Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 BLÁBER eru meinholl og full af andoxunarefnum sem vinna á móti hrörnun líkamans auk þess sem þau eru algjört sælgæti. Nú er rétti tíminn til að drífa alla í fjölskyldunni út í móa og tína af kappi. Þegar næst í Alissu Rannveigu Vilmundardóttur kastar hún mæð- inni stutta stund og gefur sér tíma til að ræða við blaðamann áður en hún leggur á Öxnadalsheiðina. „Það gengur allt eftir áætlun og betur en ég þorði að vona,“ segir Alissa hress í bragði þrátt fyrir að hafa lent í köflóttu veðri. Tæpir þúsund kílómetrar eru að baki þegar hér er komið við sögu og því um 350 kílómetr- ar eftir á hringferð hennar um landið sem hófst mánudaginn 9. ágúst og lýkur á morgun. Til- gangur ferðarinnar er að safna peningum til styrktar Rannsókn- arstofu í krabbameinsfræðum. „Það hefur lengi verið draum- ur minn að gera eitthvað stórt fyrir verðugt málefni,“ upplýsir Alissa en sem læknanemi hefur hún kynnst starfi rannsóknarstof- unnar og segir hana framarlega á sínu sviði í heiminum. Önnur ástæða þess að rannsókn- arstofan varð fyrir valinu er sú að Alissa hefur misst báðar ömmur sínar og litla frænku úr krabba- meini. „Ég hef haft þær í huga meðan ég hjóla,“ segir hún. En er ekki erfitt að hjóla í þéttri umferðinni á þjóðvegi 1? „Nei, ég hef fengið alveg frábærar mót- tökur í umferðinni. Fólk veifar og ökumenn eru langoftast kurteisir og taka tillit til mín,“ segir hún en viðurkennir þó að hafa lent í einu óþægilegu atviki rétt vestan við Höfn. „Ég var komin að einbreiðri brú og sá að bíll sem kom á móti var töluvert langt í burtu og ákvað að láta vaða yfir, enda brúin stutt. Ég var komin rúmlega hálfa leið yfir þegar ég sá að bíllinn hægði ekk- ert á sér, en þetta var stór jeppi með hjólhýsi í eftirdragi,“ lýsir Alissa sem leist ekki á blikuna að fá jeppann beint í flasið. Þar sem brúin var mjó og jeppinn breiður hafði hún ekki val um annað en að koma sér fram af brúnni og við stökkið fór hún illa í hnénu. „En ég er búin að ná mér núna.“ Að öðru leyti hefur ferðalagið gengið stórslysalaust fyrir sig, fyrir utan það að annað dekkið sprakk á laugardaginn. Þá kom það sér vel að foreldrar Alissu fylgja henni á bíl og gátu þannig komið henni til hjálpar. Alissa áætlar að vera komin til Reykjavíkur á morgun. Hún býður öllum þeim sem vilja, að hitta hana á planinu hjá Snæfellsvídeói í Mos- fellsbæ klukkan 17 og hjóla með henni síðasta spottann að Lækna- garði þar sem Rannsóknarstofa í Krabbameinsfræðum er til húsa. Þar mun Vigdís Finnbogadóttir, verndari ferðarinnar, afhenda for- stöðukonum Rannsóknarstofunnar skjal til marks um það sem hefur safnast. Einnig verður boðið upp á léttar veitingar. Þeir sem vilja styrkja átakið geta hringt í styrktarlínuna 904- 1339 sem verður opin áfram, en nánari upplýsingar má nálgast á facebook.com/okkar.leid. Einnig er hægt að fylgjast með ferðalagi Alissu á depill.is/okkar.leid. solveig@frettabladid.is Ökumenn flestir kurteisir Alissa Rannveig Vilmundardóttir læknanemi lýkur tíu daga hjólaferð um landið á morgun. Ferðina fór hún til styrktar Rannsóknarstofu í krabbameinsfræðum. Hún býður fólki að fylgja sér síðasta spölinn. Alissa Rannveig Vilmundardóttir læknanemi hjólar í kringum landið til að styrkja Rannsóknarstofu í krabbameinsfræðum. MYND/ÚR EINKASAFNI ÚTSALA Opið mánud. – föstud. frá kl 11 – 18 Lokað á laugardögum 40%50% Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is SÍÐASTA VIKA ÚTSÖLUNNAR Þú kaupir 2 fl íkur og færð þriðju fl íkina FRÍTT með Sú ódýrasta fylgir frítt með www.vilji.is • Sími 856 3451 STUÐNINGS STÖNGIN HVAÐ ER STUÐNINGSSTÖNGIN? Hjálpartæki sem auðveldar fólki að vera virkt og athafnasamt við daglegt líf án þess að þurfa að reiða sig á aðra. Auðveld í uppsetningu Engar skrúfur eða boltar Tjakkast milli lofts og gólfs Hægt að nota við hallandi loft, timburloft og mikla lofthæð Margir aukahlutir í boði Falleg og nútímaleg hönnun Passar allsstaðar og tekur lítið pláss Viðurkennd af Tryggingastofnun ríkisins 10 ÁR Á ÍSLANDI Patti.is Landsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 Fjöldi nýrra módela - Endalausir möguleikar Tilboð gildir til 21. ágúst Áklæði að eigin vali 319. 900 krPísa B asel 3+1+ 1 Verð áður 360.9 00 kr 34.90 0 krSófa borð í úrva li verð frá

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.