Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.08.2010, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 12.08.2010, Qupperneq 52
32 12. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Guðmundur Ingi fer með einleikinn Interjections í Norðurpólnum á Seltjarnar- nesi. Verkið er hugarfóstur Mischa Titchin og byggt á bréfaskriftum Antonins Artaud. „Þetta er í raun ekki leiksýning heldur meira rannsóknarverkefni, en verkið er í stöðugri vinnslu,“ segir leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Á sviðslistasýninguni artFart verður gjörðaleikhúsið og tilrauna- sýningin Interjections sett á svið hér á landi. Verkið er einleikur á ensku sem er hugarfóstur Mischa Twitchin og er það Guðmundur Ingi sem sér um leikinn. Efniviður verksins eru bréfaskriftir franska heimspekingsins, súrrealistans og leikhúsmannsins Antonins Artaud til vina sinna og samferðarfólks er hann var lokaður inni á á geð- veikarhælinu Rodez í Frakklandi. Artaud lá ekki á skoðunum sínum um þjóðmál og listir og sagði sam- félaginu óhikað til syndanna. Hann var ekki á móti neinni ákveðinni gerð þjóðfélags, heldur var hann einfaldlega á móti þjóðfélaginu sem slíku. Hann gerir sér grein fyrir því að hann sé á skjön við aðra menn og að hann eigi við and- leg veikindi að stríða og er allan tímann á meðan á innlögn hans stendur að rannsaka eigin hugs- anir, lífið og dauðann. „Artaud var magnaður heim- spekingur. Þegar hann slasaðist varð hann háður ópíumi og síðar heróíni. Í framhaldi af því varð hann í raun geðveikur og var lagð- ur inn á geðspítalann en gerði sér grein fyrir því að hans hugsun var frábrugðin hugsun annarra. Hann rannsakar því hugsun og við byggjum verkið upp á þeim skrif- um,“ segir Guðmundur Ingi. Twitchin, sem rekur Shaunt-leik- húsið í London, kenndi Guðmundi Inga er hann nam við Goldsmiths University og urðu þeir góðir vinir. Þeir komu saman hér á artFart í fyrra þar sem þeir settu einn- ig verk á svið. Þetta verk byrjuðu þeir að þróa í nóvember og hafa sett sýninguna upp þrisvar áður. „Hvernig hann hugsar um leik- hús og skilgreinir list ásamt því að tala um hana og framkvæma hefur kennt mér meira en ég hef nokkurn tímann áður lært um list og það hefur skilgreint mig í list- inni,“ segir Guðmundur Ingi. Twitchin hefur myndað sér sterkar skoðanir um leikhúsið og einkennist þessi sýning mikið af þeim. „Hann vill hafa eins lítið ljós á sviðinu og hann kemst upp með og er mjög hrifinn af skugg- um. Hann vill að leikhúsið gerist í huga áhorfendanna. Við búum til lágmarkshughrif á sviðinu svo þinn hugur fari af stað. Leikhúsið er ekki ég að sýna þér eitthvað. Þú ert leikhúsið,“ segir Guðmundur Ingi. linda@frettabladid.is Verk byggt á bréfaskriftum Antonins Artaud sett á svið GUÐMUNDUR INGI Setur á svið verkið Interjections sem er einleikur á ensku. > Ekki missa af Hljómsveitirnar Klassart og Stone Stones slá upp blús- veislu á Faktorý í kvöld. Efri hæðin verður opnuð kl. 21 og byrja tónleikarnir stundvíslega kl. 22. Frítt er inn á tónleikana. Klassart sendi nýverið frá sér aðra breiðskífu sína. Þess má geta að platan er plata vikunn- ar á Rás 2 þessa vikuna. Risið í kvöld kl. 21 Tónleikar tileinkaðir saxófónleik- aranum Charlie Parker, sem hefði orðið 90 ára í lok mánaðarins, verða í Risinu Tryggvagötu í kvöld. Á meðal þeirra sem koma fram eru Haukur Gröndal, Óskar Guðjóns- son, Ólafur Jónsson, Birkir Freyr Matthíasson, Ari Bragi Kárason, Agnar Már Magnússon, Eyþór Gunn- arsson, Erik Qvick. Jafnframt eru allir hvattir til að mæta með hljóð- færi sín og taka þátt. Óperan sem Íslenska óperan færir upp á komandi haustmiss- eri er Rigoletto eftir Giuseppe Verdi. „Þetta áhrifamikla og hádramatíska meistaraverk er ein af þekktustu óperum sögunnar og er reglulega færð upp í flest- um óperuhúsum veraldar,“ segir í tilkynningu. „Í verkinu koma saman ástir, valdabarátta og örlög í æsispennandi fléttu, sem römmuð er inn af hrífandi tónlist meistara Verdis og inniheldur meðal annars hinar þekktu aríur „La donne e mobile“ og „Questa o Quella“ að ógleymdum kvart- ettinum „Bella figlia dell’amore“. Aðalsöngvararnir í verkinu eru Ólafur Kjartan Sigurðarson sem Rigoletto, Jóhann Friðgeir Valdimarsson sem Hertoginn af Mantua, Þóra Einarsdóttir sem Gilda, Jóhann Smári Sævars- son sem Sparafucile, Sesselja Kristjánsdóttir sem Maddalena, Bergþór Pálsson sem Monterone og Bylgja Dís Gunnarsdóttir sem Giovanna, auk þess sem Ágúst Ólafsson, Hlöðver Sigurðsson og Bragi Jónsson syngja minni hlutverk. Hljómsveitarstjóri verður Daníel Bjarnason, handhafi tvennra verð- launa á Íslensku tónlistarverðlaun- unum í ár. Alls eru sex sýningar ráðgerðar á verkinu. Rigoletto í Óperunni í haust RIGOLETTO Ólafur Kjartan Sigurðarson fer með titilhlut- verkið. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Kvöldskóli BHS haustönn 2010 Innritun í málmiðnadeild kvöldskóla BHS verður eftirfarandi daga. föstudag 13. ágúst kl: 17 - 19 laugardag 14. ágúst kl: 11 - 14 Eftirtaldir áfangar verða í boði fyrir málmiðngreinar. Tilvalið fyrir þá sem eru að fara í sveinspróf í málmiðngreinum. Einnig eru kenndar allar suðugreinar, s.s.MIG/MAG, TIG, logsuða og rafsuða. Verklegir áfangar eru. HSU-102/212 verkleg suða HSU 232 verkleg þunnplötusuða, ál / stál / ryðfr. LSU-102/202 verkleg suða RSU-102/202 verkleg suða REN-103/203/303 verkleg rennismíði AVV-102/202 verkleg aflvélavirkjun Upphaf kennslu: mánudag 23. ágúst frá 18:10 Lok kennslu: þriðjudaginn 30. nóv. frá 18:10 Ath: Áfangar geta fallið niður, náist ekki nægur fjöldi í hópa. Sjá einnig á vef skólans www. bhs.is Skólameistari. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Vitavörðurinn - kilja Camilla Läckberg Eyjafjallajökull Ari Trausti og Ragnar Th. Borða, biðja, elska - kilja Elizabeth Gilbert Makalaus - kilja Tobba Marinós Það sem mér ber - kilja Anne Holt Brandarabók Andrésar Walt Disney 25 gönguleiðir á höfuðborgar- svæðinu - Reynir Ingibjartsson METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 04.08.10 - 10.08.10 Aldrei framar frjáls Sara Blædel Vegahandbókin 2010 Ýmsir höfundar Toy Story - Þrautabók 3D Walt Disney
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.