Fréttablaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 16. ágúst 2010 21 FÓTBOLTI „Við fengum góð tækifæri til að skora fallegri mörk en þetta sem réði úrslitum en náðum því ekki. En við erum með bikarinn svo mér er alveg sama hvernig markið var,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari kvennaliðs Vals, eftir að liðið vann 1-0 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleik. Skemmtanagildi leiksins var því miður ekki mikið og sáralítið um opin marktækifæri. Ekki var hægt að hrópa húrra fyrir veðrinu enda blés vel á vellinum. Spil Stjörnuliðs- ins í fyrri hálfleik var alltof hægt og Valskonur áttu ekki í miklum vandræðum með að stöðva sóknar- aðgerðir þess. Í seinni hálfleik var mun betra flæði í spilamennsku Garðabæjar- liðsins og skapaðist nokkrum sinn- um ansi mikil hætta upp við mark Vals. En það er bagalegt fyrir Krist- rúnu Kristjánsdóttur að sjálfsmark- ið sem hún skoraði á tólftu mínútu var það sem skildi liðin að. Markið var verulega slysalegt en báðir deildarleikir þessara liða enduðu með jafntefli. „Okkar leik- ur riðlaðist þegar Kata [Katrín Jónsdóttir] fór meidd af velli. Lauf- ey [Ólafsdóttir] er ekki í toppleik- æfingu en hún er frábær leikmaður og gerði ótrúlega hluti í lokin,“ sagði Freyr sem var virkilega ánægður með sitt lið. „Við héldum alveg leikskipulag- inu allan tímann og héldum mark- inu hreinu. Mér fannst við vera með tögl og hagldir í leiknum allan tím- ann. Það var einhverju kastað upp í loftið í lokin en heilt yfir vorum við betri aðilinn.“ Valsliðið byrjaði leikinn af nokkrum krafti og Katrín fékk hörkufæri strax í byrjun en skalli hennar fór framhjá. Næst komst Stjarnan því að skora í fyrri hálf- leik þegar Anna Björk Kristjáns- dóttir fékk hættulegt skallafæri eftir horn. Undir blálokin var nokkurt stress í varnarlínu Vals þegar boltinn var á flakki um teiginn en inn vildi hann ekki og bikar- inn því áfram á Hlíðarenda. Freyr er alls ekki kominn með leið á því að vinna titla með Val. „Maður rakar þessu inn, maður. Við höldum bara áfram að vinna eftir okkar markmiðum og fáum aldrei leiða á að vinna titla,“ sagði Freyr en nú tekur deildarkeppn- in við og markmið Vals þar eru augljós. „Við setjum stefnuna á að vinna hundraðasta bikar Vals. Vonandi náum við því markmiði. Svo er það Evrópukeppnin, það er nóg eftir af þessu.“ elvargeir@frettabladid.is Sjálfsmark réð úrslitum Valskonur lögðu Stjörnuna 1-0 í bikarúrslitum kvenna. Eina mark leiksins var sjálfsmark Stjörnunnar en það skoraði Kristrún Kristjánsdóttir snemma leiks. BIKARMEISTARAR Í TÓLFTA SINN Valskonan Rakel Logadóttir var í stuði með bikarinn í verðlaunafhendingunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Ólafur Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekkt- ur eftir leik. „Það er hundfúlt að standa hér og horfa á Val taka við bikarnum eftir að hafa unnið leik- inn á þessu marki,“ sagði Ólafur. „Þetta er þriðji leikurinn sem við spilum við þær í sumar og að þetta mark skuli ráða úrslitum í þessu er bara mjög svekkjandi.“ „Það tók tíma að ná skjálft- anum úr liðinu, það þurfti þetta mark til þess,“ sagði Ólafur. „Nú er bara að einbeita sér að deild- inni þar sem eru fjórir leikir eftir. Við ætlum okkur ofar í deildinni og stefnum á tólf stig úr þessum leikjum.“ Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals, var öllu kátari eftir leik. „Þetta var rosalegur baráttuleik- ur og lítið um færi. Mark er mark og sigur er sigur. Það skiptir ekki máli hvernig sigur verður til.“ Katrín missteig sig illa í leikn- um og þurfti að fara af velli. „Það dugði ekki að teipa þetta og því fannst mér rétt að fá ferskar fætur inn. Það var hryllilegt fyrir taugarnar að vera fyrir utan völlinn og horfa á þetta,“ sagði Katrín. - egm Ólafur, þjálfari Stjörnunnar: Hundfúlt að tapa svona SIGURGUSAN Hallbera Gísladóttir sturtar vatni yfir Rakel Loga. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Keflvíkingar unnu á laugardag fyrsta sigur íslensks liðs í Evrópukeppninni í futsal en þeir urðu síðan að sætta sig við stórt tap í gær. Keppni í G-riðli undankeppni Evrópukeppninn- ar fer fram á Ásvöllum og lýkur með lokaumferðinni á morgun. Keflavík vann 10-6 sigur á sænska liðinu Vimmerby þar sem Magnús Þorsteinsson skoraði fernu og Guðmundur Steinarsson var með tvö mörk. Keflavík komst síðan í 2-0 á KB France í gær en fékk síðan 14 mörk á sig í röð og tapaði leiknum á endanum 5-17. - óój Keflavíkingar á fullu í futsal: Sigur og tap

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.