður undir Úkr- aínu, þar sem eldar hafa kviknað á að minnsta kosti sex stöðum nú í vikunni. Héraðið varð illa úti vorið 1986 vegna mengunar frá Tsjernóbyl- héraðinu í Úkraínu, sem þá til- heyrði Sovétríkjunum. Geisla- virkar agnir eru þar enn í jörðu, og hafa umhverfissamtök bent á þá hættu sem stafar af því að eldarn- ir hrófli við þessum ögnum og þær berist síðan með vindi langar leið- ir. Sergei Shoigu, almannavarna- ráðherra Rússlands, hefur viður- kennt að hættan sé fyrir hendi. Vel hefur þó gengið að slökkva eldana í Brjansk, að sögn Irinu Jegoruskinu, talskonu almanna- varnaráðuneytisins. Hún segir sömuleiðis að ekki hafi mælst aukin geislavirkni í héraðinu, þrátt fyrir eldana. „Það hafa kviknað hér nokkr- ir eldar, en ástandið er ekki jafn slæmt og í nágrenni Moskvu,“ segir hún. Hundruð elda loga enn í vestan- verðu Rússlandi, flestir í nánd við höfuðborgina Moskvu þar sem kæfandi reykjarmökkur hefur gert íbúum afar erfitt fyrir. Fjölmargir hafa veikst alvar- lega og dánartíðni í borginni er nú komin upp í 700 manns á degi hverjum. Líkhús eru sögð yfir- full. Um 165 þúsund manns vinna við að slökkva eldana. Beitt er 39 flug- vélum. Vladimír Pútín forsætisráðherra hefur látið til sín taka á vettvangi og verið áberandi í fjölmiðlum. Hörð gagnrýni hefur engu að síður beinst að stjórnvöldum almennt og Pútín sérstaklega fyrir að hafa ekki varað fólk við hættunni strax og spáð var óvenju skæðri hitabylgju nú í sumar. Stjórnvöld þykja hafa brugðist seint og illa við vandanum, og rússnesk- ir leiðarahöfundar segja sýndar- mennsku Pútíns, sem settist sjálf- ur í flugstjórnarklefa einnar þeirra flugvéla, sem notaðar eru í slökkvi- starfinu, ekki bæta þar úr. Skoðanakannanir sýna að vin- sældir bæði Pútíns og Dmitrís Medvedev forseta hafa dvínað undanfarið. Talið er að það tjón, sem nú þegar hefur orðið af völdum eld- anna, geti orðið nærri 2.000 millj- arðar í krónum talið, en það er um eitt prósent af þjóðarframleiðslu Rússlands. Hitarnir í Rússlandi nú í sumar hafa mælst meiri en nokkru sinni frá því reglulegar mælingar hóf- ust fyrir 130 árum. gudsteinn@frettabladid.is ROFAR TIL Í MOSKVU Eftir kæfandi reykjarmengun í heila viku snerist vindáttin svo Moskvubúar geta nú loks dregið andann þrátt fyrir eldana í næsta nágrenni. NORDICPHOTOS/AFP Óttast geislavirkni af völdum eldanna Eldarnir í Rússlandi hafa náð inn á svæði sem varð illa úti af völdum geisla- mengunar frá Tsjernóbyl-kjarnorkuverinu vorið 1986. Óttast er að eldarnir geti hróflað við geislavirkum efnum í jörðu og dreift þeim víða um lönd. VIÐSKIPTI Útlán Íbúðalánasjóðs hafa dregist saman um fimm milljarða það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Þá hefur vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 1,3 prósent milli ára. Samtals námu útlánin fyrstu sjö mánuði ársins tæpum 14,8 milljörðum en í fyrra voru það 19,9 milljarðar. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu sjóðs- ins. Heildarútlán í júlí voru tæpir 2,8 milljarðar og voru 1,8 milljarðar vegna almennra lána. Meðalútlán voru 9,9 milljónir króna. Lækkun á vísitölu íbúða- verðs er tilkomin vegna átta prósenta lækkunar á vísitölu fyrir sérbýli, en vísitala fyrir fjölbýli lækkaði um tæpt prósent. Þá var heildarvelta íbúðabréfa 34,2 milljarðar króna í júlí. Það sem af er ári hefur hún numið 374,4 millj- örðum króna, en var 529,9 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Greiðslur sjóðsins voru rúm- lega 352 milljónir króna í júlí vegna afborgana hús- og húsnæðisbréfa. Uppgreiðsl- ur lána voru rúmir 2,8 milljarðar. - þeb Íbúðalánasjóður hefur lánað fimm milljörðum minna en í fyrra: Útlán dragast saman milli ára HÚSNÆÐI Íbúðalánasjóður lánaði 2,8 milljarða króna í júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Ákæra á hendur rúm- lega þrítugum manni, sem varð manni á sextugsaldri að bana í maí, var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Hinn látni fannst við Bjarnar- velli í Reykjanesbæ að morgni 8. maí. Grunur beindist fljótlega að hinum ákærða, sem játaði verknaðinn nokkru síðar. Mað- urinn, sem er ákærður fyrir manndráp, hefur verið í varð- haldi síðan í maí. - þeb Banaði manni í Reykjanesbæ: Þingfesting í manndrápsmáli NEYTENDAMÁL Neytendasamtökin fagna því að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, ætli að setja reglugerð sem kveður á um að sérmerkja verði erfðabreytt matvæli. „Um árabil hafa Neytenda- samtökin kraf- ist þess að sett- ar verði reglur hér á landi um merkingu erfðabreyttra matvæla,“ segir á vef samtakanna. „Bent hefur verið á að Ísland er eina ríkið í Evrópu þar sem engar slíkar reglur eru í gildi.“ Vonast er til að þetta „langþráða, en jafnframt sjálfsagða“ baráttumál verði brátt í höfn. - óká JÓN BJARNASON Neytendasamtökin fagna: Sjálfsagt bar- áttumál í höfn BANDARÍKIN, AP Bandarísk kona, sem fór í tvöfalt brjóstnám vegna krabbameins, fær tæplega 200 þúsund dollara í skaðabætur eftir að í ljós kom að hún var ekki með krabbamein. Bæði brjóst konunnar voru fjarlægð eftir að læknar á sjúkra- húsi í Los Angeles sögðu krabba- mein hafa fundist í sýnum árið 2007. Konan kærði spítalann fyrir vanrækslu og féllst spítal- inn á kröfur hennar. - þeb Kona fær skaðabætur: Brjóstin fjar- lægð að óþörfu Ormsteiti að hefjast Á morgun, 13. ágúst, hefst Ormsteiti, tíu daga hátíð á Fljótsdalshéraði, með hverfahátíðum og leikjum og karni- valstemningu á Vilhjálmsvelli, að því er segir á vef sveitarfélagsins. Frekari upplýsingar eru á www.ormsteiti.is. AUSTURLAND STJÓRNSÝSLA Þegar starfsmaður viðskiptaráðuneytisins fékk þrjú skjöl send frá Seðlabankanum um heimild til gengistryggingar, með því fororði að eitt þeirra væri trún- aðarmál og einungis til að hafa til hliðsjónar, hélt starfsmaðurinn að sama gilti um öll skjölin, að sögn aðstoðarmanns viðskiptaráðherra, Benedikts Stefánssonar. Fram kom í blaðinu í gær að aðallögfræðingur Seðlabank- ans, í samráði við aðstoðarbanka- stjóra, sendi skjölin ráðuneyt- inu til upplýsingar. Að einungis aðkeypta skjalið hefði verið sent í trúnaði en að nið- urstaðan, um ólögmæti gengistryggingar lána í íslenskum krónum, hefði einnig verið reifuð í hinum skjölunum, með þeim fyrir- vara að dómstólar þyrftu að skera úr um málið. „Eftir á að hyggja virðast starfs- menn Seðlabanka hafa haft aðrar væntingar. En það var skilningur þessa starfsmanns að hún hefði fengið öll skjölin í trúnaði,“ segir Benedikt. Hann telur þó að aðalatriði málsins sé að enn sé deilt um lög- mæti þessara lána, eða öllu held- ur hvað teljist gengislán og hvað ekki. Skoðun framkvæmdavalds- ins breyti ekki öllu um það og hefði ekki gert á sínum tíma. „Það þarf að taka hvern samning fyrir sig til að vita hvort hann fellur undir þessi lög. Það er enginn lokadóm- ur fólginn í þessum skjölum. Ég hvet fólk bara til að lesa þau,“ segir Benedikt. - kóþ Aðstoðarmaður ráðherra telur að álit Seðlabankans hefði ekki skipt miklu máli: Misskilningur milli stofnana BENEDIKT STEFÁNSSON Aðstoðarmaður ráðherra telur að jafnvel þótt skuldarar hefðu vitað af minnisblaði Seðlabank- ans síðastliðið sumar hefðu þeir ekki endilega haft sterkt vopn í uppgjöri við bankana. Enn sé deilt um lánin. www.s24.isSæktu um... Sími 533 2424 6,35% innlánsvextir* Allt að Óbundinn og óverðtryggður sparnaðarreikningur *M.v. vaxtatöflu S24 01.07.2010 Hefur þú siglt til Eyja úr Land- eyjahöfn? Já 9,7% Nei 90,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú landbúnaðarráðherra hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi í mjólkurmálinu? Segðu skoðun þína í Vísi.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.