Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 26
 13. ÁGÚST 2010 FÖSTUDAGUR2 ● enski boltinn lega hvernig þú ætlar að koma þér til og frá vellinum ef þú vilt losna við langa göngutúra og stress. Ekki hika við að spyrja til vegar … ekki heldur hika við að spjalla við leigu- bílstjóra um fótbolta. Þeir hafa allir sterkar skoðanir! MÆTTU TÍMANLEGA! Íslendingar eru heimsmeistarar í að mæta seint á völlinn. Í Pepsi-deild- inni er oft þriðjungur áhorfenda sestur þegar dómarinn flautar til leiks. Þetta gengur ekki alveg upp í ensku úrvalsdeildinni. Stemningin kringum vellina fyrir og eftir leik er ómissandi hluti af upplifuninni. Það fer nánast heill dagur í einn fót- boltaleik og borgar sig því að mæta sem fyrst og gefa sér góðan tíma í að rölta kringum leikvanginn, skoða minjagripabúðir og forðast það að stíga á skít frá ógnarstórum lög- regluhestum. FINNDU BARINN MEÐ STÓRU BI Áður en þú mætir til leiks er skylda að finna út á hvaða bar heitustu stuðningsmennirnir hittast fyrir leik. Forðastu eftirlíkingar, við erum að tala um barinn sem inniheldur mennina sem eru til í að deyja fyrir klúbbinn alla daga. Stuðningsmenn allra liða eiga svona heimavöll þar sem söngvar eru kyrjaðir, dansað uppi á borðum, andstæðingarnir nið- urlægðir og skálað í söngvatni. Bret- ar eru bestir í þessum flokki. KLÆDDU ÞIG UPP Til að taka virkan þátt í stemning- unni borgar sig algjörlega að fara alla leið í klæðaburðinum. Á Eng- landi er hægt að kaupa alls konar merkt þínu liði; nærbuxur, sólgler- augu, axlarbönd og fyndna hatta svo fátt eitt sé nefnt. Til að vera sem hressastur er um að gera að vera merktur þínu liði frá toppi til táar. LÆRÐU SÖNGVANA Til að vera eins virkur stuðnings- maður og mögulegt er þá er um að gera að læra helstu söngva þíns liðs áður en mætt er á völlinn. Það er hægt að finna allt með hjálp google og youtube. Sérstaklega er mikilvægt að læra níðsöngvana um erkióvini félagsins og and- stæðinga, þeir eru skemmtileg- astir. VERTU ALLTAF MEÐ MYNDAVÉL Til að minningarnar lifi sem lengst borgar sig að vera með mynda- vélina og hleypa þínum innri bol upp á yfirborðið. Þú gætir rekist á Frank Lampard í lyftu eða séð Gary Neville að borða muffins í verslunarmiðstöð og því borgar sig að vera alltaf með vélina til taks. Svo er gaman að eiga mynd af sér með lukkudýrinu, vallar- þulnum eða lögregluhesti. -egm Shimano tvíhendupakkar með 25% afsl. út ágúst Shimano er einn allra stærsti stangar framleiðandi í heiminum í dag og hafa tvíhendurnar og hjólin borið af hvað varðar gæði og hönnun. (ath. hægt er að prufa stangirnar á grasbletti við verslunina). 12,6, 13, 14, og 15 feta stangir í boði. 25% afslátturí ágúst Besta verðiðí bænum ?395 kr. Veiðiportið betri verð í 7 ár. 20 ára reynsla í fluguhnýtingum tryggir gæðin. Brasstúbur og flugur Allar helstu Túpurnar á aðeins Allar laxaflugur á 350 kr. Straumflugur á 295 kr. EKKI MÆTA SVANGUR Á VÖLLINN Bragðlaukar Breta eru af allt öðrum toga en annarra Evrópu- búa. Matarmenningin í og kring- um fótboltaleikvanga landsins er síðan sér kapituli út af fyrir sig. Þar er botninn skafinn. Mörg- um finnst kannski sjarmerandi að borða fisk og franskar upp úr dagblaðapappír, saltaðan ham- borgara sem líkist helst skósóla eða bara kjötvöru sem þú hefur aldrei séð áður og veist ekkert hvaðan kemur. Það er ekkert að því að smakka en við mælum ekki með því að fólk mæti svangt á völlinn. EKKI VERA MEÐ ÓSKYNSAMLEGAR ATHUGASEMDIR Bretinn er kaþólskari en páf- inn þegar kemur að fótboltanum segir Guðjón Þórðarson. Fótbolt- inn er heilagur fyrir mörgum og það borgar sig ekki að vera með óþarfa skot eða ögranir í garð ann- arra áhorfenda, ekki einu sinni þó það sé meint í góðlátlegu gríni. Það gæti endað illa. Fótbolti er ekki bara leikur þar sem 22 karlmenn í stuttbuxum sparka bolta sín á milli … þarna er hann trúarbrögð og líf margra og skap fer algjör- lega eftir genginu hjá þeirra liði. EKKI MÍGA Á ALMANNAFÆRI Þótt það virðist vera mikill hress- leiki og frjálsræði fyrir utan völlinn þá er þetta ekki útihátíð. Ekki gera eins og Selfyssingurinn sem ákvað að kasta af sér vatni rétt fyrir utan völlinn fyrir leik. Eina sem hann uppskar var afskipti lögreglunnar og hann jú endaði á því að missa af leiknum. Ekki mjög sniðugt. EKKI MÆTA MIÐALAUS Það er algjört lykilatriði að tryggja sér miða áður en þú ferð út … nema þú sért á leiðinni á Morecambe – Rotherham. Þetta er ekki eins og hér heima þar sem þú veifar bara þúsundkalli í hliðinu og ert mætt- ur inn. Það getur verið algjört basl að redda sér miða þegar út er komið og ef það er orðið uppselt þá er þetta bara spurning um að kaupa miða á svörtu og láta arðræna sig eða skella sér á krá rétt hjá og horfa á leikinn þar. Borgar sig líka að tryggja það að maður sitji innan um stuðnings- menn síns liðs í stúkunni! EKKI VERA ÓSKIPULAGÐUR/LÖGÐ Á leikdegi þá kollvarpast samfé- lagið kringum völlinn. Í kringum marga leikvanga er ýmsum götum og öðrum samgönguæðum lokað. Það borgar sig því að vita nákvæm- Ógleymanlegur dagur í enska boltanum Hefur þú aldrei farið til Englands á fótboltaleik? Fréttablaðið hefur tekið saman tíu punkta sem hafa ber í huga þegar farið er á leik á Englandi. Þetta er nefnilega smá ólíkt því að fara á leik í Pepsi-deildinni … rúmlega smá. Mikið stuð á pöllunum Harðir stuðningsmenn Liverpool fagna hér marki sinna manna á Old Trafford. MYND/AFP Opin kerfi er eitt fjögurra fyrir- tækja sem undirritaði á sunnudag- inn samning til þriggja ára um kost- un á útsendingum Stöðvar 2 Sport 2 á enska boltanum. Gunnar Guð- jónsson, forstjóri Opinna kerfa, sem undirritaði samninginn fyrir hönd þeirra, segir enska boltann samrýmast fyrirtækjabragnum, „enda búum við yfir sterkri liðs- heild, sem býr yfir miklum krafti og höfum verið að spila sóknar- bolta, þrátt fyrir efnahagshrun- ið. Þetta er verðmætur markhópur því þarna eru áhorfendur í hátíðar- skapi að horfa á stjörnurnar sínar.“ Gunnar segir útsendingu og mynd- vinnslu sem henni fylgir skapa fjöl- mörg tækifæri fyrir Opin kerfi og ljóst að mikill fótboltabragur verð- ur á Opnum kerfum á næstu miss- erum. „Hjá 365 er mjög fagmann- lega staðið að íþróttaútsendingum og landslið sérfræðinga í íþrótta- lýsingum er jákvæð tenging fyrir Opin kerfi sem hafa það að leiðar- ljósi sínu að bjóða upp á landslið sér- fræðinga hvað snertir upplýsinga- tækni og þarfir henni tengdar.“ Spurður um enska boltann í vetur telur Gunnar þetta verða ár Liver- pool. „Það er ljóst að kapphlaupið verður á milli fimm liða. Man Utd, Man City, Arsenal, Chelsea og svo þeirra sem munu sigra, Liverpool. Eftir nokkur mögur ár er komið að mínu liði. Með kínverska ríkið sem eiganda, Englending í brúnni og Ís- lending í miðverðinum stenst ekk- ert lið Rauða hernum snúning. Ég mun hefja hátíðina með forleik á laugardag þar sem FH verður Visa bikarmeistari og síðan tökum við þrjú örugg stig á Anfield á sunnu- dag móti Arsenal.“ Við tökum þrjú örugg stig á Anfield á sunnudaginn Gunnar Guðjónsson MYND/GVA Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Ábyrgðarmaður: Einar Skúlason Umsjónarmenn auglýsinga: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is s. 512 5471 og Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is s. 5125439 Forsíðumyndin er af Guðmundi Benediktssyni og Hjörvari Hafliðasyni ásamt hópi ungra fótboltaiðkenda í Knattspyrnuskóla Þróttar. Verslunin Jói útherji lánaði treyjur ensku liðanna fyrir myndatökuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.