Fréttablaðið - 12.08.2010, Síða 32

Fréttablaðið - 12.08.2010, Síða 32
 12. ÁGÚST 2010 FIMMTUDAGUR HP fartölvur taka á sig æ ferskara útlit. Nýjasta línan er með hamraðri áferð og til í nokkrum litum. Ólafur Tryggvason, vörustjóri neyt- endalausna hjá Opnum kerfum, er vel meðvitaður um þarfir markaðarins. „Fartölvur eru almennt orðnar mjög öflugar en nú er að hefjast skemmtileg þróun í útliti þeirra. Fólki finnst það líka orðið skipta miklu máli hvernig fartölvu það er með, hvað varðar útlit, stærð og þyngd,“ segir Ólafur. Hann getur þess að svipuð þróun sé að eiga sér stað á fartölvumarkaðin- um og varð í farsímageiranum. „Maður ólst upp með kassalaga farsímum sem voru lítið fyrir augað en síðar fóru símarnir út í að verða hönnunarvara,“ segir hann. „Fólk skiptir kannski ekki um fartölvu jafn oft og farsíma en það verður samt að „fíla lúkkið“,“ bætir hann við. Ólafur segir talsverðan mun á útliti og búnaði fartölva sem not- aðar séu í fyrirtækjum og hinum sem einstaklingar velja. Svo lýsir hann helstu nýjungum á þessu sviði. „HP kom í haust með nýja línu af fartölvum sem kallast G- línan. Þær eru í 15,6“ stærð og verða til í þrenns konar tækni- legum og útlitslegum útfærsl- um. Þær eru með hamraðri áferð og til í þremur litum, svörtum, silfurlitum og svokölluðum bis- cotti-lit – ljósgullinbrúnum.“ Hann nefnir líka öflugri útgáfu af HP sem kallast Pavillion. „Það eru 15,6“ tölvur en eru meðal ann- ars með sjálfstæðu skjákorti og henta því vel til grafíkvinnu og fyrir tölvuleiki,“ lýsir hann. Fartölvur í dag eru í stærðum frá 10“ upp í 17“ að sögn Ólafs. Sú síðastnefnda þótti góð í borðtölv- um fyrir fáum misserum. Ef horft er til skólafólksins segir hann 13- 15 tommu tölvur þykja meðfæri- legastar. „Maður sér að fólk sem er orðið vant því að nota tölvur við skólavinnu fer frekar í minni tölvurnar,“ segir hann. „Ein af nýjungunum er 13“ vél sem hent- ar þeim sem eru í mikilli glósu- vinnu. Hún er lítil og nett en þó með alveg 100% fullri stærð lykla- borðs og stendur stærri vélunum ekkert að baki í innihaldslýsingu. Er samt sem áður léttari, yfirleitt undir tveimur kílóum og með frá- bærri rafhlöðuendingu.“ Hann getur í lokin um 10 tommu fartölv- ur, sem hann segir vera hálfgerð- ar „kaffihúsavélar“. Skyldi fólk ekki þurfa að hafa netta putta til að pikka á þær? „Nei, þeir hjá HP hafa verið ansi lunknir að koma fyrir lyklaborðum í góðri stærð,“ fullyrðir Ólafur. „Þeir sem sækja í þær vélar eru helst þeir sem eru mikið á ferðalögum og vilja geta verið með vél sem þeir taka upp hér og þar og allsstaðar.“ Útlit tölvunnar skiptir máli Ólafur Tryggvason vörustjóri innan um nýjustu tölvurnar sem eru í svokallaðri G-línu og eru til í þremur litum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Opin kerfi, dreifingar- og þjónustuaðili HP á Íslandi, tryggja landsmönnum aðgengi að HP tölvubúnaði og þjónustu með nánu samstarfi við söluaðila um allt land. HP TÖLVUBÚNAÐUR OG ÞJÓNUSTA UM ALLT LAND HP dv6-2110 WH551EA 15.6” HD LED Brightview (1366x768) AMD Turion II Dual Core M520 4 GB 640 GB 5400 rpm 1GB skjákort, ATI Radeon™ HD 4650 Sjónvarpskort og fjarstýring 2ja ára HP ábyrgð, 1 ár á rafhlöðu. 169.900 HP G62-a14 XC737EA 15.6” HD LED Brightview (1366x768) AMD Athlon II P320 4 GB 500GB 7200 rpm ATI Mobility Radeon™ HD 4250 skjástýring 2ja ára HP ábyrgð, 1 ár á rafhlöðu. 139.900 HP G62-a16 XA819EA 15.6” HD LED Brightview (1366x768) Intel® Pentium® P6000 processor 4GB 320GB 7200 rpm Intel® HD-grafik 2ja ára HP ábyrgð, 1 ár á rafhlöðu. 119.900 Tegund Vörunúmer Skjár Örgjörvi Vinnsluminni Harður diskur Skjákort/stýring Ábyrgð Tegund Vörunúmer Skjár Örgjörvi Vinnsluminni Harður diskur Ábyrgð Tegund Vörunúmer Skjár Örgjörvi Vinnsluminni Harður diskur Ábyrgð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.