Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 26
 17. ÁGÚST 2010 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll Höskuldur Kristvinsson skurð- læknir ætlar að hlaupa í kringum fjallið Mont-Blanc nú í ágúst þegar hann tekur þátt í Ultra-Trail du Mont-Blanc. Hlaupið er 165 kíló- metra langt og mikil þrekraun en hæðarmismunur er um 9.000 metr- ar. Höskuldur tekur nú þátt í þriðja sinn og hefur undirbúið sig undan- farið hálft ár. „Það þarf töluvert mikla fjalla- æfingu fyrir þetta og ég er búinn að skokka Esjuna yfir 50 ferðir á árinu. Þetta er býsna erfitt en með réttum undirbúningi er þetta vel mögulegt fólki á mínum aldri,“ segir Höskuld- ur sem stendur á sextugu. Höskuld- ur er heldur enginn nýgræðingur í hlaupunum en hann hefur stundað langhlaup í tæp 30 ár og hljóp sitt fyrsta maraþon árið 1985. „Ég fer nú ekki hratt yfir og er að þessu bara fyrir sjálfan mig. Ég tók fyrst þátt í Ultra-Trail du Mount-Blanc árið 2003, þá gafst ég reyndar upp eftir 117 kílómetra. Ég var betur undirbúinn árið 2007 og kláraði þá hlaupið. Ég hef gaman af því að halda mér í formi og tek yfirleitt þátt í tveimur langhlaupum á ári. Í júní tók ég þátt í hundrað mílna hlaupi í Bandaríkjunum. Við erum tveir sem ætlum að fara allan hringinn um Mont Blanc núna, ég og Börkur Árnason og vonandi tekst að klára hlaupið. Annars er Börk- ur yngri og fljótari og að fara í sitt fjórða skipti,“ segir Höskuldur og á von á því að verða stunginn af. „Já, ekki spurning, ég mun horfa undir skósólana hans fljótlega, en það er allt í lagi.“ - rat Býsna erfitt en mögulegt „Eftir að hafa kennt jóga og dans, jassballet og leikfimi í yfir 30 ár fór ég að skoða afhverju það létt- ast ekki allir með hefðbundum að- ferðum,“ segir Sigríður Guðjohn- sen jógakennari, en hún hefur sett saman nýtt námskeið þar sem fæðu- tegundir, sem þekktar eru fyrir að valda óþoli hjá fólki, eru teknar út. „Matvara er orðin svo stútfull af alls konar efnum sem líkam- ar okkar þekkja ekki og bregðast þannig við að við bólgnum út og léttumst ekki þó við förum í átak. Námskeiðið er fyrst og fremst heils- unámskeið þar sem við léttum á meltingu og örvum hana,“ útskýrir Sigríður. „Við erum í jóga þrisvar í viku og lyftum í tækjasal tvisvar í viku. Svo er farið ýtarlega yfir mat- aræðið og teknar út mjólkurvörur, hvítt hveiti, ger og sykur. Ég vinn eftir Hafa-jógaheilsufræðum og sæki í náttúrulækningar en þetta er fyrsta námskeiðið sinnar tegundar, þar sem heilsufræði er tekin með inn í líkamsræktarátak.“ Við upphaf og lok námskeiðs eru þátttakendur mældir og vigtað verður einu sinni í viku. Einnig verður settur upp matseðill sem þátttakendur fylgja. Áherslan er þó ekki bara líkamleg en Sigríður segir hluta námskeiðsins að læra að þekkja sjálfan sig og koma á jafnvægi. „Við vinnum líka með tilfinn- ingar en þegar við erum neikvæð lokast fyrir flæðið í líkamanum. Jógaæfingarnar styðja flæðið. Við erum komin úr takti við allt í dag og þurfum að hverfa aftur til nátt- úrunnar,“ útskýrir Sigríður og segir námskeiðið ætlað öllum sem vilja hreinsa sig og þeim sem geng- ur illa að ná árangri. Námskeiðið er kennt í Nordica Spa og stendur í fjórar vikur. -rat Aftur til móður jarðar FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V IL H EL M Höskuldur Kristvinsson læknir ætlar að hlaupa 165 km kringum fjallið Mont Blanc nú í lok ágúst. ● RISA SPINNING Á SUNDLAUGARBAKKA Actic líkamsrækt og sund, sem áður héð Nautilus heilsurækt, stóð fyrir skemmtilegri uppákomu í byrjun mánaðarins. Þá var haldinn risa spinn- ing-tími á sundlaugarbakkanum í Sundlaug Kópavogs. Ríflega sjötíu manns tóku þátt í tímanum og var stemningin mjög góð enda skein sólin á þátttakendur. Actic er með starfsemi á níu stöðum. Elsta stöðin er í Sundlaug Kópa- vogs en þar var hún opnuð 1997. Aðrar stöðvar eru í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði, Salalaug í Kópavogi, íþróttamiðstöð Álftaness, íþróttamiðstöð Vestmannaeyja, í Vogum, á Selfossi, Hellu og í Vík í Mýrdal. Hjá Actic er boðið upp á sund, tækjasal og spinning en helsta nýjungin í stöðinni er sú að boðið er upp á kort fyrir krakka á aldrinum 13 til 16 ára. Um sjötíu manns mættu í spinning á bakka Sundlaugar Kópavogs. Hotel and Tourism Management Studies Iceland/Switzerland Árni Valur Sólonsson, Sími: 896-2204 eða Baldur Sæmundsson, Sími: 594-4000 Hospitality and Culinary School of Iceland University Centre "César Ritz" in Switzerland Skólinn hefst á eftirfarandi dags. Fyrsta ár: 24. águst 2010 - Ísland Annað & þriðja ár: Júlí 2011 - Sviss Innritun stendur yfir Hótel og Veitingaskóli Íslands Menntaskólanum í Kópavogi Merkja umsókn B/t. Baldur Sæmundsson Innritun stendur yfi r Hótel- og matvælaskólinn Menntaskólanum í Kópavogi Skólinn hefst á eftirfarandi dags. Fyrsta ár: 24. águst 2010 - Ísland Annað & þriðja ár: Júlí 2011 - Sviss Hospitality and Culinary School of Iceland University Centre "Césa Ritz" in Switzerland Árni Valur Sólonsson, Sími: 896-2204 eða Baldur Sæmundsson, Sími: 59 -4000 Sigríður Guðjohnsen jógakennari hefur sett saman heilsunámskeið í Nordica Spa þar sem hún tvinnar saman jóga og lyftingum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● SKYR SELST VEL Í BANDARÍKJUNUM Áætlað er að fyrirtækið Siggi‘s skyr í Bandaríkjunum muni hala inn um sex milljónir dollara á þessu ári vegna sölu íslensks skyrs vítt og breitt um Bandaríkin. Íslendingurinn Sigurður Hilmarsson hóf tilraunir með skyr- og jógúrtframleiðslu í New York árið 2004 þegar hann var þar námsmaður. Varan, Siggi‘s skyr, var tilbúin ári síðar og hann byrjaði að selja skyrið sitt á sveitamarkaði í upphéraði New York ríkis. Hjólin fóru að snúast árið 2007 þegar hann kynntist af tilviljun starfsmanni Whole Foods-verslanakeðjunnar og ári síðar var Siggi‘s skyr farið að sjást í hillum þar. Nánar á www.bbl.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.