Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 10
10 14. ágúst 2010 LAUGARDAGUR SAMFÉLAGSMÁL Þúsund kosningabærir Íslend- ingar úr öllum landshlutum og úr öllum aldurs- hópum verða kvaddir til að sitja þjóðfund fyrstu helgina í nóvember. Á þjóðfundinum geta þátttakendur haft áhrif á fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskránni. „Við skulum vona að nú takist það sem ekki hefur tekist áður frá stofnun lýðveldisins,“ sagði Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórn- laganefndar, á fundi með fjölmiðlafólki í Þjóð- menningarhúsinu í gær. „Þetta er mjög spennandi tækifæri, og augu heimsins hvíla á okkur enda spennandi að sjá hvort þessi tilraun sem Ísland er að gera geng- ur upp,“ sagði Guðrún. Stjórnlaganefnd hefur það hlutverk að undir- búa breytingar á stjórnarskránni. Nefndin undirbýr þjóðfundinn í nóvember og vinnur svo úr þeim hugmyndum sem þar koma, sem og aðsendum erindum sem nefndinni berast. Það sem út úr þeirri vinnu kemur verður haft til hliðsjónar á stjórnlagaþingi, sem kemur saman í febrúar á næsta ári. Nefndin á auk þess að leggja efnislegar tillögur um breytingar á stjórnarskrá fyrir stjórnlaga- þingið. Þeir eitt þúsund Íslendingar sem kvaddir verða til að sitja þjóðfundinn munu fá bréf frá nefndinni um næstu mánaðamót. Þeir verða valdir með handahófsaðferð úr stjórnarskrá, en skipt jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir landshlutum og aldri. Guðrún sagði að um eitt þúsund manns eigi lögum samkvæmt að sitja fundinn. Treysti einhverjir þeirra sem valdir verði til verks- ins sér ekki til fundarins verði nýtt fólk valið í þeirra stað. Kostnaður þjóðfundargesta verð- ur greiddur af ríkinu. „Þessi aðferð við að leggja drög að stjórn- ar skrá er einstæð í öllum heiminum,“ sagði Skúli Magnússon, sem sæti á í stjórnlaga- nefnd. Hann sagði að á þjóðfundinum muni þverskurður af þjóðinni fá tækifæri til að tjá sínar áherslur í nýrri stjórnskipan í landinu. Meðal þess sem þjóðfundurinn gæti tekið afstöðu til er hvort nauðsynlegt sé að vinna nýja stjórnarskrá frá grunni, eða hvort breyta eigi og bæta núverandi stjórnarskrá, sagði Aðalheiður Ámundadóttir, sem sæti á í stjórnlaganefndinni. „Eitt af því sem getur verið vandamál við stjórnarskrána, þótt hún hafi í sjálfu sér reynst ágætlega sem slík […] er að hún er ekki vel læsileg eða skiljanleg borgurunum í landinu,“ sagði Björg Thorarensen, einn nefndarmanna. Hún segir líklegt að þjóð- fundurinn geri þá kröfu að stjórnarskráin verði læsileg og skiljanleg almenningi. brjann@frettabladid.is Þúsund Íslendingar kvaddir á þjóðfund um stjórnarskrá Mikilvægt skref í endurskoðun stjórnarskrárinnar verður stigið á þjóðfundi í nóvember. Augu heimsins hvíla á Íslandi vegna þessarar tilraunar, segir Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar. ÞJÓÐFUNDUR Stjórnlaganefnd kynnti undirbúning þjóðfundar í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Í nefndinni sitja, auk annarra, (frá vinstri): Aðalheiður Ámundadóttir, Njörður P. Njarðvík, Guðrún Pétursdóttir, Björg Thorarensen og Skúli Magnússon. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BJÖRGUN Þyrla Landhelgisgæsl- unnar, TF-LIF, fór í óvenju langt sjúkraflug eftir veikum sjómanni um borð í spænskum togara suð- vestur af Reykjanesi seint í fyrra- kvöld og var flugvél frá Mýflugi send með þyrlunni til öryggis. Þegar komið var að togaranum eftir langt flug í sterkum mótvindi komu upp tungumálaörðugleik- ar og spænski skipstjórinn hafði aðrar hugmyndir um vinnnubrögð við björgunina en áhöfn þyrlunnar. Það var ekki fyrr en stýrimað- ur þyrlunnar hótaði að snúa við, að skipstjórinn gafst upp og þyrlu- áhöfnin tók stjórnina og náði sjó- manninum um borð. Lent var með hann í Reykjavík um tvö leytið í nótt, en hann mun ekki vera í lífs- hættu. Flogið var rúmlega 500 sjó- mílur og tók leiðangurinn fimm klukkustundir. Þyrla Landhelgisgæslunnar: Fór 500 sjómílur eftir sjómanni UMKOMULAUS Í PAKISTAN Þessi litli drengur býr nú í flóttamannabúðum í Pakistan eftir að flæddi yfir heimili hans. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.