Fréttablaðið - 12.08.2010, Page 56

Fréttablaðið - 12.08.2010, Page 56
36 12. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is > EKKI AÐDÁANDI HEPBURN Breska leikkonan Emma Thompson hefur látið hafa það eftir sér að hún sé ekki mikill aðdáandi leikkonunnar Au- drey Hepburn. Thompson er þessa dag- ana við æfingar á endurgerð af kvik- myndinni My Fair Lady, sem einmitt skartaði Audrey Hepburn í aðal- hlutverki á sínum tíma. Óskars- verðlaunahafinn Thompson segir Hepburn hafi verið ofmetna og hæfileikalausa leikkonu. Kvikmyndin Salt var frum- sýnd hér á landi í gær en það er Hollywood-leikkonan Angelina Jolie sem leikur aðalhlutverkið. Myndin á að vera í líkingu við kvik- myndirnar um James Bond þar sem Evelyn Salt á að vera kvenkyns útgáfa af breska spæjaranum. Líf rannsóknarlögreglukonunn- ar Evevlyn Salt snýst á hvolf þegar hún er sökuð um að vera rússneskur njósnari sem hyggst ráða rússneska forsetann af dögum. Salt, sem starfar fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA, kemur af fjöllum en þegar maður sem er við yfirheyrslur hjá Salt og félögum hennar, segir að rússneski forsetinn verði drepinn í opinberri heimsókn sinni til Bandaríkjanna nefn- ir hann hana sem morðingjann. Þessar fregnir koma Salt í opna skjöldu og gera það að verkum að hún ákveður að flýja. Hún er eftirlýst af CIA en Salt er stað- ráðin í að leita að sannleikanum og hreinsa nafn sitt. Aðalhlutverk í myndinni er í höndum Hollywood-leikkonunnar Angelinu Jolie en með leikstjórn fer Phillip Noyce. Hann ber Jolie vel söguna og segir hana hafa verið einstaklega ósérhlífna á tökustað. Jolie framkvæmdi öll áhættuátriði sín sjálf og vílaði ekki fyrir sér að hoppa úr þyrlu, skjóta úr byssu eða hoppa ofan af húsþökum. Með önnur hlut- verk í myndinni fara meðal ann- ars Liev Schreiber og Chiwetel Ejiofor. Gagnrýnendur hafa almennt verið ánægðir með kvikmyndina Salt. Blaðamaður Los Angeles Times er ánægður með frammi- stöðu Angelinu Jolie og gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu af fimm. Hann bætir því einn- Salt leitar að sannleikanum Á FLÓTTA Angelina Jolie í hlutverki rannsóknarlögreglukonunnar Evelyn Salt sem leggst á flótta til að hreinsa nafn sitt. Upphaflega átti leikarinn Tom Cruise að fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni Salt og átti aðalpersónan að heita Edwin A. Salt. Cruise dró sig hins vegar út úr verkefninu vegna þess að honum þótti karakterinn vera of líkur Ethan Hunt, sem Cruise lék í Mission Impossible myndunum. Aðstand- endur myndarinnar reyndu þá að endurskrifa handritið til að koma til móts við Cruise en ekki gekk að breyta hlutverkinu nógu mikið fyrir Cruise. Amy Pascal, stjórnarformaður Columbia Pictures, stakk þá upp á Angelinu Jolie í hlutverkið en leikkonan á að hafa lýst yfir áhuga sínum á að leika kvenhetju. Það varð úr og handritið var endurskrifað fyrir Angel- inu Jolie. CRUISE SEM SALT Nýjasta afkvæmi leikstjórans M. Night Shyamalan var frumsýnt hér á landi í gær en það er kvikmyndin The Last Air- bender. Myndin er í ævintýrastíl þar sem heiminum er skipt í fjögur ríki sem hvert um sig táknar eitt af fjórum nátt- úruöflum; Eld, vatn, loft og jörð. Íbúar ríkjanna hafa ávallt lifað í sátt og sam- lyndi en það breytist þegar ríki elds- ins skyndilega ákveður að lýsa stríði á hendur hinum ríkjunum. Eldar og stríð hrjá heimana í heila öld en það breyt- ist þegar ungur strákur, Aang, kemst að því að hann býr yfir þeim krafti að geta stjórnað öllum náttúruöflunum. Aang fer þá til liðs við systkinin Sokka og Kat- ara úr heimi vatns og saman reyna þau að koma á friði milli ríkjanna í heimin- um. En það er hægara sagt en gert og þurfa þau meðal annars að takast á við hinn illa foringja Prince Zuko úr heimi eldsins. Meðal leikara í The Last Airbender er hinn indverski Dev Patel en hann skaust upp á stjörnuhimininn fyrir hlutverk sitt í myndinni Slumdog Millionaire. Hann er núna í hlutverki hins illa Prince Zuko en það er Noah Ringer sem leikur ungu hetjuna Aang. M. Night Shyamalan hefur gert það gott í kvikmyndaheiminum með kvik- myndum eins og Sixth sense, Signs, Unbreakable og The Happening. Hann er einnig handritshöfundur The Last Airbender. Íslenskum áhorfendum gefst líka kostur á að sjá myndina í þrívídd. Náttúruöflin fjögur berjast UNG HETJA Aang getur komið á friði í stríðshrjáðum heimi í myndinni The Last Airbender. Þó svo að harðhausamyndin The Expendables verði ekki frumsýnd í Bandaríkjunum fyrr en um helg- ina þá er strax byrjað að tala um framhaldsmynd. Myndin er í leik- stjórn gömlu kempunnar Sylvest- ers Stallone en hún skartar mörg- um af helstu stjörnum síns tíma í aðalhlutverkum. Bruce Willis, Mickey Rourke og Dolph Lundgren svo nokkrir séu nefndir og Stallone sjálfur leikur eitt aðalhlutverkið. Byrjað er að undirbúa fram- haldsmyndina en aðstandendurn- ir ætla þó að bíða aðeins og sjá hvernig The Expendables vegnar í bíóhúsum næstu vikurnar. Expendables framhald? THE EXPENDABLES 2 Stallone og félagar gætu þurft að leiða saman hesta sína að nýju. FRÉTTBLAÐIÐ/GETTY ig við að Jolie nái að sameina bæði hörku spæjarans og kven- lega mýkt sem gerir karakterinn Evelyn Salt trúverðuga. Það er því spurning hvort íslenskir áhorfendur taki mynd- inni um Evevlyn Salt jafn vel. alfrun@frettabladid.is Leikarinn og Íslandsvinurinn Gerard Butler hefur tekið að sér hlutverk knattspyrnuþjálfara í nýrri mynd sem ber nafnið Slide. Myndin átti upphaflega að vera um hafnabolta en nú hafa framleiðendurnir ákveð- ið að breyta um stefnu og von- ast til að geta aukið vinsæld- ir fótbolta vestanhafs með þessari ákvörðun sinni. Butler sjálfur er einn af framleiðendum myndarinnar en eins og flestum er kunn- ugt er leikarinn frá Skotlandi þar sem fótboltinn er í mikl- um metum. Það má því ætla að Butler hafi átt stóran þátt í þessari stefnu- breytingu mynd- arinnar. Butler hefur meðal annars leikið í myndun- um eins og P.S. I love You og Law Abiding Citizen og núna síðast í myndinni Bounty Hunter þar sem hann lék aðalhlut- verkið með Jennifer Aniston. Gamanmyndin Slide fjall- ar um mann sem ákveður að þjálfa yngri flokka fótbolta- liðs til að ná aftur sambandi við son sinn. Á meðan hann kennir strákunum boltafim- ina finnst mæðrum drengj- anna þjálfarinn vera ómótstæðilegur og það tekur því meira á fyrir þjálfarann að takast á við þær en fótboltadreng- ina. Fyrirhugað er að frumsýna mynd- ina seint á næsta ári. Gerard Butler reimar á sig takkaskóna FÓTBOLTAUNNANDI Gerard Butler er búinn að taka að sér að leika knattspyrnu- þjálfara í nýrri mynd. gerir grillmat að hreinu lostæti! E N N E M M / S ÍA / N M 38 33 8

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.