Fréttablaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 2
2 16. ágúst 2010 MÁNUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Allt að tveggja vikna bið er eftir tíma hjá heimilislækni á höfuðborgarsvæðinu um þess- ar mundir, samkvæmt óformlegri könnun Fréttablaðsins. Íbúar í sumum hverfum komast strax að en aðrir geta þurft að bíða lengi. Afar misjafnt er eftir heilsu- gæslustöðvum hversu lengi fólk þarf að bíða eftir því að fá tíma. Á nær helmingi heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu var ýmist enginn biðtími, eða sjúklingar gátu fengið tíma eftir einn virkan dag. Á öðrum stöðvum var biðtíminn níu eða tíu virkir dagar, eða um tvær vikur. Í könnun Fréttablaðsins, sem gerð var síðastliðinn föstudag, var hringt í allar heilsugæslustöðvar á höfuð- borgarsvæðinu og kannað hvenær næst væri laus tími hjá einhverj- um heimilislækni. Á fjórum heilsu- gæslustöðvum af sextán var biðtím- inn lengri en ein vika, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Meðal biðtím- inn var ríflega þrír virkir dagar. „Það er ófullnægjandi að biðtím- inn skuli geta verið svona langur,“ segir Lúðvík Ólafsson, lækninga- forstjóri Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins. Hann segir að biðtíminn mælist yfirleitt minni í reglulegum könnunum sem heilsugæslan gerir á þjónustu. Lúðvík bendir á að yfir- leitt geymi heilsugæslustöðvarnar einhverja læknatíma fyrir sjúklinga sem ekki geti beðið, og taka verði það með í reikninginn. „Auðvitað vildi maður helst að biðtíminn væri sem stystur,“ segir Lúðvík. Hann segir það alltaf vandamál þegar biðtíminn sé lang- ur að nýting tímanna sé verri, enda gleymi fólk að mæta, eða því batni og gleymi að afpanta tímann. „Það er grundvallarvandi hjá okkur að það eru of fáir læknar til að sinna heimilislækningum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Lúð- vík. Sú staðreynd sé þekkt að hlut- fallslega færri læknar séhæfi sig í heimilislækningum hér á landi en á nágrannalöndunum. brjann@frettabladid.is Allt að 2 vikna bið eftir heimilislækni Bið eftir tíma hjá lækni er afar misjöfn milli heilsugæslustöðva á höfuðborgar- svæðinu samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Heimilislæknar eru of fáir en ófull- nægjandi er að biðtíminn skuli geta verið tvær vikur segir lækningarforstjóri. Misjafn biðtími Heilsugæslustöð Biðtími* Hlíðum 10 dagar Miðbæ 9 dagar Grafarvogi og Mjódd 7 dagar Árbæ og Sólvangi 4 dagar Efra-Breiðholti og Hvammi 3 dagar Lágmúla 2 dagar Efstaleiti, Glæsibæ og Mosfellsbæ 1 dagur Firði, Garðabæ, Hamraborg og Seltjarnarnesi Engin bið *Biðtími mældur í virkum dögum frá því að tími er pantaður. Heimild: Könnun Fréttablaðsins 13. ágúst 2010. BIÐTÍMI Íbúar í sumum hverfum í Reykjavík þurfa að bíða lengi eftir tímum hjá heimilislæknum á meðan íbúar annarra hverfa, sem og í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar, geta fengið tíma fyrr. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Síðdegisvakt á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu opnar á nýjan leik í dag á þeim stöðvum þar sem vaktinni var lokað í sumar, og full þjón- usta tekur nú við á þeim stöðvum þar sem þjónusta var skert, segir Lúðvík Ólafsson, lækningaforstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Lúðvík segir að nú standi til að kanna áhrifin af sumarlokunum og skerð- ingu á þjónustu. Niðurstöðu úr þeirri könnun er að vænta í haust. Síðdegisvaktin opnar eftir sumarlokanir Stefán, ertu fullur af áhyggj- um? „Já, ég er blindfullur af áhyggjum.“ Stefán Guðjónsson, rekstrarstjóri veit- ingahússins Einars Ben og framkvæmda- stjóri vefsíðunnar www.smakkarinn. is, segir rök stjórnvalda fyrir hækkandi áfengisgjöldum út í hött. Sorglegt sé að sjá hvaða áhrif þau hafi á vínmenningu landsins, sem sé í dag á sama stað og hún var fyrir átján árum. LÖGREGLUMÁL Ulrike Kimpfler, 46 ára þýsk kona búsett í Borgarnesi, fannst látin á laugardagskvöldið. Menn frá björgunarsveitinni Brák fundu lík hennar í fjöru í Belgs- holtsnesi, um tíu kílómetra frá Borgarnesi, eftir að lögregla hafði ákveðið að stækka leitarsvæðið seinni partinn á laugardaginn. Ulrike hafði verið saknað frá því á mánudag, en hún fór gangandi af heimili sínu og skildi farsíma sinn eftir. Um 150 björgunarsveit- armenn tóku þátt í leitinni, þegar mest var. Ulrike skilur eftir sig sambýlis- mann og uppkominn son. - hhs Þýska konan sem leitað var: Fannst látin UMHVERFISMÁL Flugvél Landhelgis- gæslunnar, TF-SIF, kom hingað til lands í gærkvöldi, en vélin hefur nú stutta viðdvöl hér á landi eftir mánaðar langt verkefni við mengunareftirlit á Mexíkó- flóa á vegum Bandarísku strand- gæslunnar og BP-olíufélagsins. Vélin fer áfram ásamt áhöfn til Dakar í Senegal um næstu helgi. Þar mun hún sinna ýmiskonar eftirliti fyrir landamærastofnun Evrópusambandsins, sem tekur vélina á leigu. Hrafnhildur Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgis- gæslunnar, segir að TF-SIF sé væntanleg aftur hingað til lands snemma í október. Um svipað leyti komi varðskipið Ægir aftur hingað til lands, en skipið hefur verið leigt út til eftirlits á Mið- jarðarhafi undanfarið. - bj Flugvél gæslunnar til Senegal: Kemur til lands- ins í október LENTIR Fjölskyldur áhafnarmeðlima tóku vel á móti þeim við komuna til landsins. Sigurjón Sigurgeirson flugvirki fékk dætur sínar, Birtu Ósk og Tinnu Karen, í fangið eftir lendinguna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL BANDARÍKIN, AP Átta áhorfendur létust og tólf til viðbótar slösuðust þegar kappakstursbíll fór út af braut og hentist inn í hóp áhorfenda í eyðimerkur- kappakstri í Kaliforníu í Bandaríkjunum á laugar- dagskvöld. „Það var ryk alls staðar, fólk öskrandi og hlaup- andi,“ segir David Conklin ljósmyndari sem var á vettvangi þegar slysið varð. „Þegar ég kom á vettvang sá ég að nokkrar manneskjur voru fastar undir bílnum. Það voru lík alls staðar,“ segir Conklin. „Ég sá konu með blæðandi höfuðsár sem lá í blóðpolli. Einhver annar var kraminn undir bílnum. Ökumann bílsins sakaði ekki, en hann þurfti að forða sér á hlaupum þegar reiðir áhorfendur fóru að grýta steinum í hann eftir að hann komst út úr bílnum. Tugir þúsunda fylgjast með þessum kappakstri sem fram fer í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníu ár hvert. Engar girðingar skilja að gríðarlega öfl- uga torfærubíla sem keppa í kappakstrinum og áhorfendaskarann, þrátt fyrir að ekki sé ekið á vegum og bílarnir stökkvi oft langar vegalengdir í brautinni. Áhorfendurnir sem létust og slösuðust voru flestir aðeins nokkra metra frá akstursleið- inni. - bj Í það minnsta átta látnir og tólf slasaðir þegar kappakstursbíll valt yfir áhorfendur: Ökumaðurinn forðaði sér á hlaupum VALT Bíllinn sem hentist út í áhorfendaskarann valt yfir áhorfendurna. Honum var velt aftur á réttan kjöl til að ná fólki undan honum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þjóðarsorg í Kína Þjóðlíf í Kína lamaðist um stund í gær þegar efnt var til minningarathafnar um 1.200 fórnarlömb aurskriðanna í Kína í síðustu viku. Enn er nærri 500 manns að auki saknað. KÍNA PAKISTAN, AP Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segist aldrei hafa orðið vitni að neinu í líkingu við hörmungarnar í kjölfar flóð- anna í Pakistan. Hann segir að þjóðir heims verði að bregðast hratt við og veita Pakistönum alla þá aðstoð sem hugsast geti. „Þetta hefur verið afar erfiður dagur fyrir mig,“ sagði Ban Ki- moon, framkvæmdastjóri SÞ, við fréttamenn í Pakistan í gær eftir að hafa flogið yfir flóðasvæðin. „Ég mun aldrei gleyma þeirri eyðilegg- ingu og þeim hörmungum sem ég varð vitni að í dag. Ég hef í gegnum tíðina séð afleiðingar margra nátt- úruhamfara um allan heim, en ekk- ert í líkingu við þetta.“ Ban heimsótti meðal annars Búrma eftir að fellibylur lagði landið í rúst í maí 2008, og fór til Sichuan-héraðs í Kína nokkrum dögum eftir jarðskjálftann í mars 2008. Ban hvatti í gær alþjóðasam- félagið til að flýta neyðaraðstoð eins og kostur er. Talið er að um 20 milljónir hafi misst heimili sín í flóðunum, en um 170 milljónir búa í Pakistan. Flóðin byrjuðu fyrir um tveimur vikum og hafa náð til um fjórðungs landsins, aðallega í land- búnaðarhéröðum í miðju landsins. - bj Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í Pakistan hræðilegt: Þjóðir heims bregðist hratt við AÐSTOÐ Neyðarbirgðum var dreift meðal íbúa í Muzaffargarh í Mið-Pakist- an í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍTALÍA, AP Lögreglan á Sikiley telur sig hafa höggvið að rótum fjármálafyrirtækis sem er tengt mafíustarfsemi á svæðinu. Lögreglan lagði hald á 800 milljónir evra eða 123 milljarða íslenskra króna í formi fast- eigna og fyrirtækja, þar á meðal læknastöð fyrir krabbameins- sjúka og fótboltalið í Sikiley. Eigandi fjármálafyrirtækisins er Michele Aiello en hann var dæmdur í 15 og hálfs árs fangelsi fyrir tengsl við mafíuna, spill- ingu og fjársvik. Lögreglan á Sikiley stendur í stórræðum þessa dagana eftir að saksóknarar heimtuðu að hún legði hald á eignir maf- íunnar í kjölfar handtakna á mafíuforingjum. - áp Höggvið að rótum mafíunnar: Hald var lagt á tugi milljarða JAPAN, AP Hvorki Naoto Kan for- sætisráðherra né neinn ráðherra í ríkisstjórn hans lagði leið sína að minnismerki um japansk- ar stríðshetj- ur í gær, þegar þess var minnst að 65 ár eru liðin frá lokum seinni heims- styrjaldarinnar. Þetta er frá- hvarf frá langri hefð japanskra ráðamanna, sem hafa jafnan heimsótt minn- ismerkið í Tókíó á þessum degi þrátt fyrir harða gagnrýni, enda er meðal annars verið að heiðra stríðsglæpamenn á borð við Hideki Tojo, fyrrverandi forsæt- isráðherra sem var tekinn af lífi 1948. Þess í stað baðst Kan afsökunar á þeim þjáningum sem styrjöldin olli. - gb Stríðsloka minnst í Japan: Baðst afsökun- ar á þjáningum NAOTO KAN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.