Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 50
30 13. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Stjörnustælar hörundssára framherjans ná hámarki Stærsta knattspyrnustjarna Íslandssögunnar, Eiður Smári Guðjohnsen, sannaði endanlega í vikunni hversu hörundssár hann er með því að neita að tala við íslenska fjölmiðla í aðdraganda leiks Íslands og Liechtenstein sem og eftir leikinn. Eiður hefur iðulega tekið gagnrýni íslenskra fjölmiðla illa. Skiptir engu þó sú gagnrýni hafi verið af afar skornum skammti í gegnum tíðina og ekkert í líkingu við það sem gerist erlendis. Það er því erfitt að lesa annað út úr stöðunni en það megi ekki gagnrýna hann. Þá fari hann í fýlu. Það er sérstakt í ljósi þess að líklega enginn íslenskur íþróttamaður hefur fengið skrifaðar eins margar lofgreinar um sjálfan sig og Eiður. Ég velti því síðan fyrir mér hvort þetta fjölmiðlabann sé aumkunarverð tilraun til þess að kúga íslenska fjölmiðla til þess að sleikja hann upp. Ef svo er þá mun það ekki virka. Eiði, líkt og öðrum, verður hampað þegar tilefni er til og að sama skapi verður hann gagnrýndur er hann þykir ekki standa sig. Það er eðli íþróttaumfjöllunar. Eiður Smári er ekki hafinn yfir gagnrýni frekar en aðrir. Staðreyndir málsins eru þær að hann átti skelfilega lélegan síðasta vetur. Hrökklaðist markalaus með skottið á milli lappanna f r á M o n a c o eftir arfaslaka frammistöðu til þess eins að taka sæti á bekknum hjá Tottenham. Þar átti hann fáa spretti og skoraði aðeins tvö mörk allt tímabilið. Hvað landsliðið snert- ir átti hann enga gull- leiki í þeim leikjum sem hentaði honum að spila. Það var því hægt að skrifa fátt jákvætt um hann síðasta vetur. Með þessu fjölmiðlabanni gerir Eiður lítið annað en að valda sínum fjölmörgu aðdáendum á Íslandi vonbrigðum. Krakkarnir sem líta upp til hans, og greiða sig inn á leiki til að sjá hann spila, vilja lesa um skoðanir hans og framtíðarplön. Hann hefur greinilega lítinn áhuga á að sinna þessu fólki og kýs frekar að vera í fýlu þar sem honum finnst greinilega að íslenskir fjölmiðlamenn séu svo vondir við sig. Þetta er ekkert annað en leiðinlegir stjörnustælar. UTAN VALLAR Henry Birgir Gunnarsson segir sína skoðun > Jón Guðni farinn til PSV Framarinn og U-21 árs landsliðsmaðurinn Jón Guðni Fjóluson fór í gær til Hollands til þess að skoða aðstæð- ur hjá hollenska stórliðinu PSV Eindhoven næstu daga. Félagið er sagt hafa mikinn áhuga á þessum fjölhæfa leikmanni sem átti algjöran stórleik í vörn Íslands gegn Þýskalandi á miðvikudag. Hann hefur einnig leikið einkar vel með Frömurum og þá skiptir engu máli hvaða stöðu hann er látinn spila. FÓTBOLTI Íslenska ungmennalands- liðið spilaði einn besta leik sem íslenskt landslið hefur spilað und- anfarin ár gegn Þjóðverjum á mið- vikudag. Spilamennska liðsins í 4-1 sigrinum á Þjóðverjum var frábær, sama hvernig á hana er litið. Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðsins, hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig hann vill að liðið spili. Leikaðferð hans gekk fullkomlega upp og endurspeglar hvað býr í lið- inu. „Strákarnir eru meðvitaðir um hvað þarf til að ná árangri. Það er með liðsheildinni. Ef það næst eiga einstaklingarnir möguleika á að blómstra, eins og strákarn- ir hafa gert hver á sinn hátt. Mér finnst mikilvægt að hver og einn nýti styrk sinn fyrir liðið. Þannig eru allir mikilvægir liðinu, sama hvað þeir heita og sama með hvaða liði þeir spila. Strákarn- ir eru samheldnir í þessu, það er enginn merkilegri en annar. Það er engin spurning að þetta er eitt- hvað sem þeir þurfa að læra ef menn ætla að ná árangri,“ segir Eyjólfur. Þjálfarinn segist velja í leik- mannahópinn og byrjunarliðið eftir því hvernig hann vill spila. „Mín hugmynd er að neyða and- stæðinginn til að spila inn á miðj- una og vera þéttir fyrir þar. Á miðjunni viljum við vinna bolt- ann og vera tilbúnir í að spila góðar skyndisóknir eftir fyrir- fram ákveðnum leiðum. Ég vildi búa til gott lið sem væri með það á hreinu hvernig góðar skyndisókn- ir eru spilaðar. Við viljum spila skemmtilegan og góðan fótbolta,“ segir Eyjólfur og er ljóst að vel hefur tekist til. „Íslensk landslið hafa oft verið þekkt fyrir að liggja í vörn og treysta á föst leikatriði til að skora. Við viljum frekar sækja hratt og vera ákveðnir og grimmir fram á við,“ segir þjálfarinn sem hefur einnig unnið mikið í sjálfstrausti liðsins. „Ég sagði við strákana á sínum tíma að þeir væru betri en þeir héldu. Þeir verða að hafa trú á sinni getu, ef þeir hafa hana ekki hefur hana enginn. Þú skapar þinn veg sjálfur þó svo að aðrir geti hjálpað þér við það,“ sagði þjálf- arinn. „Ég leyfi mönnum að taka ákvarðanir inni á vellinum og ég krefst þess að þeir standi og falli með þeim. Mér er alveg sama þó að menn geri mistök einu sinni og einu sinni, það kemur fyrir hjá öllum, líka þeim bestu á HM. En hvernig menn bregðast við mis- tökunum skiptir mig máli, ég vil að menn haldi áfram og hengi ekki haus, menn verða bara að halda áfram.“ Árangur liðsins undir stjórn Eyj- ólfs hefur verið góður. Liðið tapaði gegn Tékkum í fyrsta leik riðilsins en hefur ekki tapað leik síðan. Það gerði jafntefli við Þjóðverja úti og vann Norður-Íra og San Marínó tvisvar. „Árangurinn kemur mér ekki endilega á óvart, en hann er samt framar öllum björtustu vonum. Við fengum lítinn undir- búning fyrir leikinn gegn Tékk- um og þá vorum við ekki búnir að stilla liðið saman. Þar keppti allt annað lið en við vorum fljótir að finna réttu blönduna. Eftirleikur- inn var auðveldur,“ segir Eyjólf- ur. Hann stýrði liðinu einnig í und- ankeppni EM árin 2004 og 2005. Þar náði liðið ágætum árangri og vann meðal annars Svía og Búlg- ara tvisvar. Það lenti í fjórða sæti riðilsins sem Krótar, þá með mann eins og Luka Modric innanborðs, unnu. Eyjólfur tók svo við A-landsliði Íslands en það gekk ekki vel. Hann stýrði liðinu í tvö ár og þá aðeins í fjórtán leikjum. Undir hans stjórn vann Ísland tvo leiki, gerði fjög- ur jafntefli og tapaði átta leikjum, sem gerir 29 prósent árangur. „Tíminn með A-landsliðinu var mjög erfiður tími fyrir mig. Það var margt sem gekk ekki upp þar. Margir hlutir voru heftandi fyrir allt liðið og allan undirbúning. Það var í raun aldrei friður í starfinu, þetta var erfitt alveg frá byrjun. En við reyndum bara að kyngja því en þetta gekk ekki upp,“ segir Eyjólfur. Hann segist ekki hafa verið smeykur við að taka aftur við ung- mennalandsliðinu eftir tímann með A-liðinu. „Alls ekki. Ég hef næga vitneskju um alþjóðlegan bolta og þekki þetta alveg,“ segir þjálfarinn sem hefur ekki leitt hugann að því hvort hann hefði áhuga á að taka við A-landsliðinu aftur. „Það hefur ekki einu sinni hvarflað að mér. Mér líður mjög vel núna sem þjálf- ari og finnst þetta mjög gaman. Ég er að reyna að gefa eitthvað af mér til strákanna og finnst það ganga vel,“ segir Eyjólfur Sverrisson. hjalti@frettabladid.is Strákarnir eru betri en þeir halda Eftir erfiða tíma með A-landsliðinu hefur Eyjólfur Sverrisson náð frábærum árangri með ungmennalands- liði Íslands. Hugmyndir þjálfarans um spilamennsku liðsins endurspegluðust í stórsigrinum á Þjóðverjum. ÁNÆGÐUR Eyjólfur brosir hér í leiknum gegn Þjóðverjum, og hafði ríka ástæðu til. Spilamennska liðsins í 4-1 sigrinum var frábær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Eyjólfur og landsliðin: U21-liðið 2004-2005 í undank. EM: 10 leikir: Fjórir sigrar, eitt jafntefli, fimm töp. A-liðið 2006-2007 í undankeppni EM: 14 leikir: Tveir sigrar, fjögur jafntefli, átta töp. U21-liðið 2009-2010 í undank. EM: 7 leikir: Fimm sigrar, eitt jafntefli, eitt tap. Hinn lunkni hornamaður Fram, Stefán Baldvin Stefánsson, verður væntanlega ekkert með Frömurum í vetur eftir að hafa slitið hásin á æfingu í vikunni. „Ég var að taka af stað og þá var eins og það væri sparkað aftan í mig þó svo það væri enginn nálægt. Þetta var sárt en ég gerði mér strax grein fyrir því hvað hefði gerst. Hef séð svona gerast og veit hvernig það lýsir sér,“ sagði Stefán Baldvin svekktur. „Það er talað um að sinin sjálf jafni sig á hálfu ári. Þá á ég eftir að komast í form og styrkja sinina. Það er því frekar hæpið að ég nái að spila eitthvað í vetur,“ sagði Stefán en þetta er mikið áfall fyrir Framara enda missti liðið annan vinstri hornamann á dögunum er Guðjón Finnur Drengsson ákvað að ganga í raðir Selfoss. Það verður seint sagt að lukkan leiki við Stefán Baldvin í hand- boltanum því á síðasta vetri skaddaðist hann mjög illa á auga er hann fékk putta í augað. Hann hefur síðan þurft að leika með hlífðargleraugu. „Ég er með 20 prósent sjón á auganu og það lagast líklega ekki meira,“ sagði Stefán en hann ætlar ekki að hætta í boltanum þó mótlætið sé mikið. „Þegar ég hætti þá mun ég hætta á eigin forsendum. Ég hef ekki áhuga á því að enda ferilinn svona,“ sagði hinn 28 ára gamli Stefán sem þvertekur fyrir að vera orðinn óheppnasti handboltamaður landsins og hafi þar með tekið við kyndlin- um af hinum seinheppna Stjörnumanni, Vilhjálmi Halldórs- syni. „Ég á nokkuð í land með að ná honum. Hef ekki enn dottið ofan af þaki og ökklabrotnað í píptesti,“ sagði Stefán léttur en hann segist vera mjög jákvæður þrátt fyrir allt mótlætið. FRAMARINN STEFÁN BALDVIN STEFÁNSSON: MEIDDIST AFTUR MJÖG ALVARLEGA OG VERÐUR LENGI FRÁ Er ekki óheppnasti handboltamaður landsins HANDBOLTI Íslenska U18 ára lands- liðið í handbolta tapaði fyrir Sló- venum í fyrsta leik sínum á HM í gær. Lokatölur voru 34-31 en staðan í hálfleik var 15-15. Akur- eyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason var besti maður leiks- ins en hann skoraði sex mörk og Sveinn Sveinsson var marka- hæstur með sjö mörk. Geir Guð- mundsson skoraði fimm og Víg- lundur Þórsson fjögur. Ísland mætir Sviss í dag. - hþh U18 ára liðið á HM: Tap í fyrsta leik FÓTBOLTI Landsliði Liechtenstein hefur gengið vel í leikjum gegn Íslandi undanfarin þrjú ár og tölfræði landsliðs Liechtenstein síðustu árin segir að liðinu gangi tíu sinnum betur á móti íslenska landsliðinu heldur en á móti öðrum knattspyrnuþjóðum. Ísland og Liechtenstein hafa mæst fjórum sinnum frá og með árinu 2007. Hvor þjóð hefur unnið einn leik og tvisvar hafa liðin gert jafntefli. Markatalan er 5-4 Liechtenstein í vil. Liechtenstein hefur spilað 21 landsleik á móti öðrum þjóðum en Íslandi á þessum tíma, 19 þeirra hafa tapast og liðið hefur náð í tvö jafntefli á móti Aserba- ídjan og Finnlandi. Sigurhlutfall- ið í þeim leikjum er aðeins fimm prósent á móti fimmtíu prósent sigurhlutfalli á móti Íslandi. - óój Landslið Liechtenstein: Tíu sinni betri á móti Íslandi MARK RÚRIKS EKKI NÓG Rúrik Gíslason í baráttunni í fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Víkingar unnu botnlið Njarðvíkur 1-2 í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Liðið er þar með komið aftur á toppinn og hefur eins stigs forystu á Leikni sem á leik til góða. Daníel Hjalta- son kom Víkingi yfir en Saka Mboma jafnaði. Sigurður Egill Lárusson skoraði svo sigurmark- ið í seinni hálfleik. Þá vann Fjölnir 1-0 sigur á Gróttu á heimavelli með sjálfs- marki Seltirninga. - hþh 1. deild karla í knattspyrnu: Víkingar komust aftur á toppinn LEIFUR Tók þrjú stig á Njarðtaksvelli í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.