Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 16
16 17. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Bjargað frá þjóðargjaldþroti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framóknarflokksins, birti grein í Morgunblaðinu á laugardag um landbúnaðarmál. Hann fettir fingur út í þá gagnrýni sem komið hefur fram á íslenska landbúnaðarkerfið að undan- förnu. Hann segir ljóst að landbúnað- ur spari Íslendingum gjaldeyri sem nemi tugum milljarða á ári og sé því mikilvægur liður í að tryggja öryggi þjóðarinn- ar. Sigmundur bætir svo við að vel megi halda því fram að íslensk matvælaframleiðsla hafi bjargað þjóðinni frá gjaldþroti í kjölfar efna- hagshrunsins. Sérstök hagfræði Þetta verður teljast sérstök hagfræði. Beinn og óbeinn kostnaður við land- búnaðarkerfið hefur verið metinn um 15 milljarðar á ári og sækir atvinnu- greinin tvo þriðju hluta tekna sinna til ríkisins og þar með skattgreiðenda. Vandséð er hvernig atvinnugrein sem þarf slíkar upphæðir í niðurgreiðslu bjargar einu eða neinu á Íslandi. Skyldi Sigmundur telja ástæðu til þess að niðurgreiða framleiðslu fleiri vara til þess að spara gjald- eyri? Líta í eigin barm? Rætt var við Björgvin Björgvinsson, yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í DV í gær vegna þeirrar aukningar sem orðið hefur á nauðgunum á Íslandi undanfarin tvö ár. Haft er eftir Björgvini að oftar en ekki séu þessi mál tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkom- andi. Það verður að teljast með ólíkindum að lögreglumaður sem rannsaka á kynferðisbrot hafi þetta viðhorf til nauðgana. Er Björgvin einnig þeirrar skoðunar að fórnarlömb íkveikja geti sjálfum sér um kennt vegna ófullnægjandi brunavarna? magnusl@frettabladid.is Töluverðar umræður hafa spunnist um grein Ögmundar Jónassonar alþingis- manns um Evrópusambandið fyrir skömmu. Þar notaði þingmaðurinn mjög sérkennilegar líkingar úr mannkyns- sögunni til að leggja áherslu á mál sitt. Ögmundur hefur síðan reynt að klóra yfir þennan málflutning sinn, þegar betur hefði farið á því að hann bæðist afsökun- ar á þessum ósmekklega samanburði. Ögmundur notaði orðið lífsrými (lebensraum) sem er tengt útþenslustefnu nasista í Þýskalandi órjúfanlegum bönd- um. Það er sama hvað hann reynir að útskýra að þetta hafi verið notað í óeigin- legri merkingu og gert í framhjáhlaupi. Það breytir ekki tengingunni í þetta dökka tímabil í sögu álfunnar. Baldur Þórhallsson, Grímur Atlason og Guð- mundur Andri Thorsson hafa svarað þessu skilmerkilega og ætla ég því ekki að höggva í sömu knérunna. En fyrst þingmaðurinn var að tengja sögu Evrópu við stækkun ESB langar mig að benda honum á þróun mála í Pól- landi og Úkraínu. Þegar Pólland gekk í Evrópusambandið af fúsum og frjáls- um vilja árið 1994 stækkaði „lands- svæði“ (ef við notum hugtök Ögmundar) Evrópusambandsins um 6 prósent og íbúafjöldi um 10 prósent. Var þetta af hinu góða eða illa fyrir Pólland? Hefur Evrópusambandið sölsað undir sig auð- lindir Pólverja, til dæmis skógana eða kolanámurnar? Svarið er nei, enda hefur Evrópusambandið engan rétt til þess. Það sem ég hef aldrei skilið eru þau rök nei-sinna að Evrópusambandið ætli sér svo að sölsa undir sig auðlindir Íslands, þegar ljóst er að það hefur aldrei gert það í öðrum aðildarlöndum. Úkraínumenn, sem einnig liðu miklar hörmungar undir ógnarstjórn nas- ista, hafa reynt að tengjast Evrópusam- bandinu sterkari böndum. Þegar ESB stækkaði árið 1994 náði „landssvæði“ Evrópu sambandsins að Úkraínu. Þessi A-Evrópustækkun var ein helsta ástæða þess að Rússar hættu við að senda herlið inn í landið þegar „appelsínugula“ bylt- ingin átti sér stað í lok árs 2004. Úkra- ínumenn hafa því fagnað auknu „lands- svæði“ Evrópusambandsins því það hefur leitt til frelsis og lýðræðisumbóta í allri álfunni en ekki nýlendukúgunar og hörm- unga eins og Ögmundur gefur sterklega í skyn í grein sinni að muni gerast ef Ísland gerist aðili að ESB. Ögmundur og Úkraína Evrópumál Andrés Pétursson formaður Evrópusamtakanna RÝMINGARSALA Hættum með gjafavöru og leikföng Allt á 50-300 krónur Opið 12-18 R agna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur nú tekið af skarið og falið réttarfarsnefnd að undirbúa breytingar á lögum, þannig að lögreglan fái heimild til svokallaðra forvirkra rannsókna. Ennfremur vill ráðherra að nefndin geri tillögur að lagasetningu sem kveði á um hvernig stjórnvöld eigi að bera sig að, vilji þau beita heimild stjórnarskrárinnar til að banna félög með ólögmætan tilgang. Báðar þessar tillögur eru umdeildar. Heimild til forvirkra rann- sóknaraðgerða gengur út á að lögregla megi taka einstakling til rannsóknar þótt hann sé ekki grunaður um tiltekið afbrot eða að ætla að fremja tiltekinn glæp. Þá dugir að grunur leiki t.d. á tengslum viðkomandi við skipulögð glæpasamtök. And- stæðingar þessarar tillögu færa fram þau rök, að þessar heimildir verði notaðar til að brjóta friðhelgi einkalífs eða til að réttlæta geðþóttaákvarðanir lögreglu um rannsókn á fólki, sem ekkert hefur til saka unnið. Þetta eru réttmætar efasemdir og sjálf segist Ragna Árnadóttir efasemdamanneskja í þessum efnum. Hún bendir hins vegar á þau gögn, sem fyrir liggja um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi og telur sér ekki stætt á öðru en að bregðast við. Þetta er rétt afstaða hjá ráðherranum. Skipulögð glæpastarfsemi er staðreynd á Íslandi. Hér hafa nýlega í fyrsta sinn fallið dómar í mansalsmálum, fyrir hryllilega og samvizkulausa glæpi. Fíkniefna- sala fer sömuleiðis fram í vaxandi mæli í tengslum við skipulögð glæpasamtök og útlendar glæpaklíkur teygja anga sína hingað; senda jafnvel menn gagngert til Íslands til að fremja ofbeldisverk. Við þessu verður að sporna og ekki dugir að lögreglan á Íslandi hafi færri verkfæri en lögregla í nágrannalöndunum til að berjast gegn ófögnuðinum. Samhliða tillögu sinni um að rýmka heimildir lögreglu leggur Ragna Árnadóttir til að strangt eftirlit verði haft með því hvernig heimildirnar verði notaðar. Annars vegar verði komið á sjálfstæðu innra eftirliti lögreglu. Hins vegar fylgist þingnefnd eða sérstök deild innan dómstóls með rannsóknum lögreglunnar, eða þá hvort tveggja. Fyrirkomulag með þessu eftirliti er með ýmsum hætti í nágrannalöndunum; sums staðar hjá dómstólum, annars staðar hjá sérstökum þingnefndum þar sem nefndarmenn eru þagnarskyldir. Eftirlit slíkrar þingnefndar, með fulltrúum allra flokka, ætti að draga úr áhyggjum sem komið hafa upp af því að stjórnvöld kynnu að misnota rýmri rannsóknarheimildir til að klekkja á pólitískum andstæðingum. Tillaga um að beita heimild stjórnarskrárinnar til að banna félög með ólögmætan tilgang er einnig umdeild. Menn hafa látið í ljósi áhyggjur af að með því yrði vegið að félagafrelsinu. Hins vegar er fullkomlega réttmætt að banna samtök á borð við Vítisengla, sem sannað er að ástunda skipulagða glæpastarfsemi í nágrannalöndum okkar. Eins og Ragna Árnadóttir bendir á í Fréttablaðinu í gær, yrði mat á réttmæti þess að beita þessari heimild alltaf í höndum dómstóla og stjórnvöld yrðu að færa fullar sönnur á mál sitt. Kjarni málsins er þessi: Við búum í harðari heimi en áður. Harð- svíraðir glæpamenn vilja gera Ísland að starfsvettvangi sínum. Við getum ekki setið með hendur í skauti og leyft þeim að vaða uppi. Dómsmálaráðherra gerir rétt í að leggja til rýmri heimildir til að fást við skipulagða glæpi. Harðari heimur Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.