Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 96
64 14. ágúst 2010 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Heimsmeistaramótið í Suður-Afríku linaði þjáningar margra sem geta ekki lifað án enska boltans. Þeir geta þó tekið gleði sína á ný því veislan um helg- ina hefst með stórleikjum. Allir bíða spenntir eftir að sjá sitt lið en þeir hlutlausu bíða spenntastir eftir Manchester City. Yfir 100 milljónir í leikmanna- kaup og margir hæfileikaríkustu knattspyrnumenn heims koma þar saman í hádeginu og mæta Totten- ham. Margir bíða líka spenntir eftir að sjá eina Íslendinginn í deildinni, Grétar Rafn Steinsson sem spilar með Bolton. Orðrómur er þó uppi um að Eiður Smári Guðjohnsen gangi í raðir Fulham fljótlega. Hér gefur að líta upplýsing- ar um liðin fyrir leikina í dag og fyrsta stórleik tímabilsins sem er á morgun þegar Liverpool tekur á móti Arsenal. Upplýsingarnar eru fengnar frá BBC. Tottenham - Manchester City Manchester City mun líklega skarta nýjum stórstjörnum á borð við Yaya Toure, David Silva, Jer- ome Boateng og Aleksandar Kol- arov í byrjunarliðinu. Shay Given verður væntanlega í markinu. Gareth Bale verður í byrj- unarliði Tottenham en bæði Roman Pavlyuchenko og Jonathan Woodgate eru frá vegna meiðsla. Aston Villa - West Ham James Milner verður væntanlega ekki með Villa en hann er á leið- inni til Manchester City. Hann var samt settur í leikmannahópinn fyrir leikinn. Villa verður án varnarmannanna James Collins og Car- los Cuellar en Curtis Davies hristir líklega af sér meiðsli líkt og Gabriel Agbonlahor. Kevin MacDonald, stjóri varaliðsins, stýrir Villa. Nýju mennirn- ir hjá West Ham, Pablo Barrera, Win- ston Reid, Tal Ben Haim og Fred- eric Piquionne, byrja væntanlega allir en Thomas Hitzlsperger gæti misst af því að mæta sínu gamla félagi þar sem hann haltraði af velli í æfingaleik Þjóðverja í vik- unni. Blackburn - Everton Nikola Kalinic og Chris Samba eru klárir hjá Blackburn en eru ekki í mikilli leikæfingu, ekki frekar en Mame Diouf sem er í láni frá Manchester United. Vince Grella er meiddur. Marouane Fellaini byrjar lík- lega á bekk Everton en Tim Cahill verður í byrjunarliðinu þrátt fyrir að missa af landsleik Ástrala í vik- unni vegna meiðsla. Bolton - Fulham Grétar Rafn byrjar líklega hjá Bolt- on sem verður án miðjumannanna Gavins McCann og Joey O’Brien. Johan Elmander og Kevin Davies gætu byrjað saman frammi. Philippe Senderos verður frá í hálft ár hjá Fulham auk þess sem Damien Duff og Andy Johnson eru meiddir. Sunderland - Birmingham Darren Bent ætti að byrja frammi en markmaðurinn Craig Gordon er meiddur. Michael Turner og Jack Colback eru í banni. Birmingham vonast til að Ben Foster geti byrjað í markinu en Stephen Carr missir líklega af leiknum líkt og Kevin Phill- ips sem verður frá í nokkrar vikur. Wigan - Blackpool Mauro Bos- elli byrjar í liði Wigan en hann á að vera stjarna liðsins í vetur. Gary Caldwell er í banni en hann er einnig meidd- ur og verður frá í sex vikur. Marlon Hare wood gæti byrjað hjá nýliðum Black- pool sem er spáð ömurlegu gengi í vetur. Keith Southern missir af leiknum líkt og Billy Clarke og Louis Almond. Wolves - Stoke Nýju mennirnir Jelle van Damme, Steven Fletcher og Steven Mouy- okolo byrja líklega hjá Úlfunum. Stephen Hunt er enn tæpur líkt og Kevin Doyle. Stjarna Stoke, Kenwyne Jones sem kom fyrir metfé frá Sund- erland gæti byrjað en Abdoulaye Faye, Liam Lawrence og Glenn Whelan verða ekki með. Chelsea - WBA Englandsmeistararnir hefja titil- vörnina gegn liði sem marg- ir spá falli. Bíða þarf fram á síð- ustu stundu til að sjá hvort Frank Lampard nái leiknum eftir að hann sneri sig á ökkla í vikunni. Petr Cech byrjar í markinu og Alex með John Terry í miðvarðarstöð- unni. Didier Drogba er óðum að ná sér eftir aðgerð en gæti spilað. Nýi maðurinn Yossi Benayoun verður líklega á bekknum. Graham Dorrans og Pablo Iban- ez eru tæpir hjá WBA. Liverpool - Arsenal Fernando Torres gæti byrjað hjá Liverpool á morgun þrátt fyrir að hafa ekkert tekið þátt í undirbún- ingstímabilinu. Roy Hodgson hrós- aði ákveðni hans í gær. Pepe Reina byrjar í markinu og Joe Cole líka. Christian Paulsen verður væntan- lega á bekknum. Arsenal verður án Johan Djo- urou, Nicklas Bendtner og Aaron Ramsey. Alex Song, Denilson og Abou Diaby eru allir tæpir vegna meiðsla. HM-mennirnir Cesc Fabregas og Robin van Persie byrja væntanlega á bekknum. Manchester United spilar ekki fyrr en á mánudag þegar liðið mætir Newcastle. hjalti@frettabladid.is Þriggja mánaða bið loks á enda Enska úrvalsdeildin byrjar í dag. Knattspyrnuþorsta stuðningsmanna sem hafa beðið óþreyjufullir frá því Chelsea varð meistari í vor verður loksins svalað. Grétar Rafn Steinsson er eini Íslendingurinn í deildinni. EINN EFTIR Grétar er eini Íslendingurinn í deildinni eftir að Hermann Hreiðarsson féll með Portsmouth í vor. GETTYIMAGES BURSTAR í vél- sópa á lager Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - flestar stærðir FRJÁLSAR Ásdís Hjálmsdóttir kast- aði lengst 54,92 metra á Dem- antamótinu í frjálsum íþróttum í London í gær. Það dugði henni til sjötta sætis af átta keppendum en ein þeirra hætti keppni. Hennar besta kast á árinu eru 60,72 metrar en Íslandsmet henn- ar er 61,37 metrar. Fyrsta kast Ásdísar í gær var 54 metrar sléttir, næsta 54,92, svo 54,72 og loks 52,49. - hþh Ásdís Hjálmsdóttir: Í sjötta sæti í London í gær 54,92 Lengsta kast Ásdísar var nokkuð frá Íslandsmeti hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Leiknismenn lentu undir gegn Þrótti á heimavelli sínum í gær en börðust til baka og hirtu öll þrjú stigin sem í boði voru. Liðið er þar með komið með tveggja stiga forystu á Víkinga þegar sex umferðir eru eftir. Leiknismenn eru mjög sterk- ir á heimavelli og hafa enn ekki tapað þar í sumar. Þeir byrjuðu betur í gær og Kristján Páll Jóns- son fékk tvö færi strax í byrjun. Það var nokkuð gegn gangi leiks- ins að Erlingur Jack Guðmunds- son kom Þrótti yfir. Markið var glæsilegt, hann sneri sér í teign- um og setti boltann í fallegum boga í fjærhornið. Þróttarar voru betri í byrj- un seinni hálfleiks og fengu dauðafæri þegar Hörður Bjarna- son slapp einn í gegn. Eyjólfur Tómasson markmaður sá þó við honum og varði mjög vel. Eftir um 70 mínútur var eins og Þróttarar væru hreinlega orðnir þreyttir og heimamenn gengu á lagið. Þeir sóttu mikið og uppskáru jöfnunarmark þegar Gunnar Einarsson stýrði boltan- um í markið úr vítateignum. Undir lokin skoraði svo Kristj- án Páll gott mark eftir frábært upphlaup og tryggði Leikni sig- urinn. „Ég vil meina að gott form hafi skilað þessu. Við erum búnir að æfa eins og skepnur og vorum á fullu allan leikinn. Við tókum þá á forminu,“ sagði Kristján. „Það er meistaraheppni á okkur en við sköpum okkar eigin heppni. Þróttarar eru hættulegir ef þeir komast yfir en við höfðum allan tímann trú á þessu. Steini (Sigursteinn Gíslason, þjálfari, innsk.) sagði okkur í hálfleikn- um að örvænta ekki. Við vorum ekki sáttir með leikinn en meist- araheppnin féll með okkur,“ sagði Kristján sem hrósaði svo stuðn- ingsmönnum Leiknis. „Það er alltaf gaman að spila hér á Ghetto Ground og við erum með fullt hús á heimavelli.“ Þór barðist einnig fyrir stigi, á heimavelli gegn ÍA eftir að hafa lent 0-2 undir. Þórsarar eru tveim- ur stigum á eftir Víkingi og fjórum á eftir Leikni. ÍR vann góðan sigur á Fjarðabyggð fyrir austan 1-2 og er aðeins einu stigi á eftir Þór og KA vann HK 0-1. - hþh Leiknismenn hafa tveggja stiga forystu eftir karaktersigur á Þrótturum í gær: Meistaraheppni hjá okkur GÓÐUR Kristján Páll skýtur hér að marki í leiknum í gær. Hann skapaði oft mikla hættu með hraða sínum og leikni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.