Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 58
42 20. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTI Þjálfarar Breiðabliks og Vals voru báðir varkárir eftir Meistaradeildardráttinn í gær. Dregið var í 32 liða úrslit þar sem Valur mætir Rayo Vallecano de Madrid frá Spáni en Blikar franska liðinu Juvisy sem það þekkir vel. Liðin mættust í forkeppninni þar sem þau skildu jöfn 3-3. Valur mætir Arsenal frá Eng- landi eða Mašinac frá Serbíu kom- ist liðið áfram en Blikar mæta Zür- ich frá Sviss eða Torres frá Ítalíu sem sló einmitt Val út í fyrra. „Þetta er ekki óskadráttur en samt skemmtilegt verkefni,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari Vals. „Það var rosalegur getum- unur á þeim liðum sem við áttum möguleika á að fá. Það er fáránlegt hvað munar miklu á fjórum bestu og fjórum slökustu,“ segir þjálf- arinn. „Við erum að mæta einu af þrem- ur bestu liðunum sem við gátum mætt. Þetta er hörkuskemmtilegt verkefni og það eru mjög góðir möguleikar þarna. Við erum að fara í tvo erfiða leiki en það er jákvætt að möguleikarnir eru til staðar. Við ætlum okkur áfram í 16 liða úrslitin og þar bíður Arsenal eftir okkur. Það er skemmtilegt,“ sagði Freyr. Valur er í tíunda sæti á styrk- leikalista UEFA en Rayo Vallecano í sæti númer 22. Breiðablik er í átj- ánda sæti en Juvisy í tólfta sæti. „Ég er svekktur, það er ekk- ert gaman að mæta sama liðinu aftur. Ég hefði alveg verið til í að fá annað lið,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Blika. Heyra mátti á honum að þetta var enginn draumadráttur. „Getulega er þetta þó í lagi. Við gerðum jafntefli við þær hérna heima og eigum svolítið inni. Juvis- uy sýndi líka í þessum leikjum að þær geta átt slaka leiki. Það er lykilatriði að halda hreinu í fyrri leiknum heima en það er kostur og galli að þekkja andstæðinginn svona vel. Þær þekkja okkur auð- vitað á móti en stundum er gaman að vita ekki alveg við hverju maður á að búast,“ sagði þjálfarinn. Fyrri leikirnir fara fram 22. eða 23. september og síðari leikirnir 13. eða 14. október. - hþh / - óój Dregið í 32 liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem Valur fer til Spánar en Blikar mæta liðinu sem þeir spiluðu við í undankeppninni: Rosalegur getumunur á þeim sem við gátum fengið FAGNAÐ Harpa Þorsteinsdóttir fagnar marki gegn Juvisy. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Ekki er útilokað að Her- mann Hreiðarsson verði áfram hjá Portsmouth. Varnarjaxlinn hefur átt í viðræðum við „tvö til þrjú félög“ til viðbótar auk þess sem hann ræðir enn við félag sitt. Þetta staðfestir Ólafur Garð- arsson, umboðsmaður Hermanns. Hann segir að viðræður séu í fullum gangi en ekki liggi á að klára neina samninga fyrir lok félagaskiptagluggans þar sem Eyjamaðurinn er samningslaus. Það þýðir að hann getur samið við hvaða lið sem er, hvenær sem er. Líklegt er að mörg félög vilji styrkja vörnina hjá sér í haust, um það leyti sem Hermann verð- ur leikfær en hann er óðum að ná sér eftir að hafa slitið hásin. Hann ætti að verða klár í slaginn um miðjan október. - hþh Hermann Hreiðarsson: Er í viðræðum við fleiri félög SAMNINGSLAUS Hermann getur samið við hvaða félag sem er og er ekki bund- inn við félagaskiptagluggann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Eggert Magnússon var í gær sagður vera í viðræðum við forráðamenn Sheffield Wed- nesday um að festa kaup á hinu sögufræga félagi. Það er í mikl- um fjárhagskröggum og skuld- ar tæpar 30 milljónir punda og því fæst það á sannkölluðu tomb- óluverði, aðeins fimm milljónir punda. Eggert hefur lítið látið fyrir sér fara síðan hann var rekinn frá West Ham fyrir þremur árum. Hann er sagður leiða hóp fjár- festa sem vilja byggja Miðviku- dagsfélagið upp á nýjan leik. Félagið er fallið niður í þriðju efstu deild en það á dygga stuðn- ingsmenn og til að mynda mættu 23 þúsund manns á heimaleik félagsins um síðustu helgi. Félagið var stofnað árið 1867 og er þriðja elsta félagið í Eng- landi. Tveir aðrir hópar eru sagðir áhugasamir um að kaupa félagið. Annar þeirra er frá Bandaríkjunum en hinn leiða tveir stuðningsmenn félagsins frá því í æsku. - hþh Eggert Magnússon: Endurkoma í enska boltann? EINSTAKT TÆKIFÆRI, AÐEINS ÖRFÁAR SÝNINGAR! FYRSTA SÝNING 27. ÁGÚST! HAMSKIPTIN Sýning ársins og leikmynd ársins, Gríman 2008 The Guardian UK “Best International Production of the year” Sidney Times “An 85 minute masterpiece” The Daily Mail Hamskiptin í uppsetningu Vesturports hefur farið sigurför um heiminn, nú síðast í Kólumbíu og verður sýnd í Þjóðleikhúsinu í takmarkaðan tíma. EFTIR FRANZ KAFKA LEIKSTJÓRN: GÍSLI ÖRN GARÐARSSON OG DAVID FARR TÓNLIST: NICK CAVE OG WARREN ELLIS Miðasala er hafin í Þjóðleikhúsinu ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Viðskiptavinir fá 1000 kr. afslátt á fyrstu 5 sýningarnar ef keypt er í miðasölu Þjóðleikhússins. LEIKARAR: ELVA ÓSK ÓLAFSDÓTTIR, GÍSLI ÖRN GARÐARSSON, INGVAR E. SIGURÐSSON, NÍNA DÖGG FILIPPUSDÓTTIR, ÓLAFUR EGILL EGILSSON Sýningar: 27/8 - 28/8 - 29/8 - 2/9 - 3/9 Miðasala 551 1200 leikhusid.is midi.is VESTURPORT KYNNIR:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.