Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 10
10 20. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR 1 Hvað heitir nýr forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur? 2 Hvaða pólska félag hefur sýnt áhuga á að fá knattspyrnu- manninn Alfreð Finnbogason í sínar raðir? 3 Hvaða erlendi grínisti ætlar að vera með uppistand hér á landi seint í september? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46  Íbúfen® – Bólgueyðandi og verkjastillandi Njóttu stundarinnar án verkja Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Einnig eftir minniháttar aðgerðir, t.d. tanndrátt. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni eða öðrum skyldum lyfjum (NSAID), með skerta lifrarstarfsemi eða alvarlegan hjarta- eða nýrnasjúkdóm á ekki að nota lyfið. Fólk sem fengið hefur astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi lyfja á ekki að nota lyfið. Gæta þarf varúðar við gjöf lyfsins hjá fólki með tilhneigingu til magasárs eða með sögu um slík sár, aukna blæðingartilhneigingu eða helluroða (SLE). Einnig hjá sjúklingum með veilt hjarta, nýrna- eða lifrarsjúkdóm, sérstaklega ef meðhöndlað er með þvagræsilyfi samtímis, þá þarf að fylgjast með mögulegri minnkaðri nýrnastarfsemi og vökvasöfnun. Lyfið er ekki ætlað barnshafandi konum. Aukaverkanir: Íbúfen getur valdið aukaverkunum eins og t.d. meltingaróþægindum, niðurgangi, ógleði, útbrotum, þreytu og höfuðverk. Skammtastærðir: Fullorðnir: Venjulegir skammtar eru 600-2000 mg á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Ekki er mælt með stærri dagskammti en 2400 mg. Börn: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg líkamsþunga á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum <30 kg skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Lyfið skal geymt þar sem börn hvorki ná til né sjá. Janúar 2009 DÓMSMÁL Pálmi Haraldsson, aðal- eigandi Iceland Express, sakar slitastjórn Glitnis um að reyna að afla samkeppnisupplýsinga um starfsemi Iceland Express í Banda- ríkjunum í dómsmáli sem höfðað hefur verið fyrir dómstóli í New York. Slitastjórnin hefur meðal annars krafist þess að fá afhent öll sam- skipti Iceland Express við banda- rísk flugmálayfirvöld, samstarfs- aðila félagsins í Bandaríkjunum og fleiri aðila. Í yfirlýsingu sem lögmaður Pálma hefur lagt fram hjá dóm- stólnum í New York er því haldið fram að með afar víðtækri kröfu um upplýsingar sé slitastjórnin ein- ungis að reyna að veiða fram upp- lýsingar sem nota megi í öðrum mögulegum dómsmálum gegn Pálma eða öðrum. Þess er krafist að dómarinn stöðvi það sem kallað er „veiðiferð“ slitastjórnarinnar. Krafa slitastjórnarinnar um gögn tengd flugi Iceland Express til New York er sérstaklega for- dæmd í yfirlýsingu Pálma. Þar er bent á að hvergi sé látið að því liggja í stefnunni að fyrirtækið hafi tengst Glitni á einhvern hátt. Fyrirtækið hafi ekki byrjað að fljúga til New York fyrr en eftir að stefnan hafi verið lögð fram. „Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að Íslandsbanki, arf- taki Glitnis, á nærri 47 pró- sent í Iceland- a i r G r o u p , aðalsamkeppn- isaðila Iceland Express, sem gerir kröfu um upplýsingar enn grunsamlegri,“ segir í yfirlýs- ingunni. Pálmi mótmælir því eins og aðrir sem slitastjórnin hefur stefnt í málinu, að mál þrotabús íslensks banka gegn íslenskum ríkisborg- urum sé rekið í New York þar sem hann eigi engar eignir og hafi engin tengsl við fylkið. Hann krefst þess að málinu verði vísað frá dómi. Slitastjórnin höfðaði mál í byrjun maí á hendur Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni, Pálma Haraldssyni og fimm öðrum fyrrverandi eigend- um og stjórnendum Glitnis fyrir dómstóli í New York. Sjömenning- arnir eru krafðir um sem nemur 260 milljörðum króna fyrir að hafa staðið að meintu samsæri um að svíkja lánsfé út úr bankanum til að nota í eigin fyrirtæki. Ekki náðist í Steinunni Guð- bjartsdóttur, formann slitastjórn- ar Glitnis, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. brjann@frettabladid.is Slitastjórn vill gögn um Ice- land Express Pálmi Haraldsson sakar slitastjórn Glitnis um að reyna með ólögmætum hætti að afla samkeppnis- upplýsinga um Iceland Express í dómsmáli í New York. Slitastjórnin vill til dæmis öll samskipti fyrir- tækisins við bandarísk flugmálayfirvöld. FLUG Flugfélagið Iceland Express hóf flug til New York í Bandaríkjunum í byrjun sumars, eftir að slitastjórn Glitnis stefndi Pálma Haraldssyni og fleirum. Hér sést þota félagsins á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PÁLMI HARALDSSON STJÓRNMÁL „Misréttið í heimin- um er bein afurð ósjálfbærrar stjórnmálastefnu sem fyrst og fremst snýst um arðrán á auð- lindum,“ sagði Katrín Jakobs- dóttir, menntamálaráðherra og varaformaður VG, í ræðu á Hóla- hátíð síðastliðinn sunnudag. „Náttúra okkar er fjöregg okkar,“ sagði Katrín. „Í orðræðu viðskiptanna gætum við sagt að náttúra okkar væri okkar eigið fé. Og góðir bissnessmenn vita að það dugir ekki að ganga bara á eiginfé, reksturinn þarf að ganga upp án þess. Nákvæmlega sama úrlausnarefni blasir við mann- kyninu og eiginfé þess — jörð- inni.“ „Það þýðir vissulega ný viðhorf og það þýðir að við þurfum að vera gagnrýn- in á þau við- horf sem hafa ríkt. Hingað til hefur það ver ið dæmt sem óskhyggja og vit leysis- gangur að taka huglæg gæði og siðferðisleg gæði fram yfir þau veraldlegu. Samt sem áður sýna rannsóknir og reynsla að hamingja manna eykst ekki með auði. Kannski er einmitt færi nú að raða hinum veraldlegu gæðum neðar í stigann en hinum hug- lægu og siðferðislegu.“ - pg Katrín Jakobsdóttir harðorð á Hólahátíð: Misréttið bein afurð ósjálfbærra stjórnmála KATRÍN JAKOBSDÓTTIR SVISS Ríkisstjórnin í Sviss vill end- urnýja tvíhliða samninga ríkisins við Evrópusambandið. Þeir eru orðnir tíu ára gamlir og renna út innan skamms. Doris Leuthard, forseti Sviss, viðurkennir að það verði erfitt að semja við Evrópusambandið um þetta. Bæði hafi Evrópusamband- ið stækkað mjög þann áratug sem liðinn er síðan tvíhliðasamningur- inn var gerður og svo hafi Lissa- bon-sáttmáli Evrópusambandsins, sem tók gildi á síðasta ári, breytt ýmsu. Auk þess er flókið mál að fara í gegnum tuttugu stóra samninga og hundrað minni samninga sem í gildi eru milli Sviss og Evrópu- sambandsins, en með hverju árinu hefur framkvæmd og utanumhald allra þessara samninga orðið æ flóknara. Leuthard minnir hins vegar á að Sviss er Evrópusambandinu mikil- vægt. Evrópusambandsríkin eiga, næst á eftir Bandaríkjunum, meiri viðskipti við Sviss en öll önnur ríki heims. „Þess vegna megum við af heilbrigðu sjálfsöryggi reikna með hagkvæmri niðurstöðu,“ segir hún. - gb Sviss vill endurnýja tvíhliða samninga sína við Evrópusambandið: Framkvæmdin orðin flóknari LEUTHARD OG VAN ROMPUY Forseti Sviss og forseti leiðtogaráðs Evrópu- sambandsins að loknum fundi í júlí síðastliðnum. NORDICPHOTOS/AFP MENNING Toyota á Íslandi verður aðalstyrktaraðili Salarins, tónlist- arhúss Kópavogs, næstu tvö árin samkvæmt nýjum samningi. Markmið samningsins er að efla enn frekar menningu og listir í Kópavogi og mun Toyota greiða Salnum 1,5 milljónir króna hvort ár. Fénu verður varið til mark- aðs- og kynningarmála Salarsins. Salurinn var opnaður árið 1999 og var fyrsti sérhannaði tónleika- salur landsins. Á milli fimmtíu og sextíu þúsund gestir sóttu tón- leika í Salnum í fyrra. - mþl Nýr aðalstyrktaraðili: Toyota á Íslandi styrkir Salinn VIÐSKIPTI Eimskip hagnaðist um 7,5 milljónir evra, jafnvirði 1,3 milljarða króna, á fyrri helmingi ársins. Þar af nam hagnað- urinn á öðrum ársfjórðungi 12,2 milljónum evra. Þetta er umfram vænt- ingar. Á fyrri hluta síðasta árs tap- aði fyrirtækið 254,7 milljónum evra eða fjörutíu milljörðum. Afkoma allra rekstr- areininga var umfram væntingar þótt flutningar séu nú sambærileg- ir og árið 2000. Í tilkynningu segir Gylfi Sigfússon forstjóri að rekst- urinn hafi verið sniðinn að breytt- um aðstæðum og árangurinn nú að líta dagsins ljós. - jab Afkoma Eimskips batnar: Hagnast um 1,3 milljarða króna GYLFI SIGFÚSSON VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.