Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 28
28 14. ágúst 2010 LAUGARDAGUR Skírð til starfans Það vekur undrun og kátínu að hitta fyrir fólk sem hefur starf og áhugamál sem rímar við skírnarnöfn þeirra, en jafnvíst að þar kom hænan á undan egginu; eins og nafnið á undan starfsvali. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir rakst á vörð, hafmey, jökul, ösp og geit. Ég lenti í þessu starfi fyrir einskæra tilviljun, en vissu-lega var sagt í atvinnuviðtalinu að mér mundi teljast til tekna að heita jafn viðeigandi nafni. Þá hafa margir spurt hvort ég hafi þurft að taka upp Asparnafnið þegar ég tók við starfinu, en svo var nú ekki,“ segir Esther Ösp Gunnarsdóttir, kynningarfulltrúi Skógræktar ríkisins, sem gegnir starfi sínu frá skógi vöxnum Egilsstöðum. „Þótt ég sé alin upp við sjóinn á Fáskrúðsfirði sleit ég barnsskónum líka í skóglendi því foreldrar mínir áttu sumarbústað skammt frá Hallormsstaðaskógi. Vorið eftir að ég fæddist var ösp gróðursett mér til heiðurs í garðinum heima og varð mitt tré, og síðan hefur verið fylgst með henni vaxa í takt við mig. Reyndar var hún fljót að fara fram úr mér, en þessi ösp hefur síðan verið mér hjartfólgin,“ segir Esther Ösp sem var skírð fyrra nafninu í höfuðið á ömmu sinni. „Foreldrar mínir eru jafnréttissinnaðir og settust niður hvort í sínu lagi til að skrifa niður nöfn sem þeim þóttu falleg sem millinafn. Ösp var í fyrsta sæti hjá þeim báðum og auðvitað valið. Ég hef því alltaf borið nafnið með stolti og finnst gaman hve fólk er klókt að sjá út tenginguna við starfið sem ég á endanum valdi.“ ÖSPIN MÍN HEIMA HJARTFÓLGIN LAUFUM SKREYTT SKÓGARDÍS Esther Ösp Gunnarsdóttir, kynning- arfulltrúi Skógræktar ríkisins, kann að klæða sig í réttum starfsanda, eins og sjá má á iðjagrænu hárskrauti hennar. MYND/ÚR EINKASAFNI Mér líður alltaf eins og persónu í Andrésblaði og nafn-ið hefur verið brandari hjá vinahópnum í tíu ár,“ segir sunddrottningin Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sem synti til sigurs á fyrsta Íslandsmótinu í sjósundi í fyrra- sumar. „Öllum þykir bráðsniðugt að Hafdís sæki í sjóinn, enda nota ég hvert tækifæri til að synda í söltum sjó og er orðið hluti af minni upplifun af landinu að henda mér í sjóinn hér og hvar,“ segir Hafdís, en nafnið merki gyðja hafsins. Þess ber að geta að Hafdís er fædd undir stjörnumerki vatnsberans, sem enn eykur á tengsl við hafið. „Það er svo líka partur af gríninu, fyrir lengra komna. Útlendingum finnst nafnið stórkostlega fyndið og þegar ég segi þeim hvað það þýðir halda þeir að ég hafi tekið það upp í tengslum við sundíþróttina. Þeir hvá því þegar ég segi það þýða „ocean fairy“ en ég læt þá samt alltaf bögglast í gegn- um Hafdísi því mér dettur ekki í hug að gefa hugmyndinni um sviðsnafn undir fótinn. Það er líka svo væmið þannig, en engin væmni sem finnst í Hafdísi Hafsteinsdóttur.“ HLEGIÐ AÐ GYÐJU HAFSINS HAFIÐ KALLAR Á HAFDÍSI Hafdís Hafsteinsdóttir segir sjósund virka eins og hversdagslegt nirvana, eða algleymisástand, því frelsið og andrenalínkikkið sé einstakt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég fæ að heyra þetta oft á dag og tek því ekki illa þótt fólk hafi orð á þessari tilviljun, en slæ því stundum upp í grín að ég hafi verið alin upp frá blautu barnsbeini til að vinna hér í Heiðrúnu,“ segir Heiðrún Gunnarsdóttir, starfsmaður í Heiðrúnu, vínbúð ÁTVR á Stuðlahálsi, en þar hefur hún unnið í tæpt ár við ómælda gleði viðskiptavina þegar þeir hafa rekið augun í nafn hennar við vínkaupin. Áður starfaði hún í vínbúðum ÁTVR á Eiðistorgi og í Kringlunni. „Áður en hingað kom var ég iðulega spurð hvers vegna ég ynni ekki frekar í Heiðrúnu, en nú reka við- skiptavinir upp stór augu þegar krakkarnir á kassanum í Heiðrúnu kalla: „Heiðrún, geturðu komið aðeins!“ og spyr í undrun: „Ha? Nú? Er Heiðrún sjálf við?“ Marg- ir halda því að ég sé hér potturinn og pannan í öllu og margir spyrja hvort búðin hafi verið nefnd í hausinn á mér,“ segir Heiðrún hláturmild og bætir við að við- skiptavinur hafi frætt sig á því að vínbúðinni hafi verið valin þessi nafngift vegna geitarinnar Heiðrúnar sem mjólkaði miði fyrir þingheim til forna, en nafnið sé útpælt af stjórnendum ÁTVR, enda séu höfuðstöðvar fyrirtækisins á sama stað. „Mér finnst bara plús ef bros kvikna í hvunn- dags amstri fólks og hlæ oft með sjálfri mér þegar úr verður smávegis misskilningur í síma og fólk spyr hvort þetta sé í Heiðrúnu. „Já, svara ég. „Og hver er þetta?“ „Þetta er Heiðrún,“ svara ég. „Já, en við hvern er ég að tala?!“ NÚ, ER HEIÐRÚN SJÁLF VIÐ? HEIÐRÚN Í HEIÐRÚNU Senn hyllir undir að Heiðrún Gunnarsdóttir ljúki vaktinni í vínbúðinni Heiðrúnu en þar hefur hún undanfarið ár leyst af starfssystur sína í fæðingarorlofi. Hún segir marga vilja sjá hana starfa áfram í Heiðrúnu, enda viðeigandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þetta er alvöru nafn þótt margir haldi að ég heiti því ekki í raun heldur hafi tekið það upp sem sviðsnafn eins og hver annar strippari,“ segir fjallaleiðsögumað- urinn Jökull Bergmann, sem um var sagt, ungan og stefnandi til fjalla, að framtíðin hafi verið ráðin með nafngiftinni. „Ég er ættaður frá Klængshóli í Skíðadal á Trölla- skaga þaðan sem horft er beint á Gljúfrárjökul. Móðir mín hefur alltaf verið heilluð af þessum jökli og gaf mér því nafnið Jökull, en Bergmann kemur úr fjölskyld- unni, þótt það vísi einnig fyrir tilviljun á fjöll og nátt- úru,“ segir Jökull sem ólst upp við útivist og fjallaferðir með móður sinni og gekk ungur í björgunarsveitir eins og títt er um ástríðufulla fjallamenn. „Þar kviknaði fyrir alvöru áhugi á erfiðari fjalla- mennsku og ég fór að eyða miklum tíma í Ölpunum, ekki síst í bænum Chamonix við rætur Mont Blanc sem er kallaður vagga fjallamenningarinnar. Þar sá ég kappa sem störfuðu sem fjallaleiðsögumenn, fann löngun til að feta í þeirra spor og lagði til þess stund á tíu ára krefj- andi nám í Klettafjöllum Kanada,“ segir Jökull sem er eini Íslendingurinn með alþjóðlega fagmenntun fjalla- leiðsögumanna að baki, en það þýðir að einn Íslendinga hefur hann starfsleyfi í Ölpunum þar sem leyfislausir menn eru sektaðir um 50 þúsund evrur og fá þriggja ára fangelsi séu þeir gripnir við að leiðsegja fólki á fjöllum. „Nafn mitt er gulls ígildi við markaðssetningu. Allar erlendar ferðaskrifstofur sem selja ferðir mínar gera rosalega mikið úr þessu og þýða nafnið á hin ýmsu tungumál. Fyrir útlendinga er nafnið því óskaplega sérstakt og menn gera mikið úr þessu þegar þeir hitta mig, þótt þeim sé nánast ómögulegt bera nafnið fram, eins og kom berlega í ljós þegar Eyjafjallajökull gaus,“ segir Jökull og hlær þar sem hann stendur á toppi Mont Blanc. „Ég er sannarlega í draumastarfinu á draumastað og með rétta nafnið til starfans. Nafnið er hins vegar til- viljun á meðan hitt eru engar tilviljanir heldur aðeins spurning um að lifa sinn draum sem er eitthvað sem allir ættu að reyna að gera, sama hvaða nafni þeir heita.“ FRAMTÍÐIN RÁÐIN MEÐ NAFNINU Á JÖKUL MEÐ JÖKLI Jökull Bergmann er með fjöll í blóðinu því áar hans hafa alltaf gengið á fjöll sér til skemmtunar og heilsubótar. Hann segir nafn sitt hafa jákvæð áhrif á starf hans, þótt fæstir getir sagt það lýtalaust á hæstu tindum heims. MYND/GUÐMUNDUR TÓMASSON:©WWW.GTOMASSON.COM Nafnið hefur verið mér góður förunautur og það hefur oft verið gaman, enda hef ég verið alls konar vörð- ur,“ segir Vörður Leví Traustason, forstöðumaður Hvíta- sunnukirkjunnar Fíladelfíu, sem einnig er meistari í bif- vélavirkjun og hámenntaður lögreglumaður sem starfaði við lögregluembættið á Akureyri á árunum 1979 til 1992. „Um tíma leysti ég af sem fangavörður og þá skemmtu lögfræðingar fyrir sunnan sér við að spyrja: „Vitið þið hvað fangavörðurinn á Akureyri heitir?“ Sem fangavörður þurfti ég einnig að fara eftir nýlenduvörum fyrir fangels- ið í KEA og kvittaði undir kaupin. Þá kom Kristinn gamli á horninu með bunka af nótum upp á lögreglustöð og var ægilega óhress með þennan nýja fangavörð sem skrifaði ekki nafn sitt undir, heldur bara „vörður“,“ segir Vörður og skellir upp úr við minninguna. „Í skóla var mér auðvitað strítt en gaf ekki höggstað á mér þannig að krakkarnir hættu að segja mér að vera dyravörður. Þegar ég byrjaði í löggunni fyrir norðan hafði enginn nýr komið í nokkurn tíma, svo þeir spurðu mig: „Hver ert þú?“ „Ég er Vörður,“ svaraði ég. „Já, það veit ég! En hvað heitirðu, maður?“ spurðu þeir þá skilnings- vana,“ segir Vörður sem vegna Leví-nafnsins skrifaði jafnan Vörður L undir lögregluskjölin. „Því gekk ég undir nafninu Vörður laganna. Á þessum árum sáu lögreglumenn um stöðumælasektir og einhvern tímann var ég í stuði og skrifaði Vörður laganna undir sektina. Fljótlega kom eigandi bílsins brjálaður upp á stöð og vildi takk fyrir fá nafnið á þeim sem sektaði hann,“ segir Vörður sem nú starfar í anda nafns síns sem for- stöðumaður Hvítasunnukirkjunnar. „Þar hefur lögreglu- starfið hjálpað mér gríðarlega og margt sem ég nýti úr þeim skóla í kirkjunni.“ Hann rifjar upp fleiri broslegar sögur: „Þegar NATO-fundur var haldinn í Reykjavík var ég sendur suður og gerður lífvörður gríska utanríkisráðherr- ans. Svo man ég eftir samkomu á Ísafirði þar sem mér var boðið í kaffisopa í heimahúsi á eftir. Þá segir einn voða spekingslega: „Það er eitt sem ég þarf að vita, Vörður.“ Þá hváir annar: „Ha? Hefurðu líka verið vitavörður, Vörður?“ VÖRÐUR LAGANNA VÖRÐUR Í MÖRGUM SKILNINGI Faðir Varðar valdi nafnið eftir að hafa lesið Davíðssálm 121, en þar segir: „Vörður þinn blundar ekki og sefur ekki. Hann, vörður Ísraels.“ Vörður merkir hirðir, en Leví þýðir prestur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.