Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 2
2 17. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við FJÖLMIÐLAR „Okkur er sagt að þetta hafi verið vin- sælasti þátturinn á Rás 1 undanfarin ár,“ segir Karl Th. Birgisson, umsjónarmaður þáttarins Orð skulu standa á Rás 1 hjá Ríkisútvarpinu. Ákveðið hefur verið að taka þáttinn af dagskrá í vetur. „Við vitum að við eigum stóran hlustendahóp og mjög dyggan,“ segir Karl sem segist undrandi á ákvörðuninni. Ásamt honum sjá Hlín Agnarsdóttir og Davíð Þór Jónsson um Orð skulu standa. Karl segir að þáttur þeirra sé sá eini „sem er helgaður íslensku máli í gervallri stofnuninni“. Því andmælir Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri. Morgunútvarpið fjalli mikið um íslenskt mál og í bígerð séu málfarsþættir í samvinnu við háskóla- samfélagið. Loks sé umfjöllun RÚV um íslenskt mál gerð góð skil í þáttaröð sem gerð er í tilefni áttatíu ára afmælis Ríkisútvarpsins sem sendir verða út á útsendingartíma Orð skulu standa í vetur. Sigrún segir að spara þurfi 9% í rekstrinum í vetur til viðbótar við 20-30% sparnað undanfar- in ár. Þátturinn hafi verið vinsæll og eftirsjá sé að honum. „En svona er lífið,“ segir Sigrún Stefáns- dóttir. -pg Vinsælasti þáttur Rásar 1 víkur fyrir þáttaröð í tilefni 80 ára afmælis: Þátturinn Orð skulu standa tek- in af dagskrá í sparnaðarskyni STJÓRNMÁL Væntingavísitalan, sem Capacent Gallup mælir reglu- lega, virðist samkvæmt saman- burði sem sjá má á vef Datamark- et haldast þétt í hendur við fylgi Sjálfstæðisflokksins, að minnsta kosti síðustu árin. Stjórnmála- fræðingur segir erfitt að svara því hvort um tilviljun sé að ræða eða raunverulega fylgni. Væntingavísitalan lækkaði í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001. Á sama tíma jókst fylgi Sjálfstæðisflokks. Það lækkaði hins vegar um það leyti sem íslensk stjórnvöld ákváðu að styðja innrásina í Írak. Fylgi flokksins og vísitala væntinga hafa fylgst þétt að frá því í byrjun árs 2008. Báðar kúrf- ur náðu botninum á sama tíma. Undanfarin misseri hafa vænt- ingar almennings til efnahags- lífsins batnað og um leið eykst fylgi Sjálfstæðismanna. Grétar Þór Eyþórsson stjórn- málafræðingur segist ekki vita hvort fylgnin hafi í raun og veru einhverja sögu að segja, en sú staðreynd að væntingavísitalan byrji að tengjast fylgi Sjálfstæð- isflokksins um og upp úr áramót- um 2007 og 2008 segi að Íslend- ingar tengi væntingar sínar að einhverju leyti við flokkinn að minnsta kosti ári fyrir hrun. „Vísitalan byrjar að fylgja gengi Sjálfstæðisflokksins á meðan hann situr í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins,“ segir Grét- ar. „Þetta hefur ekkert endilega neitt með það að gera að hann sé í andstöðunni eins og í dag.“ Grétar telur mögulegt að kjós- endum landsins sé tamt að tengja Sjálfstæðisflokkinn við von um betri tíð með blóm í haga og það sé ein skýringin. Hins vegar þurfi að spyrja þeirra spurninga hvers vegna væntingavísitalan hafi ekki haldist í hendur við fylgið fyrir lok 2007 og hvers vegna tenging- in sé svona gríðarlega sterk eftir hrun. „Kannski er þetta flokkur vonarinnar, það er spurning.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, sagðist ekki hafa neina skoðun á fylgni vænt- ingavísitölunnar við fylgi flokks- ins og kvað málið ópólitískt. sunna@frettabladid.is Sjálfstæðisflokkur fylgir væntingum Væntingavísitalan á landinu og fylgi Sjálfstæðisflokksins virðast haldast þétt í hendur á síðustu árum. Er Sjálfstæðisflokkurinn flokkur vonarinnar? spyr stjórnmálafræðingur. Formaður flokksins vill lítið tjá sig um málið. 50 40 30 20 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 200 150 100 50 0 Væntingavísitala (stig) Fylgi Sjálfstæðisflokks (í prósentum) pr ós en tu r st ig Heimild: Capacent Fylgið fellur með vísitölunni BRETLAND, AP Tony Blair, fyrrver- andi forsætisráðherra Bretlands, ætlar að ánafna særðum bresk- um hermönnum allan ágóða af væntanlegri ævisögu sinni. Blair skapaði sér miklar óvinsældir í Bretlandi fyrir stríðsrekstur- inn í Írak og Afganistan. Hundr- uð breskra hermanna hafa fallið í þessum styrjöldum, auk þess sem þúsundir eru slasaðir. Ágóðinn af sölu bókarinnar, sem væntanlega mun nema millj- ónum punda, rennur til nýrrar endurhæfingarmiðstöðvar fyrir alvarlega særða hermenn. - gb Blair gerir yfirbót: Gefur særðum hermönnum fé TONY BLAIR Ánafnar nýrri endurhæfing- armiðstöð allan ágóða af ævisögu sinni. NORDICPHOTOS/AFP FÓLK Appelsínugulur, þýskur Porsche traktor, árgerð 1956, er nýjasti sýningargripur Búvéla- safnsins á Grund í Reykhóla- hreppi. Þetta kemur fram á vefsíðu hreppsins. Á Grund halda bræðurnir Unn- steinn Hjálmar og Guðmundur Ólafssynir búvélasafn. Þeir hafa sankað að sér fjölmörgum göml- um vélum og traktorum og gert upp til sýningar. Sagt er að appelsínuguli litur- inn á traktornum hafið verið val- inn til þess að traktorarnir yrðu sem mest áberandi svo hrað- skreiðari farartæki ættu auðveld- ara með að vara sig á þeim. - mþl Dráttarvélasafnið á Grund: Porsche traktor bætist í safnið PORSCHE TRAKTORINN Unnsteinn Hjálmar Ólafsson, bóndi á Grund, ásamt Tindi Guðmundssyni, bróðursyni sínum, á nýja traktornum. MYND/HLYNUR ÞÓR MAGNÚSSON ELDSVOÐI Bruni í Laugardalnum Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgar- svæðinu var kallað til þegar eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi við Austurbrú upp úr hádegi í gær. Hafði kviknað í tuskum á eldavél og greið- lega gekk að slökkva eldinn. Sextán milljóna flygill Bösendorfer flygillinn, sem KEA keypti á sextán milljónir króna, var fluttur inn í menningarhúsið Hof á Akureyri í gær. Vikudagur.is greindi frá þessu. Flygillinn verður annar af tveimur flyglum í húsinu, hinn verður Ingimarsflygillinn svokallaði, sem var keyptur á sínum tíma fyrir söfnunarfé í minningu Ingimars Eydal. AKUREYRI Engir dagforeldrar Ekkert dagforeldri er nú starfandi í Bolungarvík, en tvær dagmæður voru starfandi síðastliðinn vetur. Bolungar- víkurkaupstaður hefur vakið sérstaka athygli á þessu og hvatt áhugasama bæjarbúa til að sækja um leyfi til dagvistunar. VESTFIRÐIR „Kolbrún, fyllist þið ekkert sektarkennd yfir þessu?“ „Nei, það er víst okkar að leggja þetta á fólk.“ Kolbrún Jónatansdóttir er framkvæmda- stjóri Bílastæðasjóðs. Á Menningarnótt um næstu helgi verða þeir sem leggja ólöglega í miðborg Reykjavíkur sektaðir en undanfarin ár hefur Bílastæðasjóður horft í gegnum fingur sér með það á þessum degi. KARL TH. BIRGISSON SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR Væntingavísitalan Væntingavísitala Gallup er byggð á fimm spurningum: 1. Mati á núverandi efnahagsað- stæðum. 2. Væntingum til efnahagslífsins eftir 6 mánuði. 3. Mati á núverandi ástandi í atvinnumálum. 4. Væntingum til ástands í atvinnu- málum eftir 6 mánuði. 5. Væntingum til heildartekna heim- ilisins eftir 6 mánuði. STJÓRNMÁL Gylfi Magnússon mun sitja áfram sem efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra eftir þingflokksfund Samfylkingarinnar í gær. Þar var rætt um stöðu Gylfa, en ekki var rætt sérstaklega hvort hann ætti að segja af sér í kjölfar umræðu um álit sem Seðlabankinn lét vinna um gengistryggð lán. „Það er ekkert sem gefur mér tilefni til að víkja honum [Gylfa] úr sæti viðskiptaráð- herra út af þessu máli,“ sagði Jóhanna við fjölmiðlafólk að fundi loknum. Hún sagði Gylfa hafa skýrt mál sitt og hún telji svör hans fullnægjandi. Hún sagði að á fundinum hefði ekki komið annað fram en að Gylfi nyti fulls trausts þingflokksins. „Ég hef að vísu verið óánægð með að hafa ekki fengið þessi álit send frá Seðlabankan- um og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu,“ sagði Jóhanna. Spurð hvaða skýringar hún hafi fengið á því sagði hún að Seðlabankinn teldi, miðað við framvindu málsins, að eðli- legt hefði verið að forsætisráðherra og fjár- málaráðherra hefðu fengið lögfræðiálitið. Hún sagði að bankinn teldi þó að það hefði litlu breytt. „Gylfi var spurður margra spurninga, hann svaraði þeim vel og gaf greinargott yfirlit yfir málið. Þingmenn voru sáttir við greinargóð og góð svör,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, eftir fundinn í gær. - bj Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra fundaði með þingflokki Samfylkingarinnar um umdeilt lögfræðiálit: Ekki tilefni til að víkja Gylfa segir Jóhanna FUNDAÐ Ekki var rætt um mögulega afsögn Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, á fundi með þingflokki Samfylkingarinnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.