Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.08.2010, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 12.08.2010, Qupperneq 10
10 12. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Um hvað er deilt í tengslum við ný búvörulög? H V ÍT A H Ú SI Ð S ÍA / 1 0- 03 96 Frumvarp landbúnaðar- ráðherra um búvörulög hefur sætt gagnrýni síðustu daga. Í því felst að fjársekt verður lögð við mjólkur- framleiðslu utan greiðslu- markskerfisins en engin grundvallarbreyting verður á lögunum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lagði nýlega fram stjórnarfrumvarp um breyting- ar á búvörulögum. Frumvarpið var samið í ráðuneytinu að höfðu sam- ráði við Bændasamtökin og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Frum- varpið hefur sætt gagnrýni og verið sagt virða samkeppnissjónarmið að vettugi og líta ekki til hagsmuna neytenda. Þannig hafa Samtök versl- unar og þjónustu og Neytendasam- tökin lagst gegn frumvarpinu auk þess sem Samkeppniseftirlitið gerði alvarlegar athugasemdir við það. Engin grundvallarbreyting en refsi- ákvæði sett inn í lögin Í frumvarpinu felst engin grund- vallarbreyting frá núverandi lögum. Búvöruframleiðsla á Íslandi byggir á svokölluðu greiðslumarkskerfi en hvert mjólkurbú hefur til umráða ákveðið greiðslumark eða kvóta sem takmarkar það magn sem búið má framleiða og fá greiðslur úr ríkissjóði fyrir. Mjólkin sem hvert bú framleið- ir er seld til mjólkursamlags sem kemur henni á markað. Taki sam- lag við mjólk umfram kvóta skal sú mjólk seld erlendis sé ekki skotur á mjólkurvörum hér heima. Við því að selja mjólk utan greiðslumarks- ins innanlands eru hins vegar ekki viðurlög og er þessu frumvarpi ætlað að breyta því. Í greinargerð sem fylgir frum- varpinu kemur fram að því sé ætlað að tryggja að markaðshlut- deild greiðslumarkshafa minnki ekki vegna framleiðslu utan kerfis- ins. Þetta skal tryggja með því að leggja þau viðurlög á mjólkursam- lög að fyrir hvern lítra sem mark- aðsfærður er innanlands og kemur frá aðila sem hefur ekki kvóta til framleiðslunnar, skal greidd sekt að upphæð 110 krónur. Sé hún ekki greidd verður til refsiábyrgð. Þetta ákvæði frumvarpsins er það ákvæði sem sætt hefur gagn- rýni. Samkeppniseftirlitið sagði það festa í sessi fákeppni en jafn- framt hafa verið leidd rök að því að það brjóti í bága við atvinnufrelsis- ákvæði stjórnarskrárinnar en það er ekki ný gagnrýni því núverandi fyrirkomulag hefur um hríð sætt gagnrýni á sömu forsendum. Heimavinnsla auðvelduð Annað nýmæli í frumvarpinu hefur vakið athygli. Framleiðanda er nú leyft að setja á markað allt að 10.000 lítra af mjólkurafurðum sem hann hefur unnið á eigin býli án þess að það teljist til nýtingar á kvóta. Hér er átt við svokallaða heimavinnslu sem með frumvarpinu er auðvelduð. Sátt virðist ríkja um þetta ákvæði og fagnaði Samkeppniseftirlitið því til að mynda. Í nefndaráliti sjávar- útvegs- og landbúnaðarnefndar er lagt til að magnið verði hækkað í 15.000 lítra. Umdeilt á Alþingi Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis sendi í lok júní frá sér álit á frumvarpinu þar sem lagt er til að það verði samþykkt. Undir álit- ið skrifuðu sjö nefndarmenn af níu. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Ólína Þor- varðardóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, skrifuðu undir með fyr- irvara en Helgi Hjörvar og Róbert Marshall, þingmenn Samfylkingar- innar, sátu hjá. Þrátt fyrir nokkuð breiða sam- stöðu innan nefndarinnar þykir ljóst að ýmsir þingmenn eru óánægð- ir. Þannig eru efasemdir um frum- varpið innan þingflokks Samfylk- ingarinnar auk þess sem ýmsum sjálfstæðismönnum finnst það and- stætt stefnu flokksins. Innan ríkisstjórnarinnar er held- ur ekki einhugur um málið. Fjár- málaráðherra hefur vísað sjónar- miðum Samkeppniseftirlitsins á bug og segir að horfa þurfi á málið í stóru samhengi. „Þetta snýst um þá framleiðslustýringu sem við höfum í þessum greinum og þann ríkisstuðning sem þarna er á ferð- inni, að þeir fjármunir nýtist með skilvirkum hætti,“ segir Steingrím- ur J. Sigfússon. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, var stjórnar- formaður Samkeppniseftirlitsins um fimm ára skeið og spurður um málið sagði hann að skoðanir sínar væru ekki fjarri þeim skoðunum sem Samkeppniseftirlitið hefði haldið fram. Enginn ráðherra Sam- fylkingarinnar hefur tjáð sig um málið. Báðir fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í landbúnaðarnefnd skrifuðu undir fyrrnefnt nefndarálit en Ragnheiður Elín Árnadóttir, þing- flokksformaður flokksins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld að þingflokkurinn ætlaði að skoða málið betur og vildi ekki fullyrða að flokkurinn myndi styðja frum- varpið í þinginu. Einar K. Guðfinnsson, sem á sæti í nefndinni, segist standa við stuðn- ing sinn við mjólkurfrumvarpið og Jón Gunnarsson, hinn fulltrúinn, segir að sú gagnrýni sem komið hefur fram á frumvarpið eigi ekki rétt á sér. Ólína Þorvarðardóttir segir að efasemdir séu um frumvarpið í þingflokki Samfylkingarinnar. Engin eðlisbreyting fylgi þó þessu frumvarpi frá gildandi lögum og inni í því séu ýmis atriði til bóta. „Hins vegar er mögulega verið að teygja sig of langt með viðurlaga- ákvæðinu. Það hafa komið fram fullkomlega gild sjónarmið sem lúta að atvinnufrelsis-, samkeppnis- og neytendamálum sem þarf að skoða betur. Nefndin þarf að vega og meta þessi sjónarmið áður en gengið er frá endanlegri niðurstöðu,“ segir Ólína en bætir við að þetta mál allt saman kalli á heildarendurskoðun búvörulaga þótt fyrst þurfi að fást niðurstaða í þetta mál. Innan Framsóknarflokks og Vinstri grænna virðist vera ein- hugur um frumvarpið og skrifuðu fulltrúar flokkanna undir nefndar- álitið án athugasemda. Þá hafa þing- menn beggja flokka varið það opin- berlega. Undirliggjandi óánægja Þegar haft er í huga að ekki er verið að gera grundvallarbreyt- ingar á búvörulögum kann að virð- ast einkennilegt hve harðri gagn- rýni fyrirliggjandi frumvarp hefur sætt. Hvort gagnrýnin eigi rétt á sér eða ekki skal ósagt látið en sú háværa umræða sem orðið hefur um málið virðist benda til þess að undir- liggjandi óánægja með núverandi fyrirkomulag mjólkurframleiðslu sé töluverð. Í öllu falli verður for- vitnilegt að sjá hvort frekari breyt- ingar verði gerðar á fyrirkomulagi mjólkurframleiðslu á næstu miss- erum. Tekist á um mjólk og viðurlög DEILT UM MJÓLKURFRUMVARP Mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra hefur sætt harðri gagnrýni á samkeppnisforsendum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fram hafa komið efasemdir um að fyrirkomulag búvöruframleiðslu standist atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og viðhöfðu talsmenn Mjólku, sem keypti um tíma mjólk sem framleidd var utan við greiðslumark, til að mynda slíkar efasemdir þegar fyrirtækið kom á markað árið 2005. Í umræðum um frumvarpið á Alþingi sagði Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, að fyrir lægju tvö lögfræðiálit um málið og að þau væru misvísandi. Að hans mati þyrfti að útkljá spurninguna hvort frumvarpið stæðist stjórnarskrána áður en lengra yrði haldið. Undir þessi sjónarmið tók Helgi Hjörvar, samflokksmaður Róberts, í umræðum á Alþingi en þeir voru einu nefndarmenn sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar sem skrifuðu ekki undir álit nefndarinnar þess efnis að samþykkja bæri frumvarpið. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók ekki undir efasemdirnar á Alþingi og vitnaði í minnisblað úr ráðuneytinu þar sem fram kemur: „Það er álit ráðuneytisins að það frumvarp sem er til skoðunar hjá þingflokki yðar gangi eigi í bága við stjórnarskrárvarin réttindi. Ráðuneytið telur einnig að afar mikilvægt sé að frumvarp þetta verði að lögum en ekki verði látið reka á reiðanum í þessu efni þar til brýtur á skeri.“ Andstætt stjórnarskrá? Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.