Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 12
12 14. ágúst 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 S taða Gylfa Magnússonar viðskipta- og efnahagsráðherra er býsna erfið eftir það sem komið hefur fram undanfarna daga um svör hans á Alþingi um gengistryggð lán. Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður spurði ráð- herrann á Alþingi 1. júlí í fyrra; hvort hann teldi að lögmæti lána, sem væru í raun „hrein krónulán en með erlendu viðmiði“ væri hafið yfir allan vafa og vísaði til laga um vexti og verðbætur. Gylfi svaraði um „lán í erlendri mynt“ – sem var ekki það sem þingmað- urinn spurði um – og svaraði því til að lögfræðingar í viðskiptaráðu- neytinu og annars staðar í stjórn- sýslunni hefðu vitaskuld skoðað málið og niðurstaða þeirra væri að lánin væru lögmæt. Nú hefur komið skýrt fram að lögfræðingur viðskiptaráðu- neytisins skrifaði í minnisblaði til ráðherrans 9. júní í fyrra að lögin tækju af skarið um að verð- trygging á lánum í íslenzkum krónum væri aðeins heimil ef grund- völlur verðtryggingarinnar væri vísitala neyzluverðs. Þetta kom ekki fram í svari ráðherrans. Aukinheldur hefur komið fram að á þeim tíma, er ráðherrann svaraði Ragnheiði, hafði ráðuneytið í höndum tvö önnur lögfræðiálit, annað frá Lögmannsstofunni Lex og hitt frá Seðlabankanum, þar sem komizt var að sömu niðurstöðu; að gengistrygging krónulána væri ólögmæt. Þetta var svo staðfest í Hæstarétti í sumar. Eftir að misræmið í svörum ráðherra komst í hámæli, hefur fylgt röð af afsökunum, þar sem reynt er að skella skuldinni á embættis- menn Seðlabanka eða ráðuneytisins að hafa ekki upplýst hann um stöðu mála. Það eru ekki sannfærandi skýringar, enda hafa viðkom- andi hrakið þær eina af annarri. Ráðherra ber skylda til að vera upplýstur um mikilvæg mál í ráðuneyti sínu. Hann ber ábyrgð á stjórnsýslu þess og getur ekki kennt embættismönnum um. Undanhald ráðherrans er farið að minna óþægilega mikið á svipuð mál, sem komið hafa upp á undanförnum áratugum, þar sem ráð- herrar hafa komið sér í vandræði en forðazt í lengstu lög að viður- kenna ábyrgð sína á mistökum með því að segja af sér. Núverandi ríkisstjórn starfar meðal annars undir merkjum nýrrar, opinnar og siðvæddrar stjórnsýslu þótt fáir merki reynd- ar mikinn mun á henni og fyrri ríkisstjórnum í því efni. Þó hefur forsætisráðherra gefið út yfirlýsingar um að stjórnsýslan þurfi að draga lærdóma af rannsóknarskýrslu Alþingis og fékk sérstakan starfshóp til að gera tillögur um hvaða úrbætur þyrfti að gera í framhaldi af skýrslunni. Hópurinn lagði meðal annars til að sett yrðu lög um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra. Formaður starfshópsins, Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, hefur lýst því yfir að Gylfi Magnússon hafi afvegaleitt Alþingi. Utanþingsráðherrarnir tveir í ríkisstjórninni hafa staðið sig vel og ánægja almennings með störf þeirra hefur verið meiri en með störf atvinnustjórnmálamannanna á ráðherrastólum. Þeir hafa unnið fag- lega að málum og kannski haft það fram yfir atvinnu pólitíkusana að þurfa ekki að hafa nagandi áhyggjur af því hvort þeir haldi ráð- herrastólnum eða verði endurkjörnir á þing. Einmitt til að undirstrika að hann er ekki af sama sauðahúsi og pólitíkusarnir sem í gegnum tíðina hafa ríghaldið í völdin þrátt fyrir að hafa gert mistök – og til að gefa öðrum fordæmi – á Gylfi Magnússon nú að viðurkenna mistök sín og yfirgefa ráðherrastólinn með sæmilegri reisn. SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Á undanförnum áratugum hafa flestar ríkisstjórnir rætt breytingar á stjórn-arráðinu. Við stjórnar- myndanir hefur ekki unnist tími til lagabreytinga af því tagi. Þegar komið hefur fram á kjörtímabilið hefur ekki verið unnt að hrófla við umsömdum valdahlutföllum. Skipulag stjórnarráðsins er því að mestu óbreytt frá því stjórnar- ráðslögin voru sett fyrir fjörutíu árum. Þá voru ráðherrarnir sjö en eru tólf nú. Ástæðan fyrir fjölgun- inni er ekki flóknari eða meiri við- fangsefni. Fjölgunin hefur fyrst og fremst orðið vegna þess að úthlutun ráðherrastóla er auðveld- asta leiðin fyrir flokksformenn að kaupa sér stuðning í þing- flokkum. Allir stjórn- málaflokkar hafa þurft að lúta þessu lög- máli. Núverandi ríkisstjórn fór af stað með tólf ráðherra en lofaði að fækka þeim í níu. Forsætisráðherra hefur kynnt frumvarp þar að lútandi. Um það er djúpstæður ágreiningur í ríkis- stjórninni. Hann snýst ekki um skipulag stjórnarráðsins heldur innbyrðis valdahlutföll, einkan- lega í VG. Vinstri armur VG hefur opinber- lega lýst því að andstaða hans snúist fyrst og fremst um að verja völd sín í þeim tilgangi að vinna gegn þeirri ákvörðun Alþingis að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálf- stæðisflokkurinn styður vinstri arm VG í þessari tvíþættu baráttu. Af þessu má ráða að málefna- leg sjónarmið um sjálft skipulag stjórnarráðsins víkja þegar flokk- arnir taka afstöðu til málsins eins og oft áður. Með öllu er því óvíst hversu langt stjórnin kemst með málið. Moðsuða er líklegasta nið- urstaðan. Nýskipan stjórnarráðsins Frumvarp forsætisráðherra er of metnaðarlítið. Tvenns konar ástæður mæla með mun róttækari breytingum. Annars vegar er skipulagið úrelt og hins vegar er þörf á einföldun og hagræðingu í æðstu stjórn ríkisins um leið og stjórnkerfið allt er skor- ið niður og endurskipulagt vegna efnahagsþrenginganna. Forsætisráðherra getur fækk- að ráðherrum án þess að breyta lögum. Ef raunverulegur vilji væri fyrir hendi gætu stjórnarflokkarn- ir sammælst um slíka breytingu og þyrftu ekki að bíða lagabreytinga. Leiðtogarnir leggja hins vegar ekki í breytingar með þeim hætti. Ástæðan er fyrst og fremst sú að hann myndi valda óróa í stuðn- ingsliðinu. Fyrir er það ekki heilt í stuðningi við stjórnina og því ólík- legt að frekari áhætta verði tekin. Stjórnin þolir einfaldlega illa meiri ýfingar í eigin röðum. Málefnaleg rök standa til að fækka ráðherrum í sjö og ráðu- neytum að sama skapi. Sá fjöldi er í nokkru samræmi við stærð sam- félagsins. Það myndi líka gera ríkis- stjórnina sem heild að raunveru- legu áhrifavaldi á nýjan leik. Þverstæðan er sú að fjölgun ráð- herra hefur þjappað saman pólit- ísku valdi í stjórnarráðinu. Eftir að ráðherrum var fjölgað í tólf hefur það í raun og veru safnast saman á hendur tveggja eða í mesta lagi fjögurra ráðherra. Þannig hafa að minnsta kosti átta ráðherrar í síðustu ríkisstjórnum verið nær því að vera embættis- menn eða blaðafulltrúar. Sumir þeirra hafa vissulega unnið ágætis verk sem slíkir. Um leið hafa þeir á hinn bóginn verið lýsandi dæmi um úr sér vaxið skipulag. Þó að þessi staða sýnist hafa styrkt leiðtoga ríkisstjórnarflokka hefur hún í reynd veikt stjórnar- farið. Þörf á róttækum breytingum Vel má hugsa sér að nálg-ast þetta viðfangsefni með öðrum hætti en rík-isstjórnin áformar. Til þess þarf öflugan stjórnarmeiri- hluta. Hann er á hinn bóginn ekki í sjónmáli á Alþingi. Bollalegging- ar í þá veru kunna því að vera til- gangsrýrar. Rök hníga til þess að gera breytingar á stjórnarskránni til að styrkja stöðu minnihlutans á Alþingi í þeim tilgangi að gera eftirlits- og aðhaldshlutverk hans virkara. Að sama skapi er eðlilegt að handhafar framkvæmdarvalds- ins hafi frjálsari hendur en nú er til að ákveða skipulag stjórnarráðsins án of þröngra lagafyrirmæla þó að ákveðin festa í þeim efnum sé nauð- synleg. Þetta mætti gera með því að takmarka fjölda ráðherra í stjórnar- skrá. Þannig mætti ákveða að þeir skyldu ekki vera færri en fjórir og ekki fleiri en sjö. Forsætisráðherra fengi síðan innan ákveðinna marka heimildir til að ákveða fjölda ráðu- neyta og verkaskiptingu þeirra með stjórnvaldsákvörðun. Aðlögun að slíkri nýskipan mætti hefja strax með einhliða ákvörðun forsætisráðherra um fækkun ráð- herra í sjö. Tímabundið myndu þá fimm ráðherrar gegna tveimur ráðuneytum eins og áður var. Breyt- ingar af þessu tagi eru líklegar til að styrkja ríkisstjórnina og gera hana í heild hæfari til að fara með það pólitíska forystuhlutverk sem henni er ætlað. Eins og sakir standa endurspegl- ar veik ríkisstjórn veikt Alþingi. Breytingaáformin svífa í pólitísku þyngdarleysi eins og flest annað. Tilraun forsætisráðherra miðar í rétta átt. Gallinn er sá að hún geng- ur of skammt og er að auki líkleg til að lenda í útideyfu. Önnur nálgun ÞORSTEINN PÁLSSON 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 *VILDARÁSKRIFENDUR FÁ ALLT AÐ 30% AFSLÁTT AF TRYG GÐU ÞÉR ÁSKR IFT Í SÍMA 512 51 00 EÐA Á S TOD2.I S Tryggðu þér áskrift og fáðu besta sætið á 380 leiki í Enska boltanum í vetur VEISLAN ER HAFIN VERÐ FRÁ AÐEINS 140 KR. Á DAG* Undanhald viðskiptaráðherra er ósannfærandi. Af sama sauðahúsi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.