Fréttablaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 12
12 16. ágúst 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Á morgun fer fram fyrirtaka í dóms-máli ríkisins gegn nímenningunum sem eru ákærðir fyrir árás á Alþingi, 8. desember 2008. Frá því að málið var þingfest fyrir hálfu ári og því fylgt eftir með hasarfrétta- mennsku og yfirlýsingagleði helstu fjöl- miðla, hefur harðri gagnrýni á ákærurn- ar vaxið fiskur um hrygg. Gagnrýnin og opinberun sönnunargagna málsins hefur leitt af sér bitra þögn ritstjóra fjölmiðl- anna. Í maí sýndi Kastljósið myndbandsupp- töku úr eftirlitsmyndavélum Alþingis, sem sýndi að undirstöður ákæranna eru á engum rökum reistar. Við gerð þáttar- ins neituðu Lára V. Júlíusdóttir, ríkissak- sóknari, og Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis, að tjá sig. Enginn hinna stóru fjölmiðlanna fjallaði um þáttinn fyrr en Stöð 2 sagði frá afskiptum Ástu Ragn- heiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, af ummælum Jóns Ólafssonar, heimspek- ings, um dómsmálið í útvarpinu. Ásta full- yrti ranglega um staðreyndir málsins og skammaði Jón fyrir hans skoðun. En svo vildi hún ekki tjá sig við Stöð 2. Afskipta- semin er undarleg fyrir þær sakir að þegar henni voru afhendar undirskriftir 700 manns, sem sögðust samsek nímenn- ingunum vegna árása á Alþingi veturinn 2008-2009 og kröfðust þess að málið félli niður ellegar þau öll ákærð samkvæmt sömu lagagreinum, sagði hún að sér kæmi málið ekki við. Enn hefur enginn tekið ábyrgð á beit- ingu 100. greinar hegningarlaga, sem mælir fyrir um eins árs til lífstíðar fang- elsisvistar, síðan Helgi Bernódusson og Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, bentu á hvor annan í janúar. Enginn fjölmiðill hefur reynt að komast að hinu sanna. Hvers vegna er þögnin eina svar þess- ara afla? Má vera að þau einfaldlega hafi engin svör? Að sannleikur þessa máls sé nú þegar á yfirborðinu – málið sé einungis pólitískar ofsóknir í garð andófsfólks? Að nú, þegar sannleikur málsins liggur fyrir, færður uppá yfirborðið af nímenningun- um og samherjum þeirra, sé eina nothæfa vopn ríkisins hinn refsandi armur þess, dómararnir? Ef herkænska ríkisins er að þegja um málið og gagnrýni í garð þess, tekst prýði- lega að sýna fram á eðlislægan en vel falinn fasisma ríkisins. Verði þeim af því! Hvað þýðir þögnin? Viðarhöfða 6 – Reykjavík / Bæjarhrauni 12 – Hafnarfirði www.sindri.is / sími 575 0000 Verslanir PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 01 49 3 69.900 Verð með vsk. 18 V höggborvél DC988KL Öflug 18 V borvél m. höggi 3ja gíra, 0-450/1450/2000 Átak 52 Nm. 2x2,0 Ah Li-Ion rafhlöður 40 mín. hleðslutæki Taska fylgir Dómsmál Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson og Steinunn Gunnlaugs- dóttir Listamenn og tvö hinna ákærðu Fáum séns í kosningum Jónas Kristjánsson segir á bloggi sínu að Íslendingar hafi staðið sig illa í öllum kosningum. Íslenskir kjósendur fái nú einn séns til að bæta sig þegar kosið verður til stjórnlagaþings segir Jónas sem stingur upp á því að Egill Helgason verði kosinn á þingið. Egill sjálfur birtir sama dag heil- langan lista með spurningum um stjórnarskrá, og hefur jú sýnt þinginu heilmikinn áhuga. Ætli kosningabarátta fyrir stjórnlagaþingið sé nú formlega hafin á síðum internetsins? Egil sem forsætisráðherra Jónas hefur raunar áður lýst vilja sínum til þess að fá Egil í kjörið embætti. Skömmu eftir hrunið, í lok nóvember 2008, spurði hann á vef sínum hvers vegna Egill væri ekki hreinlega forsætisráðherra. Í byrjun síðasta árs lýsti hann þeirri skoðun á ný að hann vildi fá Egil í forsætis- ráðuneytið (og Lilju Mósesdóttur í fjármálaráðuneytið). Fyrir hrun hafði hann þó annað hlutverk í huga fyrir Egil, nefnilega ritstjórn Morgunblaðsins. Og eftir kosningar hefur hann lítið tjáð sig um að fá Egil í hinar ýmsu valdastöður. Tekur fleira en sundið á þrjóskunni Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins og sveitar- stjórnarmaður í Skagafirði, synti Drangeyjarsund um helgina. Hann lýsti sundinu sem þrekraun, enda fékk hann krampa í fæturna þegar nokkuð var liðið á sundið. Lýsti Sigurjón því sem svo að hann hefði synt seinnipart sundsins á þrjóskunni einni. Mikil þrjóska hlýtur að vera góður kostur fyrir formann flokks sem á litlu fylgi að fagna víða um landið, en heldur vissulega alltaf áfram, á þrjóskunni. thorunn@frettabladid.is Þ að er orðið ljóst að ríkisstjórnin gekk of langt með gíf- urlegum hækkunum á sköttum á áfenga drykki í fyrra. Niðurstaðan hefur orðið sú sem ýmsir spáðu; sala áfeng- is í ÁTVR hefur minnkað og þannig hefur tekjustofninn sem ríkisstjórnin hugðist skattpína dregizt saman. Einhverjir kunna að segja að það geri ekkert til; meiri tekjur komi engu að síður í kassann, enda hafa áfengisgjöldin hækkað um 40% og ÁTVR hefur líka hækkað hressilega hjá sér álagning- una. Samdrátturinn í neyzlu hefur ekki vegið upp á móti þessu. Og svo getur ekki verið slæmt að fólk drekki minna, eða hvað? Um það má hins vegar deila, hvort verðhækkunin hafi leitt af sér minni neyzlu. Könnun, sem Félag atvinnurekenda lét gera og sagt var frá fyrir helgi, sýnir að smygl og heimabrugg á áfengi hefur aukizt. Meira en fjórðung- ur svarenda sagðist verða var við slíkt. Í yngsta hópnum, 18- 29 ára, segist helmingur svar- enda verða í meira mæli var við smygl og heimabrugg. Þetta er gömul saga og ný. Allt frá því að áfengisbann var afnumið á Íslandi hefur verið fylgt haftastefnu. Reynt hefur verið að takmarka aðgang að áfengi með ríkiseinkasölu og fáránlega háu verðlagi. Áfengisgjöldin voru fyrir þau hæstu í Evrópu, þótt skattlagningin í Noregi slagaði upp í það sem hér gerðist. Smygl, heimabrugg og drykkja á alls konar óþverra var afleiðingin. Nú hefur Ísland tekið afgerandi forystu í skattpíningu neytenda áfengra drykkja og þá er ekki við öðru að búast en að framleiðsla og aðflutningur áfengis færist í enn meiri mæli út fyrir mörk hins löglega. Það vinnur svo á móti því að hér verði til skikkanleg vínmenning, sem þrátt fyrir allt hafði skánað á síðustu árum. Stefán Guðjónsson, rekstrarstjóri Einars Ben og vínáhuga- maður, sagði í samtali við helgarblað Fréttablaðsins að það væri sorglegt hvaða áhrif verðhækkanirnar væru farnar að hafa á vínmenninguna. „Þetta eykur ólöglegt brugg á áfengi, smygl og landasölu. Mikið af þessum efnum er mjög hættulegt,“ sagði Stefán, sem taldi vínmenningu á Íslandi nú á sama stað og hún hefði verið fyrir átján árum. Yngsti hópurinn, sem hefur minnst handa á milli, er einmitt sá sem við viljum sízt að sé að sulla í óþverra. Það er áhyggju- efni að unga fólkið skuli í vaxandi mæli sækja í smygl og heima- brugg, en rökrétt afleiðing af stefnu stjórnvalda. Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi lítið lært af misheppnaðri áfengispólitík síðustu áratuga, sem hefur miðazt við að reyna að takmarka alla áfengis- neyzlu, í stað þess að beinast að misnotkun áfengis og afleiðingum hennar. Aukin skattpíning er líkleg til að auka enn á vandann. Þá er eftir að nefna aðra afleiðingu skattpíningarstefnu stjórn- valda, áhrifin á vísitöluna. Áfengi er hvort sem fólki líkar betur eða verr hluti af neyzluútgjöldum íslenzkra heimila. Það hækk- aði auðvitað vegna hruns krónunnar eins og allar aðrar innflutt- ar vörur. Þegar skattpíningin bætist við, eru áhrifin á fjárhag heimila, þar með talinn skuldabaggann, umtalsverð. Vonandi hverfur ríkisstjórnin frá þessari fráleitu tilraun til að setja heimsmet í skattlagningu vöru, sem er hluti af daglegu neyzlumynztri vestrænna þjóða. Ríkisstjórnin gekk of langt í hækkunum á áfengi. Skattpíndur sopi Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.