Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 59
FÖSTUDAGUR 20. ágúst 2010 43 FÓTBOLTI Jón Guðni Fjóluson er kominn heim frá PSV Eindhoven í Hollandi þar sem hann dvaldi í fimm daga. Jón Guðni fór út á fimmtudaginn í síðustu viku og kom heim á þriðjudaginn. Hann æfði með liðinu og spilaði einnig leik sem settur var upp til að sjá hann spila. Þar lék blanda af varaliðsleikmönnum og ungum leikmönnum þar sem Jón stóð sig vel að eigin sögn. „Þetta gekk mjög vel hjá mér. Ég er ánægður með ferðina og þetta var allt til fyrirmyndar. Leikur- inn sem ég spilaði gekk bara vel líka,“ sagði Jón Guðni við Frétta- blaðið í gær. Hann segist vera spenntur fyrir því að ganga í raðir félagsins sem hefur unnið 21 meistaratitil, síð- ast árið 2008. Fred Rutten er stjóri liðsins sem lenti í þriðja sæti í hol- lensku deildinni á síðasta tíma- bili. „Þetta er góður staður til að fara til að bæta sig í fótbolta,“ sagði Jón Guðni. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, segir að forráðamenn PSV muni hafa samband við Framara um helgina. Þar gæti félagið boðið í Jón Guðna sem hefur leikið mjög vel með Fram í sumar. „Þeir eru að spila Evrópuleik núna og hafa því ekkert verið í sambandi við okkur enn þá. Við munum ræða við þá þegar þeir snúa aftur frá Úkraínu,“ segir þjálfarinn en PSV tapaði fyrri leiknum sínum í gær, 1-0 fyrir Sibir Novosibirsk. Jón er lykilmaður í liði Framara og skarð hans yrði vandfyllt færi hann út í sumar. - hþh Jón Guðni Fjóluson gæti verið á leiðinni til stórliðsins PSV Eindhoven: Góður staður til að bæta sig GÆTI FARIÐ ÚT Jón Guðni fagnar hér marki með ungmennalandsliði Íslands gegn Þjóðverjum. Þar voru forráðamenn PSV að fylgjast með honum ásamt útsendurum fleiri félaga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyj- ólfsson, þjálfari kvennalandsliðs- ins, er ekki alltof ánægður með þróun mála í kvennaboltanum í sumar. Hann valdi 22 manna landsliðshóp sinn á mánudag en í liðið vantar mikið af sterkum leikmönnum sem eru frá vegna meiðsla. Landsliðsþjálfarinn hefði vilja sjá meiri framfarir hjá íslenskum knattspyrnukonum á þessu ári. „Mér finnst meðalmennska vera svolítið ráðandi í deildinni í sumar. Það hafa fáir leikmenn stigið fram og virkilega skarað fram úr. Ef ég ber frammi- stöðu leikmanna í ár saman við frammistöðuna í fyrra þá finnst mér mjög fáir leikmenn hafa bætt sig,“ segir Sigurður Ragnar. „Það eru mjög fáar að spila betur í ár heldur en í fyrra. Ég er alltaf að leita að þeim sem skara fram úr. Einum og einum leikmanni hefur tekist að skara fram úr og vonandi sjáum við eitt eða tvö ný andlit skara fram úr á móti Frökkum,“ sagði Sigurður. - óój Sigurður Ragnar gagnrýninn: Fáar hafa bætt sig á þessu ári ÍSLENSKI BOLTINN Stelpurnar í Pepsi- deildinni hafa ekki heillað þjálfarann. FÓTBOLTI Enn er möguleiki á því að Eiður Smári Guðjohnsen fari aftur til Tottenham. Eiður er á förum frá Monaco og hefur verið sterklega orðaður við Fulham undanfarið. „Við vorum með Eið Smára á síðasta ári og við vorum mjög hrifnir af honum. Ég held að Monaco vilji enn lána hann og ég er mjög hrifinn af honum,“ sagði Harry Redknapp, stjóri Totten- ham. „Eina vandamálið er að ég er nú þegar með fjóra framherja. Reyndar getur Eiður spilað í holunni fyrir aftan þá og nýst á ýmsum stöðum. Það er enn mögu- leiki á því að hann komi til okkar aftur,“ sagði Redknapp. - hþh Eiður Smári Guðjohnsen: Gæti farið aftur til Tottenham Í HVÍTU Eiður átti fína spretti með Tottenham inn á milli. AFP AUÐUNN BLÖNDAL OG GILLZENEGGER KEPPA VIÐ SVEPPA OG VILLA Í ÆSISPENNANDI KAPPHLAUPI YFIR BANDARÍKIN ÞVER OG ENDILÖNG. FYRSTI ÞÁTTUR Í KVÖLD KL. 20:10 TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT Í SÍMA 512 5100 EÐA Á STOD2.IS FYRSTI ALVÖRU SJÓNVARPSVIÐBURÐUR HAUSTSINS VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 ÞRJÁR STÖÐVAR FRÁ AÐEINS 169 KR Á DAG* STÖÐ 2, STÖÐ 2 BÍÓ OG STÖÐ 2 EXTRA *VILDARÁSKRIFENDUR FÁ ALLT AÐ 30% AFSLÁTT AF STÖÐ 2 AUK ÞESS SEM STÖÐ 2 BÍÓ OG STÖÐ 2 EXTRA FYLGJA FRÍTT MEÐ. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT NÚNA OG ÞÚ GREIÐIR AÐEINS FYRIR HÁLFAN ÁGÚSTMÁNUÐ EF ÞÚ GENGUR Í STÖÐ 2 VILD.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.