Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 26
26 14. ágúst 2010 LAUGARDAGUR Á ður en ég veiktist og fór í meðferð átti ég það gjarnan til að æsa mig yfir smá- vægilegum hlutum, en það geri ég ekki lengur. Mér líður einfaldlega mun betur þegar ég er rólegur, við- horf mitt til lífsins hefur breyst töluvert, og það hjálpar líka mjög mikið til í íþróttunum. Bæði júdó og brasilískt jiu jitsu ganga mikið út á stóíska ró og einbeitingu. Það þýðir til dæmis ekkert að hlusta á brjálaða þungarokkstónlist til að gíra sig upp. Þá verður maður bara reiður og það er alls ekki rétti andinn fyrir þessar íþrótt- ir,“ segir Axel Kristinsson, 21 árs verkfræðinemi, sem einnig er þrefaldur Íslandsmeistari í sínum þyngdarflokki í júdó og Íslands- meistari í brasilísku jiu jitsu. Auk þess vann Axel til silfurverðlauna á Gracie Invitational, einu stærsta móti Evrópu í brasilísku jiu jitsu, í London í maí síðastliðnum. En þrátt fyrir öll afrekin á íþróttasviðinu háði Axel sinn stærsta bardaga við krabba- mein, þegar hann greindist með Hodgkins eitlafrumukrabba- mein á fjórða stigi í júní 2008, einungis tveimur dögum eftir að hann útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Við tók ströng lyfjameðferð sem lauk rúmlega sjö mánuðum síðar, í jan- úar 2009, og í dag er Axel ein- kennalaus af krabbameininu. Sex dögum eftir að meðferðinni lauk hóf hann að æfa brasilískt jiu jitsu í Mjölni við Mýrargötu og nokkr- um mánuðum síðar var hann orð- inn Íslandsmeistari í íþróttinni. Alltaf hrifist af eðlisfræði Axel er borinn og barnfæddur Selt- irningur og segist hvergi kunna betur við sig en á Nesinu. Í sumar starfar hann hjá Tæknideild Sel- tjarnarnesbæjar, við verkefni sem tengjast BS-náminu í umhverfis- og byggingarverkfræði, og telur sjálfan sig afar lánsaman að hafa landað slíkri sumarvinnu. „Stærðfræði og eðlisfræði hafa alltaf heillað mig og ég hef áhuga á því að sérhæfa mig í bygginga- verkfræði þegar fram í sækir. Svo er aldrei að vita nema ég taki húsa- smíðina með, því ég hef rosalega gaman af því að smíða. Ég skrifa þann áhuga að miklu leyti á pabba minn, sem er afar handlaginn og getur gert við nánast hvað sem er þótt hann sé ekki lærður í þeim fræðum. Starfið á tæknideildinni er mjög krefjandi og skemmtilegt. Ég fæ að takast á við erfið verk- efni sem samræmast náminu mjög vel,“ segir Axel. Slagsmálahundar endast ekki Afreksmaðurinn hóf að æfa júdó ellefu ára gamall og hugur hans stóð aldrei til neins annars en bar- dagaíþrótta. „Hjá mér gildir það sama í vinnu, íþróttum og raun- ar flestu öðru. Ég hrífst af flestu sem þarfnast mikillar hugsunar, mikillar tækni. Þegar ég glími við þá bestu ganga hlutirnir minnst út á að vera sterkir og tuska hvern annan til fram og til baka. Við erum sífellt að pæla og íhuga næsta leik niður í kjölinn. Ég kann mjög vel við að glíma við krefjandi verkefni, setja mig í stellingar og einbeita mér.“ Axel segist lítið hafa leitt hug- ann að brasilsísku jiu jitsu fyrr en Þráinn Kolbeinsson, góður vinur hans, mælti með íþróttinni, en þá hafði Þráinn æft af kappi í Mjölni um hríð. „Fyrst í stað var ég ekk- ert hrifinn af hugmyndinni, hélt að lítið væri varið í gólfglímuíþrótt af þessu tagi og vildi einbeita mér að júdóinu. Það sem breytti þeirri skoðun minni var þegar Þráinn mætti á júdóæfingu og hreinlega pakkaði öllum saman. Þá hugsaði ég með mér að kannski væri þetta ekki svo vitlaust, byrjaði að æfa strax eftir meðferðina og smitað- ist gjörsamlega,“ segir Axel. Hann telur júdó og brasilískt jiu jitsu eiga einkar vel saman. Æfing- ar og ýmsar aðferðir nýtist vel í báðum greinum, enda bregði marg- ir á það ráð að blanda þessu tvennu saman með góðum árangri. „Það hefur líka hjálpað mér mjög mikið að æfa í Mjölni því þar eru allir svo hjálpsamir. For- maðurinn, Jón Viðar Arnþórsson, er frábær og bardagaíþróttamað- urinn Gunnar Nelson hefur verið mér mikil fyrirmynd. Ég veit að margir halda að Mjölnir sé bara eitthvert slagsmálafélag, en sú er alls ekki raunin. Það kemur fyrir að við fáum slagsmálahunda á æfingar sem vilja bara læra að berja fólk, en staðreyndin er sú að þessir menn síast bara úr því þeim er pakkað saman. Þeir höndla þetta ekki og hætta strax,“ segir Axel. Hné niður á útskriftardaginn Eins og áður sagði greindist Axel með Hodgkins eitlafrumukrabba- mein tveimur dögum eftir útskrift- ina úr MR. Þá hafði hann verið mjög slappur í nokkra mánuði en kenndi stressi vegna stúdentspróf- anna um, enda segir hann töluvert mikið álag vera á þeim sem þreyta lokapróf í gamla Lærða skólan- um. „Þetta ágerðist eftir því sem leið á vorið. Ég var alltaf þreytt- ur, vaknaði oft í svitabaði á næt- urnar, léttist mikið og leið almennt illa. Ég slapp í gegnum stúdents- prófin en hefði alveg mátt fá betri einkunnir. Eiginlega hefði ég þurft að fá læknisvottorð eftir á,“ segir Axel og hlær. Það var svo á sjálfan útskrift- ardaginn sem Axel sannfærðist um að eitthvað alvarlegt væri að. „Þegar allir gestirnir höfðu yfir- gefið veisluna fór ég strax að sofa, enda orðinn mjög veikur og dauð- þreyttur. Svo vaknaði ég fljótlega aftur, rölti fram og þá leið yfir mig. Svo greindist ég með krabba- mein tveimur dögum síðar.“ Í ljós kom að krabbamein í eitl- um hafði dreift sér í lungu, beggja vegna þindar og hluta lifrarinn- ar og horfur á bata því ekki mjög góðar fyrst í stað, að sögn Axels. ABVD-lyfjameðferðin sem hann gekkst umsvifalaust undir lýsir sér á þann hátt að fjórum lyfjum er sprautað í sjúklinginn á tveggja vikna fresti, en meðferðin tók alls rúmlega sjö mánuði í tilviki Axels. Hann segir meðferðina hafa verið nokkuð erfiða, þótt til séu bæði enn erfiðari og auðveldari meðferðir. „Þessi lyf sem mér voru gefin eru eitur og mér leið alveg í sam- ræmi við það. Vinur minn vann við að keyra svona efni fram og til baka á spítala og hann sagði mér frá umstanginu sem skap- ast þegar lyfin hellast á gólfið. Þá þurfa menn að fara úr fötunum, beint í sturtu, girða svæðið af og þar fram eftir götunum. Þessu var verið að sprauta inn í líkamann á mér,“ segir Axel. „Ég fékk kannski viku til að jafna mig aðeins en var svo kippt aftur niður reglulega með lyfjunum. Undir lokin var þetta orðið þannig að nokkrum dögum áður en ég fór í meðferð- ina byrjaði ég að kasta upp, því líkaminn vissi hvað var að fara að gerast. Þetta var erfitt, en ekki síður andlega en líkamlega. Það er engum ætlað að þola svona með- ferð lengi,“ bætir hann við. Fékk stuðning víða Þrátt fyrir meðferðina og þá van- líðan sem henni fylgdi megnaði Axel að æfa íþrótt sína nokkuð vel meðan á veikindunum stóð, auk þess að hefja hið krefjandi nám sitt í verkfræði. Hann segir stuðning frá vinum og vanda- mönnum hafa skipt mestu máli í þeim efnum. „Þráinn vinur minn og fleiri hjálpuðu mér mjög mikið, svo ekki sé minnst á fjölskylduna og fleiri. Þessi andlegi stuðningur, að hafa einhvern til að gera hluti með sér og hlusta á vælið í manni endrum og eins, er afar mikilvæg- ur. Ég tók reyndar þann pól í hæð- ina að leyfa sjálfum mér aldrei að velta mér upp úr veikindun- um. Tvisvar sinnum á meðferðar- tímanum var ég verulega hrædd- ur, en að öðru leyti reyndi ég að hugsa sem minnst um þetta. Auð- vitað var þetta líka óraunverulegt, svona eftir á að hyggja. Ég gerði mér ekki almennilega grein fyrir því sem var að gerast.“ Hlakkar til að vinna með börnun- um Axel er spenntur fyrir vetrinum, því í september hefjast í fyrsta sinn jiu jitsu-tímar fyrir börn í Mjölni. Axel sér um þjálfun í tím- unum og getur vart beðið eftir að sökkva sér ofan í verkefnið. „Aðferðin sem við byggjum á kallast Play as the way og byggir á því að krakkarnir læra nauðsyn- lega tækni í gegnum leiki. Æfing- arnar geta líka af sér mikinn sjálfs- aga, sem er hið besta mál,“ segir Axel, en foreldrar hans eru báðir dagforeldrar og því hefur hann alist upp við að heimilið sé fullt af börnum stóran hluta dagsins. „Það eru alltaf krakkar í kring- um mig, þannig að þetta verður ekkert vandamál,“ segir Axel að lokum. Vann glímuna við krabbamein Axel Kristinsson, Íslandsmeistari í júdó og brasilísku jiu jitsu, hné niður sama dag og hann útskrifaðist úr MR og greindist með eitlafrumukrabbamein tveimur dögum síðar. Meðan á erfiðri lyfjameðferð stóð æfði hann íþrótt sína af kappi og hóf einnig há- skólanám í verkfræði. Kjartan Guðmundsson ræddi við afreksmanninn um bardagana, sigrana og breytt lífsviðhorf. BARDAGAMENN Axel glímir hér við Þráin Kolbeinsson vin sinn, en það var einmitt Þráinn sem kynnti Axel fyrir brasilísku jiu jitsu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VINNUR MEÐ BÖRNUM Axel hlakkar mikið til að kenna börnum og unglingum jiu jitsu í Mjölni í vetur. Foreldrar hans starfa sem dagforeldrar og því er hann vanur því að hafa mörg börn í kringum sig. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þetta var erfitt, en ekki síður andlega en líkamlega. Það er engum ætlað að þola svona meðferð lengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.