Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 86
54 14. ágúst 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is „Við erum mjög spenntir. Það verður gaman að fá að kveðja landann með dúnd- urtónleikum,“ segir söngvarinn Ingólfur Ólafsson. Dauðarokkssveitin Severed Crotch heldur kveðjutónleika á Sódómu á laugardagskvöld. Ástæðan er sú að trommarinn, Gunnar Þór Einarsson, er að flytja til Kanada í hljóðvinnslunám í að minnsta kosti eitt ár. Á meðan tekur sveitin sér hlé frá tónleikahaldi. Severed Crotch hefur starfað frá árinu 2004 og hefur með árunum sannað sig sem ein fremsta öfgarokksveit lands- ins. Í sumar gaf sveitin út sína fyrstu stóru plötu, The Nature of Entropy, og verða lög af henni spiluð á tónleikunum. Ingólfur viðurkennir að það sé dálítið skrítið að sveitin haldi kveðjutónleika rétt eftir að hafa gefið út sína fyrstu plötu. „En á sama tíma fáum við tíma til að einbeita okkur að því að semja nýtt efni fyrir næstu útgáfu. Við gerum það besta úr þessu.“ Severed Crotch hefur spilað einu sinni erlendis, í Hollandi árið 2008. Sveitin hyggur á frekari landvinninga, enda erf- itt að spila sífellt fyrir sama fólkið hér á landi. „Við ætlum að reyna að skipuleggja tónleika erlendis fyrir næsta sumar og hugsanlega eitthvað í Norður-Ameríku,“ segir Ingólfur. Hljómsveitirnar Manslaughter, Angist og Gone Postal spila einnig á tónleikun- um á Sódómu, sem hefjast klukkan 23. Ókeypis er inn og aldurstakmark er 18 ár. - fb Dauðarokkarar kveðja í bili SEVERED CROTCH Íslenska dauðarokkssveitin spilar á kveðjutónleikum á Sódómu á laugar- dagskvöld. Vinkonurnar Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og Helga Sveinsdóttur ferðuðust um á puttanum í sumar og próf- uðu heitu laugarnar sem landið hefur upp á að bjóða. „Undirbúningur fyrir verkefnið hófst í kringum síðustu jól eftir að við rákumst á bókina Heitar laugar á Íslandi. Við höfum báðar ferðast mikið erlendis en hingað til hefur það farið forgörðum að ferðast um landið okkar, Ísland. Okkur lang- aði til þess að ferðast um landið á puttanum og ákváðum að slá tvær flugur í einu höggi og gerast putta- ferðalangar og heimsækja flestar heitar laugar landsins í leiðinni,“ útskýrir Harpa Fönn Sigurjóns- dóttir, sem lagði land undir fót ásamt vinkonu sinni, Helgu Sveins- dóttur. Stúlkurnar höfðu kvikmyndavél- ar með í för og í haust hyggjast þær gefa út heimildarmynd sem fjallar um ferðir þeirra um landið. Harpa Fönn og Helga húkkuðu sér far alla leið austur á Seyðis- fjörð þaðan sem þær héldu áfram upp á hálendi Íslands. Stúlkurn- ar heimsóttu meðal annars Kára- hnjúka, Öskju, Mývatnssveit og Sprengisand og segir Harpa Fönn það hafa gengið misvel að fá far milli staða. „Það var alveg merki- lega auðvelt að fá far við hring- veginn en það var mun erfiðara á hálendinu, enda færri á ferð um það svæði. Það kom okkur í raun svolítið á óvart hvað Íslending- ar voru duglegir að stoppa fyrir puttaferðalöngum.“ Harpa Fönn segir margar falleg- ar laugar leynast víða á landinu, en það kom þó fyrir að stúlkurnar yrðu fyrir vonbrigðum. „Við lent- um tvisvar í því að koma að upp- þornuðum laugum og aðrar voru einfaldlega of heitar til að baða sig í. Flestar voru þó afskaplega nota- legar og Kaldbakslaug var eigin- lega eins og stór tjörn þar sem við gátum tekið góðan sundsprett.“ Innt eftir því hvaða laug henni hafi þótt fallegust svarar hún án þess að hika: „Laugin við Lauga- fell var án efa fallegust. Við náðum að plata hollenska parið sem hafði tekið okkur upp í til að koma með og þau sáu svo sannarlega ekki eftir því,“ segir Harpa glaðlega. Stúlkurnar héldu úti bloggi meðan á ferðalaginu stóð og hægt er að skoða það á síðunni www.heitar- laugar.blogspot.com. sara@frettabladid.is Gera heimildarmynd um heitar laugar á Íslandi PUTTAFERÐALANGAR Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og Helga Sveinsdóttir ferðuðust um landið á puttanum og vinna nú að heimildarmynd um ævintýri sín. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Söngvarinn Robbie Williams, sem gekk að eiga Anya Field um síðustu helgi, hefur sent aðdá- endum sínum skilaboð þar sem hann þakkar þeim fyrir stuðn- inginn. Hann bætir við að hann hafi aldrei verið hamingjusamari. „Takk fyrir allar kveðjurnar. Þær skipta okkur miklu máli. Svo virðist sem endirinn verði góður eftir allt saman,“ sagði Williams, sem er einnig ánægð- ur með samstarfið við sína gömlu hljómsveit, Take That. „Ég hef aldrei verið hamingju- samari í tónlistinni. Ég hef ekki bara eignast eiginkonu heldur líka fjóra bræður.“ Aðdáendur fá þakkir ROBBIE WILLIAMS Söngvarinn hefur þakkað aðdáendum sínum fyrir stuðn- inginn að undanförnu. Um þrjátíu heimildarmyndir verða sýndar á Alþjóð- legri kvikmyndahátíð í Reykjavík í haust. Myndirn- ar eiga það allar sameiginlegt að hafa gert það gott á kvikmyndahátíðum víða um heim að undanförnu. Þær fjalla meðal annars um eiturlyf í Afganistan og hommaklám. Í myndinni Addicted in Afghanistan er fylgst með Jabar og Zahir, tveimur 15 ára gömlum drengjum sem búa í Kabúl og eru báðir háðir heróíni. Þeim er fylgt eftir í heilt ár þar sem þeir takast á við hvers- dagsleikann frá degi til dags. Myndin All Boys frá Finnlandi fjallar um hommaklám. Þar er skoðað hvernig slík kvikmynda- gerð fer fram í austurhluta Evrópu. Þar leiðast fátækir, ómenntaðir og atvinnulausir ungir menn inn í þennan heim, sem um margt er afar óhugnan- legur. Í bandarísku myndinni Monica And David er fylgst með hjónabandi tveggja einstaklinga með Downs- heilkennið og fjölskyldum þeirra sem reyna að styðja þau með ráðum og dáð. Monica og David eru að mörgu leyti eins og börn en þrá fullorðinslega hluti. Nánari upplýsingar um kvikmyndahátíðina má finna á Riff.is. Heróín og hommaklám á RIFF EITURLYF Í AFGANISTAN Heimildarmyndin Addicted in Afgan- istan fjallar um fimmtán ára drengi sem eru háðir heróíni. > FÍNT AÐ VERA EINN Jennifer Aniston segir að of margir sætti sig við að vera í föstu sambandi vegna þess að þeir eru hræddir við að vera einir. „Málið snýst um að finna réttu manneskj- una og festa sig ekki þang- að til. Margt einhleypt fólk er hamingjusamt og ég veit um fullt af giftu fólki sem er ekkert ánægt með lífið.” TRYGGÐU ÞÉRÁSKRIFT ÍSÍMA 512 5100EÐA Á STOD2.IS 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Gummi Ben. og Hjörvar gera upp leiki helgarinnar alla sunnudaga kl. 17:00 SUNNUDAGSMESSAN Leikbrúðusafn - Brúðuleikhús Veitingar - Gjafavara www.bruduheimar.is Sími 530 5000 Opið í Borgarnesi alla daga frá 10:00 til 22:00 L E I K S Ý N I N G á sunnudaginn kl 14:00 MÓTETTUKÓR HALLGRÍMSKIRKJU Áheyrnarprufur 30. og 31. ágúst 2010 í Hallgrímskirkju. Skráningar í síma 510 1000 motettukor@hallgrimskirkja.is www.motettukor.is www.facebook.com/motettukor Mótettukórinn getur nú bætt við sig nokkrum góðum tenórum vegna næsta starfsárs. Reynsla og nótnalestur eru æskileg skilyrði. Meðal verkefna framundan eru fjölradda mótettur eftir J.S. Bach, Eric Whitacre og Max Reger á tónleikum í lok október og fjölmörg önnur krefjandi verk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.