Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.08.2010, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 12.08.2010, Qupperneq 62
42 12. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Verkfall Elísabetar Gunnarsdóttur og stelpnanna hennar í Kristianstad skilaði sér og vakti bæjarbúa Kristianstad sem sameinuðust á bak við liðið sitt sem er búið að standa sig mjög vel í sænsku kvennadeildinni á þessu tímabili. Verkfallinu lauk á þriðjudaginn aðeins fimm dögum fyrir fyrsta leik eftir sumarfrí sem er mikilvægur leikur á móti Tyresö á sunnudaginn en liðin eru jöfn að stigum í 5. og 7. sæti deildarinnar. „Þetta eru búnir að vera svolítið erfiðir dagar. Við sem erum í þessum fótbolta erum í þessu af ástríðu og ánægju en ekki bara fyrir einhverja peninga,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, en það var ekkert annað í stöðunni en að fara í verkfall. „Ekki eftir allt sem gekk á í fyrra þegar við vorum hérna í þrjá mánuði án þess að fá laun. Það var rosalega erfiður tími og okkur finnst stjórnin ekki hafa lagt nógu mikið á sig til að forðast þessa stöðu sem er komin upp hjá félaginu. Okkar svar var að fara í verkfall og það hefur heldur betur skilað sér,“ segir Elísabet. Bæjarbúar Kristianstad stóðu á bak við stelpurnar sínar og margir sendu félaginu peninga. „Það voru mjög mikil viðbrögð úr samfélaginu, við höfum fengið mikið af auka kostendum og mikið af fólki hefur líka komið með peninga inn í félagið. Eftir því sem ég best veit er ekki bara búið að redda þessum mánuði heldur öllu tímabilinu og jafnvel vinna upp þann mínus sem félagið var búið að safna sér upp,“ segir Elísabet en hún viðurkennir að æfingaleysið gæti háð liðinu í fyrstu leikjunum eftir frí. „Við vorum að koma úr fríi þegar þetta skellur á og svo höfum við ekki æft saman í dálítinn tíma. Það verður svolítið erfitt að púsla þessu saman en á móti kemur að þetta mun eflaust hjálpa til við að ná upp stemningu og sterkari liðsheild,“ segir Elísabet sem lítur á leikinn við Tyresö sem einn af úrslitaleikjunum um hvort Kristianstad nái að halda sér í hópi fimm ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR, ÞJÁLFARI KRISTIANSTAD: VERKFALL HENNAR OG STELPNANNA BAR ÁRANGUR Þetta eru búnir að vera svolítið erfiðir dagar Daníel Bjarnason og Melkorka Ólafsdóttir „Brjóta upp hið hefðbundna tónleikaform“ FÓTBOLTI Það er ekki á hverjum degi sem íslenskt landslið valtar yfir stórveldið Þýskaland í fótbolta. Það gerðist þó í gær þegar frábært U- 21 árs landslið Íslands rassskellti Þjóðverja í Krikanum, 4-1. Ísland er nánast öruggt í öðru sæti rið- ilsins eftir sigurinn og getur þess utan enn unnið hann. Það sást strax í upphafi að íslenska liðið ætlaði sér stóra hluti í leiknum. Strákarnir mættu geysi- lega einbeittir og grimmir til leiks og tóku ákveðið á Þjóðverjum. Á 5. mínútu leiksins áttu Íslending- ar síðan frábæra sókn. Jón Guðni sendi boltann upp í hægra horn á Gylfa Þór. Hann kom boltan- um fyrir markið þar sem Birkir Bjarnason var mættur. Hann var í vandræðum með móttökuna en gerði ákaflega vel í því að koma boltanum fyrir og spyrna honum í markið. Þjóðverjar sköpuðu sér nákvæm- lega engin færi þegar þeir sóttu enda var bæði vörn og miðja íslenska liðsins vel skipulögð og þétt fyrir. Færin í hálfleiknum voru Íslendinga sem hefðu getað skorað fleiri mörk. Leikur íslenska liðsins í fyrri hálfleik var magnaður. Varnarleik- urinn afar þéttur og góð samvinna milli varnar og miðju. Strákarnir gáfu Þjóðverjum lítinn tíma með boltann og reyndu svo nær und- antekningalaust að spila boltanum með jörðinni og gerðu það oftar en ekki afar vel. Fram á við var liðið alltaf líklegt með þá Kolbein, Gylfa Þór og Jóhann Berg afar hættu- lega. Það mátti búast við því að Þjóð- verjar myndu mæta grimmir til síðari hálfleiks og eftir rúmar þrjár mínútur í hálfleiknum kom sending á fjarstöng þar sem Kevin Grosskreutz var einn á auðum sjó og hann jafnaði leikinn. Það vantaði ekki fjörið á þessum kafla því nokkru síðar fiskaði Gylfi Þór aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Hann tók spyrnuna sjálfur og skor- aði með stórkostlegri spyrnu efst í markhornið. Aðeins mínútu síðar fékk Kolbeinn stungusendingu inn fyrir vörn Þjóðverja. Hann lyfti boltanum smekklega yfir mark- vörðinn og í netið. Tvö frábær mörk og 3-1 fyrir Ísland. Veislan var ekki búin því sex mínútum fyrir leikslok urðu Þjóð- verjum á slæm mistök. Varnarmað- ur átti slæma sendingu til baka, Alfreð Finnbogason komst á milli, lék snilldarlega á þýska markvörð- inn og skoraði í tómt markið. 4-1 sigur Íslands staðreynd og fyllilega verðskuldaður enda allt liðið að spila hreint út sagt frábær- lega. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með þessum strákum spila fótbolta í gær en ég man vart eftir því að hafa séð íslenskt landslið spila eins góðan fótbolta og þá sér- staklega þetta góðan sóknarleik. Það eru greinilega bjartari tímar fram undan í íslenskum fótbolta og miðað við frammistöðu U-21 í gær eiga ansi margir leikmenn liðsins orðið erindi í A-landsliðið nú þegar þar sem má klárlega fara að stokka betur upp hjá A-liðinu. henry@frettabladid.is Veisla á Kaplakrikavelli Íslenska U-21 árs landsliðið gerði sér lítið fyrir og pakkaði Þjóðverjum saman er liðin mættust á Kaplakrikavelli í undankeppni EM í gær. Leikur íslenska liðsins var hreint magnaður og sigurinn sanngjarn. Liðið er í góðri stöðu í riðlinum. SIGRI FAGNAÐ Strákarnir fengu góðan stuðning áhorfenda í gær og þökkuðu vel og innilega fyrir sig eftir magnaða frammistöðu. Bjarni Þór Viðarsson, Haraldur Björnsson, Jón Guðni Fjóluson og Kolbeinn Sigþórsson þakka hér fyrir sig. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI „Þetta var eins og skóla- bókardæmi og nánast of gott til að vera satt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Eyjólfur Sverrisson eftir frábæran 4-1 sigur U21 árs landsliðs Íslands gegn Þjóðverjum í gær. Liðið var gríðarlega vel skipulagt og segir Eyjólfur að hann hafi ekki lagt upp með að vinna leikinn svona stórt en spilamennskan var upp á tíu eftir skipulaginu. „Við ætluðum að pressa þá vel og koma þeim aðeins á óvart. Þeir áttu að finna fyrir því að það væri ekkert hægt að koma hingað til að leika sér. Ég er ánægður með að það tókst að skora snemma og bar- áttan í liðinu var alveg til fyrir- myndar,“ sagði Eyjólfur. Þegar þeir jafna missum við heldur ekki trúna á verk- efninu og þá var bara komið að okkur að sækja aftur. Við viss- um að þeir myndu leysa leikinn upp og við höfðum opin augu fyrir skyndi- sóknarfærum. Það gekk vel upp,“ sagði þjálfarinn. Hann vill ekki endilega meina að þetta sé besti leikur liðsins frá upphafi. „2-6 sig- urinn gegn Norð- ur-Írum úti var alveg ótrúlegur. Við hristum bara hausinn yfir því hvað gerðist þar. En núna vorum við að mæta sterk- ara liði, leikmönnum sem hafa margir mikla reynslu úr þýsku úrvalsdeildinni. Það er með ólík- indum hvað strákarnir voru öflug- ir,“ sagði Eyjólfur. „Þetta er klárlega sætasti sigur- inn, þetta er alveg frábært,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson sem átti virki- lega góðan leik í gær og skoraði meðal annars eitt mark. „Við vorum allir að spila mjög vel og áttum sigurinn svo sannarlega skilinn. Við spilum þétta vörn og viljum sækja hratt, það gekk vel úti gegn þeim og gekk líka upp núna. Við sýndum að við erum bara með betra lið,“ sagði Kolbeinn. „Karakterinn í liðinu er líka frábær og þetta er ekk- ert komið af sjálfu sér, það eru bara frábærir leikmenn í þessu liði. Við áttum fullt af færum í leiknum og hefð- um getað skor- að meira. Við klárum riðilinn gegn Tékkum og komum svo algjörlega brjál- aðir til leiks í umspilið ef við komumst þang- að. Við ætlum okkur á EM,“ sagði framherj- inn ákveðinn. - hþh Landsliðsþjálfarinn Eyjólfur Sverrisson kampakátur: Of gott til að vera satt BARÁTTA Kolbeinn í einu af fjölmörgu einvígum sem hann henti sér í. Barátta hans var aðdáunarverð. > Sveinbjörn aftur norður til Akureyrar Sveinbjörn Pétursson mun spila með Akureyri á næstu leiktíð. Hann skrifar að nýju undir samning á morgun þegar hann kemur aftur norður en Akureyri þarf að borga HK fyrir leikmanninn. Samningaviðræðurnar voru langar og strangar en Sveinbjörn var í skýjunum með að klára málið. „Ég er ánægður með þessa niðurstöðu og það verður gaman að spila aftur fyrir norðan,“ sagði Ísfirðingurinn sem er einn besti markmaður deildarinnar. Akureyringar missa bæði Hörð Flóka Ólafsson sem er hættur og að öllum líkindum Hafþór Einarsson en munu nota unga markmenn ásamt uxanum Stefáni Guðnasyni sem er byrjaður að æfa aftur á nýjan leik. Tölfræði leiksins: Skot (á mark): 9-18 (8-7) Varin skot: Haraldur 6 – Sippel 4 Horn: 4-8 Aukaspyrnur fengnar: 9-18 Rangstöður: 0-9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.