Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 34
22 17. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Gunnar Finnsson rafvirki, Tryggvagötu 4, lést mánudaginn 9. ágúst 2010 á Líknardeild Land- spítalans í Kópavogi. Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag þriðjudaginn 17. ágúst kl. 13.00. Eva Hlín Gunnarsdóttir Jökull Pálmar Jónsson Hákon Darri Jökulsson Marta Gunnarsdóttir Sigvaldi Lárus Guðmundsson Elísabet Líf Sigvaldadóttir Hildur Finnsdóttir Gunnar Gunnarsson Eríkur Finnsson Hafdís Þorvaldsdóttir Ástkær móðir mín, amma, systir og mágkona, Elsa Guðjónsdóttir, Elsa í sparisjóðnum, andaðist á Hrafnistu Hafnarfirði föstudaginn 13. ágúst Þórhallur Frímann Óskarsson og aðstandendur. Ástrík eiginkona, móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, Ástríður Sveinsdóttir Hjallabraut 33, Hafnarfirði, er lést þann 6. ágúst, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík 18. ágúst kl. 15. Jarðsett verður í Hafnarfirði. Magnús Ingi Sigurðsson Helga Jóna Ólafsdóttir Ásgeir Friðsteinsson Edda Ólafsdóttir Þóra Ólafsdóttir Aad Groeneweg Sigríður Margrét Magnúsdóttir Björn Jónsson Kristín María Magnúsdóttir Jón Magnús Sveinsson Herta Maríanna Magnúsdóttir Arthur Pétursson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, systir, tengdamóðir, amma og lang- amma, Inger Elise Sigurðsson áður til heimilis að Safamýri 85, lést á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum laugar- daginn 14. ágúst. Benedikt Bjarni Sigurðsson Ása Benediktsdóttir Jóhannes Benediktsson Björg B. Pálmadóttir Anna María Benediktsdóttir Henny Petersen barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts okkar ástkæra eiginmanns, sonar, föður, tengdaföður, bróður,mágs og afa, Ragnars Hreins Ormssonar, Olga Björg Jónsdóttir Ormur Hreinsson Helga Ragnhildur Helgadóttir Helga Björg Ragnarsdóttir Jón Hafsteinn Ragnarsson Elísabet Dröfn Erlingsdóttir Guðrún Ormsdóttir Þorsteinn Bjarnason Hafsteinn Eyvar, Ragnar Steinn, Ragnheiður Olga, Þorsteinn Elvar, Ísabella Eir og Guðrún Soffía. Innilegar þakkir sendum við öllum sem hafa sýnt okkur hlýhug við andlát elskulegrar eiginkonu, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, Guðrúnar Emelíu Brynjólfsdóttur, Emmu. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Eir, 3. hæð suður fyrir hlýju og nærgætni, starfsfólk Hlíðabæjar fær kærar þakkir fyrir þeirra góða stuðning. Halldór G. Stefánsson, K. Sigrún Halldórsdóttir, Guðrún O. Halldórsdóttir Bryndís S. Halldórsdóttir, Sigurður E. Ragnarsson Guðrún Emelía, Halldór Gunnar, Victor Björgvin, Ásta Kristín Victorsbörn, Sveinn Ragnar, Gunnar Emil og Brynjar Geir Sigurðssynir, makar og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Kristínar Sigtryggsdóttur Lína Þórðardóttir Jonsson Sigurður Jónsson Jófríður Halldórsdóttir Áslaug Jónsdóttir Róbert Melax Ágústa Jónsdóttir Helgi Baldvinsson Steingrímur Jónsson Ásta Davíðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Minnisvarði til heiðurs Helga Hóseas- syni verður afhjúpaður klukkan átta, laugardagsmorguninn 21. ágúst næstkomandi á horni Langholtsveg- ar og Holtavegar. Að minnisvarðan- um standa fjórir menn, þeir Gísli Þór Sigurþórsson, Ágúst Ásgeirsson, Haf- steinn Óskarsson og Baldvin Einars- son. Baldvin rekur ljósmyndaversl- unina Beco á Langholtsvegi en hinir þrír mynda Vísindafélag Menntaskól- ans við Sund þar sem þeir kenna. Hug- myndin kviknaði hjá Gísla. „Undanfarin 20 ár hef ég keyrt Langholtsveginn öðru hvoru. Það var fastur liður að sjá karlinn standa þarna. Í fyrrahaust keyri ég þarna um og hugsa með mér að þetta sé ekki hægt, allt í einu er karlinn horfinn og eitthvað yrðum við að gera,“ segir Gísli sem ásamt félögum sínu orðaði hugmyndina við Baldvin. „Hann varð mjög glaður því þeir Helgi voru miklir vinir. Það var því sami söknuðurinn í honum og okkur.“ Minnisvarðinn verður endurgert skilti með áskrifuðu slagorði sem hóp- urinn hefur látið endurgera með rit- hönd Helga. En hvað stendur á skilt- inu? „Það kemur í ljós á laugardaginn,“ Segir Ágúst en upplýsir þó að það sé eitt af frægustu skiltum Helga. Stuttu eftir andlát Helga voru uppi vangaveltur um að reisa ætti styttu til minningar um hann. Einnig urðu þær raddir háværar að það væri ekki í samræmi við persónu Helga. Minnis- varðinn er einkaframkvæmd þessara fjögurra manna og spurðir hvort þeir óttist að uppátækið fari fyrir brjóstið á einhverjum segja þeir það viðbúið. „Það verður örugglega einhver óánægður með þetta. En Helgi var maðurinn sem mótmælti og það er bara viðbót ef einhverjir halda áfram að mótmæla, til dæmis því að einhver reisi honum minnisvarða,“ segir Gísli. „Með þessu vildum við tryggja að komandi kynslóðir geti spurt, hvaða skilti er þetta?,“ segir Gísli og Ágúst bætir við: „Maður sem storkar valdinu í samfélaginu á sér ekki mikið skjól hjá þeim sem eiga að framkvæma opinberlega.“ Hann segir minnisvarð- ann í raun ekki bara minnisvarða um Helga sjálfan heldur um mótmæli hans. „Þetta verður vettvangur fyrir áfram- haldandi mótmæli. Helgi notaði eigin hugtakaheim til að nota ekki hugtök notuð af valdinu sem hann var að berjast gegn. Fyrir vikið var hann talinn mikill sérvitringur. Okkur þótti mjög vænt um að geta komið honum fyrir á stað sem ekki er opinber en minnisvarðinn mun standa á einkalóð,“ segir Ágúst og hvet- ur fólk til að mæta með kakó á brúsa á laugardagsmorguninn þegar skiltið verður afhjúpað. heida@frettabladid.is HELGI HÓSEASSON: REISTUR MINNISVARÐI Á GÖTUHORNI Á horninu þar sem Helgi stóð VETTVANGUR MÓTMÆLA Gísli Þór Sigurþórsson, Ágúst Ásgeirsson, Hafsteinn Óskarsson og Baldvin Einarsson ætla að reisa Helga Hóseassyni minnisvarða á horni Langholtsvegar og Holtsvegar sem vettvang áframhaldandi mótmæla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON RAGNAR KJARTANSSON LISTA- MAÐUR FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1923 „Raunsæið verður að verða skýrt og afgerandi.“ Ragnar Kjartansson fæddist að Staðastað á Snæfellsnesi. Hann lærði höggmyndalist hjá Guðmundi frá Miðdal og Ásmundi Sveinssyni. Meðal verka Ragnars er minnisvarði um ísfirska sjómenn. Heklugos hófst þennan dag árið 1980 en stóð stutt. Aftur hófst stutt gos 9. apríl árið 1981 og talið framhald þessa goss. Hekla er 1.491 metra hár eldhrygg- ur og eitt virkasta eldfjall á Íslandi en ungt og er meginhluti þess talinn yngri en 7 þúsund ára. Virknina í jarðskorpunni má rekja til þess að fjallið stendur á skorpu þar sem Suðurlandsbrotabeltið og Suðurlands- gosbeltið mætast. Einhver mestu hamfaragos á Íslandi áttu sér stað í Heklu fyrir 7.000, 4.500 og 2.900 árum. Ummerki þessara gosa má finna í formi gjóskulaga sem dreifðust yfir stóran hluta landsins, einkum í norðurátt. Heimild: wikipedia ÞETTA GERÐIST: 17. ÁGÚST ÁRIÐ 1980 Eldgos hófst í Heklu AFMÆLI ELLERT INGIMUNDARSON leikari er 53 ára. BJÖRN INGI HILMARSSON leikari er 48 ára. SEAN PENN leikari er fimm- tugur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.