Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 22
22 20. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR Kynferðislegt ofbeldi er alvar-leg staðreynd í samfélaginu. Allar stofnanir og félagasamtök, ekki síst þau sem vinna með og í þágu barna og unglinga þurfa að vera á varðbergi og skoða starfs- hætti sína í því ljósi. Umliðin ár hefur verið markvisst unnið að bættum vinnubrögðum í þess- um efnum innan þjóðkirkjunn- ar og ég tel að við séum að gera góða hluti með styrkum stuðningi trausts fagfólks. Alltaf er hægt að gera betur og bæta vinnubrögð og verkalag. Sérstakt átak í þessum málum var gert á síðastliðnu ári og er rétt að minna á það sem gert hefur verið af hálfu þjóðkirkjunn- ar varðandi kynferðisbrot, for- varnir og aðgerðir. Fagráð um kynferðislegt ofbeldi hefur verið starfandi innan kirkjunnar í 12 ár. Fag ráð- inu er ætlað að móta verklag fyrir starfsmenn kirkjunnar um það hvernig eigi að bregðast við þegar slík tilkynning berst um kynferðisbrot af hendi annars starfsmanns og hafa umsjón með að ferlinu sé fylgt. Starfsfólk í barna- og æskulýðs- starfi hefur starfað á grundvelli siðareglna og heilræða undanfar- in ár þar sem sérstaklega er tekið á því hvar mörk liggja gagnvart börnum og unglingum. Kirkjuþing 2009 samþykkti siðareglur fyrir allt starfsfólk og vígða þjóna kirkjunnar. Þar segir: „Misnota aldrei aðstöðu sína eða ógna velferð skjólstæðings, svo sem með óviðeigandi hegðun, orðfæri, viðmóti, kynferðislegri eða annars konar áreitni … Minn- ast þess að mörk einstaklinga eru mismunandi, svo sem að snert- ing getur auðveldlega misskilist eða valdið óþægindum … Stofna ekki til óviðeigandi sambands við skjólstæðing og að óheimilt er að ráða fólk til starfa til að sinna börnum og ungmennum sem hlot- ið hafa refsidóm vegna kynferð- isbrots.“ Í siðareglunum er og skýrt kveðið á um upplýsingaskyldu skv. barnalögum þar sem segir að starfsfólk og vígðir þjónar kirkj- unnar skuli „vera ávallt upplýst um lög og reglur sem gilda um börn og unglinga og að skylt sé að tilkynna barnaverndaryfir- völdum ef ætla má að barn búi við óviðunandi aðstæður eða er þol- andi ofbeldis“. Þessar siðareglur voru samþykktar á Kirkjuþingi 2009 og gilda fyrir alla presta og starfsmenn Þjóðkirkjunnar und- antekningarlaust. Í samræmi við siðareglurn- ar er nú að fara af stað átak þar sem allir starfsmenn kirkjunnar verða beðnir um að samþykkja að skoða megi sakaskrá þeirra m.t.t. kynferðislegs ofbeldis, svonefnda skimun. Væntanleg er yfirlýsing er ber heitið „Kristnar kirkjur á Íslandi taka afstöðu gegn misnotkun og ofbeldi í hvaða mynd sem er“. Þetta er verkefni kirkna og safn- aða sem aðild eiga að Samstarfs- nefnd kristinna trúfélaga. Þjóðkirkjan hefur tekið skýra afstöðu gegn ofbeldi gegn konum og börnum. Ég hef lýst því við- horfi mínu oft og iðulega að kyn- ferðisbrot og annað ofbeldi gegn konum og börnum líðist ekki innan vébanda þjóðkirkjunn- ar og að kirkjan taki undir með þeim einstaklingum og samtök- um sem vinna að vitundarvakn- ingu meðal þjóðarinnar um þessi alvarlegu mál. Það er mörkuð stefna þjóðkirkjunnar. Þökk sé þeim mörgu sem láta sér ekki á sama standa, sem halda vöku sinni, og leitast við að sýna umhyggju og veita hjálp og vekja samfélagið til vitundar um neyð og þjáningu annarra. Þá er einnig rétt að minna á fundargerð Kirkjuráðs frá 19. júní 2009: „Kirkjuráð tekur undir orð biskups Íslands á prestastefnu 2009 og biður þær konur og börn sem brotið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar fyrirgefning- ar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hafa liðið.“ Kirkjan og kynferðisofbeldi Nokkrar umræður hafa verið undanfarið í þessu blaði um íslenskuna og þá einkum um hvernig eigi að leiðbeina fólki um málfar. Er það vel, hollt er að skiptast á skoðunum um tungu- málið og fátt verra en skeyting- arleysið, en það kemur fram í því þegar mönnum er sama hvern- ig íslenskan er notuð og hvort svo er. Engu er líkara en hún sé farin að þvælast fyrir fólki sem er tamara að grípa til enskunn- ar sem er þó jafnvel hvorki fugl né fiskur. Orðfæðin segir mjög til sín, menn grípa til sömu orða um sama hlutinn eða hugtakið þótt málið geymi tugi orða um það sama. Talað mál í ljósvaka- fjölmiðlum er tíðum svo óáheyri- legt að þraut er að hlusta á. Þeir sem boðaðir eru í viðtöl á þeim bæjum virðast fremur ekkert uppbyggilegt hafa hugsað um efnið sem er til umræðu eða kunna ekki að koma orðum að því og ræðan verður því gjarn- an skreytt merkingarlausum inn- skotsorðum: „Ég meina … sko að það sem þeir … hérna … ætluðu að meika … var bara feik.“ Eft- irlætisorðið „hérna“ ryðst fram í munni flestra sem koma í þessi viðtöl og útlendingar, sem ekki kunna íslensku, eru forvitnir um þetta orð og halda að það sé einhver lykill að tungumálinu. Þá reynist það hið gagnstæða, haldreipi þeirra sem ekki hafa hugsað hvað þeir ætli að segja eða vita það jafnvel ekki. Marga undanfarna áratugi er líkt og tungumálið okkar hafi mátt þola ræktarleysi og hrognenska komið í staðinn og var talin sérlega fínt mál fyrir hrun. Það má lesa með hrolli í Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem orðrétt er haft eftir peninga- mönnum. Þeir tala ekkert tungu- mál heldur ryðja út úr sér bull- grauti sem fer vel við skilning þeirra á eðli viðskipta. Þarna er því eitt sviðið enn sem við getum tekið til rækilegrar endurskoðun- ar. Heimili, skólar, fjölmiðlar og stofnanir ættu að taka höndum saman og sameinast um viðreisn íslenskunnar. Það ætti að verða heillandi verkefni. Líklega er minn góði og gamli skóli, Mennta- skólinn á Akureyri, að feta sig inn á svipaða en líklega víðari braut með nýju námsskipulagi sem tekur gildi í haust. Heppilegt væri að Íslensk málstöð hefði hér forystu og mótaði stefnu. Upphafið er á heimilunum og brýnt að tala mikið við börnin á eðlilegri íslensku og fullorðnir leggi niður barnamálið. Þá á að lesa fyrir þau, segja þeim sögur, láta þau læra kvæði og syngja með þeim. Þetta er allt hægt að klæða í búning skemmtunar með smáhugkvæmni. Ég ætla að á nánast öllum vinnustöðum séu einstaklingar sem vanda mál- far sitt eða hugsa um gott mál. Þeir gætu orðið hvatamenn að málvöndun og halda mætti mál- verndarfundi í lok vinnuviku eða mánaðar. Talað mál og ritað væri rætt, bent á hvað mætti betur fara, ákveðnir textar tekn- ir til athugunar og fólk hvatt til framfara. Ekki er nauðsynlegt að málspekingar stýri slíku heldur smekkmenn um málfar og þeir sem þykir vænt um móðurmál- ið. Sérstaklega skal ráðist gegn hrognenskunni og orð fundin á íslensku til að leysa hin af hólmi. Vandi er þar sem fólk vinnur mjög með erlend heiti og hug- tök. Liggur þá ekki beint við að íslenska þau og fá leiðbeiningar á Íslenskri málstöð? Í skólum verður að hefja sókn íslenskunnar sem undirstöðu allra annarra greina. Hún verð- ur að gegnsýra allt skólastarfið og taka völdin þar sem hún hefur verið hornreka. Í framhaldsskól- um mættu kennarar og nemend- ur huga vel að málfari þeirra greina sem þeir læra. Hversu góð er íslenskan í efna- og eðlisfræð- inni, líffræðinni, jarðfræði, sögu o.s.frv.? Ég vil kalla þessa hópa varnarsamtök íslenskunnar. Við eigum einstakar bókmenntir frá öllum öldum sögu okkar og þær eiga að verða sá brunnur sem við sækjum í. Vegur íslenskunnar hefur minnkað í námi skólanna þegar viðspyrnan þarf að vera hörð gegn hrognensku. Íslenskan þykir eflaust ekki „fín“, en málið býr yfir fjölbreyttum töfrum sem unga fólkið verður að upp- götva og unna. Hver dáir ekki Gunnarshólma Jónasar Hall- grímssonar sem lærði kvæðið á barnaskólaárum sínum? Það á að vera gaman að læra kvæði líkt og það er að syngja þau. „Ástkæra, ylhýra málið …, þannig byrjar Jónas annað snilldarkvæði sitt. Málið á að vera okkur ylhýrt, verma okkur öll og af hitanum spretta nýjar jurtir. Varnarsamtök íslenskunnar Haukur Hauksson gerir athugasemdir við grein mína um A-Evrópu stækkun ESB og hvernig sú stækkun hafði áhrif á þróun mála í Úkr- aínu. Ég fagna skrifum Hauks enda eru fáir sem þekkja þessi lönd betur en hann. Ef til vill tók ég of stórt upp í mig varð- andi Úkraínu og biðst ég forláts á því. Ég byggði þessi ummæli á fréttaflutningi frá landinu á þeim tíma en þá var mikið talað um áhyggjur Rússa af þróun mála í Úkraínu. Hins vegar er það staðreynd að forráðamenn Evrópusambandsins vöruðu þá sterklega við því að skipta sér af innanríkismálum landsins. Það hlýtur að hafa haft áhrif á Rúss- ana að landamæri nýju aðildar- landa ESB þ.e. Póllands, Slóvak- íu, Ungverjalands og Rúmeníu liggja öll að Úkraínu. Málefni Úkraínu voru hins vegar algjört aukaatriði í grein- inni og breyta engu um megin- tilgang skrifa minna. Það er að benda á þá miklu og jákvæðu þróun sem hefur átt sér stað í lýðræðis- og efnahagsumbótum í bæði S- og A-Evrópu í tengsl- um við stækkun Evrópusam- bandsins. Einnig að benda á hve ósmekklegt það er hjá Ögmundi Jónassyni að bendla stækkun ESB við hugmyndafræði nas- ista. „Lebensraum“ er hugtak sem Adolf Hitler fann upp á eins og Haukur bendir vel á í grein sinni. Sú ógeðfellda lífssýn sem birtist í skrifum Hitlers á ekk- ert skylt við lýðræðishefð Evr- ópusambandsins. Það er því von mín að andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu grípi ekki til svona lágkúrulegra samlíkinga þegar jafn mikil- vægt mál og tengsl Íslands við Evrópu ber á góma. Ég fagna því þessari grein Hauks enda gerir hún ekkert annað en að skerpa á umræðunni um þessi mál. Enn um „Lebensraum“ Þjóðkirkjan Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands Evrópumál Andrés Pétursson formaður Evrópusamtakanna Ég hef lýst því viðhorfi mínu oft og iðulega að kynferðisbrot og annað ofbeldi gegn konum og börnum líðist ekki innan vébanda þjóðkirkj- unnar. Íslenska Haukur Sigurðsson sagnfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.