Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 62
46 20. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VENJULEG HELGI LÁRÉTT 2. teikning af ferli, 6. frá, 8. fæða, 9. slagbrandur, 11. fyrir hönd, 12. land í Asíu, 14. kryddblanda, 16. í röð, 17. væl, 18. til viðbótar, 20. þessi, 21. sníkjur. LÓÐRÉTT 1. ónæði, 3. guð, 4. plöntutegund, 5. skip, 7. margbrotinn, 10. púka, 13. mælieining, 15. skál, 16. húðpoki, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. graf, 6. af, 8. ala, 9. slá, 11. pr, 12. kórea, 14. karrí, 16. hi, 17. gól, 18. enn, 20. sá, 21. snap. LÓÐRÉTT: 1. rask, 3. ra, 4. alparós, 5. far, 7. flókinn, 10. ára, 13. erg, 15. ílát, 16. hes, 19. na. Valdís Óskarsdóttir hefur samþykkt að taka sæti í dómnefnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem fer fram 23. september til 3. október. Hún mun taka þátt í að velja bestu mynd hátíðarinnar sem fær aðalverðlaunin Gyllta lundann. Valdís hefur mikla reynslu úr kvikmyndabransanum því hún hefur leikstýrt Sveitabrúðkaupi og Kóngavegi og klippt myndirnar Eternal Sunshine of the Spotless Mind og Festen. Fimm manns skipa dómnefndina á RIFF og verður Cameron Bailey, stjórnandi kvikmyndahátíðarinnar í Toronto, þar á meðal. Ekkert lát virðist vera á vinsældum skutlubókarinnar Makalaus eftir Tobbu Marinós- dóttur þar sem hún skrifar hispurslaust um íslenska stefnumóta- menningu. Bókin selst eins og heitar lumm- ur og er núna að fara í sína þriðju prentun. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu er Makalaus 2 væntanleg í maí á næsta ári og bíða hennar vafalítið margar skutlurnar með mikilli eftirvæntingu. Benedikt Erlingsson verður bæði í hlutverki leikara og leikstjóra í Borg- arleikhúsinu í vetur. Það er orðið langt síðan hann steig á svið sjálfur en það mun hann gera í leikritinu Elsku barn sem verður frumsýnt eftir áramótin. Þá mun hann einnig leik- stýra dagskrá sem byggir á Sóleyj- arkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum. Sem kunnugt er leikstýrði Benedikt sýningunni Jesús litli sem fékk Grímuverðlaun- in í ár og snýr aftur á svið í nóvember. FRÉTTIR AF FÓLKI „Við erum bara á leiðinni á æfingu í kirkjunni núna og allt gengur svakalega vel,“ segir Erna Þórar- insdóttir söngkona en dóttir henn- ar, Hollywood-leikkonan Aníta Briem, gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevop- oulus í dag. Athöfnin fer fram á grísku eyjunni Santorini en eyjan er einmitt fræg fyrir að vera sögu- svið söngvamyndarinnar Mamma Mia. Erna segir umhverfið og eyjuna vera stórkostlegt. „Þetta er bara alveg yndislegt hérna, frábært veður og allir glaðir og ánægð- ir.“ Spurð hvort Aníta sé nokkuð stressuð eins og margar verðandi brúðir eru daginn fyrir stóra dag- inn, svarar Erna neitandi „Nei, alls ekki, það er allt svo þægilegt og allir mjög afslappaðir hérna.“ Níutíu gestir eru mættir til Grikklands til að heiðra brúðhjónin en Aníta sagði í samtali við Frétta- blaðið fyrr í sumar að veislan yrði í tvær vikur. Erna gerir ráð fyrir að flestir gestirnir verði allavega fram yfir helgi. „Við erum um 30 Íslendingar hérna, ættingjar og nánir vinir, og svo gríska fjöl- skylda hans og fullt af vinum frá Los Angeles. Alveg frábær hópur,“ segir Erna og bætir við að nokk- ur fræg andlit séu meðal gesta. Til dæmis leikarinn úr sjónvarps- þáttaröðinni House og kvikmynd- inni Alfie, Omar Erps, en hann framleiðir myndina You, me & the Circus sem Aníta leikur í. Þrátt fyrir að brúðkaupið sé haldið í útlöndum er íslenskur bragur yfir viðburðinum. Stjörnu- presturinn Pálmi Matthíassson mun gefa parið saman og allar brúðarmeyjarnar eru í kjólnum frá íslenska fatamerkinu Emami. „Kjólarnir frá Emami eru æðis- legir og svo er íslensk hárgreiðslu- kona að sjá um hárið og íslensk stelpa sem sér um að farða Anítu í dag, svo það eru margir með putt- ana í þessu og hjálpa okkur að gera þennan dag sem bestan,“ segir Erna glöð í bragði. Unnusti Anítu, leikstjórinn Par- askevopoulus, er frá Grikklandi og þau ætla að fylgja þeim gríska sið að láta brúðkaupsgesti sækja brúðina með hljóðfæraleikurum og lófaklappi og fylgja henni þannig í kirkjuna. Parið ætlar að dveljast á eyjunni í tvær vikur áður en hald- ið verður til Los Angeles þar sem þau eru búsett. alfrun@frettabladid.is ERNA ÞÓRARINSDÓTTIR: ANÍTA AFSLÖPPUÐ FYRIR BRÚÐKAUPIÐ Aníta Briem giftir sig í dag GEISLANDI BRÚÐUR Aníta Briem leikkona var geislandi á rauða dreglinum stuttu áður en hún hélt til Grikklands þar sem hún giftist unnusta sínum, Dean Paraskevop- oulus, við hátíðlega athöfn í dag. NORDICPHOTOS/GETTY „Hér er búið að vera brjálað að gera síðan við opnuðum,“ segir Dóra Takefusa en hún er nýbúin að opna kaffihúsið Lyst á Norður- brú í Kaupmannhöfn. Dóra segir viðtökurnar hafa farið fram úr sínum björtustu vonum og hún bjóst alls ekki við þessu. „Við ætluðum að opna í rólegheitum fyrir tveimur vikum og kannski senda sms á vini og kunningja og segja þeim að kíkja við. Svo bara fylltist staðurinn um leið og hefur varla tæmst síðan,“ segir Dóra. „Sitt hvoru megin við okkur eru tvær stórar danskar kaffihúsa- keðjur svo ég var alveg búin að að búa mig undir að þetta myndi taka smá tíma en við byrjuð- um bara strax að ræna kúnnun- um þeirra,“ segir Dóra hlæjandi en kaffihúsið býður upp á léttar veitingar og svo er íslenskt kaffi á boðstólum. Það má því segja að kaffihús- ið sé hálfgert Íslendingakaffihús því allir starfsmenn þess eru frá Íslandi. „Við erum með kaffi frá Te&kaffi en ég ætla líka að selja baunapoka frá fyrirtækinu hér á kaffihúsinu,“ segir Dóra og bætir við að íslenska kaffið hafi lagst vel í viðskiptavinina. Dóra segir hverfið sem kaffi- húsið er í rólegt og að margir viðskiptavinir komi á leið sinni í vinnuna. „Hverfið er mjög kaffi- húsavænt og hér býr fólk sem hefur gaman af því að hanga á kaffihúsum,“ segir Dóra og við- urkennir að kaffihúsabransinn sé frábrugðinn barrekstri en hún hefur rekið barinn Jolene á Vest- erbro síðan árið 2007. „Það er mikil vinna að vera með eldhús, þó að við bjóðum bara upp á létta kaffihúsarétti. En þetta er æðis- lega gaman og náttúrulega bara frábært að okkur sé tekið svona vel.“ - áp Kaffihús Dóru slær í gegn hjá Dönum VEL TEKIÐ Dóra Takefusa er ánægð með móttökurnar sem nýopnað kaffihús hennar í Kaupmannahöfn hefur fengið. Máni Svavarsson, höfundur tón- listarinnar í Latabæ, hefur samið nokkur ný lög fyrir brúðuleikrit sem farið hefur sigurför um Bret- land að undanförnu. Aðalpersóna brúðuleikritsins er Gurra grís eða Peppa Pig en hún hefur verið ein- hver vinsælasta persóna breskra barna undanfarin ár. Þættir um hana eru sýndir í 180 löndum og sýningin verður á næstunni í Liverpool. „Þetta passar, það eru sömu framleiðendur sem gera þessa sýningu og framleiddu Latabæjarsýninguna og þeir spurðu mig í fyrra hvort ég væri til í að semja nokkur lög. Það er ekki mikið af tónlist í kringum þessa persónu nema upphafslag- ið og ég bætti bara aðeins við.“ Máni segist ekki vera að horfa í kringum sig enda séu nóg verk- efni hjá Latabæ. „Nei, þessir framleiðendur eru góðvinir okkar og ég samdi þessi lög bara í sum- arfríinu mínu. Þetta eru svona lítil og léttvæg lög enda stílar Gurra grís inn á yngstu börnin,“ útskýrir Máni og bætir því við að sýningin sé líka mun minni í sniðum en til að mynda Lata- bæjarsýningin. Máni er nýbúinn að semja nýtt lag fyrir Lata- bæ sem verður notað í risa- stórri auglýsingaherferð fyrir matvörukeðjuna ASDA. Þar verð- ur Latibær í aðal- hlutverki nýrrar markaðsherferðar sem byggir á því að deila út skrefamæl- um til breskra barna og hvetja þau til að ganga meira. Magn- ús Scheving og Juli- anne Margulies verða í forsvari fyrir átakið en þetta verður í fyrsta skipti í háa herrans tíð sem þau tvö verða saman á ferðalagi við að kynna Latabæ. - fgg Samdi sönglög fyrir Gurru Grís LÖG FYRIR GRÍS Máni Svavarsson samdi nokkur lög fyrir brúðuleikrit um Peppa Pig eða Gurru grís en hún er feykivinsæl meðal barna á Bretlandi. „Ég ætla á útitónleika á Faktorý á menningarnótt en þó vera stillt og prúð því á sunnudaginn verð ég hress þar sem unnustinn verður guðfaðir hennar Kolbráar. Inn á milli mun ég síðan standa í opnunarundirbúningi Fjall- konubakarísins. Helgin verður því smá stund milli stríða.“ Lára Guðrún Jóhönnudóttir, fjölskyldu- kaffihúsafrumkvöðull. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 10. 1 Helgi Þór Ingason. 2 Lechi Gdansk. 3 Frank Hvam.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.