Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 16
16 14. ágúst 2010 LAUGARDAGUR Í íslensku samfélagi er hópur við-mælenda sem klingir í eins og sauðabjöllum við hverja hreyfingu þegar eitthvað fréttnæmt ber við. Þá gildir einu hvort nokkurt vit er í því sem þeir segja. Þó um sé að ræða nokkuð augljós öfugmæli er þeim skilmerkilega komið á fram- færi. Einn slíkra viðmælenda er Vil- hjálmur Egilsson sem er meðal forystumanna í samtökum íslenskra kapítalista. Í hádegis- fréttum 2. ágúst var fjallað um andstöðu hér á landi við fjárfest- ingu Magma Energy í íslenskum orkuauðlindum og þann árang- ur þeirrar andstöðu að fyrir- tækið hygðist fresta eða jafnvel hætta við fjárfestinguna. And- staða almennings gegn þessari fjárfestingu er svo yfirgnæfandi að stjórnvöld hafa séð sig knúin til að taka tillit til hennar og láta kanna málið frekar. Þá stendur ekki á því að klingi í bjöllu Vil- hjálms sem líkir vinnubrögðum stjórnarinnar við ástandið í svo- kölluðum bananalýðveldum. Áróður og veruleiki En hvað er það sem einkennir þau ríki sem oft eru í niðrandi tón nefnd bananalýðveldi? Það er ekki andstaða við fjárfestingar alþjóðlegra auðhringa í auðlindum og öðrum mikilvægum greinum þessara landa. Þvert á móti ein- kennir það svokölluð bananalýð- veldi að erlent auðmagn á greiða leið til fjárfestinga í hverju sem er og fer smám saman að stjórna öllu samfélaginu. Lýðræði er fótum troðið og almenn örbirgð verður útbreidd. Eru þetta ekki einmitt einkenni sem í vaxandi mæli setja mark sitt á íslenskt samfélag en andspyrna almennings spornar heldur við? Fjármagnsinnflutningur þýðir nefnilega ekki að fé eða önnur verðmæti séu flutt inn í landið heldur að hagnaður er fluttur úr landinu. Þannig þurrkast fljótt upp eigið fé og möguleikar sam- félagsins til að þróast á eigin for- sendum. Það er svo notað til að greiða fyrir enn frekari einka- væðingu og erlendri fjárfestingu og vítahringurinn heldur áfram. Hlutverk AGS Með markaðsvæðingu og einka- væðingu á samfélagslega mikil- vægum sviðum í efnahagslífinu er svo búin til svikamylla þar sem kapítalistarnir geta fleytt rjóm- ann og hirt gróðann þar sem hann er að finna en tapinu er velt yfir á almenning, ýmist beint eða gegn- um ríkissjóð. Þetta hefur íslenska þjóðin upplifað beisklega gegnum fjármálakerfið og lífeyriskerfið og víðar. Frekari einkavæðing er í deiglunni bæði í auðlindum þjóðarinnar, heilbrigðiskerfinu og víðar. Þó að það sé til veru- legs óhagræðis og kostnaðar- auka geta nokkrir kapítalistar klipið sér nokkurn gróða á kostn- að almennings. Helsta verkefni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi er að tryggja að þetta nái fram að ganga. Nauðsynleg stefnubreyting Til að koma í veg fyrir að Ísland verði gert að dæmigerðu ban- analýðveldi er því mikilvægt að þjóðin snúi vörn í sókn og berjist fyrir eflingu lýðræðis og lýðræð- islegum og félagslegum yfirráð- um yfir eigin auðlindum og efna- hag. Þjóðin verður að losa sig undan járnhæl Alþjóða gjaldeyr- issjóðsins og standa vörð um og efla innviði samfélagsins á félags- legum grunni án tillits til meintra kröfuhafa og þess hvernig klingir í bjöllusauðum auðvaldsins. Bananar og bjöllusauðir Þann 10. febrúar sl. breytti Fjár-málaeftirlitið framkvæmd við mat á hæfi stjórnarmanna í fjár- málastofnunum. Eins og fram kemur á vef FME er tilgangurinn að stuðla að bættu og hertu eftirliti með því að hæfisskilyrði um stjórn- armenn séu uppfyllt og ekki síður að tryggja að stjórnarmenn séu vel meðvitaðir um hvaða þekkingar er krafist og hvað felst í ábyrgð sem fylgir stjórnarstörfum. Eins kemur fram að eftir áföll þau er urðu á fjár- málamörkuðum haustið 2008 vökn- uðu margar spurningar er vörðuðu hæfi stjórnenda, unnar voru skýrsl- ur um málið. Kemur í ljós að lög og reglur voru ekki megin vandamálið, heldur þekking og viðhorf þeirra er sátu við stjórnvölinn. Þegar hefur verið staðfest, að þrír af stærstu lífeyrissjóðunum, Gildi, LSR og LV, hafa afskrifað 86 milljarða og þar af hefur Lífeyris- sjóður verslunarmanna afskrifað 26 milljarða, skert lífeyrisgreiðsl- ur um 10% til sjóðsfélaga og hávær- ar raddir eru um að hækka lífeyris- aldur upp í 68 ár. Fjármálaeftirlitið hefur staðfest, að þeir stjórnarmenn sem sátu í stjórn Lífeyrissjóðs verslunar- manna fyrir þann tíma, skulu ekki sæta sérstakri skoðun þrátt fyrir breytt mat á hæfi stjórnarmanna. Forstöðumaður eignastýringar Líf- eyrissjóðs verslunarmanna, Guð- mundur Þórhallsson, var gerður að framkvæmdastjóra sjóðsins þrátt fyrir að bera ábyrgð á fjárfesting- um þeim sem nú hafa verið afskrif- aðar og til að gera vel, var gerður 7 ára ráðningarsamningur. Varafor- maður stjórnar sjóðsins, Ragnar Önundarson, sem var framkvæmda- stjóri Kreditkorta þegar kredit- kortafyrirtækjunum Greiðslumiðl- un sem nú er Valitor, Kreditkort sem nú er Borgun og Fjölgreiðslu- miðlun, var gert að greiða 735 millj- ónir fyrir samkeppnisbrot. Kr. 735.000.000.- sem fyrirtæki og allir korthafar hafa greitt með þjónustu- gjöldum og kostnaði sem fyrirtæk- in rukka okkur um. Stefanía Magn- úsdóttir sem einnig á sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna var formaður rannsóknarnefndar sem skipuð var vegna meints misbrests á meðferð á fjármunum VR sem hlupu á tugum milljóna. Rannsókn- arnefndin lauk störfum með þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar en allar regl- ur hertar til muna um meðferð á fjármunum félagsins. Þær reglur voru aldrei gerðar. Helgi Magnús- son, formaður Samtaka iðnaðarins, sem nú gegnir stjórnarformennsku stjórnar L.V., á sæti í um 20 stjórn- um stærri sem minni fyrirtækja, spyr maður sig hvort ekki skapist hagsmunaárekstrar? Við Guðrún Jóhanna og Ragnar Þór Ingólfsson sem sitjum í stjórn VR höfum unnið ötullega að mörg- um málum er varða félagsmenn VR. Þar á meðal höfum við lagt fram, á fundum stjórnar VR sem og á aðalfundi Lífeyrissjóðs verslunar- manna í sumar, tillögu er snýr að því að stjórnendur lífeyrissjóðsins myndu undirgangast strangasta hæfismat Fjármálaeftirlitsins sem nú gildir. Stjórnarformaður sjóðsins, Helgi Magnússon, barðist fyrir að tillagan yrði felld og þannig fór. Sömu sögu er að segja frá fundi stjórnar VR. Þar barðist formaður VR, Kristinn Örn Jóhannesson, fyrir því að til- lagan yrði felld, þannig fór. Hvað veldur því að á sama tíma og okkur almenningi er sagt fullum fetum að unnið sé að enduruppbyggingu á breyttum forsendum að lítið sem ekkert breytist? Hvað veldur því að Fjármálaeftirlitið framkvæmi ekki hæfismat á öllum stjórnarmönn- um lífeyrissjóðanna á Íslandi eftir breyttu fyrirkomulagi, þegar vitað er að helsta vandamálið er þekking og viðhorf stjórnarmanna? Hvað veldur því að eigendur peninganna sem í lífeyrissjóðunum eru geta ekki treyst á Fjármálaeftirlitið? Hæfi núverandi stjórnarmanna Líf- eyrissjóðs verslunarmanna eykur ekki traust á íslensku samfélagi. Er stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna hæf? Samkvæmt tilskipun hins opin-bera á undirritaður að verða ánauðugur framfærandi þess sem skammstafað er RUV. Var gott og blessað en er ekki lengur gott og blessað. Þetta RUV sem m.a. sendir út fyrir sjónvarp hefur tekið óíslenska ákvörðun um að verða miðstöð myndbandaleiga í ódýrari partinum en hætta með það sem Íslendingum hefur þótt vænst um af íslensku myndefni; Spaugstofan og leikir handbolta- hetjanna. Niðurlæging, niðurlæging, nið- urlæging. Hver sem vill getur leigt sér myndspólur úti í sölu- turni með álíka myndefni amer- ísku, ómerkilegu, og hið OHF RUV ætlar nú að pína fólk til að horfa á sér til óþurftar og tíma- þjófs. Hefur stjórn RUV ekki skilið skyldur sínar sem birt- ar eru í landslögum um áhersl- ur á íslenskt efni í sjónvarpi? Hefur stjórn RUV ekki skilið að ekki er boðlegt Íslendingum klukkustundum saman að horfa á útlenska soraslyddu og heiladeyfu frá myndverum sem gera út á for- heimskan og myndgræðgi þeirra er hafa sent heila sína í frímín- útur? Er menntamálaráðuneytið dautt. Er menntamálaráðherrann dáinn? Hér með í ljósi mannréttinda og rétti frá átroðslu innantóms myndefnis óskar undirritað- ur eftir að fá nafn sitt afmáð af nafnalista framfæranda RUV. Bless RÚV Þjóðmál Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður og formaður Rauðs vettvangs Ríkisútvarpið Snorri S. Konráðsson framkvæmdastjóri Kemur í ljós að lög og reglur voru ekki megin vandamálið, heldur þekking og viðhorf þeirra er sátu við stjórnvölinn. Lífeyrissjóðir Bjarki Steingrímsson stjórnarmaður og fyrrum varaformaður VR FJÖREGG Kl. 13.00 Gilligill og Diskóeyja Kl. 14.00 Jazzhátíð Reykjavíkur Memfismafían leikur fyrir börnin ásamt gestum Memfismafían stígur á stokk og leikur valin lög eftir Baggalútinn Braga Valdimar Skúlason – af hljómplötunni Gilligill, ásamt efni af væntanlegri barnaplötu, sem nefnist Diskóeyja. Með í för verða Magga Stína, Sigtryggur Baldursson, Sigurður Guðmundsson – að ógleymdum sjálfum Prófessornum. Samnorrænt stuð og sjóðheitt diskó fyrir alla fjölskylduna. Óskar Guðjóns og Matthías Hemstock ásamt fleiri jazzgeggjurum, kynna spennandi tilraun fyrir alla fjölskylduna. Spilaðu á hljóðfæri á nýjan og spennandi máta. Ekki er verra að þekkja söngvana úr Kardimommubænum. Tilraunalandið og Gróðurkaffihúsið opið Ókeypis aðgangur Velkomin í Norræna húsið Norræna húsið | Sturlugötu 5 | 101 Reykjavík | Sími 551 7030 | www.nordice.is á morgun 15. ágúst Fjölskyldutónleikar í Norræna húsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.