Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 18
18 20. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR Samarendra Das er ind- verskur aðgerðasinni sem nýlega gaf út bók um áliðnað. Hann fagnar þessa dagana sigri, því í vikunni voru fyrirætlanir bresks ál- fyrirtækis stöðvaðar, en það ætlaði að opna báxítnámur í Orissa-fylki á Indlandi. Samarendra Das ber áliðn- aðinum ekki góða söguna. Hvorki Íslendingar né aðrir hafi efni á nesjamennsku, heimsborgarar verði að hugsa hnattrænt. „Bókinni hefur verið tekið vel á Indlandi og í síðustu viku viður- kenndi innanríkisráðherrann í fjölmiðlum að hann væri að lesa hana, um leið og hann færi yfir báxít-skýrslurnar,“ segir Samar- endra Das, sem nýverið gaf út bók- ina Out of This Earth: East India Adivasis and the Aluminium Cart- el, en hún fjallar meðal annars um baráttu indverskra ættbálka (adivasis) gegn álfyrirtækjum og sérstaklega hinu breska Vedanta námufyrirtæki. Bókin hefur selst vel í Indlandi og fyrsta prentun er á þrotum. Í Orissa-fylki, á æskuslóðum Das, hefur lengi staðið til að grafa eftir báxíti, hráefni til álfram- leiðslu. Um þá framkvæmd má lesa hér í hliðardálki. „Adivasis búa á þeim svæðum sem eru helst skógi vaxin á Ind- landi og það eru því miður þessi svæði sem stórfyrirtækin vilja fá undir námur sínar. Þessir ættbálk- ar eru beittir ofbeldi af alþjóðlegu fyrirtækjunum, eins og hefur nú verið sýnt fram á í mörgum skýrsl- um,“ segir Das. Hann nefnir að vopnaðar sveit- ir maóista hafi verið gagnrýndar fyrir að hjálpa ættbálkunum, en síðan hafi verið staðfest í skýrslu ríkisstjórnarinnar að stórfyrirtæk- in hafi verið með sínar eigin vopn- uðu sveitir til að berja á ættbálk- unum. Markaðstrúin hættuleg „Álfyrirtækin eru byggð upp sam- kvæmt nýlendustefnuformúlu og styðjast við afar fágað verðlagn- ingarkerfi. Þetta er markaðsofsa- trú, sem er hættulegasta gerð ofs- tækishyggju sem til er því hún ógnar allri jörðinni og velferð fólksins. Álframleiðsla snýst um að kaupa báxít í fátækustu löndun- um, frumvinna það í öðru landi ef það hentar og svo gera álið í þriðja landinu. Svo fer það til lokafram- leiðslu, sem skapar mest verðmæti, á Vesturlöndum,“ segir Das. Sem dæmi um þetta fái Indland sjálft ekki nema 1,5 dali af hverju tonni af báxíti. Tilbúið ál fari svo á um 2.200 dali, en Das rifjar upp að þegar hann kom til Íslands 2008 kostaði tonnið yfir 3.000 dali. Nýlendur og umhverfismál „Við höfum reynslu af því á Ind- landi að fyrirtækin koma inn og bera alls enga virðingu fyrir því sem fyrir er. Hvorki fyrir fólki, náttúru, lögum né menningarhefð- um. Þegar búið er að rústa líf fólks- ins er það gert háð verksmiðjunni,“ segir hann. Umhverfisáhrifin séu gríðarlega slæm. Fyrir hvert tonn af báxíti þurfi að kasta 59 tonnum af úrgangi. „Það tekur mörg þús- und ár fyrir náttúruna að jafna sig á því. En hér á Vesturlöndum tökum við ekki eftir því. Nær allt báxít hér er innflutt.“ Das segir að álfyrirtækin virð- ist hafa í frammi ákveðna tegund af nýlendustefnu gagnvart Íslandi. Hér sé álið ekki nýtt til innlendrar framleiðslu heldur flutt úr landi til um 500 verksmiðja í ríkustu lönd- unum. „En það fer auðvitað eftir ykkar færni í að semja við stórfyrirtæk- in, hversu hátt hlutfall af hagnað- inum er eftir í landinu,“ segir Das og rifjar upp furðu sína á því 2008 að orkuverð til stóriðju væri ekki opinbert. Allt of mikið ál Álframleiðsla í heiminum er allt of mikil, segir Das. Nú sé framleitt svipað magn á mínútu hverri og á fyrstu 45 árum iðnvæðingarinnar samtals. Mikið af því fer í vopna- framleiðslu og Das vill að sett verði einhver skynsamleg bönd á nýtingu þessa málms. „Það þarf að ákveða á heimsvísu hve mikið er framleitt og til hvers. 1916 var Alcoa til dæmis að selja níutíu pró- sent af álinu sínu til vopnafram- leiðslu,“ segir Das. Með síaukinni framleiðslu fari meira og meira til glæpsamlegra nota. Ekki sé nóg endurunnið af álinu, til dæmis þau ógrynni sem fara í það að búa til umbúðir varnings fyrir neytendur. Ákall til Íslendinga Í gær var frétt í blaðinu þar sem talsmenn atvinnulífs og launþega voru sammála um að það yrði „reiðarslag“ fyrir íslenskan efna- hag ef ekkert yrði af byggingu álvers í Helguvík. Hvað segir Das við þessum skoðunum og við fólk- ið sem krefst þess að fá álver í sína byggð til að skapa atvinnu? „Fátækt fólk um allan heim verður fyrir barðinu á afleiðing- um álframleiðslu, til að mynda vegna hækkandi hitastigs jarð- ar. Ég bið ykkur fjölmiðlafólk að kynna ykkur þetta. Álrisarnir halda fram alls konar tölum um hvað þeir séu umhverfisvænir en það er bara talnaleikur. Stað- reyndin er að við búum á plánetu sem tilheyrir okkur öllum og við höfum ekki efni á nesjamennsku, sem lýsir sér með því að við erum eins og aftengd afleiðingunum af þeirri stefnu sem við framfylgj- um. Fræðimenn vilja sumir kalla þetta óbeinar afleiðingar, eða eitt- hvað sem ekki var gert ráð fyrir, en ég kalla þetta afleiðingar sem stafa af skorti af upplýsingum,“ segir Das. „Ég bið fólk í einlægni að opna huga sinn og líta á heiminn sem eina einingu, sem okkur sem mann- eskjum ber skylda til að annast,“ segir Das. Nú séu Indverjar og flestar þjóð- ir að reyna að iðnvæðast á sama hátt og Vesturlönd og taka sér þeirra lífsstíl til fyrirmyndar. „Vesturlönd nýta fjórðung þess- ara málma til eigin framleiðslu en búa til tvö til þrjú prósent þeirra. Þetta skapar þeim mikla atvinnu en öðrum mikið af úrgangi. Þú getur ímyndað þér hvað gerist með plá- netuna ef allir ætla að verða eins og vestrænir menn. Íslendingar ættu að gera sér grein fyrir hvað þeir eru í mikilli forréttindastöðu að hafa fæðst í þessum heims- hluta,“ segir Das að síðustu. FRÉTTAVIÐTAL: Samarendra Das rithöfundur Klemens Ólafur Þrastarson klemens@frettabladid.is MENNINGARVAKA Á INGÓLFSTORGI Á MENNINGARNÓTT LAUGARDAGINN 21. ÁGÚST KL. 20:00 Bylgjan, Chevrolet og Hljóðx kynna flottustu tónleika ársins PRÓFESSORINN & MEMFISMAFÍAN KK HJALTALÍN MANNAKORN & ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR HJÁLMAR Fram koma Góða skemmtun! Niyamgiri-fjöllin, eða Fjöllin helgu, í Orissa-fylki við austurströnd Ind- lands eru auðug af báxíti, sem er grunnmálmgrýtið sem ál er unnið úr. Þar hefur breska námufyrirtækið Vedanta viljað grafa og eytt í það hátt í milljarði Bandaríkjadala nú þegar. En fjöllin eru heilög í augum Dongaria Kondh ættbálksins, sem telur 7.952 sálir og er einn af 62 ættbálkum á svæðinu. Óheft báxít- vinnsla þar hefði að líkindum gjör- breytt lífsstíl Kondha og skemmt náttúrulegt vistkerfi þeirra. Samarendra Das ólst upp á þess- um slóðum og þótt hann tilheyri ekki ættbálknum á hann æskuvini úr honum. Hann hætti á sínum tíma að starfa sem blaðamaður á Indlandi, með bitra reynslu af áherslum fjölmiðla sem reknir eru í hagnaðarskyni, segir hann. Hann helgaði sig þess í stað baráttu gegn áliðnaðinum. Ekki þarf að leita lengi að Vedanta á Netinu til að sjá að það hefur verið gagnrýnt af mannréttindasamtökum svo sem Amnesty International vegna framkvæmdanna í kringum Fjallið helga. Svæðið er að auki sagt mikilvægt búsvæði villtra dýra. Í janúar 2009 tóku þúsundir manna höndum saman um eitt fjallið, bókstaf- lega, til að mótmæla framkvæmdunum. Vedanta hefur verið gagnrýnt vegna umhverfismála, en þegar bresk og norsk stjórnvöld fordæmdu fyrirtækið fyrir illa meðferð á Kondhi-fólkinu í október í fyrra, og Vedanta neitaði í framhald- inu að vinna með Bretum og OECD, fór boltinn að rúlla mótmælendum í hag. Nú er mikil óvissa um þessar framkvæmdir. Meðal þess sem Vedanta hefur lofað heimafólkinu er háskóli á heimsvísu, nefndur eftir fyrirtækinu. Sá hefði tekið 100.000 nemendur og hefði samkvæmt indverskum fjölmiðlum kostað tæpa fjóra milljarða dollara. Það er um 450 milljarða króna fjárfesting. En þau skilaboð bárust frá indverskum stjórnvöldum í vikunni að ættbálk- arnir á svæðinu yrðu að samþykkja framkvæmdirnar áður en af þeim yrði. Annars myndu ættbálkar í landinu missa trúna á að landslög hafi merkingu. Þess skal getið að stjórn Orissa-fylkis er fylgjandi framkvæmdunum. Barátta sem skilaði árangri RAUNVERULEGI AVATAR-ÆTTBÁLKURINN Þeir sem mótmæltu framkvæmdum Ved- anta beittu meðal annars því bragði að líkja aðgerðum fyrirtækisins við innrásina sem sagt var frá í myndinni Avatar. Heimurinn hefur ekki efni á álframleiðslunni SAMARENDRA DAS Rithöfundurinn hefur í samvinnu við annan mann gefið út bók, sem Saving Iceland kallar „Svartbók áliðnað- arins“, en samtökin buðu honum til landsins. Hann hefur flutt fyrirlestra síðustu daga í ReykjavíkurAkademíunni og á Akureyri. Hann var áður blaðamaður á Indlandi en hætti því til að berjast fyrir betri heimi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.