Fréttablaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 16. ágúst 2010 23 Knattspyrnufélag ÍA auglýsir eftir þjálfurum Knattspyrnufélag ÍA auglýsir eftir þjálfara fyrir afrekshóp félagsins sem og aðstoðarþjálfara m.fl . karla félagsins. Jafnframt þarf umsækjandi að vera tilbúinn til að taka að sér þjálfun hjá yngir fl okkum félagsins. Um er að ræða fullt starf hjá félaginu. Leitað er að metnaðarfullum einstakling sem er tilbúinn í að leggja sitt af mörkum til að efl a afreksþjálfun og vinna samkvæmt stefnu félagsins. Umsækjendur þurfa að geta hafi ð störf 1. október n.k. Reynsla af þjálf- arastörfum og þjálfaramenntun frá KSÍ skilyrði. Knattspyrnufélag ÍA auglýsir eftir þjálfurum fyrir 2. og 3. fl okk kvenna hjá félaginu. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir í að leggja sitt af mörkum til að efl a og móta það uppbyggin- garstarf sem unnið er að í kvennaknattspyrnu hjá félaginu. Einstak- lingurinn þarf að geta starfað eftir stefnu félagsins. Umsækjendur þurfa að geta hafi ð störf sem fyrst. Reynsla af þjálfara- störfum og þjálfaramenntun frá KSÍ skilyrði. Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 25. ágúst n.k. Nánari upplýsingar og umsóknir berist til framkvæmdastjóra KFÍA á netfangið kfi a@kfi a.is. FRJÁLSAR ÍR-ingar tryggðu sér um helgina sigur í Bikarkeppni FRÍ annað árið í röð og í nítjánda sinn alls þegar þeir fengu sextán stig- um meira en aðalkeppinautarnir í FH en keppnin fór fram á Sauð- árkróksvelli. ÍR fékk alls 173 stig, FH varð í 2. sæti með 157 stig og Ármann-Fjölnir varð í 3. sæti með 135 stig. Kristín Birna Ólafsdóttir var öflug fyrir ÍR-inga um helgina. „Þetta var voðalega gaman og gekk vel. Við erum búin að vinna öll mót í ár og ég held að við séum búin að sýna fram á það að við erum með sterkasta liðið,“ sagði Kristín Birna sem vann fimm greinar og varð síðan í öðru sæti í langstökki þar sem hún var aðeins sex sentimetrum frá sigri. „Það vantaði slatta í liðið hjá okkur, þar á meðal Einar Daða og Jóhönnu Ingadóttur. Af því að við erum með svo mikið af góðu fólki þá kemur bara maður í manns stað þó að sumt af okkar besta fólki vanti. Það sýnir bara það að við erum með langsterkasta liðið. Þetta var því mjög skemmtileg helgi,“ sagði Kristín. FH vann karlakeppnina í 21. skpti en FH-ingar fengu 23 stig- um meira en ÍR sem varð í öðru sæti. ÍR vann kvennakeppnina í fjór- tánda sinn en ÍR fékk 28 stigum meira en Ármann/Fjölnir sem varð í öðru sæti. - óój ÍR-ingar unnu Bikarkeppni FRÍ annað árið í röð og í nítjánda sinn frá upphafi: Kristín Birna safnaði stigunum GOLF Golfklúbbur Reykjavíkur tryggði sér sigur í bæði karla- og kvennaflokki í Sveitakeppni GSÍ sem lauk í gær. Karlarnir unnu tit- ilinn í 23. sinn eftir 3,5-1,5 sigur á Kili í úrslitaleiknum en konurnar unnu í fjórtánda sinn eftir 4-1 sigur á heimastúlkum í Golfklúbbi Kópa- vogs og Garðabæjar. Ragnhildur Sigurðardóttir var öflug með kvennasveit GR en hún vann alla sína leiki í keppn- inni. Ragnhildur var að taka þátt í sveitakeppninni 27. árið í röð og vann hana þarna í tólfta sinn. „Þetta var æðislegt. Þetta er svolítið sér- stakt núna því það eru fleiri í liðinu og fleiri leikir spilaðir. Áður gekk þetta mikið á sömu leikmönnunum en núna þarf maður að hafa miklu meiri breidd í liðinu,“ sagði Ragn- hildur sem var ánægð með sveitina sína. „Þær eru svo frábærar og við erum með rosalegan breiðan og góðan hóp af ungum kylfingum. Þær eru allar á aldrinum 16 til 18 ára nema ég. Maður var unga- mamma þarna og það var alveg meiri háttar,“ segir Ragnhildur. Dóttir hennar, Hildur K. Þor- varðardóttir, var í sveit GR og urðu þær mæðgur því saman meistarar í fyrsta sinn. „Þetta er fyrsti Íslands- meistaratitilinn hennar og það er gaman að fá að vera með henni í því,“ sagði Ragnhildur sem ætlaði ekki að keppa í sumar en það breytt- ist allt á Íslandsmótinu á dögunum. „Ég ætlaði að taka mér frí í sumar en eftir Íslandsmótið þar sem ég var kylfusveinn hjá dóttur minni þá sá ég það að ég gat ekki tekið mér frí neitt meira,“ sagði Ragnhildur. GR vann nú tvöfaldan sigur í sveitakeppninni í fyrsta sinn síðan 1999 en þetta er í sjöunda sinn sem GR-ingar vinna bæði í karla- og kvennaflokki. - óój GR vann tvöfalt og Ragnhildur Sigurðardóttir vann sveitakeppnina í tólfta sinn: Leið eins og ungamömmu TÓLFTI SIGURINN Ragnhildur Sigurðar- dóttir í GR. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.