Fréttablaðið - 20.08.2010, Síða 1

Fréttablaðið - 20.08.2010, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI20. ágúst 2010 — 194. tölublað — 10. árgangur FÖSTUDAGUR skoðun 20 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 600 g beinlaust kjöt, kjúklingur, lamba- eða svínakjöt2 msk. matarolía3 gulrætur 1-2 laukar 4 dl hrísgrjón 75 g þurrkaðar apríkósur50 g rúsínur 2 appelsínur, um 2 dl safi og börkur af einni appelsínu2 grænmetisteningar4 dl vatn Grófsaxið apríkósur og blandið þeim saman við ásamt rúsínum og rifnum appelsínuberki og hellið safanum yfir. Leysið súputening-ana upp í vatni og hellið yfir. Setjið álpappír yfir og bakið í þrjátíu mínútur. Takið álpappírinn af og hrærið í. Látið standa í ofninum í tíu mínútur. Jógúrtsósa 2 d FLJÓTLEGUR KJÖTRÉTTUR AUÐAR INGUmeð jógúrtsósu og bollum fyrir 4-6 „Þetta er kjötréttur sem ég nota mikið þegar ég fæ börnin mín í mat,“ segir Auður Inga Ingvars-dóttir listakona. „Og hann er svo fljótlegur. Ég skutla þessu bara inn í ofn og hann er tilbúinn.“Auður Inga lýsir gerð réttarins þannig: „Ég geri kjötrétt sem í er hægt að nota kjúkling, svínakjöt eða lambakjöt,“ segir Auður Inga og heldur áfram: „Ég steiki kjötið á pönnu og set í eldfast mót. Svo set ég lauk og gulrætur á pönnuna og bæti hrísgrjónum við. Þetta er látið hitna vel þar til hrísgrjónin eru orðin glær og þá set ég apr-íkósur, rúsínur, appelsínubörk ogappelsínusafa “ Skutla kjötrétti í ofninn Listakonan Auður Inga Ingvarsdóttir er mikið fyrir heilsusamlegan mat. Hún gefur lesendum uppskrift að kjötrétti með gulrótum og lauk, hrísgrjónum, apríkósum og appelsínuberki sem vinsæll er á heimilinu. Auður Inga Ingvarsdóttir segist vera mikið fyrir heilsusamlegan mat og finnst sérstaklega gaman að baka brauð og bollur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VETRAROPNUNARTÍMI hófst í Fjöl-skyldu- og húsdýragarðinum 18. ágúst. Frá og með þeim tíma er opið frá klukkan 10 til 17. Tækin verða opin út þessa viku en fara svo í vetrarfrí. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200Netf frábært flugeldaútsýni til Reykjavíkurhafnar og næg bílastæðiPerlan býður ykkur velkomin á menningarnótt. Hefjið menningarröltið á belgískum vöfflum á 4. hæð Perlunnar eða njótið flugeldanna frá höfninni yfir 4ra rétta kvöldverði á veitingastaðnum á 5. hæð. Hjá Perlunni eru næg bílastæði! Góð tækifærisgjöf! 4ra rétta tilboð · Lystauki — Hvala carpaccio ·· Humarsúpa rjómalöguð með grilluðum humarhölum · · Kryddlegin bleikja með rússneskri pönnuköku · · Fiskur dagsins útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar ·· Lambatvenna með steinseljurótarmauki og basil-myntu gljáa · · Kókoshnetu–tapioca með steiktu mangói og lychée sorbet ·7.290 kr. föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 20. ágúst 2010 H 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur veðrið í dag Hálfgerð sálfræði Jökull Jörgensen hefur rekið hárgreiðslustofuna Amadeus í 25 ár. tímamót 26 Brúðkaupið í dag Anita Briem gengur í það heilaga á grískri eyju. fólk 46 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 6 0 8 Uppskriftin að föstudags- pizzunni er á gottimatinn.is Mundu eftir Afsláttarhefti Smáralindar Glæsilegt Borgarleikhúsblað fylgir með Fréttablaðinu í dag. Sala áskriftarkorta hefst kl. 9:00! Útilokar ekki Kasakstan Alfreð Finnbogason er opinn fyrir tilboðum frá öllum heimshornum. íþróttir 38 BJART MEÐ KÖFLUM sunnan- og vestanlands en skýjað að mestu og lítilsháttar væta norðan- og austan- lands. Hiti verður á bilinu 8 til 18 stig, hlýjast suðvestanlands. VEÐUR 4 13 9 11 9 9 LÖGREGLUMÁL „Ég skil einfaldlega ekki hver getur gert svona. Ég bara sit og bíð eftir því að þessi mann- eskja finnist,“ segir unnusta Hann- esar Þórs Helgasonar í samtali við Fréttablaðið. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Það var unnusta Hannesar sem kom að honum látnum á heimili hans um hádegi á sunnudag. Hún segir erfitt að útskýra líðan sína við aðstæður sem þessar og hún hafi hvorki náð að hvílast né sofa mikið síðan atvikið varð. Hannesi var ráðinn bani með hníf og var hann stunginn marg- sinnis og skorinn. Mikið blóð var á vettvangi og aðkoman skelfileg, samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins. Áverkar á líkinu benda til að um mikla heift hafi verið að ræða og eindreginn tilgangur ódæðismannsins að myrða hann. Morðvopnið er ófundið. Rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi og er hún ein sú viðamesta sem hefur átt sér stað hér á landi. Í frétt- um Stöðvar 2 í gær bað fjölskylda Hannesar almenning um aðstoð við lausn málsins og þakkaði þann hlý- hug sem henni hefur verið sýndur við fráfall hans. „Ég bið þjóðina um allt það sem hún kann að vita til þess að leysa þetta hörmulega mál,“ sagði Krist- ín Helgadóttir, systir Hannesar, í gærkvöldi. Séra Þórhallur Heimisson, sókn- arprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir málið afar sorglegt og hafa áhrif á alla. „Það eru allir að fylgjast með þessu og það er erfitt fyrir fólk að hafa þetta hangandi yfir sér. Menn eru mikið að velta vöngum.“ Þór- hallur segist hafa hvatt fólk til þess að gefa lögreglunni tíma og frið til að vinna sína vinnu og reynt að blása á þær sögusagnir sem hafa komið upp eftir atvikið. „Menn eru að eltast við þær hér í bænum eins og annars staðar. Við erum lítið samfélag.“ Hann segir fermingar- börn mikið velta sér upp úr málinu. „Við finnum á þeim að það er mikið verið að tala um þetta heima við,“ segir hann. „Svona harmleikur hefur ekki átt sér stað hér á landi í langan tíma og fólk ætti að fara varlega í að blása upp glæður með hræðslu og flökkusögum. Það er ekki neinum til góðs.“ Tveir menn hafa verið hand- teknir í tengslum við morðið en ekki var farið fram á gæsluvarð- hald yfir þeim og þeir látnir lausir. - sv, jss Skil einfaldlega ekki hver getur gert svona Unnusta Hannesar Þórs Helgasonar segist lítið hafa hvílst eða sofið síðan morðið var framið. Fjölskylda Hannesar biðlar til þjóðarinnar um hjálp. Sóknar- prestur segir málið gríðarlega sorglegt. Glæpurinn framinn í mikilli heift. ÞJÓÐKIRKJAN Kristnar kirkjur á Íslandi munu á næstunni lýsa því sameiginlega yfir að þær taki afstöðu gegn misnotkun og ofbeldi í hvaða mynd sem er. Þetta kemur fram í grein Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, sem birtist í Fréttablað- inu í dag. Yfirlýsingin er verk- efni kirkna og safnaða sem eiga aðild að samstarfsnefnd kristinna trúfélaga. Biskup segir mark- visst hafa verið unnið að bættum vinnubrögðum í kynferðismál- efnum innan þjóðkirkjunnar. Þá þakkar hann þeim sem láta sér ekki standa á sama um málin. - þeb/ sjá síðu 22 Biskup boðar yfirlýsingu: Gegn ofbeldi og misnotkun SAKAMÁL Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, mætti til skýrslu- töku hjá sérstökum saksóknara um níu leytið í gærmorgun. Stóð skýrslutakan yfir til hádegis þegar tekin var tveggja tíma pása og svo haldið áfram til klukkan sex. „Þetta gekk bærilega í dag,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sér- stakur saksókn- ari, sem vildi lítið annað segja um hvað átti sér stað. Ólafur segir að skýrslutak- an muni halda áfram á morgun en óvíst væri hve lengi hún stæði, það réðist af framvindunni. Sigurður var upphaflega kvadd- ur til skýrslutöku í maí en þegar hann varð ekki við þeirri kvaðn- ingu var gefin út handtökuskipun. Nú hefur handtökuskipunin verið felld niður og er Sigurður frjáls ferða sinna. - mþl Saksóknari gefur ekkert upp: Sigurður í sjö tíma yfirheyrslu SIGURÐUR EINARSSON HEIMILI HANNESAR ÞÓRS Í HAFNARFIRÐI Fjöldi fólks hefur komið að heimili Hannesar Þórs Helgasonar að Háabergi og vottað hinum látna virðingu sína með því að leggja blóm á tröppurnar. Í gærkvöldi loguðu þar líka friðarljós. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fólk ætti að fara varlega í að blása upp glæður með hræðslu og flökkusögum. ÞÓRHALLUR HEIMISSON SÓKNARPRESTUR Í HAFNARFJARÐARKIRKJU

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.