Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 25
heilsa og lífstíll ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2010 5 Nú býðst Íslendingum í fyrsta sinn að yngjast upp um ára- fjöld með ayurvedísku andlits- nuddi til andlitslyftingar. „Ég byrja alltaf á að nudda hægri helming andlitsins fyrst, til að sýna muninn sem sést mjög greini- lega, og klára svo meðferðina svo samræmi sé fullkomið í hvert skipti,“ segir Arnhildur Magnús- dóttir svæðanuddari sem á vordög- um lauk tveggja ára námi í nuddi til andlitslyftingar, eða Face- lift Massage, eftir ayurvedískum fræðum. Ayurveda er indversk al- þýðulækningaraðferð sem stunduð hefur verið í árþúsundir, en með henni er lögð áhersla á sjálfsheil- andi krafta í viðhaldi ónæmiskerf- is líkamans, með réttum lifnaðar- háttum, mismunandi nuddaðferð- um og líkamsmeðhöndlunum. „Meðferð þessi er einstök. Engar olíur né krem eru notuð við nuddið, en í stað þess teygi ég og sný upp á húðina. Það kemur blóð- rás og sogæðakerfi líkamans af stað, með þeim árangri að fólk finnur víðtæk og góð áhrif um allan líkamann, auk þess að yngj- ast upp um mörg ár í andliti,“ segir Arnhildur sem er ein þriggja ís- lenskra nuddara sem lokið hafa námi í Facelift Massage, sem er lögverndað meðferðarheiti, en hinar eru Emilía Einarsdóttir í Keflavík og Svava Svavarsdóttir í Hafnarfirði. „Nudd til andlitslyftingar hent- ar öllum sem farnir eru að merkja öldrunareinkenni í andliti sínu. Slíkt liggur oftar en ekki í genum viðkomandi, en umhverfisáhrif hafa líka mikið að segja. Við- skiptavinir eru því konur og karl- ar frá 25 ára og upp úr; sumir með minni háttar hrukkumynd- un, meðan aðrir eru orðnir tölu- vert mikið hrukkóttir,“ segir Arn- hildur sem mælir með sex til átta skiptum til að veruleg andlitslyft- ing eigi sér stað. Eftir það sé gott að koma annan hvern mánuð í eitt til tvö skipti til að halda sér við. „Munurinn er sláandi mikill, jafnvel þótt hrukkur hafi verið djúpar fyrir. Þreyta og pokamyndun í kringum augu minnkar til muna og allir andlitsdrættir mýkjast. Ár- angurinn kom sjálfri mér virki- lega á óvart þegar ég byrjaði að nota þessa aðferð hér heima; bæði hvernig fólkinu leið eftir á, leit út í andliti, og hvernig líkaminn brást við. Ýmsir kvillar lagast í kjölfar- ið; það dregur úr mígreniköstum og melting batnar við örvun sogæða- kerfis og blóðrásar við punktanudd í andliti og á hálsi.“ Arnhildur segir hvert skipti í Facelift Massage taka um klukku- stund og valda góðri slökun og vellíðan meðan á stendur. „Ég mæli hiklaust með nuddi til andlitslyftingar umfram and- litsstrekkingu með lýtaaðgerð, því hingað hafa komið einstaklingar sem borgað hafa fúlgur fjár til að fara undir hnífinn í þeim tilgangi að yngjast í útiliti. Útkoman hefur valdið þeim vonbrigðum og þeir verið ánægðari með árangurinn eftir andlitsnuddið. Andlitslyfting verður þó aldrei varanleg til lengri tíma því öll höldum við áfram að eldast, en góðu útliti má vel við- halda með náttúrulegum aðferð- um, eins og andlitsnuddi.“ Þess má geta að Arnhildur er með aðstöðu á Beauty Bar í Höfða- túni 2, en fer einnig á lands- byggðina til að nudda. Nán- ari upplýsingar í síma 895 5848. - þlg Hrukkurnar nuddaðar burt Arnhildur Magnúsdóttir svæðanuddari lauk nýverið ströngu námi á Englandi til að verða fullnuma í andlitslyftingu með andlitsnuddi, en þar í landi nýtur slíkt nudd mikilla vinsælda, enda árangurinn góður. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI WC efni -20% Kælibox 15900 -50% 7.950.- Sólarsellur 9780068.460.- Grill49.900.- -30% 34.980.- Allt í ferðalagið með miklum afslætti. -30% Opnunartími Virka daga 9–18 Lokað um helgar VÍKURVERK | VÍKURHVARFI 6 | KÓPAVOGI | SÍMI 557 7720 | vikurverk@vikurverk.is | www.vikurverk.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.