Fréttablaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 14
 16. ágúst 2010 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Stærsta kórahátíð sem haldin hefur verið á Íslandi hefst í Laugardalshöll á morgun þegar átján hundruð söngvar- ar frá Norðurlöndunum, Eystrasaltslöndunum og Íslandi hefja upp raust sína. Hátíðin nefnist Nordic Baltic Choral Festival og er nú haldin í sjötta sinn. Kórarnir halda svo hádegis- og kvöldtónleika á sjö stöð- um um Reykjavík á miðvikudag og föstudag. Þá taka kór- arnir þátt í menningarnótt um næstu helgi. Nánari upplýs- ingar má finna á heimasíðunni choral.iii.is. - mmf Stærsta kórahátíð til þessa ÞÁTTTAKENDURNIR VERÐA 1.800 Hamrahlíðarkórinn er einn af íslensku kórunum sem taka þátt á hátíðinni. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Bogi Ingimarsson hæstaréttarlögmaður, Sigtúni 57, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 17. ágúst kl. 13.00. Sigrún Sigurþórsdóttir Sigurþór Bogason Benedikt Bogason Úlla Káradóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristinn Kristvarðsson, fyrrum kaupmaður, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 4. ágúst, verður jarðsunginn frá Seljakirkju þriðjudaginn 17. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast Kristins er bent á Minningarsjóð Eirar, sími 522 5700. Ragnar V. Kristinsson Gunnhildur K. Kristinsdóttir Helga E. Kristinsdóttir Þór Þórisson afabörn og langafabörn. Yndislegi maðurinn minn, stjúpfaðir, sonur, bróðir og mágur, Gunnar Magnússon Goðheimum 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 17. ágúst kl. 15.00. Ásta Agnarsdóttir Rúnar Máni Gunnarsson Eydís Magnúsdóttir og synir Davíð Snævar Gunnarsson Ragnhild Svellingen og synir Tinna Dögg Gunnarsdóttir og börn Ingibjörg S. Gunnarsdóttir María M. Magnúsdóttir Bergur Stefánsson og synir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Alice Bergsson Nielsen Rjúpnasölum 12, 201 Kópavogi, lést sunnudaginn 8. ágúst á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför fer fram frá Digraneskirkju í Kópa- vogi, þriðjudaginn 17. ágúst klukkan 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið og líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Örn Helgi Steingrímsson Örn Hans Arnarson Gústaf Arnarson Johanna Friberg Arnarson Arnar Hans Gústafsson Eydís Alice Christina Gústafsdóttir MOSAIK MADONNA ER 52 ÁRA Í DAG Ég styð tjáningarfrelsi, að fólk geri það sem það vill og fylgi draumum sínum. Madonna er bandarísk söng- kona og leikkona. Hún er fædd í ríkinu Michigan en flutti til New York þegar hún var sautján ára til að stunda nútímadans. Hinn 16. ágúst fyrir fimmtíu árum stökk Joseph William Kittinger II í síðasta sinn úr Excelsior III. Hann stökk úr 31.300 metrum. Hann setti ýmis met með þessu stökki, meðal annars hæsta stökk úr loftbelg, hæsta fallhlífarstökk og hann var hraðskreiðasti maður sem farið hefur um gufuhvolfið. Joseph William Kittinger II er fyrrum yfirflugstjóri og herforingi í bandaríska hernum. Í stökki sínu þennan dag féll hann í fjórar mín- útur og 36 sekúndur og mestur hraði hans var 988 kílómetrar á klukkustund áður en hann opnaði fallhlíf sína í 5.500 metrum. Þrýstingur á hægri hanska hans var rangur þannig að höndin bólgnaði upp í tvöfalda stærð sína. ÞETTA GERÐIST: 16. ÁGÚST 1960 Hæsta stökk úr loftbelg Einar Jóhannesson klarinettuleikari er sextugur í dag. „Ég er í garðvinnu, drull- ugur upp fyrir haus,“ sagði hann hlæj- andi þegar hringt var í hann fyrir helgi að falast eftir afmælisviðtali og mynd. „Ég flutti hingað á Aragötuna fyrir fáum árum og fékk risastóran garð þar sem gróðurinn hefur algerlega náð yfir- höndinni. Þó við viljum hafa villta nátt- úru þar sem hún á við þá snýst garðyrkja um að hafa taumhald á henni en hér nær illgresið manni upp í geirvörtur og ég er að reyna að stemma stigu við því.“ Einar er í sambúð með Ívari Ólafs- syni bókasafnsfræðingi og á soninn Daða, tengdadóttur og þrjú barnabörn. Skyldi hann ætla að halda afmælisveislu í tilefni dagsins? „Nei, ég verð í Royal Albert Hall í London að hlusta á Proms tónleika. Proms er stærsta tónlistarhátíð í heimi, haldin af BBC. Ég fer með vin- konu minni sem er gagnrýnandi og fæ frítt með henni,“ segir Einar sem kveðst alltaf vera með annan fótinn í London. „Ég átti þar heima í rúman áratug og London er hluti af mínu lífi. Ég held að fólki finnist hún annaðhvort frábær eða ömurleg og mér finnst hún frábær. Ég þekki hana líka mjög vel og gæti örugg- lega orðið leigubílstjóri þar ef ég missi vinnuna!“ Það upplýsist í framhaldinu að Einar stundaði nám í Royal College of Music sem er við hliðina á Royal Albert Hall og eftir það fór hann að spila og kenna en eftir ellefu ára vist í heimsborginni flutti hann heim til Íslands um 1980 og kveðst hafa verið svo heppinn að hafa haft nóg að gera. „Ég er í Sinfóníuhljóm- sveit Íslands sem er hljómsveit í stöðugri framför og það er mjög þakklátt og gef- andi starf að spila þar. Svo hef ég kennt mikið og tekið þátt í að ala upp nýjar kynslóðir af hljóðfæraleikurum.“ Spurður hvort hann eigi til tónlist- arfólks að telja svarar Einar: „Það var talsvert af kirkjuorganistum í kring- um mig í báðum ættum. Þá var spilað á harmóníum. Sjálfsagt hef ég haft þetta í genunum. Ég fór snemma í Barnamús- íkskólann, byrjaði á fiðlu tók svo blokk- flautu og fór yfir á klarinett og söng líka alltaf í kórum. Tónlistin var eins sjálfsögð hjá mér eins og að borða og drekka.“ Þó seint sé er hann að síðustu inntur eftir ætt og uppruna. Hann kveðst kom- inn af Þingeyingum í aðra ætt og Þing- vellingum í hina. Þegar spaugað er með að hann hefði þá eiginlega átt að verða þingmaður hlær hann og segir: „Ég vona að Guð forði mér frá því. Það er svo óvinsælt starf.“ gun@frettabladid.is EINAR JÓHANNESSON: Í ROYAL ALBERT HALL Á SEXTUGSAFMÆLINU Gæti orðið leigubílstjóri í London ef ég missi vinnuna KLARINETTULEIKARINN Það er ekki oft sem myndir nást af Einari Jóhannessyni með óhreina putta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurlaug Jónsdóttir, áður til heimilis á Laugarnesvegi 104, lést þann 6. ágúst á deild H-1 á Hrafnistu Reykjavík. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu (að vestanverðu) þriðjudaginn 17. ágúst kl. 13.00. Ásdís Hannesdóttir, Gunnar Waage Benedikt G. Waage Davíð Waage, Carolina Castillo, Alexander og Isabella Baldur Hannesson, Sangiam Phanomkul Fjóla Ösp Hlynur Baldursson, Anna Kr. Gústavsdóttir Birna Íris og Máni Björn. Lilja Björk Baldursdóttir, Kjartan Norðdahl Karen Ösp, Tinna Marin, Kristel Lind og Jökull Logi Reynir Baldursson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.