Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 8
8 17. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR Laugavegi 172-174 · 590 5000 · hekla.is · hekla@hekla.isÞjónustuver og þjónustumóttökur: Opið frá 8-17 alla virka daga · Pantanasími 590 5030 · thjonusta@hekla.is. Netspjall á www.hekla.is. Þú getur treyst því að okkar fólk veit um hvað það er að tala40 ára reynsla auðveldar þér að finna rétta varahlutinn Hjá HEKLU hefur þú val milli þess að fá upprunalega varahluti bílaframleiðenda eða ódýrari hluti annars staðar frá. Jón Magnússon og félagar hafa meira en 40 ára reynslu af því að finna réttu vara- og aukahlutina fyrir þig á svipstundu. Láttu okkur gera betur við bílinn þinn. 100% þjónustulán án vaxta Val um upprunalega eða ódýrari varahluti Einstök vöruþekking 200.000 vörunúmer Nýtt leikár kynnt eftir 3 daga 3 1 Hvað mun ný kvikmynd Rún- ars Rúnarssonar heita? 2 Hver er fyrrverandi stjórnar- formaður Sjúkratrygginga Íslands? 3 Hvaða fyrirtæki styrkti sumar búðirnar í Reykjahlíð um 7,5 milljónir króna? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 AFGANISTAN, AP Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur gefið út tilskipun um að einkarekin öryggis- gæslufyrirtæki verði að leggja niður alla starfsemi sína í landinu. Fá þau fjögurra mánaða frest til þess. Karzai hefur mánuðum saman sagt þessi fyrir- tæki grafa undan öryggissveitum stjórnarinnar. Annaðhvort lögregla eða her heimamanna eigi að sjá um þessi störf. Í ræðu sinni í nóvember síðastliðnum, þegar annað kjörtímabil hans hófst, sagðist hann vilja láta loka öllum innlendum jafnt sem erlendum öryggis- fyrirtækjum innan tveggja ára. Alls eru 52 öryggisgæslufyrirtæki á skrá hjá stjórnvöldum í Afganistan, en sú skrá er ekki tæm- andi. Í Afganistan starfa alls um 26 þúsund öryggis- gæslumenn fyrir Bandaríkjastjórn, þar af 19 þús- und fyrir bandaríska herinn. Talsmaður Bandaríkjahers sagði Bandaríkja- stjórn styðja þessi áform forsetans, en gat þó ekki svarað því hvort farið yrði að kröfum hans um lokafrest. - gb Forseti Afganistans rekur einkarekin öryggisgæslufyrirtæki úr landi: Fá fjögurra mánaða lokafrest HAMID KARZAI Lætur til skarar skríða gegn fyrirtækjum á borð við hið alræmda Blackwater. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Velta í dagvöru- verslun dróst saman um 2,4 pró- sent í júlí borið saman við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi. Þetta kemur fram í nýjum tölum um smásölu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar við Háskólann á Bifröst. Tölurnar benda til þess að botninum sé náð í smávöru- verslun. Sé veltan skoðuð á breytilegu verðlagi jókst hún um 1,9 prósent frá árinu áður. Leiðrétt fyrir árs- tíðabundnum þáttum dróst velta dagvöruverslana saman í júlí um 1,9 prósent frá sama mánuði árið áður. Verð á dagvöru hækkaði um 4,4 prósent á þessu tólf mánaða tímabili. Sala áfengis dróst saman um 3,4 prósent í júlí borið saman við sama mánuð í fyrra á föstu verð- lagi. Fataverslun var 2,0 prósent- um minni en velta skóverslunar jókst um 1,4 prósent milli ára. Velta húsgagnaverslana var 5,9 prósent minni og velta sérversl- ana með rúm minnkaði um 11,5 prósent. Sala á raftækjum jókst hins vegar um 13,1 prósent. Mikið hefur dregið úr verð- hækkunum frá síðasta ári og lækkaði verð í öllum vöruflokk- um nema húsgögnum í júlí miðað við júní. Velta í flestum tegundum smá- söluverslunar hefur verið held- ur minni það sem af er árinu en á sama tímabili í fyrra að raun- virði. Jafnvægi hefur verið í veltunni undanfarnar vikur sem bendir til þess að botninum sé náð. - mþl Minni verslun í júlí en í sama mánuði í fyrra: Útlit fyrir að botninum sé náð í smásöluverslun VERSLUN TEKIN AÐ GLÆÐAST Styrking gengis krónunnar hefur bundið enda á lækkun á veltu smásöluverslunar. Útlit er fyrir að botninum sé náð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó SA VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.