Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 4
4 13. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR Vantar í grein Ögmundar Fyrir slysni féllu niður nokkrar setn- ingar í grein Ögmundar Jónassonar, alþingismanns, sem birtist í blaðinu í gær undir fyrirsögninni: Í tilefni skrifa rithöfundar og prófessors. Á þessu er beðist velvirðingar. Greinina í réttri mynd má lesa á vísir.is. LEIÐRÉTTING DÓMSMÁL Sakborningar í máls- höfðun slitastjórnar og skila- nefndar Glitnis á hendur sjö fyrr- um eigendum og stjórnendum Glitnis fyrir dómi í Bandaríkjun- um þurfa undir lok þessa mánað- ar að mæta til New York og gefa munnlegan vitnisburð vegna frá- vísunarkröfu sinnar á málið. Farið var fram á frávísun á þeim grundvelli að bandarískir dómstólar hefðu ekki lögsögu í málinu og vegna þess óhagræðis sem það hefði í för með sér fyrir sakborningana að reka mál sitt vestra. Þetta kemur fram í máls- skjölum sem birt hafa verið á vef dómstólsins. Jón Ásgeir Jóhannesson og sex aðrir fyrrum eigendur og stjórnendur Glitnis banka eru í stefnu skilanefndarinnar krafð- ir um sem nemur 260 milljörð- um íslenskra króna fyrir að hafa staðið að meintu samsæri um að svíkja lánsfé út úr bankanum til að nota í eigin fyrirtæki. Máls- höfðunin vestra byggir á því að meint brot sjömenninganna bein- ist gegn hagsmunum bandarískra lögaðila því þar hafi farið fram skuldabréfaútboð þar sem bank- anum hafi verið aflað lánsfjár. Gert er ráð fyrir því að vitnis- burðurinn hjá hverjum og einum geti tekið tvo daga. Jón Ásgeir er boðaður til að gefa vitnisburð mánudaginn 23. ágúst næstkom- andi og svo mæta koll af kolli hvern virkan dag þar á eftir, Þorsteinn Jónsson, Jón Sigurðs- son, Lárus Welding, Pálmi Har- aldsson, Hannes Smárason og Ingibjörg Pálmadóttir, allt til 31. ágúst. Vitnaleiðslurnar fara fram á lagaskrifstofum Steptoe & Johnson í New York og hefjast allar klukkan tíu árdegis. Framlagning gagna og mót- gagna vegna frávísunarkröfu sakborninganna og annarra krafna í málinu stendur fram í október næstkomandi, en 12. þess mánaðar verður frávísunarkraf- an sjálf tekin fyrir. Í skjölum sem birt hafa verið á vef dómsins kemur fram að skila- nefndin krefur sjömenningana um ítarleg gögn. Má þar nefna gögn varðandi ferðir þeirra, búsetu, eignir, viðskipti, eignar- hald fyrirtækja og umfang fyrir- tækjareksturs í Bandaríkjunum. Þannig er krafa um gögn frá Jóni Ásgeiri í 72 liðum. Í þeim fyrsta er krafist gagna sem stað- festi hvern dag sem hann hefur dvalið í New York, í öðrum hvern dag sem hann hefur dvalið í Bandaríkjunum, og þeim þriðja gögn sem staðfesti hvern dag sem hann hefur dvalið á Íslandi frá byrjun þessa árs. Steinunn Guðbjartsdóttir, for- maður slitastjórnar Glitnis, hafði ekki kynnt sér af hverju sóst væri eftir þessum gögnum í gær. Hún á von á því að niðursaða fáist í málið öðru hvoru megin við næstu áramót. olikr@frettabladid.is Á GLITNISFUNDI Lárus Welding, fyrrum forstjóri, og Þorsteinn Jónsson, fyrrum stjórnarformaður Glitnis, á aðalfundi bankans í febrúar 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Sakborningar svara spurningum vestra Sjö fyrrum eigendur og stjórnendur Glitnis banka hafa verið boðaðir til að gefa munnlegan vitnisburð í New York í lok þessa mánaðar. Vitnisburðurinn er vegna kröfu þeirra um að máli slitastjórnar Glitnis á hendur þeim vestra verði vísað frá. ÞJÓÐKIRKJAN Starfsmanni í æsku- lýðsstarfi innan kirkjunnar var vikið úr starfi í fyrra vegna kyn- ferðisbrota gegn barni. Ekki hefur verið greint frá því hversu mörg mál hafa komið til kasta fagráðs kirkjunnar um kynferðisbrotamál á þeim tólf árum sem það hefur verið starfrækt. Sú ákvörðun verð- ur endurskoðuð að loknum sumar- leyfum, að sögn Gunnars Rúnars Matthíassonar, formanns ráðsins. Guðrún Jónsdóttir hjá Stíga- mótum skoraði í gær á fagráðið að gefa upp fjölda mála. Kirkjan þarf að tryggja að hvergi sé hylmt yfir, sagði Guðrún í samtali við Stöð 2. Guðrún Ebba Ólafsdóttir hefur óskað eftir fundi með kirkjuráði til þess að ræða hvernig kirkjan getur tekið betur á kynferðisbrot- um. Guðrún Ebba er dóttir Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups, sem var sakaður um kynferðisbrot af konum sem leitað höfðu til hans sem sóknarprests. Í bréfi sínu segir Guðrún Ebba að hún telji nauðsynlegt að kirkjan taki skýra afstöðu gegn kynferðis- ofbeldi og lýsi því yfir að það sé synd. Þá kemur þar fram að kirkjan eigi að taka virkan þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi og jafnframt að efla forvarnarstarf og tryggja að þeir sem ráðnir séu til starfa innan kirkjunnar hafi ekki gerst sekir um slíkt ofbeldi. Samkvæmt fundar- gerð kirkjuráðs á að boða Guðrúnu Ebbu á fund ráðsins í september. Femínistafélag Íslands tók undir með Guðrúnu Ebbu í gær. Segir félagið að prestar og trúarleiðtog- ar séu í valdastöðu og misnotkun á slíkri stöðu sé gríðarlega alvarleg. Þá fagnar félagið þeim skrefum sem kirkjan hefur þegar tekið til að bregðast við kynferðisofbeldi. - þeb Íhugað verður að greina frá fjölda kynferðisbrotamála sem upp hafa komið innan kirkjunnar: Starfsmanni kirkjunnar vikið úr starfi BISKUP Fagráð á vegum kirkjunnar hefur tekið á kynferðisbrotamálum sem hafa komið upp undanfarin ár en ekki hefur verið greint frá því hversu mörg þau eru. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 22° 22° 21° 25° 19° 22° 22° 24° 19° 31° 25° 36° 20° 23° 17° 24° Á MORGUN Víðast hægur vindur. SUNNUDAGUR Stíf sunnanátt allra vestast annars hægari. 20 15 15 14 14 14 15 16 16 16 6 8 8 7 5 3 2 7 4 7 812 16 20 2017 16 23 21 16 16 15 HELGARVEÐRIÐ Það dregur úr vætu til morguns en það verður yfi r- leitt úrkomulítið á morgun og bjart suðaustanlands. Á sunnudag eru horfur á vænum skammti af vætu með fremur stífri sunnanátt en þá má búast við tals- verðum hlýindum norðaustanlands. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður AFGANISTAN, AP Hundruð íbúa þorpsins Zarin Khil í austan- verðu Afganistan lokuðu þjóðvegi og hrópuðu vígorð gegn Banda- ríkjunum í gær. Þeir fullyrtu að bandarískir hermenn hefðu orðið þremur saklausum þorpsbúum að bana. Bandaríkjaher neitar þessu, en segist hafa drepið nokkra grun- aða uppreisnarmenn og tekið tali- banaforingja höndum. Mótmælin koma í beinu fram- haldi af fréttum um að mannfall meðal almennra borgara hafi aldrei verið meira síðan Vestur- lönd réðust inn í Afganistan árið 2001. - gb Þorpsbúar mótmæla: Segja saklausa hafa látið lífið BANDARÍKJUNUM MÓTMÆLT Hundruð þorpsbúa lokuðu vegi skammt frá höf- uðborginni Kabúl. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJARAMÁL Stjórn BSRB áréttar í tengslum við kjaradeildu Landsssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna að verkfallsréttur stéttarfélaga er neyðarréttur þeirra. Mikilvægt sé að hann sé virtur af öllum sem hlut eiga að máli. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn BSRB. Bandalagið tekur fram að um löglega boðaðar aðgerðir sé að ræða og öll inngrip þar í séu ólíðandi. Hvetur stjórn- in deiluaðila til að setjast aftur að samningaborði og leysa málin, það sé eina leiðin. - jab BSRB styður verkfallsrétt: Vill deiluaðila að borðinu STJÓRNMÁL Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokks og Vinstri grænna segja Jón Gnarr borgarstjóra brjóta siðareglur borgarstjórnar með því að semja við fyrirtæki um ókeypis notkun á bifreið fyrir embætti sitt. Tilkynnt var um það síðast- liðinn föstudag að Jón Gnarr hefði tekið í notkun vistvænan Ford Explorer bíl sem embætti borgarstjóra hefði verið lánaður tímabundið. Samningur um notk- un bílsins var gerður við Íslenska Nýorku, sem er í eigu nokkurra opinberra aðila og þriggja erlendra fyrirtækja. Jón Gnarr segist ekki sammála því að hann hafi brotið siðareglur borgarstjórnar og segir um að ræða saklaust og skemmtilegt verkefni sem farið hafi verið í til að vekja athygli á kostum og göll- um vistvænna ökutækja. Hann ætlar að láta skoða hvort hann hafi gerst sekur um brot. - mþl Bílamál Jóns gagnrýnd: Segja borgar- stjóra hafa brot- ið siðareglur AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 12.08.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,6701 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 119,37 119,93 186,26 187,16 153,02 153,88 20,536 20,656 19,19 19,304 16,159 16,253 1,3987 1,4069 180,67 181,75 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ HAMSKIPTIN MIÐASALA HEFST 16. ÁGÚST Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Miðasala 551 1200 leikhusid.is midi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.