Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 28
 13. ÁGÚST 2010 FÖSTUDAGUR4 ● enski boltinn Fimm heitustu félagsskiptin í sumar Við lítum á nokkra spennandi leikmenn sem höfðu félagaskipti í eða innan úrvalsdeildarinnar. David Silva, Manchester City Keyptur frá Valencia á 25 milljónir punda / 24 ára miðjumaður/vængmaður Kom ekki mikið við sögu hjá Spánverj- um á heimsmeistaramótinu í sumar. Er að fara að leika í fyrsta sinn utan Spán- ar en hann var orðaður við fjölmörg stórlið í sumar, þar á meðal Chelsea, Manchester United og Barcelona. Pen- ingavél City vann þá samkeppni. Javier Hernandez, Manchester United Keyptur frá Guadalajara á óuppgefna upphæð / 22 ára sóknarmaður „Chicharito“ er fyrsti Mexíkóinn til að spila fyrir Manchester United. Njósnarar félagsins hafa fylgst með þessum ógnarhraða leikmanni um nokkurt skeið. Það var ákveðið að drífa í að ganga frá kaupum á honum fyrir HM. Það var eins gott því hann lék virkilega vel á mótinu og verðmiðinn hefði hækkað verulega. Yaya Toure, Manchester City Keyptur frá Barcelona á 24 milljónir punda / 27 ára miðjumaður Fílabeinsstrendingurinn er mætt- ur til City eftir þrjú ár í herbúðum Barcelona. Þessi sterki varnarsinn- aði miðjumaður hittir þar fyrir eldri bróður sinn, Kolo Toure. Hjá City gera menn gríðarlegar væntingar til Yaya og borga honum laun eftir því. Joe Cole, Liverpool Fenginn til Liverpool frá Chelsea á frjálsri sölu / 28 ára vængmaður/ sókndjarfur miðjumaður Cole fór öfuga leið miðað við Yossi Benayoun og ákvað að ganga til liðs við Liverpool á frjálsri sölu. Cole á 56 landsleiki að baki fyrir England og eru flestir á því að Liverpool hafi sýnt klókindi með því að fá hann. Steven Gerrard segir Cole vera betri en Lionel Messi en svo langt göng- um við ekki. Marouane Chamakh, Arsenal Fenginn til Arsenal frá Bordeaux á frjálsri sölu / 26 ára sóknarmaður Chamakh er fæddur og uppalinn í Frakklandi en leikur þó fyrir landslið Marokkó. Hann vann deild og bikar með Bordaux áður en hann samþykkti tilboð Arsenal. Skor- aði sitt fyrsta mark í búningi Arsenal í æfingaleik gegn AC Milan. Verslunarkeðjan 10-11 hefur verið samstarfsaðili við 365 um enska boltann síðustu fjögur árin og ákvað að endurnýja samninginn í vikunni til næstu þriggja ára. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri 10-11, segir ástæðuna fyrir samstarfinu vera gríðarlegan áhuga viðskiptavina á enska boltanum: „Alla mánuði ársins sem enski boltinn rúllar býður 10-11 viðskipta- vinum sínum upp á leik sem gengur út á að kaupa einhverja vöru og þá eiga menn þess kost að vinna sér inn miða fyrir 2 á leik í enska boltanum. Flug- miðar fyrir 2 fylgja einnig með í kaupunum þannig að vinningurinn er veglegur. Þessir leikir hafa verið gríðarlega vinsælir hjá okkur og eru í kringum 10.000 manns sem taka þátt í hverjum mánuði.“ Sig- urður minnti á að verslanir 10-11 eru 23 talsins og eru opnar allan sólarhringinn. Svangir fótboltaunn- endur geta því nálgast allt sem þeir þurfa með boltan- um þegar þeim hentar. Spurður um knattspyrnuvetur- inn sagðist Sigurður sannfærður um velgengni Man. United: „Ég er klár á því að Man. United muni koma sterkir inn í ár og endurheimta titilinn. Það mun vekja athygli að Chelsea mun missa sjálfstraustið og enda í fjórða sæti deildarinnar í lok tímabils. Annars mun deildin verða betri en nokkru sinni og allir skemmta sér hið besta yfir enska boltanum í vetur.“ Verður betri en nokkru sinni Sigurður Reynaldsson Aðrir sem ber að gefa gaum: Ben Foster – Til Birmingham frá Man Utd Mame Biram Diouf – Til Blackburn frá Man Utd (lán) Jermaine Beckford – Til Everton frá Leeds Yossi Benayon – Til Chelsea frá Liverpool Milan Jovanovic – Til Liverpool frá Standard Liege Sol Campbell – Til Newcastle frá Arsenal Dan Gosling – Til Man City frá Everton Jerome Boateng – Til Man City frá Hamborg Pablo Ibanez – Til WBA frá Atletico Madrid Pablo Barrera – Til West Ham frá Pumas Antolin Alcaraz – Til Wigan frá Club Brugge Mauro Boselli – Til Wigan frá Estudiantes www.joiutherji.is Ármúla 36– 108 Reykjavík s. 588 1560
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.