Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 66
6 matur Þessa uppskrift er bæði hægt að útfæra í álformi á litlu ferðagrilli en líka í potti á prímus.“ Í uppskriftinni er örlítið hveiti en ekkert lyftiduft. „Það væri þess vegna hægt að sleppa hveitinu enda gefa kartöflurn- ar þá fyllingu sem þarf. “ Á uppskerutíma eins og nú segist Sigríður ekki einu sinni hafa fyrir því að taka hýðið af kartöflun- um. Hún segir þær fullar af næringar- efnum og þá ekki síst með hýðinu. „Þær eru fullar af góðum kolvetnum sem end- ast og standa með manni en auk þess er í þeim bæði C-vítamín og fól- ínsýra sem er sérstaklega góð fyrir fóstur í móðurkviði. Sigríður fékk kartöfl- ur með móðurmjólk- inni ef svo má segja en faðir hennar, Berg- vin Jóhannsson, er kartöflubóndi á Áshóli og formaður Félags kartöflubænda. Hún fór snemma að prófa sig áfram með kart- öflur í matargerð og notar þær óspart. „Ég finn alltaf einhverja leið til að nota kartöflur hvort sem það er í mat eða bakstri.“ Sigríður telur ár kartöflunnar hafa aukið hróður kartöflunnar og finnst fólk meðvitaðara um þá möguleika sem eru fyrir hendi og jafnvel opnara fyrir því að blanda kartöflum í eftirrétti og annað sætmeti. - ve NÝJAR FLÖGUR Á MARKAÐ Í HAUST Ný teg- und af kartöfluflögum er væntanleg á markað á haust- mánuðum ef áætlanir vöruhönnunarfyrirtækisins Björg í bú ganga eftir. Hún verður laus við fitu og viðbætt efni. „Þetta verður einstaklega hrein afurð, því kartöflurnar eru rækt- aðar á vistvænan hátt og flögurn- ar verða saltaðar með sjó og síðan bakaðar,“ segir Helga Björg Jónas- ardóttir. Hún er ein þriggja kvenna í Björg í bú sem eru að þróa flögurn- ar í samstarfi við kartöflubændur og verkefnið fékk styrk úr Tækniþróun- arsjóði. Spurð hvernig bökuðu, sjó- söltuðu flögurnar séu á bragðið svarar Helga Björg. „Flestum þykja þær góðar, alveg frá litlum krökkum upp í eldra fólk.“ UPPHEFÐ FYRIR ÍSLENSKA MATREIÐSLU- MENN Matreiðslumeistararnir Gissur Guðmunds- son, forseti alheimssamtaka matreiðslumanna, WACS og Hilmar B. Jónsson, varaforseti WACS, voru nýlega teknir inn í „American Academy of Chefs“ AAC, á þingi „Ameri- can Culinary Federat- ion“ ACF sem haldið var í Anaheim í Kali- forníu. Frá þessu er greint á www.freist- ing.is. AAC er næst- hæsta virðingarstig sem matreiðslumenn í Bandaríkjunum geta fengið en það hæsta er „Hall of Fame“. Gissur fékk þessa upphefð sem forseti WACS en Hilmar fyrir að hafa ferðast um Bandaríkin í 21 ár að kenna matreiðslumönnum að elda fisk á vegum Icelandic Seafood Inc áður Iceland Seafood og Sam- band of Iceland. HIÐ ILMRÍKA RÓSMARÍN Rósmarín passar einkar vel með kartöflum. Þá eru kartöflurnar skornar í bita og settar í eldfast mót. Penslaðar með olíu og kryddað- ar með rósmaríni, grófum pipar og maldonsalti. Síðan settar inn í ofn og látnar bak- ast uns þær eru gullin- brúnar. Einstaklega gómsætt meðlæti með grillkjöti. margt smátt KARTÖFLUHANSKAR til að hreinsa kartöfluhýði með nuddinu einu saman – Kokka, 690 krónur. JAPANSKT MANDÓLÍN sem rífur og sker niður kartöflur í réttu stærðirnar – Kokka, 7.990 krónur. SKURÐBRETTI fyrir Hasselback- kartöflur – Kokka, 1.490 krónur. GAMALDAGS OG DUGANDI kartöflu- pressa til kartöflumúsar- gerðar – Þorsteinn Berg- mann, 2.680 krónur. KARTÖFLUGAFFALL til aðstoðar við skræl- ingu – Þorsteinn Berg- mann, 580 krónur. Nýuppteknar íslenskar kartöflur eru tilvaldar í sætmeti sem þetta. FRAMHALD AF FORSÍÐU 200 g rjómasúkkulaði 50 g 70% súkkulaði 70 g smjör 3 egg 4 msk. hveiti 300 g rifnar kartöflur 200 g ferskur smátt skorinn ananas 70 g kókosmjöl Bræðið smjör í potti og setj- ið súkkulaði smátt brytjað út í. Látið það samlagast smjör- inu vel og bætið þá eggjum út í, einu í einu. Hrærið var- lega. Bætið svo hveiti, kartöfl- um, ananas og kókosmjöli við. Setjið í álform til að grilla eða í eldfast mót í ofninn. Bakið við 170 gráður í ofni og í um það bil 10 mínútur á grilli. Bökunartíminn getur verið misjafn eftir hita á kol- unum og því er gott að fylgjast vel með kökunum á grillinu enda eiga þær ekki að brenna og mega gjarn- an vera pínulítið blautar í miðjunni. KARTÖFLUÆÐI Sigríður er mikil útivist- arkona og vílar ekki fyrir sér að baka úti í náttúrunni. Ógleymanleg veisla LAVA - Bláa Lóninu Í E L D H Ú S K R Ó K N U M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.