Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 20. ágúst 2010 21 Björgólfur og bankahrunið Björgólfur Thor Björgólfsson rembist eins og rjúpan við staurinn að halda því fram að hann beri enga áhrif á hruni íslensku bankanna. Nú hefur hann opnað vefsíðu sem fjallar um þetta – einn höfunda þar er sagnfræðingur sem í miðju hrun- inu sendi frá sér varnarrit vegna þáttar Björgólfs Guðmundssonar í Hafskipsmálinu. silfuregils.eyjan.is Egill Helgason Hvaða land er þetta?? Og þegar ég var kominn út á sundlaugarbakk- ann og horfði á fólkið og sólina og heiðan himin- inn, þá rann upp mér fyrir að mér fannst ég vera í einhverju allt öðru landi en Íslandi. Ég vissi ekki hvaða land þetta var, en það var alla vega töluvert sunn- ar á jarðarkringlunni en Íslandið okkar. Veður eins og verið hefur hér í Reykjavík síðustu þrjá dagana, og reyndar margoft áður í sumar, er eitthvað allt annað en tíðkast í mínu ungdæmi. Þetta er rólyndislegt og sjálfsagt sumarveður, sem hefði þótt fráleitt hér áður fyrr. dv.is/blogg/tresmidja Illugi Jökulsson Árið 1970 varð Ísland aðili að EFTA, árang-ur af Viðreisninni því farsæla stjórnar- samstarfi Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks. Rofin var einangrun Íslands að vera utan viðskipta- legs samstarfs í Evrópu, tryggð viðskiptaleg fríðindi til jafns við keppinauta í útflutningi og komið á auknu innlutningsfrelsi. Aðildar- samningur veitti okkur tollfrelsi í EFTA við inngöngu en aðlögun fram til 1980 að lækka verndartolla, mikilvægt frelsi í innflutningi freðfisks í Bretlandi og aðgang að norræn- um iðnþróunarsjóði fyrir Ísland að tillögu Bjarna Benediktssonar á fundi forsætisráð- herra Norðurlandanna. Aðildin var samþykkt af þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks og þriggja þingmanna Alþýðubanda- lagsins sem stóðu að Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- ráðherra veitti málinu öfluga forystu. Aðild- in mætti mótspyrnu Alþýðubandalagsins sem barðist með oddi og egg gegn allri þátt- töku í vestrænni samvinnu. Fríverslun var í æsingaskrifum Þjóðviljans talin hluti þeirrar óheillaþróunar sem hafði leitt Ísland í NATO og þátttaka í EFTA væri aðeins skref inn í hið enn verra, Efnahagsbandalagið. Vissulega voru margir óvissuþættir við slíka opnun hagkerfisins, einkum varðandi samkeppnishæfni íslensks iðnaðar. Mikils um vert var hve jákvæð og opin afstaða iðnrek- enda var í máli sem boðaði mikla stefnubreyt- ingu í vernduðum atvinnurekstri þeirra. Þeir sýndu víðsýni í stórmáli sem víst hefði mátt nálgast með efasemdum og neikvæðni sem hefði gert allt þyngra í vöfum á stjórnmála- sviðinu. EFTA naut vinsælda en árið eftir að aðild- in tók gildi urðu stjórnarskipti. Ríkisstjórn fyrrum stjórnarandstöðuflokka undir forystu Ólafs Jóhannessonar fylgdi óbreyttri stefnu varðandi EFTA. Sáu viðskiptaráðherrarnir Lúðvík Jósepsson og síðar Ólafur Jóhannes- son, í annarri ríkisstjórn dyggilega um það. EFTA var hluti af „dynamísku“ ferli sem leið- ir til EES-samningsins og þess að önnur aðild- arríki en Ísland, Noregur og Sviss gerast aðil- ar að Evrópusambandinu. Nú er hálf öld liðin síðan umræðan um Ísland og Evrópusamstarfið hófst og ákveð- ið var að Ísland tengdist því með aðildinni að EFTA. Framundan er ákvörðunin um aðild að Evrópusambandinu. Með EES-samningn- um erum við að verulegu leyti þá þegar inn- anborðs í ESB. Ísland hefur færst frá því að vera fákunnur byrjandi á Evrópuvettvangi í að vera gamalreyndur þátttakandi. Ekki einvörðungu hefur stjórnsýslan náð fullum tökum á hagsmunagæslu Íslands í Brussel, heldur hafa helstu hagsmunasamtök haslað sér þar völl. Íslendingar voru trúverðugur samstarfsaðili þar til kom að hinni hrapallegu þróun fjármálakerfisins eftir 2000. Áfellisdóminn yfir okkur er að finna í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bank- anna 2008. Skýrslan og umræðan hér heima eru ekkert einkamál okkar því aðrar þjóð- ir fylgjast grannt með íslenska hruninu enda heimsfréttaefni. Eftirlitsstofnun EFTA und- irbýr málssókn á hendur íslenskum stjórn- völdum vegna vanefndar á skuldbindingum um lágmarkstryggingar á innistæðum í úti- búum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Gjaldeyrishöft sem grípa varð til eru brot á EES-samningnum og gætu leitt til þess að viðskiptafríðindi yrðu dregin til baka til mót- vægis. EES-samningurinn yrði þá í uppnámi. Frumskilyrði fyrir góðum samskiptum við samstarfsþjóðir og alþjóðlegt fjármálasam- starf, er að samningar náist í Icesave-deil- unni og bankakerfið nái fyrri stöðu í erlend- um samskiptum. Takist það ekki fyrr frekar en síðar blasir við stöðnun og atgervisflótti. Þátttakan í fríversluninni 1970 gerði stjórn- völdum kleift að aflétta viðskiptahöftum og var aðildin því stjórntæki í efnahagsmálum. Þetta er sambærilegt við það markmið núver- andi ríkisstjórnar að stefna að aðild að Mynt- bandalagi Evrópu og upptöku evru. Það er síður en svo minnkun af því að krónan eins og sjálfstæðar myntir Evrópuþjóða sé leyst af hólmi með þátttöku í myntbandalagi. Þannig séð er aðildin að ESB tæki til þjóðfélagslegra umbóta rétt eins og var um EFTA áður fyrr. Það er athyglisvert að þegar sænsk stjórnvöld lögðu fyrst til að Svíþjóð gerðist aðili að ESB var það hluti af aðgerðaáætlun í efnahagsmál- um. Andstæðingar aðildar Íslands ganga hart fram í rangfærslum, svo sem því að Bret- ar og Hollendingar og þar með Evrópu- sambandið séu óvinir okkar. Hjákátlegast- ur var þó spuni „ungra bænda“ að okkur bíði herþjónusta í ESB! Hugmyndin um að draga aðildarumsóknina til baka er með því versta sem fram hefur komið, svo mikið áfall sem það yrði fyrir orðstír Íslands sem mikið hefur mátt þola vegna hrunsins. Vinir Íslands innan ESB eru fullir bjartsýni um að ná megi viðunandi lausnum á sviðum sem út af standa í fulla ESB-aðild, einkum í sjávar- útvegs- og landbúnaðarmálum. En varla er nema von að þeir spyrji hvort Íslendingar vilji gerast aðilar að Evrópusambandinu og hvort ekki megi bjóða fólkinu í landinu upp- lýsta umræðu? Er reynslan af EFTA áhugaverð? Einar Benediktsson Fyrrverandi sendiherra Í DAG Hugmyndin um að draga aðildarum- sóknina til baka er með því versta sem fram hefur komið, svo mikið áfall sem það yrði fyrir orstír Íslands sem mikið hefur mátt þola. AF NETINU Það er800 7000 • siminn.is Kynntu þér Íslandskort í leiðsögukerfi fyrir Nokia síma í næstu verslun Símans. Með Ovi Maps finnur þú stystu leiðina til að keyra eða ganga eftir hér á landi og erlendis og áhugaverða staði eins og veitingastaði, sundlaugar eða söfn. Íslandskort í boði Nokia NOKIA 5230 Frábær 3G sími með snertiskjá og GPS 0 kr. Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.* 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreitt: 34.900 kr. Símalán – útborgun: NOKIA X6 16GB Flaggskipið í X línunni frá Nokia 0 kr. Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.* 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreitt: 74.900 kr. Símalán – útborgun: 3G Báðir símarnir styðja 3GL * Ef g re it t er m eð k re di tk or ti e r hæ gt a ð dr ei fa e ft ir st öð vu nu m v ax ta la us t á al lt a ð 12 m án uð i. G re ið sl ug ja ld e r 25 0 kr ./ m án . E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 2 2 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.