Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 4
4 17. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR HEYRNARSTÖ‹IN Læknastö›in, Kringl unni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 19° 23° 20° 18° 20° 20° 20° 23° 21° 30° 31° 35° 21° 19° 15° 21°Á MORGUN Stíf NA-át NV- og SA-til, annars hægari. FIMMTUDAGUR 3-10 m/s, hvassast SA- lands. 11 14 14 14 14 14 13 12 12 15 15 6 7 5 6 7 6 3 4 4 3 4 15 17 11 12 12 15 18 12 12 12 NORÐAUSTANÁTT með vætu norðan- og austanlands og heldur kólnandi veðri næstu daga en það verður nokkuð bjart og áfram fremur milt sunnan og suðvest- an til. Um að gera að njóta sumar- blíðunnar syðra í vikunni! Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður BANDARÍKIN, AP Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, hyggst láta af embætti á næsta ári. Í viðtali segir hann það skyn- samlega tímasetningu, því þá geti hann haft umsjón með þeirri stórsókn gegn talibönum sem er í undirbúningi en samt hætt tím- anlega áður en forsetakosningar verða á ný árið 2012. Gates er repúblikani og hefur verið varn- armálaráðherra síðan 2006, þegar George W. Bush var enn forseti, en hélt áfram þótt Barack Obama tæki við völdum. - gb Ráðherra boðar afsögn: Gates íhugar að hætta að ári ROBERT GATES Hefur verið varnarmála- ráðherra frá 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HJÁLPARSTARF SOS barnaþorpin á Íslandi ætla að senda 1,2 milljón- ir króna úr neyðarsjóði samtak- anna til hjálparstarfs á flóða- svæðunum í Pakistan. Upphæðin dugar til að sjá 500 fjölskyldum fyrir nauðþurftum í tíu daga segir í fréttatilkynningu frá sam- tökunum. SOS barnaþorpin eru barna- hjálp sem veitir munaðarlausum og yfirgefnum börnum staðgengil fyrir þá fjölskyldu sem þau hafa misst. Framlag Íslendinga er fengið úr neyðarsjóði samtakanna en alfarið er um frjáls framlög ein- staklinga að ræða. - mþl SOS barnaþorpin á Íslandi: Styrkja hjálpar- starf í Pakistan KÓLUMBÍA, AP Farþegaþota af gerðinni Boeing 737 hrapaði í lendingu og brotnaði í þrennt á flugvelli á eyjunni San Andres í fyrrinótt. Um borð voru 125 far- þegar og sex manna áhöfn. Einn farþegi lést og fimm slös- uðust, en að öðru leyti sluppu farþegar og áhöfn ómeidd úr þessum hildarleik. Vélin var í innanlandsflugi, frá Bogoto, höf- uðborg Kólumbíu, til San Andres. Talið er að vélin hafi orðið fyrir eldingu stuttu fyrir slysið. - gb Farþegaþota hrapaði: Fór í þrjá hluta í lendingunni FLUGSLYS Talið er að vélin hafi orðið fyrir eldingu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Nefnd sem fjallar um lögmæti kaupa sænsks dóttur- félags kanadíska orkufyrirtæk- isins Magma Energy á HS Orku hefur fengið frest til að skila nið- urstöðum til mánaðamóta. Upphaflega var nefndinni, sem skipuð var af forsætisráðherra 3. ágúst síðastliðinn ætlað að skila niðurstöðum um miðjan ágúst. Hrannar Björn Arnarson, aðstoð- armaður ráðherra, segir að nefnd- in hafi ekki náð að standa við þau tímamörk og því fengið frest. - bj Magma-nefndin fær frest: Niðurstaða um mánaðamót ÍSRAEL, AP Ísraelsk hernaðaryfir- völd og palestínsk stjórnvöld gagn- rýndu í gær harðlega fyrrverandi hermann í ísraelska hernum sem birti myndir af sjálfum sér með palestínskum föngum á Facebook- síðu sinni. „Ætli hann sé á Facebook? Ég þarf að merkja hann á myndinni,“ skrifaði hermaðurinn fyrir neðan myndina. Hermaðurinn heitir Eden Aberjil, samkvæmt Face- book-síðu hennar. „Þessar myndir gefa innsýn í hugarheim hernámsliðsins,“ segir Ghassan Khatib, talsmaður pal- estínskra stjórnvalda. „Myndirn- ar sýna stoltið sem fylgir því að niðurlægja Palestínumenn.“ Talsmaður hersins fordæmdi einnig birtinguna og sagði að væri Aberjil ekki búinn að ljúka herþjónustu sinni væri lítill vafi á að hún hefði verið dregin fyrir herdómstól. Ekki er ljóst hvort ein- hver viðurlög bíða hennar. Myndirnar þykja minna á mynd- ir sem teknar voru af bandarískum hermönnum með íröskum föng- um í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak árið 2003. Myndir Aberjil sýna þó ekki að fangarnir hafi verið beittir ofbeldi eða niðurlægðir með svip- uðum hætti og fangarnir í Abu Ghraib. - bj Fyrrverandi hermaður í ísraelska hernum harðlega gagnrýndur fyrir myndbirtingu: Setti fangamyndir á Facebook FANGAR Myndirnar brjóta gegn reglum ísraelska hersins samkvæmt talsmanni hans, en ekki var ljóst í gær hvort herinn gæti refsað hermanninum fyrrverandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Ummæli Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kyn- ferðisbrotadeildar lögreglunnar, sem hann lét falla í samtali við DV í gær, hafa sætt mikilli gagn- rýni. Segir Björgvin um fjölda nauðgana í landinu að „fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér“. Lætur hann þessi ummæli falla um tengsl nauðgana og vímuefna- neyslu. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stíga móta, segist vona innilega að ekki sé haft rétt eftir Björgvini í DV, en ef svo sé hafi hann afhjúp- að afstöðu sem sé óásættanleg og Stígamót muni strax lýsa yfir van- trausti á hann. Stígamót hafi kraf- ið Stefán Eiríksson lögreglustjóra skýringa á málinu. „Það er bannað með lögum að nauðga konum í hvaða ástandi sem þær eru,“ segir Guðrún. „Á bak við hverja nauðgun er að minnsta kosti einn nauðgari og í viðtalinu segir Björgvin að konur geti sjálfum sér um kennt sé þeim nauðgað þegar þær eru drukkn- ar. Með því hlýtur hann óbeint að vera að lýsa yfir sakleysi nauð- gara sem nauðga konum í ann- arlegu ástandi.“ Guðrún segir að Stígamót geti ekki hvatt konur til að kæra ef vitað sé að móttakand- inn líti svo á að nauðgunin geti verið henni að kenna. „Við skorum á yfirmann kynferðisbrotadeild- ar að skýra þetta mál.“ Starfs- fólk Stígamóta hefur haft áhyggj- ur af þeim litla fjölda dóma sem fallið hafa í nauðgunarmálum á síðustu áratugum. „Ég vona að Krefjast skýringa á ummælum lögreglu Ummæli sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar lét falla í DV í gær um fórnar- lömb nauðgana hafa sætt gagnrýni. Hann vill ekki tjá sig um málið við Frétta- blaðið. Stígamót og dómsmálaráðherra hafa krafið lögreglustjóra um svör. „Það er líka annað í þessu að það er alltaf undir hverjum og einum komið að vera meðvitaður um það að ef þeir drekka mikið, taka lyf eða fíkniefni þá getur ýmislegt gerst. Vandamálið felst meðal annars í því að fólk leitar ekki inn á við og sér ekki að það er að setja sjálft sig í hættu með drykkju og dópneyslu. Oftar en ekki eru þessi mál tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi sem er útsettur fyrir því að lenda í ein- hverjum vandræðum. Það er erfitt hvað það er algengt að fólk bendir alltaf á einhverja aðra og reynir að koma ábyrgðina yfir á þá. Fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér.“ DV 16. ágúst 2010 Ummæli Björgvins Björgvinssonar TALSKONA STÍGAMÓTA Guðrún Jónsdóttir segist vona að ekki hafi verið rétt haft eftir Björgvini. skýringarnar liggi ekki í svona viðhorfum,“ segir Guðrún. Halla Gunnarsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, lýsir yfir mikilli furðu með ummæli Björg- vins. „Ef rétt er eftir honum haft er hann ekki hæfur til að sinna sínu starfi,“ segir Halla. Ragna Árnadóttir dómsmála- ráðherra segir fráleitt að leggja ábyrgð nauðgana á brotaþola. Þó sé mikilvægt í þessu tilliti að Björgvin fái tækifæri til að skýra mál sitt í þessu samhengi. Hún hefur beðið Stefán Eiríksson, lögreglustjóra í Reykjavík, um útskýringar. Stefán vildi í gær ekki tjá sig um ummæli Björgvins, en sagðist vera búinn að kalla eftir skýring- um frá honum og næstu yfirmönn- um hans. Björgvin vildi heldur ekki tjá sig við Fréttablaðið. sunna@frettabladid.is SLYS Ökumaður jepplings háls- brotnaði þegar hann missti stjórn á bílnum og valt ofan í gil við Skaftatunguveg skammt frá bænum Gröf í gær. Bíllinn féll um sex metra ofan í gilið. Ökumaðurinn, erlendur ferðamaður á fimmtugsaldri, var fluttur með sjúkrabíl til Reykja- víkur. Að sögn lögreglu slapp far- þegi í bílnum ómeiddur. Báðir voru í beltum. Lögregla telur að vegfarendur sem urðu vitni að slysinu og hlúðu að ökumanninum hafa bjargað miklu. - bj Missti stjórn á bíl og valt: Ökumaður slas- aðist alvarlega AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 16.08.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,4728 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 119,33 119,89 186,03 186,93 152,85 153,71 20,516 20,636 19,204 19,318 16,056 16,150 1,3938 1,4020 180,46 181,54 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.