Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 13. ágúst 2010 27 Næsta plata rapparans Kanye West gæti innihaldið samstarf með hljómsveitinni Bon Iver. Samkvæmt vefmiðlinum Stereo- gum.com sendi West flugvél á eftir Justin Vernon, forsprakka Bon Iver, sem flaug með hann til Havaí, þar sem West tekur upp plötuna. Í sama miðli er greint frá því að West hafi lýst yfir áhuga á að nota vel þekkt Bon Iver-lag í einu af lögum sínum. Plata Wests er væntanleg í nóvember og hefur hlotið vinnu- titilinn Good Ass Job. West fer ávallt sínar leiðir og segir í nýlegu viðtali að hann sé undir áhrif- um Radio- head og níu tommu naglans Trents Rez- nor. Kanye West og Bon Iver Í SÓLINNI Kanye West tekur nú upp plötu í sólinni á Havaí. Múgsefjun hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist Þórðargleði. Þetta er annað lagið sem heyrist af væntanlegri plötu hljómsveit- arinnar sem kemur út næsta vetur. Af þessu tilefni heldur Múgsefjun í stutta tónleikaferð. Sveitin spilar á tónlistarhátíðinni Gærunni á Sauðárkróki í kvöld og svo verður hún á Gamla bauk á Húsavík annað kvöld. Ferðinni lýkur með tónleikum á Faktorý í Reykjavík í næstu viku. Þar koma Nóra og Nista einnig fram. Tónleikarnir um helgina verða þeir fyrstu hjá Múgsefjun eftir vel heppnaða tónleikaferð til Þýskalands og Danmerkur í vor. Múgsefjun í tónleikaferð MÚGSEFJUN Hljómsveitin Múgsefjun er á leiðinni í stutt tónleikaferðalag. Tónlist ★★★ Er einhver að hlusta? Nóra Gott byrjendaverk Er einhver að hlusta? er fyrsta plata Reykja- víkursveitarinnar Nóru sem var stofnuð fyrir nokkrum árum, en fór að láta að sér kveða með tónleikahaldi árið 2008. Nóra er fimm manna popphljómsveit sem er leidd af systkinunum Auði og Agli Viðarsbörnum. Þau syngja, en að auki spilar Auður á hljómborð og Egill á gítar. Aðrir meðlimir eru bassaleikarinn Hrafn, trommuleikarinn Bragi og Frank sem spilar á ýmis hljóðfæri. Tólf frumsamin lög með íslenskum textum eru á plötunni. Tónlistin er indípopp og það hefur verið töluvert lagt í bæði lagasmíðarnar sjálfar og útsetningarnar. Mörg laganna eru flott upp byggð, t.d. með innspili og stig- mögnun. Það setur líka svip á plötuna að það er bæði kvenrödd og karlrödd í framlínunni. Stundum syngja systkinin saman, stundum hvort í sínu lagi. Þá setja aukahljóðfæri; strengir og blásturshljóðfæri, svip á nokkur laganna. Er einhver að hlusta er býsna gott byrjendaverk. Lögin eru svolítið missterk, en sveitin er hiklaust efnileg og sýnir á köflum fína takta, t.d. í upp- hafslaginu Apóteles, smellinum Sjónskekkju og í lögunum Hæðir og Opin fyrir morði. Vonandi eru nógu margir að hlusta svo við fáum aðra plötu frá Nóru. Ég er sannfærður um að hún verður enn þá betri. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Metnaðarfullar lagasmíðar og útsetningar setja svip á þetta fína byrjendaverk. „Ég held að þessar myndir séu algjörlega málið. Það er fínt að enda bíósumarið með þeim,“ segir Tómas Valgeirsson hjá síðunni Kvikmynd- ir.is. Hún stendur fyrir tveimur power- miðnætursýningum í Laugarásbíói í kvöld og annað kvöld. Fyrst verð- ur sýnd Scott Pilgrim vs The World, sem er byggð á myndasögunum um Scott Pilgrim, og kvöldið eftir harð- hausamyndin The Expendables með Sylvester Stallone, Jet Li, Bruce Willis, Mickey Rourke og Jason Statham í helstu hlutverkum. Báðar myndirnar verða frum- sýndar hérlendis síðar í mánuðinum. Tómas vonast til að áhuginn fyrir mið- nætursýningum hér á landi muni aukast með þessum sýning- um. „Það er óneitan- lega ákveðin stemning á slíkum sýningum. Okkur finnst skrítið að þetta hafi ekki verið gert oftar því við höfum nánast alltaf náð að fylla salinn þegar við höfum haft sýningar á þessum tíma,“ segir hann. Tómas bætir við að allar þær myndir sem Kvikmyndir.is hefur forsýnt hafi komist á lista bíósíðunn- ar Imdb.com yfir 250 bestu myndir allra tíma. Þar má nefna Inglori- ous Basterds, Inception, District 9 og Kick-Ass. „Við erum alltaf með ákveðnar gæðakröfur sem við reynum að halda í. Það skiptir mjög miklu máli fyrir okkur.“ - fb Vill endurvekja miðnæturbíó TÓMAS VALGEIRSSON Tómas vonast til að áhug- inn fyrir miðnætursýning- um eigi eftir að aukast hér á landi. POWER-MIÐNÆTURSÝNING Sylvester Stallone, Bruce Willis og Mickey Rourke leika í The Expendables. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.